Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1943, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 14.08.1943, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN látið einn helsta samflokksmann sinn I kaupa inn vélbyssur og gas í stórum stíl handa lögreglunni. í framhaldi af þessu hefir honum nú tekist að gera „Dag“ að fullkomlega fasistísku áróðursmál- gagni. Viku eftir viku flytur þetta mál- gagn áróðursgreinar í anda dr. Göbbels í Berlín um krossferð gegn bolsévisma. Hermann geymir vopnin. Herforingjam- ir eru sjálflcjömir: Jónas, Halldór, Stebbi P. og Jóhann Frímann. Jarðvegurinn er plægður af kappi (en kannske af eilítið minni forsjá) fyrir herförina. Hitler af- sakaði herför sína gegn Sovétríkjunum með því að Rússar hefðu ætlað sér að ráðast á Þjóðverja og útrýma þeim. Generalissimó „Hitlers-í-litlum-stíl-stefn- unnar“ á íslandi, Jónas frá Hriflu, jóðlar sömu tugguna í „Degi“: „Bændur, út- vegsmenn og aðrir framleiðendur“, æpir hann, „þið verðið að sameinast gegn kommúnismahættunni. Kommúnistamir útrýma ykkur nema þið verðið fyrri til“. — Og til þess að þetta kristilega heróp láti í eyrum þeirra í kalsaveðrum í sum- ar eins og „þeyvindur góðvildar“ hvíslar hann að þeim að Stalin hafi útrýmt rússnesku bændunum,, sem em nú að reka þann her af höndum sér, sem herir tveggja stórvelda glíma nú við örlítinn hluta af án nokkurs sambærilegs árang- urs og her bændanna, sem Stalin út- rýmdi og Göbbels hefir margsinnis strá- fellt og gjörsigrað, hefir náð. En ósköp held ég að hætt sé við að alt þetta „góðvildar“brölt Jónasar og kumpána gegn kommúnismanum og kommúnistunum beri að lokum að sama brunni og tilraun Hitlers í stærri stíl til að útrýma kommúnismanum fyrir fullt og alt í Þýskalandi og öllum heiminum. En skólastjórarnir tveir er þylja nú boð- skap Hitlers og dr. Göbbels viku eftir viku í „Degi“ yrði vafalaust sæmilega ánægðir ef þessi „góðvildar“iðja þeirra og uppeldisstarf bæri þann árangur held- ur en engan, að nokkrar blóðsúthellingar og manndráp gætu hlotist af — mætti þá líka með sanni segja að Jónasi hefði orðið að ósk sinni að framkvæma hér i „litlum stíl“ það, sem Hitler hefir gert í Þýskalandi og Evrópu að undanförnu. Rmtirhöldin í Krasnodar. (Framhald af 2. síðu). istainnrásarseggjum í Krasnodar- borg og Krasnodarhéraði. Á grundvelli tilskipunar, sem forsæti Æðstaráðs Sovétríkjanna gaf út 19. apríl 1943, viðvíkjandi land- ráðamönnum, voru hin ákærðu V. I. Tishchenko, I. A. Rechkalov, M. P. Lastovina, N. S. Pushkarev, G. N. Missan, U. M, Naptsok, I. K. Kotomtsev og I. F. Kladov, dæmd til dauða með hengingu, og G. I. Tuchkov, V. S. Pavlov og I. I. Paramonov, sem minna virkir að- stoðarmenn, voru dæmdir til út- legðar og þrælkunarvinnu í 20 ár hver. (Soviet War News). Helisunsii (Framh. af 3. síðu). um gangi í Reykjavík, Hafnarfirði og nágrenni, og ganga félagskonur með lista í hvert hús. Mun árang- urinn verða birtur smámsaman í blöðum og útvarpi, en af þeirri reynslu, sem þegar er fengin, er bersýnilegt, að undirtektir eru prýðilegar og mikill og almennur skilningur á því, hvílíkt þjóðþrifa- mál hér er um að ræða. Því er heitið á alla góða íslend- inga til liðsinnis og skjótrar hjálp- ar, til þess að efla baráttuna gegn hinum tíðustu og voveiflegustu allra slysa: Sjúkdómaslysunum. Mjög væri það æskilegt, ef ein- hverjir fyndu hvöt hjá sér til að annast fjársöfnun í sínu umhverfi, að þeir settu sig í samband við nefndina. Og vert er að benda mönnum á það, að þótt stóru gjaf- irnar séu góðar, þá byggist árangur svoha samskota jafnan fyrst og fremst á smáu gjöfunum, sem ein- staklinginn munar lítið um, en verða að gildum sjóðum, þegar margar koma saman. Matthildur Björnsdóttir, Laugaveg 34A er (formaður). Þorvaldur Jónsson, Bergþórugötu 11A (ritari). Arnheiður Jónsdóttir, Tjarnargötu 10C. Elín Egilsdóttir, Sólvallagötu 2. Pétur Jakobsson, Bárugötu 10. Guðrún Þ. Björnsdóttir, Kárastíg 12. IJnnur Skúladóttir, Ránargötu 12. Stjórn Badoglio völt í sessi Innanríkisráðherra Badoglios hefir sagt af sér. Stöðugt berast fregnir um hópfundi og kröfu- göngur í ítölskum borgum. Frá Þýskalandi hafa borist fregn- ir um að völd Hitlers hafi verið takmörkuð og fari nú raunverulega þriggja manna herforingjastjórn með völdin. I London er talið var- legt að taka mark á þessari fregn. Verður áburðarverk- smiðja bygð á íslandi? Samkvæmt ósk bæjarstjórnar Reykjavíkur hefir ríkisstjórnin ráðið sérfræðing frá Ameríku til þess að athuga möguleika á starf- rækslu áburðarverksmiðju hér á landi og gera tillögur um byggingu hennar ef vænlegt þykir og hag- kvæmt að ráðast í þetta fyrirtæki. SULTUPAPPÍR (Cellophan) og SMJÖRPAPPÍR fást í Bókaverzlun Gunnlaugs Tr. Jónssonar Fimmtuésafmæli átti Halldór Ás- geirsson, sölustjóri hjá K. E. A. 5. þ. m. ÞURRKUD EPLI fyrirliggjandi. — Kaupið þau, áður en það verður um seinan. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA NÝLENDUVÖRUDEILD Staða laus. Ráðskonustaðan á Akureyrarspítala laus frá 1. okt. næstk. — Umsóknarfrestur til 15. september næstk. Umsóknum sé skilað til spítalanefndar. SPÍTALANEFNDIN. TILKYNNING FRÁ DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU. Athygli almennings skal vakin á því, að óheimil för inn á bannsvæði herstjórnar eða óheimil dvöl þar varðar sektum, varðhaldi eða fangelsi, nema þyngri refsing liggi við að lögum, enda hafi bannsvæði verið auglýst og sé það afgirt eða för inn á það eða um það bönnuð með merkjum eða með öðrum glöggum hætti, sbr. lög nr. 60, 1943. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 5. ágúst 1943. TILKYNNING til timburinnflytjenda Þeir, sem hafa í hyggju að festa kaup á timbri í Ameríku, til innflutnings á síðari hluta þessa árs og fyrstu mánuðum næsta árs, þurfa að senda Viðskiptaráðinu umsóknir um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir timbrinu fyrir 15. þ. m. Taka skal fram í umsóknum magn og áætlað verð. Einnig hvort um harðvið, furp eða krossvið o. þ. h. unnið timbur er að ræða. 6. ágúst 1943. » / VIÐSKIPTARÁÐIÐ Hinir margeftirspurðu, heimsfrægu SHEAFFER’S lindarpennar og blýantar nýkomuir. Umboð á Akureyri: Bókaverzlunin EDDA NÝKOMIÐ Vesti úr sútuðu skinni Stígvélasokkar úr sútuðu skinni Ferðatöskur Svefnpokar Sjóstakkar Sjóhattar Trollarabuxur Herrasokkar KARLMANNA- NÆRFÖT hlý og góð nýkomin VÖRUHÚS AKUREYRAR Nýtt leikrít eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er væntanlegt á bókamark- aðinn í vetur og mun bókaforlag Þorst. M. Jónssonar gefa það út. PÖNTUNARFÉLAGIÐ \ SVESKJUM verður úthlutað til félags- manna n. k. mánudag og þriðjudag. Pöntunarfélagið

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.