Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.08.1943, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 14.08.1943, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson, Loftur Meldal, Lárus Björnsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. SlDasta sfiKnín. 5. júlí s.l. hófu Þjóðverjar sum- arsókn sína á Kursk-Orel-vígstiiðv- unum. Tíu dögum síðar hafði Rauði herinn ekki aðeins stöðvað sóknina, heldur hóf Itann nú sjálf- ur sókn, sem er nú orðin svo stór- feld, að hún vekur undrun og að- dáun meðal allra frelsiselskandi þjóða og einstaklinga og að sama skapi ugg og óstjórnlega skelfingu meðal þýsku herstjórnarinnar og fasista. Þjóðverjar höfðu undirbúið þessa mishepnuðn sókn sína ræki- lega. Þeir höfðu smalað saman 190 þýskum herfylkjum á austurvíg- stöðvunum og 28 herfylkjum frá leppríkjum sínum. Það voru fleiri þýsk herfylki en þeir höfðu nokkru sinni áður hafið sókn með. Þegar þeir réðust á Sovétríkin sumarið 1941 höfðu þeir 170 herfylki á vígstöðvunum og þegar þeir hófu sumarsóknina í fyrra höfðu þeir 179 þýsk herfylki og 61 leppríkja- herfylki. En þó þýska liðið væri meira en nokkru sinni fyr var her nazistanna nú samt sem áður mun veikari en áður. Ósigurinn við Stalingrad var sá skóli, sem dugði til að slá á sjálfstraust, hroka og sigurvissu þýsku hermannanna. En það var þó fjarri því að Þjóðverjar hefðu fengið nægilegt áfall til að glata sjálfstraustinu og átta sig á staðreyndunum. í allan vetur og ekki síst meðan sókn Rauða hersins var í algleym- ingi, voru bumbur áróðurs barðar og lúðrar þeyttir um þvert og endilangt Þýskaland og í leppríkj- um þess. Nú fyrst skyldi fara fram allsherjar hervæðing. Öllu varaliði Hitlers-Þýskalands var skrapað. saman, allri orku þess og leppríkj- anna skyldi verða beitt í hinni ægilegu sókn öxulríkjanna gegn bolsévismanum í sumar. Og það skyldi verða síðasta sóknin. Sjálfs- traust og hroki þýska hersins óx að nýju. Tveimur dögum áður en sóknin hófst, eða 3. júlí, skrifaði Hans Gerhardt, yfirmaður 32. þýsku vig- grafa-herdeildarinnar, í dagbók sína: „Það lyktar eins og af þrumu- veðri. Sumarsókn okkar ætti að byrja bráðum. Það er tími kominn til þess!“ Næsta dag krotaði hann aftur með snotra pennanum sínum: „Or- ustuaðvörun. Við erum vel undir það búnir. Alt gengur eins og eld- ing. Kursk-boginn hefir lengi verið þyrnir í síðu okkar. Nú munum við skera hann burt“. Þremur dögum síðar virðist svo, sem eitthvað hafi gengið miður með þrumuna og eldinguna. Hans Gerhardt verður dálítið aunglyndur: „í dag gengur alt hægara. Rúss- arnir hafa framúrskarandi aðstöðu. Eg misti N. C. O. Baumhauer og sex grafara“. Hann minnist ekki framar á sóknina. 15. júlí skrifar hann, að lerdeild hans hafi verið flutt um Orel til héraðsins suður af Bolkhov. „Við verðum að stöðva Rússana“, skrifar hann í dagbókina. Eftir 17. júlí skrifaði Hans Ger- rardt ekki meira í dagbók sína. Hann gat það ekki. Hann var dauður. Honum hafði mishepnast að stöðva Rússana. Þetta var síðasta sóknin, sem íann tók þátt í. Og það er vafalaust síðasta sókn þýska hersins á austur- vígstöðvunum — en henni lauk bara á annan veg en þýska her- stjórnin og þýski herinn hafði ætl- ast til. Þessi óvæntu endalok sóknarinn- ar og hinn glæsilegi sigur Rauða hersins á Orel og Bylgorod-víg- stöðvunum hefir farið svo í taug- arnar á þýsku nazistunum, að þeim er nú orðið eins tamt í munni orðið ,,taugar“ eins og orðið ,,sókn“. áður. Sjúkur maður talar eðli- lega um heilsufar sitt. Dr. Göbbels veit, að taugar þýsku þjóðarinnar eru nti í megnasta ólagi. Hann hef- ir nú engin góð tíðindi að flytja þýsku þjóðinni frá vígstöðvunum. í örvæntingu sinni hefir hann gefið henni þetta resept: „Þú verður að hafa vald á þér sjálfum", skrifar hann, „til síðustu mínútu“. Hversvegna? „Vegna þe'Ss“, segir hann, „að síðasta mín- útan er þungbærust". Þetta er eina hnggunin, sem þýska stjórnin hefir handa þjóð sinni í raunum hennar og taugastríði. Göbbels er fyrir löngu hættur að tala um „leiftur- sókn“, ,,sókn“, ,',sumarsókn“, um að sigurinn sé Þjóðverjum vís, um heri, sem ekki eru til. „Taugastríðið'1, segir dr. Göbb- els, „fylgir hernaðinum eins og skuggi“. Hindenburg sálugi gat líka talað um taugar. í byrjun fyrri heims- styrjaldarinnar sagði hann: „Þetta stríð vinnur sá, sem hefir sterkastar taugar". 1918, þegar Þjóðverjum voru greidd þung högg og stór bil- uðu taugar Hindenburgs sjálfs svo alvarlega, að hann varð fyrstur til þess að krefjast þess, að þýski her- inn hætti tafarlaust styrjöldinni. Sagan á eftir að endurtaka sig. Það er aðeins tímaspursmál. Högg Rauða hersins þessa dag- ana reyna á taugar þýsku nazist- anna. En hvenær kemur höggið, sem Bretar og Bandarikjamenn lof- uðu að greiða Þjóðverjum úr vestri? Andlát. 6. þ. m. andaðist að heimili sínu, Norðurgötu 36 hér í bænum, Bryn- hildur Bogadóttir, dóttir Boga Ágústs- sonar, ökumanns. Hjónaband. Ungfrú Kristbjörg Hrólfs- dóttir frá Ábæ,' Skagafirði og Ölver Karlsson, bílstjóri, Vöglum, Þelamörk. Fimmtuésafmœli átti Halldór Ásgeirs- son, sölustjóri hjá K. E. A, 5. þ. m. HEILSUHÆLI r Náttúrulækningafélags Is- lands Ávarp fjársöfnunarnefndar Einhver nytsamasti og vinsælasti félagsskapur hér á landi er Slysa- varnafélag Islands. Að verðleikum refir það áunnið sér hylli allra andsmanna, enda eru slysavarnirn- ar eitt stærsta velferðarmál þjóðar- innar. j Druknanir og önnur slys eru sorg- ega tíð hér á landi. En til er önnur tegund slysa, margfalt algengari og enn ömurlegri: Það eru sjúkdóm- arnir. Þau slys eru átakanlegust fyr- ir þá sök, að þau eru að dómi i jölda mætra manna, lærðra og leikra, að rnjög miklu leyti sjálf- skaparvíti, sem vér leiðum yfir oss með óskynsamlegum lifnaðarhátt- um og auðvelt væri að koma í veg l'yrir og jafnvel lækna, með því einu að taka upp réttar lífsvenjur. Læknavísindunum hefir tekist að stennna stigu fyrír skæðustu far- sóttum. E» hrörnunarsjúkdómarn- ir leika enn lausum hala. Ef það er rétt — eða þótt ekki væri nema lík- ur fyrir því, — að þeir séu að veru- legu leyti sjálfskaparvíti, þá er bar- áttan gegn þeim á heilbrigðum grundvelli, víðtækasta slysavarnar- starfsemin og allra stærsta velferð- armál hverrar þjóðar. Þessar slysavarnir eru höfuðmark- mið Náttúrulækningafélags íslands. Og ein af mörgum leiðum að því marki er stofnun heilsuhælis — eða hæla — er hafi það tvöfalda hlut- verk: 1. Að lækna sjúka með nátt- úrlegum aðferðum — mataræði, hreyfingu, böðum o. s. frv., — sem miða að því, að flytja líkamanum rétt næringarefni, hreinsa hann ut- vortis og innvortis og styrkja hann á alla lund. 2. Að kenna sjúkling- unum og öðrum, hvernig þeir eiga að haga sér, til þess að öðlast full- komna heilbrigði og vernda hana sér og sínum til handa. Jónas Krist-jánsson læknir, for- seti félagsins, hefir útskýrt þetta ítarlega í útvarpinu í vor. f.ýsti hann þar starfsháttum og árangri ýmsra slíkra heilsuhæla, sem hann hefir heimsótt á utanlandsferðum sínum austanhafs og vestan. Sífelt er kvartað yfir sjúkrahús- skorti. Hér er á ferðinni viðleitni til að bæta úr þeirri vöntun, og það sem meira er um vert, viðleitni til að draga úr sjúkrahúsþörfinni. með því að kenna fólki að forðast sjúkdómaslysin. Og að sjálfsögðu verður hælið bygt og rekið í sam- íáði við heilbrigðisyfirvöld lands- ins og með samþykki þeirra. Hæl- inu hefir ekki enn verið valinn staður, en hugmyndin er, að það standi við hverahita, þar sem það geti liaft aðgang að nógu heitu vatni til upphitunar, haða og rækt- unar, aðgang að rafmagni og nægi- legt landrými til ræktunar o. fl. Á síðasta aðalfundi N. I,. F. í. var kosin 7 manna nefnd, til þess að annast fjársöfnun til heilsuhælis- byggingar. Er söfnun þegar í full- (Framh. á síðu). Nær og fjær Fáir í Noregi munu vera hataðir meira en Henrik Rokstad, nazistinn sem lét taka 34 menn af lífi í Þrándheimi á þremur dögum. Skömmu síðar fór að bera á því að talsímahringingar röskuðu svefnfriði Rogstads á næturnar. „Þetta er Henry Gleditsch", sagði % ein röddin. „Sefurðu vel?“ Það var alltaf sagt það sama að und- anskildu því, að mannanöfn voru mis- munandi, — eitthvert af nöfnunum á * hinum 34 fórnarlömbum. Rogstad skip- aði að lokum að öllum opinberum sím- um í húsinu skyldi lokað á næturnar. V Blöð „Framsóknarflokksins“ halda á- fram að brigsla verkafólki um „vinnu- svik og annað þessháttar. „Dagur“ lét svo um mælt 22. f. m. að velsæld vinn- andi fólks og uppgripagróði, oft fyrir litla vinnu og lélega af hendi leysta, væri að verða þjóðinni eins hættulegt eins og drepsóttir þær, sem eyddu lands- fólkinu á 16. öld. „Tíminn", er á sömu línu. 6. ágúst er svo komist að orði í ritstjórnargrein: „Almenningur er óánægður yfir því, hversu lítið verkunum miðar, telur slæ- lega unnið og eftirlitið lélegt. . . . Taxta- kaup, án alls tillits til afkasta, er hin besta leið til að ala upp augnaþjóna". Launþegar eiga eftir að þakka Fram- sóknarhöfðingjunum fyrir þessi vinsam- legu ummæli. V í ofanálag gefa svo Framsóknarhöfð- ingjarnir almenningi það fyrirheit að hin óvanalega mikla eftirspurn eftir vinnu- aflinu — skuli aðeins verða hverfandi stundarfyrirbrigði. „Þróunar“ (!) flokkur- inn hans Jónasar sér enga leið til að tryggja öllum vinnufærum þegnum rík- isins atvinnu og lífvænleg kjör. Og viti einhverjir forystumenn flokksins skil á leið til að koma i veg fyrir atvinnuleysi — leggja þeir sig manna mest fram til að hindra að sú leið verði farin. Eina leiðin sem þeir vilja fara núna er að lækka kaup launþeganna tafarlaust — svo þeir verði ekki búnir að hafa ofmik- inn „uppgripagróða oft fyrir litla vinnu og lélega af hendi leysta“, þegar atvinnu- leysið kemur. V „Dagur“ segir að forysta Alþýðu- flokksins sé ógiftusamleg og misvitur. Oft ratast kjöftugum satt orð af munni. „Alþýðum.“ leggur til að íslendingar fari að dæmi nazista og banni þann flokk sem málgagn hinnar , misvitru forystu kallar vanalega Kommúnistaflokk. Höf- uðpaurar „Dags“-manna eru á sama máli og „hin ógiftusamlega og misvitra for- ysta“ Alþýðuflokksins. Bretar eru hinsvegar ekki á sömu linu og Hriflu-Jónas, Stefán Pétursson, Halldór Friðjónsson og Jóhann Frímann. Þeir hafa að undanförnu verið að ógilda þau vinnubrögð bretskra stjórnarvalda sem báru óþægilegan keim af vinnu- brögðum nazistanna. Þeir hafa fyrir all- löngu síðan ógilt útgáfubannið á aðal- málgagni bretskra kommúnista „Daily Worker“, og nú fyrir fáum dögum aftur- kallað útflutningsbannið á sama blaði V Jónas frá Hriflu hefir hátíðlega lýst því -í blaðagrein sem hjartans ósk sinni, að íslendingar kappkosti að framkvæma í „litlum stíl“ það sem foringinn Hitler hefir gert í Þýskalandi. Hann hefir gert meira en að láta þessa frómu ósk í ljósi. Hann hefir sem formaður „Framsóknar" e

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.