Verkamaðurinn - 15.04.1944, Side 3
VERKAMAÐURINN
3
VERKAMAÐURINN
Útíefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritstjóri: Jakob Árnason,
Skipagötu 3. — Sími 466.
BlaOnefnd: Sverrir Áskelsson,
Loftur Meldal,
Lárus Bjömsson.
Blaðið kemur út hvem laugardag.
Lausasöluverð 30 aura eintakið.
Afgreiðsla i skrifstofu Sósíalistafélags
Akureyrar Verklýðshúsinu.
Prentverk Odds Björnssonar.
Lppsögn kaupsamn-
inganna
Allir félagsmenn ættu að
greiða atkvæði
Á fundi Verkamannafélags Ak-
ureyrarkaupstaðar, sem haldinn
var 2. þ. m., var samþykt einróma
að láta fara fram allsherjarat-
kvæðagreiðslu í félaginu um það,
hvort segja skuli uþp vinnulauna-
samningi þeim, er félagið gerði, í
fyrrasumar, við Vinnuveitendafé-
lag Akur^yrar og K. E. A. — en
samningur þessi rennur út í júní-
mánuði næstk.
Eins og auglýst er á öðrum stað
í blaðinu, er nú ákveðið að at-
kvæðagreiðsla þessi fari fram
næstkomandi fimtudag, föstudag
ðg laugardag.
Trúnaðarmannaráð félagsins hef-
ir mælt eindregið með því, að
samningunum verði sagt upp. Og
á fyrnefndum fundi félagsins
komu eingöngu fram ákveðnar
raddir um það, að sjálfsagt væri
að gera svo. Enda næsta augljóst
mál, að verkamenn hér á Akur-
eyri geta ekki sætt sig við að
vinna fyrir miklu lægra kaup en
stéttarbræður þeirra t. d. á Siglu-
firði og í Reykjavík. Og því síður
hafa verkamenn hér efni á slíku,
þar sem atvinna í bænum er svo
léleg, sem raun ber vitni um, og
engin viðleitni sýnd af hálfu bæj-
arvaldanna til að ráða þar á
nokkra bót.
Þá er einnig sérstök ástæða til
að endurnýja samningana með
það fyrir augum, að þeir nú verði
látnir ná til allra þeirra aðila í
bænum, sem atvinnuframkvæmd-
ir hafa með höndum. En eins og
kunnugt er, hefir það ekki verið
svo, og hafa því sum ákvæði samn-
ingsins verið sniðgengin, t. d. í
bæjarvinnunni, sem hefir verið
misnotuð gegn félaginu — og má
ekki lengur þola slíkt.
Það má því telja víst, að flestir,
ef ekki allir, félagsmenn séu sam-
mála um það, að segja upp samn-
ingunum. Það er að vísu ágætt.
En það er samt ekki nægilegt, að
þeir séu þessu samþykkir með
sjálfum sér. Þeir verða að sýna
það svart á hvítu, við allsherjar-
atkvæðagreiðsluna.
Því meiri og jákvæðari sem
þátttakan í kvæðagreiðslunni
verður, því auðveldara verður fyr-
ir félagið að ná nýjum og hag-
kvæmari samningum.
Atkvæðagreiðslan er þessvegna
HIÐ MIKLA
Þá er nú liðinn hálfur mánuðuf
síðan vinna hófst við 15 miljóna
fyrirtækið, og er þó mikið eftir
enn, sem von er. Þess er varla að
vænta, að þar sannist hið forn-
kveðna: „Hálfnað er verk þá hafið
er“. Frá því fyrst að einhverjum
hugsjóna- og athafnamanni kom
þetta til hugar og til þessa dags,
hefir mikið verið gert. Vísinda-
menn verkfræðingar og valds-
menn fara á stúfana: Fyrsti frá
Reykjavík til Akureyrar, annar frá
Akureyri til Reykjavíkur. Svo er
skipuð nefnd. Sú nefnd lætur
mæla bæði land og sjó. Loftið var
sýnilega nógu hátt! Svo er teikn-
ing og önnur teikning. Svo gengur
það til bæjarstjórnar, svo til ríkis-
stjórnar. Svo er því vísað til nefnd-
ar. Svo þarf það að bíða eftir
nefndarfundi. Svo þarf sú nefnd
að skoða staðinn og halda annan
fund.Svo kemur hún sér ekki sam-
an og þarf að halda þriðja fundinn.
Svo byrjar vinnan með 25 mönn-
um. Yfirverkfræðingur bæjarins er
sjáflkjörinn æðsti maður. Svo eru
tveir yfirmenn, með háu kaupi,
annar með bormeistarapróf, hinn
með þungt hús. Svo sletta þessir
yfirmenn bæði nafnbótum og
hundsbótum í sína skárstu menn,
svo þetta er strax orðið talsvert
dýrt, enda búið áð segja öllum
mannskapnum upp!!! Það gekk
allt í fartinni þennan vanalega
gang.
Þessir tveir næstæðstu stýrðu
sínu ríkinu hvor, annar sat uppi á
klöppum, hinn niður við sjó. En
sá ljóður var á ráði þeirra, að þeim
kom mjög illa saman, og var það
mikill skaði um slíka menn. Þeir
gátu aldrei fallist á eitt um það,
hvor þeirra væri meiri. Fyrst í stað
hélt ég að þeir ætluðu að gera mig
að einhverjum Messíasi, og var út-
litið lengi vel mjög ískyggilegt.
Þeir sendu mig hvað eftir annað á
milli sín, en ekki urðu þeir vinir.
Líklega hefir það frekar aukið
fjandskapinn. Að lokum fór þó
svo, að sá bréflausi varð að sitja
með mig. Eg mátti alls ekki láta
sjá mig niður við sjó. Þessi klappa-
vinna var talsverð merkis athöfn.
meira en aðeins tjáning eins og
eins verkamanns um það, að hann
vilji segja samningunum upp.
Hún er félagsleg yfirlýsing
um þann styrk, sem stjóm
félagsins hefir að baki sér
í nýjum samningaumleitun-
um.
— Hún er mikilvægur þáttur í
sjálfri baráttu félagsins fyrir bætt-
um kjörum verkamannanna.
Enginn félagsmaður má þess
vegna láta undir höfuð leggjast að
inna af hendi þessa félagsskyldu.
Hana er auðvelt að uppfylla, og
getur engum vaxið í augum.
Þessvegna félagar í Verka-
mannafélagi Akureyrar:
Komið allir í Verklýðshúsið
á auglýstum tíma, og greið-
ið atkvæði með uppsögn
samningsins.
FYRIRTÆKI
Þar stóð gamli tíminn og nýi tím-
inn hlið við hlið, með 5 til 50
m. millibili, en á. menningar-
brautinni voru að minsta kosti
500 ár á milli þeirra. Eg lenti vit-
anlega í gamla tímanum. Við unn-
um með 15. aldar tækni, þ. e. a. s.
mest með eintómum höndunum.
Hinir unnu með lyftistöngum og
lyftivél. Þaðan var oft að heyra
glaum og gleði. Þeir töluðu oft
hátt, því að sumir þeirra voru
prýðilega máli farnir. Þeir mintu
á kvæði Hannesar Hafstein: „Strit-
andi vélar, starfsmenn glaða og
prúða.“ Við þá töluðu yfirmenn-
irnir að nútíma sið, vitanlega með
fullri virðingu fyrir sjálfum sér.
Oðru máli var að gegna með okk-
ur forngripina. Undirforinginn
kom til okkar sem 15. aldar mað-
ur, þögull og þungbúinn. Hann
horfði á okkur fast og lengi, sýni-
lega með lítilli velþóknun.
En við glímdum við mulning-
inn, oftast þegjandi. Þó kom það
fyrir, að við mösuðum, og urðum
þá oft ræðulangir. En þá sagði
bréflausi meistarinn, að hann
skildi ekkert í okkur að geta ekki
þagað. Eins kom það fyrir, að hann
skildi ekkert í hvaða djöfuls tíma
við værum að lesta bílinn, og varð
okkur þetta áhyggjuefni, því að
við vissum, að maðurinn var skiln-
ingsgóður. En á hinu leitinu lest-
uðum við oftast fjóra bíla á meðan
nýi tíminn lestaði þrjá. Vitanlega
bar okkur, eftir tímatalinu, að
þræla meira en hinir. Þegar við
létum stór björg á bílinn, var þeim
rent eftir tveimur staurum, mis-
sverum þó. Þeir voru makaðir, en
það eyðilagði þær fatatuskur, sem
við vorum í. Þegar yfirmeistarinn 1
kom, sté hann virðulega út úr bif-1
reiðinni og gekk í yfirmannslegum
þönkum, og ávalt til nýja tímans,
og ávarpaði mennina með góðlát-
legum valdasvip. Einu sinni kom
hann með hina miklu teikningu og
lofaði þeim að líta á hana rétt. Þá
þótti mér mikils við þurfa, svo að
eg vogaðist til, þegar hann fór, að
ganga í veg fyrir hann og spyrja,
hvort hann væri með teikninguna.
Hann leit undan í 90 gráða horn
og sagðist ekki hafa tíma, máske
koma með hana seinna, og þar
með var sá virðingardraumurinn
búinn. Eg þóttist sjá, að mín ver-
aldlega velferð væri algjörlega út-
skafin, og fór að hugsa um, hvort
eg myndi ekkert úr ritningunni.
Jú, eina málsgrein mundi eg: „Það,
sem maðurinn sáir, það mun hann
og uppskera“.
Já, en það var nú einmitt það.
Þessir háu herrar eru nú að kafna
í illgresi, sem þeir hafa sjálfir sáð,
og það einmitt á þessum stað. Fyr-
ir vinnufrekju og illan útbúnað
urðu þeir að hækka grjótvinnu-
kaupið og þar með var móðurfræ-
inu sáð, en það frjóvgaðist óðum
og þroskaðist brátt. Á skömmum
tíma hækkaði grjótvinnukaup um
alt land. Nú var öll aðstaða orðin
betri, en kaupið hélst óbreytt, og
gjalda þeir nú fyrir sínar fyrri
syndir. En þeim þykir það órétt-
látt, vilja heldur láta það koma
niður á börnunum í 3. og 4. lið. En
verkamönnum finst það ekki rétt-
látt, og vilja engin eftirkaup, enda
viðbúið að börnunum kippi í kyn-
ið og verði engir föðurbetrungar.
Óneitanlega er það sárt, fyrir þá
menn, sem vilja dauða syndarans,
þ; e. a. s. öreigans, en alls ekki að
hann sé að snúast í því að lifa, að
borga hátt kaup. Það mætti nú
kannske segja, að verkamenn
komist af, þó þeir gangi ekki kjól-
búnir fyrir Jakob Frímannsson til
að biðja um 25 aura reikningslán
með tveggja manna ábyrgð og all-
ar þeirra eigur að veði upptækar
án dóms og lága, ef ekki er staðið
í skilum. Svo er það fátækrafull-
trúinn. Hann hefir lengi barist
hinni góðu baráttu að halda við
sínum fjárstofni. Vitanlega lítur
hann á þetta fyrirtæki eins og
raunverulegur fjárbóndi á „Mæði-
veiki“ og reynir álíka að stemma
stigu við því. „Fátæka hafið þér
ávalt hjá yður“, en það getur
brugðist, ef klaufalega er á haldið.
Þ. M.
Heimilisiðnaðarfélaé Norðvtrlands ósk-
ar þess getið, að það sýni ýmsar gerðir
vefnaðar frá nýafstöðnu námsskeiði sínu
hér í bænum n.k. sunnudag kl. 2—7 á
Hótel Norðurland.
Frá LeikfélaÉinu: Sýningar á „Gullna
hliðinu" nú um helgina og í næstu viku,
sbr. auglýsingu hér í blaðinu í dag. Þar
sem leiksýningum verður að vera lokið
um mánaðamót. ættu þeir, sem hafa í
huga að sjá leikinn, ekki að draga það
lengi, heldur útvega sér aðgöngumiða að
næstu sýningum. Aðgöngumiðasalan op-
in leikdagana frá kl. 1.
Bazar heldur verkakvennafélagið
„Eining", sunudaginn 16. þ. m., kl. 4, í
Verklýðshúsinu.
GULLNA HLIÐIÐ
Sýningar laugardags-, sunnudags-, þriðjudags-, mið-
vikudags- og fimmtudagskvöld. Hefjast kl. 8. — Að-
göngumiðasalan opin leikdagana frá kl. 1. — Athygli
skal vakin á því, að af sérstökum ástæðum verður
sýningum að vera lokið um mánaðamót. Þeir, sem
hafa hugsað sér að sjá leikinn, ættu því ekki að draga
það, heldur útvega sér aðgöngumiða að NÆSTU
SÝNINGUM.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR.