Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.11.1944, Síða 1

Verkamaðurinn - 18.11.1944, Síða 1
XXVII. ARG. Laugarclaginn 18. nóvember 1944. 42. tbl. Goðafoss skofinn í kaf á Faxaflóa með fundurskeyti frá þýskum kafbát Skipið var komið í íslenska landhelgi þegar árásin var gerð Seint á föstudagskvöldið bárust hingað til Akureyrar óljósar fregnir um að Goðafoss hefði orðið fyrir hættulegu áfalli. Á laugardagsmorguninn vöknuðu bæjarbúar við þá staðreynd. að þessi hörmulegu tíðindi reyndust sönn. Laust fyrir hádegi sl. föstudag hæfði þýskur kafbátur Goða- foss með tundurskeyti. Var Goðafoss úti á Faxaflóa og átti að- eins eftir liðlega tveggja stunda siglingu til Reykjavíkur. Tundurskeytið hitti skipið bakborðsmegin og rifnaði það frá 1. farrýini aftur að III. lest. Bakborðsbátarnir eyðilögðust allir, sömuleiðis loftskeytastiiðin, svo að útilokað var að unt væri að senda skeyti. Farþegar og skipverjar, að undanskildum vélamönnum og kyndurum, voru uppi er árásin var gerð. Ógjörlegt var að komast að aftari stjórnborðsbátnum, en allir flekarnir, 5, voru losaðir og sömuleiðis vélbáturinn, en ekki var hægt að svinga hann út í tæka tíð. Eftir ca. 5 mínútur var skipið töluvert sokkið að aftan. Fór þá fólkið að henda sér í sjóinn, og allir, er það gerðu, munu hafa bjargast, en flestir er fórust munu hafa sogast niður með skipinu. — Skipið sökk á 7 mínútum og sökk þannig að það stakst á endann. Allmikill stormur var og fólkið, sem hafði komist á flekana, veltist um blautt og hrakið uns skip komu á vettvang eftir tvær khikkustundir og björguðu því. Einn af þeim, er björguð- ust, Eyjólfur Eðvaldsson, 1. loftskeytamaður, bjargaöiþt á flekp, en andaðist á leiðinni til lands. Enginn af þeim, seni bjargaðist mun hafa hlotið alvarleg meiðsl og líðan jieirra góð eftir atvikum. Öll þjóðin varð gripin sárri sorg er henni barst þessi harma- fregn. Fánar blöktu hvarvetna í hálfa stöng á laugardaginn og samkomum og skemmtunum var aflýst. Víun þjóðin seint gleyma þessari grimdarfullu árás Jiýsku nazistanna á varnarlaust skip hlutlausrar þjóðar og í íslenskri landhelgi. ÞEIR SEM FÓRUST: FARÞEGAR: Dr. Friðgeir Ólafsson, læknir, 31 árs. Sigrún Briem, kona Friðgeirs læknir, 33 ára, og Jirjú börn þeirra: Óli, 7 ára, Sverrir á þriðja ári og Sigrún á 1. ári. Ellen Ingibjörg Wagle Downey, 23 ára, íslensk kona, gift. amerískum hermanni, og sonur þeirra, William, 3 ára. Halldór Sigurðsson, Freyjugötu 43, 21 árs. Ókvæntur. Sigríður Pálstlóttir Þormar, Hringbraut 143, 20 ára. Ógift. Steinjiór Loftsson (Guðmundssonar), Akureyri. SKIPVERJAR: Þórir Ólafsson, 3. stýrimaður, Blómvallagötu 11, 39 ára. Kvæntur, átti 1 barn 9 ára. Hafliði Jónsson, 1. vélstjóri, Hringbraut 148, 60 ára. Kvænt- ur, átti uppkomin börn. Sigurður Haraldsson, 3. vélstjóri, Víðimel 54, 27 ára. Ó- kvæntur. Guðmundur Guðlaugsson, 4. vélstjóri, Bakkastíg 1, 55 ára. Kvæntur, átti 2 uppkomna syni. Eyjólfur Eðvaldsson, 1. loftskeytamaður, Bárugötu 34, 48 ára. Kvæntur, átti uppkomin börn. Sigurður Einar Ingimundarson, háseti, Skólavörðustíg 38, 47 ára. Kvæntur, átti 2 börn, 8 og 11 ára. Sigurður Sveinsson, háseti, Karlagötu 2, 28 ára. Ókvæntur. Ragnar Kærnested, háseti, Grettisgötu 77, 27 ára. Kvæntur. Randver Hallsson, háseti, Öldugötu 47, 47 ára. Kvæntur, átti I barn 15 ára. (Framhald á (2. síðu). Alþjóölega hjálparstofnunin býðst til að I kaupa 200-300 þúsund tunnur af saltsíld á næsta ári f „Afrek“ V. Þór og Björns Olafssonar í síldarsölumál- unum hin furðuleffustu Fyrir nokkru síðan sneri UNRRA (Hin alþjóðlega hjálparstofnun) sér til Thor Thors, sendiherra í Washington og bauðst til þess að kaupa alla þá saltsíld, sem nú er til hér í landinu, fyrir 22 dollara tunnuna jaf grófsaltaðri síld, 25 dollara tunnuna af hausskorinni síld og matjessíldartunnuna : 27 dollara. Er þetta talið allgott verð. En auk þess bauðst UNRRA til þess að kaupa á næsta ári 200—300 þús. tunnur af saltsíld og leggja til tómar tunnur. En jafnframt var verðtilboðið eitthvað lægra, þar sem um svona mikið magn er að ræða. Fylsta ástæða er til að vekja sér- staka eftirtekt almennings af gangi Jiessa máls. Tilboð UNRRA flettir miskunarlaust ofan af fráfarandi ríkisstjórn. Það er nú deginum ljósara að Coca-colastjórnin hefir með aðgerðaleysi sínu í þessu máli valdið þjóðinni tjóni, er nemur tugum miljóna krónum. Ef farið liefði verið að ráðum Sósíalista- flokksins í Jressunt málunr, þá er augljóst mál, að saltsíldarfram- leiðsla og sala hefði getað orðið nú í haust mörgum sinnum meiri en raun varð á vegna vísvitandi að- gerðaleysis eða sofandi afturhalds- semi stjórnar V. Þór og Björns Ól- afssonar. Forsaga þessa máls er sú, að fýrir rúmlega ári síðan fluttu þeir Einar Ný stjórn mynduð í Finnlandi Paasikivi forsætisráðherra Fyrir nokkrum dögum sögðu tveir ráðherrar í finsku stjórninni af sér, voru þeir sósíaldemokratar og annar þeirra var Fagerholm, fé- lagsmálaráðherra. Herma fregnir að þeir hafi tekið þessa ákvörðun eftir að Tanner hafði neitað að segja af sér formensku sósíaldemo- krataflokksins, en innan flokksins er nú mögnuð gremja yfir nazista- vináttu hans. — Skömmu eftir sagði öll finska stjórnin af sér og nú hefir Paasikivi rnyndað nýja stjórn og á meðal annars 1 komm- únisti sæti í henni. Paasikivi var forsætisráðherra ár- ið 1918. Síðar var hann sendiherra í Moskva og Stokkhólmi. Hann átti drjúgan þátt í friðnarsamning- um Finna og Rússa. Olgeirsson, Lúðvík Jósefsson, Steingr. Aðalsteinsson og Þóroddur Guðmundsson í sameinuðu Al- þingi eftirfarandi þingsályktunar- tillögu um síldarsöltun og niður- suðu síldar í stórum stíl fyrir Ev- rópumarkað: „Alþingi ályktar að kjósa með hlut- fallskosningu í sameinuðu þingi 5 manna nefnd, er annist eftirfarandi verkefni á sviði sildarmála: 1. Rannsaka innanlands og utan, hvort möguleikar væru á að salta hér á landi næsta sumar helst alla söltunarhæfa síld, (Framhald á 4. síðu). Roosevelt kjörinn forseti í fjórða sinn 7. þ. m. fóru fram forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum. Atkvæða- talningu er ekki algjörlega lokið ennþá, en þau fáu hermannaat- kvæði geta engu breytt úrslitun- um. Franklin Delano Roosevelt vann glæsilegan sigur og var kjörinn for- seti í fjórða sinn. Er sigur bans jafnframt sigur framsóknari afl- anna yfir afturhaldinu og er því fagnað um gjörvallan heim af lýð- ræðisvinum. Churchill naut stuðn ræðisvinum. Roosevelt naut stuðn- ings stjórnmálanefndar róttæka (F'ramhald á 4. síðu). Bandamenn í sókn frá Hollandi til Sviss. Komnir lengst 22 km. inn í Þýskaland. Fyrir nokkrum dögum hófu Bandamenn mikla sókn á allri víg- línunni frá Hollandi til Sviss. Hafa Þjóðverjar orðið að láta undan síga og eru Bandamenn komnir lengst 22 km. inn í Þýskaland, en það er suðaustur af Aachen. Bandamenn hafa sótt hart að virkisborginni Metz og hefir hvert virkið af öðru gengið úr greipum Þjóðverja og hafa Bandamenn nú nær alveg umkringt þessa mikil- vægu borg. 1. franski herinn tekur þátt í þessari nýju sókn Bandamanna og var sfðast aðeins 8 km. frá Belfort. Bandamenn tóku fjöldamarga Þjóðverja til fanga í gær, m. a. 1800 á einum stað.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.