Verkamaðurinn - 09.12.1944, Qupperneq 1
XXVII. ÁRG. Laugardaginn 9. desember 1944. 45. tbl.
ELDHÚSUM RÆÐURNAR
Eina bjargráS Framsóknar er kauplækkun
Þeir segja, að fjárhagur ríkisins sé kominn í öngþveiti, en vildu
þó hafa „uppbótastjórn" Björns Ólafssonar og Vilhjálms Þór áfram
og þögðu með þeim yfir öllum ósómanum
Eftir að almenningur hlustaði á
útvarpsumræðurnar um fjárlögin í
byrjun þessarar viku, gengur sú
spurning tíðast manna á meðal: —
"Hvað vill Framsókn?
Það er ekki að furða þótt ýmsum
verði á að spyrja þannig, eftir að
hafa hlustað á Framsóknar-foringj-
ana reyna með öllu móti að spyrn-
ast gegn áformum nýju stjórnarinn-
ar og sverta hana og tortryggja í
augum almennings. En sakir þess
hve þeim tókst óhönduglega allur
málflutningur í umræðunum út í
gegn ,er lítil hætta á að raus þeirra
verði tekið alvarlega.
Hermann og Eysteinn reyndu
með sínu alkunna kerlingarnöldri
að útmála það, að ekkert væri hægt
að gera, sem til úrbóta væri á neinu
sviði og ekkert þyrfti að gera,--
nema eitt: lækka kaupið! Þeir
töldu tekjuhalla mundi verða á
fjárlögunum, en þögðu hinsvegar
um það, að Björn Ólafsson, fyrrv.
fjármálaráðherra, samdi þessi fjár-
lög með margra miljóna tekjuhalla.
Þeir sögðu líka, að öngþveiti ríkti í
fjármálum landsins, — en þeir
þögðu um það, að fyrrv. stjórn
Björns Ólafssonar og V. Þór er
völd að öngþveitinu og þá stjórn
og það ástand vildi Framsóknar-
flokkurinn fyrir alla muni hafa —
helzt að skilja, um alla eilífð, og
Hermann og Eysteinn sýndu meira
að segja þá óvenjulegu óeigingirni
að neita að taka við störfum. þeirra
í stjórninni nú í vetur.
Eysteinn reyndi að gera sig digr-
an og gorta af stjórnkænsku sinni
frá þeim tíma er hann var ráðherra.
Einar Olgeirsson sýndi hinsvegar
með tölum í hverju sú „stjórn-
kænska“ var fólgin: atvinnuvegirn-
ir drógust saman, framleiðslan
minkaði og skipastóllinn gekk í
sig til stórra muna.
Þessu varð Eysteinn að kyngja
með þögninni.
Kenslubók í flugi
Næstu daga kemur á bókamark-
aðinn fyrsta flugkennslubókin, sem
gefin hefir verið út á íslenzku. Er
hún þýdd af Helga Valtýssyni ,en
búin undir prentun af Agnari
Kofoed-Hansen, Sigurði Jónssyni,
flugmanni, og dr. Birni Sigfússyni.
Bókin heitir: Lærðu að fljúga, og
er prýdd 40 myndum. Útgefandi er
Árni Bjarnarson.
Framsóknarmenn segja nú, að all-
ir atvinnuvegir verði að bera sig.
— Mikið rétt. Þeir hafa jró horft á
það nú í mörg ár bæði í stjórn og
utan, að framleiðslan hefir ekki
borið sig og jreir voru upphafs-
menn og síðan stuðningsmenn að
því, að framleiðsluvörurnar væru
verðbættar úr ríkissjóði um óá-
kveðinn tíma, án þess að nokkuð
Fjórða þingi Sameiningarflokks
alþýðu — Sósíalistaflokksins, — lauk
1. des. og gerði þingið merkar
ályktanir um stefnu flokksins í
’andsmálum, verkefni hans og
starfshætti, og mun Verkarn. skýra
nánar frá þeim síðar.
Á þinginu ríkti alger eining um
starf miðstjórnar að myndun ríkis-
stjórnarinnar, og hét flokksþingið
stefnu stjórnarinnar fyllsta stuðn-
ingi.
í þinglok var kosin flokksstjórn,
en hana skipa 33 menn, og mið-
stjórn, sem kosin er úr hópi flokks-
stjórnarmanna í Reykajvík og ná-
grenni, og er hún þannig skipuð:
Formaður flokksins: Einar ()1-
geirsson.
Varaformaður flokksins: Sigfús
A. Sigurhjartarson.
Formaður flokksstjórnar: Bryn-
jólfur Bjarnason.
Leikfélag Akureyrar hefir nú
undanfarið unnið að því að koma
hinum kunna gamanleik „Leyni-
mel 13“ á svið hér og er fyrsta sýn-
ing í kvöld kl. 9 í Samkomuhús-
inu.
Leikur þessi er saminn af þrem
Reykvíkingum, senr nefna sig einu
nafni „Þrídrang" og hefir hann
verið leikinn í Reykjavík við feikna
aðsókn og vinsældir. Þar er tekið
til meðferðar ýmislegt af því kát-
væri gert til að bæta úr ástandinu.
Og nú fyrst, þegar „uppbóta“-
stjórnin þeirra er farin frá völdum,
sjá þeir að fjárhagtir ríkisins er
konrinn í öngþveiti. En þeir eru
samt á móti öllu, sem kynni að
bæta núverandi ástand.
Er furða þótt spurt sé: — Hvað
vill Framsókn?
Varaformaður flokksstjórnar
Steinþór Guðmundsson.
Aðrir meðstjórnendur: Áki Jak-
obsson, Áræll Sigurðsson, Eggert
Þorbjarnarson, Jón Rafnsson, Kat-
rín Pálsdóttir, Kristinn E. Andrés-
son, Stefán Ögmundsson.
Herforingi Vishy-
stjórnarinnar dauða-
dæmdur
Parísar-útvarpið tilkynnir að Ge-
orge Lelong, fyrrum herstjóri
Vichystjórnarinnar í Haute Savoie,
hafi verið dæmdur til dauða fyrir
samvinnu við óvinina.
Dóminn' dæmdi franskur her-
réttur.
legasta, sem gerst hefir og gerist
með þjóðinni á síðustu árum, og.
er víða komið við. Er ekki að efa,
að leikurinn verður vinsæll hér,
ekki síður en syðra, enda er flutn-
ingur slíkra gamanleikja óvenju-
legt fyrirbrigði hér í bæ.
Leikstjóri er Guðmundur Gunn-
arsson og ýmsir vinsælustu leikarar
bæjarins fara þarna með aðalhlut-
verkin.
Erlendar frétfir
Miklar viðsjár eru nú í Grikk-
landi milli herja grískra frelsisvina
annarsvegar og Breta hinsvegar. —
Stjórn Bretlánds hefir heimtað að
skæruliðarnir legðu niður vopn, en
þeir hafa ekki hlýtt því boði. Mest
kveður að ósamkomulaginu í höf-
uðhorginni Aþenu og hefir þar
komið til bardaga. Bretar hafa tek-
ið um 900 fanga úr hópi skæruliða,
en þeim var flestum sleppt lausum
aftur eftir að þeir höfðu verið yfir-
heyrðir. Alls er talið að frelsisvin-
ir hafi um 10.000 manna her í
Grikklandi.
Neðrimálstofa brezka þingsins
hafði Grikklandsmálin til umræðu í
gær. Urðu miklar og heitar umræð-
ur um málið.
Churchill flutti 1Y2 klst. ræðu
og mælti fast með afvopnun skæru-
liðanna. Andnrælendur í deildinni
voru þingmenn Verkamannaflokks-
ins. Var loks samþykkt m.eð-279 at-
kv. gegn 30 (aðallega atkv. þingm.
Verkamannafl.) tillaga um stuðn-
ing við stefnu ríkisstjórnarinnar í
rnálinu — afvopnunarleiðina. —
Churchill liélt því fram, að skæru-
liðar vildu ekki viðurkenna hina
„lögmætu" stjórn Grikklands, sem
setið hefir í Englandi síðan Þjóð-
verjar hertóku landið, en vildu
sjálfir koma á stjórn ofstækisflokks
(þ. e. kommúnista). — Talsmaður
Verkamannafl. taldi hinsvegar
eðlilegt, að sá hluti grísku þjóðar-
innar, frelsisvinirnir, sem mest
hafa á sig lagt við að hrekja Þjóð-
verja á brott, vildu ráða einhverju
um stjórnarhættina innanlands að
því loknu.
Á austurvígstöðvunum hafa litl-
ar breytingar orðið nú undanfarið,
aðrar en þær, að Rauði herinn hefir
sótt fram beggja vegna Búdapest og
þrengir þar mjög að Þjóðverjum. í
fregnum frá Moskva í gær, var talið
líklegt, að Þjóðverjar neyddust til
að yfirgefa Búdapest innan fárra
daga, annars ættu þeir á hættu að
verða króaðir inni. Þjóðverjar hafa
geysimikinn herafla í borginni.
Achen-vígstöðvunum er alltaf
barist af mikilli grimmd, en Banda-
mönnum sækist hægt fram. Fyrir
norðan Saarbrúkcen hefir þeim
orðið talsvert ágengt undanfarið og
Þjóðverjar tala um harða sókn
þeirra þar. ,
Þá hófu Banadamenn einnig
nýja sókn í Vogesafjöllum í gær og
varð talsvert ágengt.
Nazistar halda stöðugt áfram
hefndarskothríðinni á London og
fleiri staði í Suður-Englandi.
Þing Sósíalistafl. einhuga um fyllsta
stuðning við stefnu ríksstjórnarinnar
4. þingi Sameimngarflokks alþýðu - Sósíal-
istaflokksins lokið. Einar Ogeirsson endur-
kosinn formaður flokksins
Leikfélag Akureyrar hefur frumsýningu á
gamanleiknum „Leynimel 13" í kvöld