Verkamaðurinn - 09.12.1944, Qupperneq 3
VKHXLAMABUIUNM
3
VERKAMAÐURINN
Úttefandi: Sóaialiatafélag Akureyrar.
Ritatjórí: Jakob Árnason,
Skipagötu 3. — Sími 466.
BlaBnefnd: Sverrir Áskelsson,
Loftur Meldal,
Lárus Björnsson.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Lausasöluverð 30 aura eintakið.
Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags
Akureyrar Verklýðshúsinu.
Prentverk Odda Björnasonar.
Bjargráð
hinna ráðþrota
Aldrei hefur innræti Framsókn-
armanna til verkalýðs- og atvinnu-
mála komið skýrar fram en í út-
varpsumræðunum um fjárlögin
núna í vikunni. Hermann og Ey-
steinn kepptust lrver um annan
þveran að útnýða hina nýju stjórn
og fyrirætlanir hennar.
En hver var svo uppistaðan í öllu
þessu níði, sem þessir forkólfar aft-
urhaldsins þóttust geta ausið yfir
stjórnina? Hún var aðeins sú, að
stjórnin hafði ekki byrjað á að
lækka kaup verkamannanna og það
atriði var ekki fellt inn í málefna-
samning flokka þeirra, sem að
henni standa. .
Þessir menn bentu ekki á eitt ein
asta bjargráð annað, stefna þessa
flokks og einasta áhugamál er því
kauplækkun og aðeins kauplækk-
un.
Má ekki maddama Framsókn vera
stolt af hugkvæmni sinni?
Þessi alls-bjargarhugmynd Fram-
sóknar var svo rækilega niðurrifin
af stjórnarsinnum í umræðunum,
að hér gersit ekki þörf að eyða um
hana löngu máli.
Þar var sýnt fram á, að hugmynd
in var í fyrsta lagi óframkvæman
leg, í öðru lagi svo óviturleg sem
mest gat orðið og í þriðja lagi þýð-
ingarlaus, en aftur á móti hefði hún
getað riðið atvinnuvegunum að
fullu, ef framkvæma hefði átt hana
eins og nú er málum háttað.
Þá skulum við athuga dálítið
sanngirni þeirra manna, sem í dag
vilja krefjast þess, að verkalýðurinn
lækki kaupkröfur sínar á sama
tíma og hungurvofa atvinnuleysis
ins bíður við dyr mikils hluta hans
marga mánuði á ári hverju. Hefði
það ekki verið búhnykkur, eða
hitt þó heldur hjá Akureyrskum
verkamönnum, að lækka kaup sitt
verulega nú, þegar vetur fór í
hönd? — Þeim hluta verkamanna
(sem þó er allstór), sem geta með
ýtrustu bjartsýni búist við að hafa
vinnu á að giska 10. hvern dag
komandi mánuðum við snjómokst
ur af götum eða afgreiðslu skipa
Gróflega hefðu þessir menn hlotið
að vera sælir með laun sín og
hólpnir með fjölskyldu sína, — eða
finnst ekki Framsóknarmönnum í
bæjarstjórninni svo?
Og hvað hafa Framsóknarmenn
yfirleity boðið gegn kauplækkun
verkamanna? Ekki neitt! nema
sömu, stopulu atvinnuna rneð úr-
eltum og ónýtum tækjum. — Þar
með upptalið.
Og nú, þegar líkur eru á, að
bætt verði örlítið úr því ófremdar-
Skátar gera garðinn frægann
Síðastliðinn sunnudag buðu
skátar hér í bæ tíðindamönnum
blaðanna og vígslubiskupi, bæjar-
stjóra og bæjarfógeta, að skoða hið
nýja heimili sitt í Lundargötu 10.
Vlargir munu hafa tekið eftir því,
að sl .sumar og haust hefur oft ver-
ið all-mannmargt við þetta hús og
ýmsar lagfæringar gerðar á því hið
ytra. Þarna hafa skáta-drengirnir
verið í sjálfboðavinnu, að stand-
setja heimili sitt.
Forsaga þessa máls er sú, að fyrv.
eigandi húss þessa, Gunnar Guð-
laugsson, sem dáinn er fyrir nokkr-
um árum, arfleiddi skáta á Akur-
eyri að því ásamt öllum öðrum eig-
um sýnum, en þær voru talsverðar.
Tryggvi Þorsteinsson, skáta-
foringi, skýrði gestunum frá þessu
m. a. í ýtarlegri ræðu, er hann hélt
um starfsemi skáta hér á Akureyri
og framtíðaráætlana þeirra. Gunn-
ar Guðlaugsson var stofnandi skáta-
félagsskaparins hér á Norðurlandi
og stofnaði fyrsta skátafélagið hér
á Akureyri 1917. Þetta félag mun
þá hafa verið fámennt og lítill
áhugi ríkjandi meðal bæjarbúa í
því efni ,enda hætti þetta félag eftir
tvö ár.
En árið 1921 tókst Gunnari enn
að vinna svo að þessu áhugamáli
sínu, að hann gat stofnað tvær
deildir skáta 8. apríl það ár, og síð-
an hefur félagsskapurinn starfað
óslitið hingað til.
Eitt af merkustu störfum hreyf
ingarinnar fyrstu árin voru þau, að
koma upp almenningsbaði og starf-
aði það í húsi því, sem nú er Smjör-
líkisgerð Akureyrar.
Gunnar var í mörg ár skátafor-
ingi og eins og áður segir arfleiddi
hann félagið að öllum eigum sín-
um þegar hann dó og þar á meðal
nefndu húsi, sem skátar kalla nú
Gunnarshólma. Húsað var gamalt
og í slæmu ásigkomulagi bæði vtra
og innra. Hafa skátar unnið þar
geysimikið til lagfæringar, m. a.
járnklætt það og málað, innréttað
loftið, sem áður var aðeins geymslu-
pláss, og eru þar nú tvær litlar en
vistlegar stofur, sem notaðar eru til
fundahalda yngstu skátanna. Á
miðhæðinni hafa tvö allstór her-
bergi.verið vel úr garði gerð og þar
konrið fyrir góðum húsgögnum,
sem einstakir félagar hafa fært
heimilinu að gjöf. Öll vinna og
mest af efninu var líka gefið af
skátunum sjálfum.
Hefur félagið þarna eignast snot-
urt og vistlegt heimili og lét
Tryggvi svo unrmælt, að ennþá
kærara mundi það verða „strákun-
um“ vegna þess að þeir skópu það
að mestu sjálfir í sínum tíma.
Þegar þetta hafði allt verið skoð-
að og skýrt fyrir gestunum var ekið
vestur á Þelanrörk, en þar eiga skát-
ar nú skála allmikinn nálægt
Krossastöðum. Þar voru borð öll
hlaðin vistum og þáu gestir þar hið
bezta kaffi.
Skáli þessi er ætlaður skátum i
stuttum útilegum, hann skiptist í
svefnskála, baðstofu og eldhéis og
er allur hið vistlegasta „sæluhús".
Þar er vindrafstöð til ljósa og arinn
til upphitunar í svefnskálanum.
Fagrar landslagsmyndir eru málað-
ar á veggina og hafa skátar einnig
gert þær að mestu.
Mættu skátarnir vera verulega
hreyknir af öllum verkunr þar.
Það fyrsta, sem gesturinn hlýtur
að liugleiða, þegar hann skoðar
þessi handaverk, er það, að þarna
hefur áhugi, ósérplægni og einlæg-
ur vilji verið að verki og sá félags
skapur, er að því stendur, hlýtur að
hafa holl og göfgandi áhrif á æsku
þessa bæjar. Þessvegna er óskandi
að skátafélagsskapurinn blómgist
og blessist hér í bæ og annarstaðar
og áorki að vinna mikið og gott
starf bæði fyrir giftu meðlimanna
sjálfra og alls almennings. Með
þeim orðum þakka eg viðtökurnar
síðastliðinn sunnudag. R. G. Sn
ástandi, sem ríkt hefur í atvinnu-
málunum (þar á meðal framleiðslu-
málunum), allan stjórnartíma
Framsóknar, þá ærast þessir páfugl-
ar, herma hver eftir öðrum verstu
siðina og æpa út yfir landsbyggð-
ina: Það eina, sem getur bjargað í
atvinnuleysi er kauplækkun!!!
Það verður fróðlegt að hlusta á
þessa menn, þegar þeir koma til
kaupstaðarverkamanna fyrir næstu
kosningar og biðja þá um fylgi,
þessa menn, sem lofuðu sveitafólk-
inu atvinnuleysi og kauplækkun
við sjávarsíðuna, en kaupstaðarfólk-
inu nægri atvinnu og fullu kaupi.
Skyldu ekki þeir, sem þá létu glepj-
ast til fylgis við falsið og fláttskap-
inn, afneita öllum slíkum í krafti
samtaka sinna.
Og hvað heldur Framsóknar-
meirihlutinn í bæjarstjórninni hér
að verkafólkið hugsi um þá og orð-
heldni þeirra? Fyrir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar voru ekki spöruð
fögur loforð: Bærinn skyldi breyta
um svip .atvinna blómgast og vel-
megun ríkja til lands og sjávar.
Fyrir þessi loforð varð Framsókn
Skjaldborgarbíó
Laugardag og sunnudag kl. 9:
SEÐURSÖKUDÓLGUR
Sunnudag kl. 5:
ÁSTFANGNIR UNGLINGAR
Gerist áskrifendur
að
ÆFISÖGU
EINARS
JÓNSSONARS
°g
ÍSTURLUNGASÖGUí
[Bókaverzlun
Þ. Thorlaciusí
ch>oo<h>wkh>ooo<h>ooshkhkhwh«hsh:
svo stærsti flokkurinn í bæjarstjórn
inni, en framkvæmdirnar urðu
öfugu hlutfalli við styrk flokksins
Um þær hafa fáir hnotið né hratað
til þessa dags. Þvert á móti hefur
þessi hátteðla meirihluti horft upp
á ýmsar afturfarir á sviði atvinnu
lífsins hér í bæ og unað því vel að
framsóknarklukkan gengi aftur
bak.
Og í dag er ástandið þannig, að
mikill hluti verkamanna má bíta
klakann í vetur í stað þess að fá at-
vinnu frá hendi bæjarstjórnarinn-
ar, sem auðvitað mundi hrópa það
sama og Framsókn syðra, ef nokkur
hlustaði: Lækkið þið kaupið — þá
líður ykkur vel! Svo er sofið og aft-
ur sofið.
Verkamenn á Akureyri ættu að
hugleiðá, að bæjarstjórnarvaldið
vaknar ekki til aðgerða nema ýtt sé
rækilega við því og það beinlínis
krafið úrbóta, og verkamenn ættu
ekki að hlífast við þeim gerðum.
Það er réttarkrafa allra þeirra, sem
vilja verða og vita að þeir eiga að
vera frjálsir menn.
Ýmiss konar
Jólatrésskraut
svo sem:
KÚLUR, margar stærðir
ENGLAHÁR og SILFUR-
RÆMUR o. fl.
JÓLAPAPPÍR, margar teg-
undir
JÓLABÖGGLAMIÐAR ým-
iss konar
JOLASVEINAR úr postulíni
GERFI-JÓLATRÉ á veizlu-
borðið
JÓLAKORT, ótal gerðir.
Mjög falleg tegund kemur
um helgina ásamt
Enskum bögglamið-
um og umböndum
o. fl. o. fl.
Bókaverzlun
Þ. Thorlacius
Húsmæðraskólafélagið heldur basar
í Verklýðshúsinu n.k. sunnud. kl. 4 e. h.
Hjúskapur: Ungfrú Berghildur Bem-
harðsdóttir, Stefánssonar alþm., og
Gugm. Eiðsson frá Þúfnavöllum. —
Ungfrú Lilja Jónasdóttir og Karles
Tryggvason, Akureyri. — Ungfrú Lilja
Guðlaugsdóttir og Þóhallur Jónasson,
bílstj. — Ungfrú Lára Sveinsdóttir og
Jóhann Stefánsson, prentari.
Happdrætti K. A. Þessi númer hlutu
vinninga á hlutaveltu fél. sl. sunnudag:
533: kr. 500; 268: kr. 200; 1762: kr. 100;
99: kr. 50; 1499: kr. 50; 1674: kr. 50;
1978: kr. 50.
Leikfélaé Akureyrar sýnir „Leynimel
19“ í kvöl dog annað kvöld. Böm fá ekki
aðgang að þeim sýningum, heldur sér-
stökum barnasýningum síðar.