Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.01.1945, Side 1

Verkamaðurinn - 06.01.1945, Side 1
Frumvarp um að ríkisstjórnin kaupi inn efni og vélar í 50 vélbáfa, sem smíð- aðir verði á reikning ríkissjóðs. Flutningsmaður frumvarpsins er Steingr. Aðaísteinsson. Steingrímur Aðalsteinsson flytur á Alþingi frumvarp til laga um smíði vélbáta. Fer frumvarpið hér á eftir ásamt greinargerð: 1. gr. — Ríkisstjórnin skal svo fljótt sem verða má kaupa inn efni og vélar í 50 vélbáta undir 50 rúmlesta stærð, — einkum þó af stærðinni 25—50 rúmlesta, — og láta smíða þá á reikning ríkissjóðs. 2. gr. — Ríkisstjórnin leitar samninga við skipasmíðastöðvar landsins um smíði þessara vélbáta, þannig að smíði þeirra verðilokiðáárinu 1946. Nái ríkásstjórnin ekki aðgengilegum samningum við nógu margar skipasmíðastöðvair, er henni heimilt að taka leigunámi það af skipa- smíðastöðvunum, sem hún telur þurfa til að ljúka smíði bátanna fyrir tilskilinn tíma. 3. gr. — Ríkisstjórninni er heámilt að taka innlent lán til þessara fram- kvæmda, allt að 10 miljón króna. 4. gr. — Vélbáta þá, sem þannig verða smíðaðir, skal selja á verði, er sé kaupendum ekki óhagstæðara en verðið á vélskipum þeim, sem fyr- verandi ríkisstjórn hefir samið um kaup á frá Svíþjóð. 5. gr. — Um framkvæmdir samkvæmt lögum þessum nýtur ríkisstjórn- in aðstoðar Nýbyggingarráðs, sem skal m. a. gera tillögur um stærð bátanna og um það, hverjum skuli selja þá. 6. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. GREIN ARGERÐ. Með samningum fyrverandi rík- isstjórnar um að kaupa 45 fiskisVip frá Svíþjóð hefir verið stigið nokk- urt skref af hálfu hins opinbeni til lausnar því þýðingarmikla verk efni að endurnýja fiskiskipaflota fs- lendinga. Frv. þetta miðar að aukn- um aðgerðum í því efni og felur í sér það tvent: Nokkra endurnýjun landróðrarbátanna upp að stærð Svíþjóðarskipanna og hinsvegar, að innlendu skipasmíðastöðvunum verði fengið verkefni í hendur og stuðningi ríkisvaldsins beitt þann- ig, að kaupendur báta þeirra, sem þær smíða, þurfi ekki að sætara lak- ara verði en þeir, sem kaupa er- lenda báta fyrir milligöngu ríkis- stjórnarinnar. Það er að vísu augljóst mál, að með þeim ráðstöfunum, sem þegar hafa verið gerðar og hér eru ráð- gerðar, er ekki leyst nema að litlu leyti verkefnið að fá íslenskum sjó- mönnum í hendur þann veiðiflota, sem hæfir dugnaði þeirra og fylgir Breytingar á Viðskiptaráði Frá áramótum urðu mannaskifti í viðskiftaráði, þannig, að tveir nýjir menn komu í ráðið, í stað tveggja er fyrir voru, sem fara. Þeir sem koma inn í ráðið eru: Haukur Helgason, bankafulltrúa á ísafirði, frá Sósíalistafl. og Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði, frá Alþýðuflokknum. En úr ráðinu fara, þeir Gunn- laugur E. Briem, stjórnarráðsfull- trúi og Jón Guðmundsson, skrif- stofustjóri. kröfum tímans um tækni og fljót- virkustu veiðiaðferðir. Til þess þarf miklu stærra átak, sem vonandi verður gert mjög bráðlega. En þótt þróunin stefni að sjálfsögðu að stór- virkari tækjum, höfum við samt reynslu af, að mjög sæmilegum árangri má ná af fiskveiðum á bát- um af þeirri stærð, sem hér er talað um, einkum af stærðinni 30 til 40 rúmlesta, enda er hafnarskilyrðum víða í verstöðvum ennþá svo hátt- að, að ekki er hægt að stunda þaðan veiðar nema á smáum bátum. Er því auðsætt, að enn um. hríð verði að nota talsvert af bátum af þeirri stærð, sem frumv. fjallar um, og er sjálfsagt, að innlendu skipasmíða- stöðvarnar leysi það verkefni að smíða þá. Hinsvegar virðist horfa svo, að innlendu skipasmíðastöðv- arnar hafist lítið að um nýsmíði báta, nema ríkisvaldið skerist í leikinn og gefi mönnum kost á að *fá báta smíðaða hér fyrir sama verð og þeir eru fáanlegir fyrir erlendis frá. Hafa verið uppi ýmsar raddir um að lækka verð báta, smíðaðra hér, með því, að ríkið gæfi eftir tolla á efnivörum til þeirra og gerði ráðstafanir gegn óeðlilegri verslun- arálagningu á efni og vinnu við smíði bátanna og greiddi síðan styrk til að jafna þann mun, sem enn yrði á verði þeirra og erlendra báta. Ýmsir vafningar mundu verða í framkvæmd slíkra aðgerða og mistök og linkind ekki útilokuð, svo sem verið hefir í þeim efnum. Hitt er miklu einfaldara, sem hér er stungið upp á, þ. e., að ríkið ann- ist bæði efniskaup og smíði bátanna (Framhald á 4. síðu). Heildsalar í Reykavík uppvísir a5 slórfeldu svindli. Þeir létu umboðsmenn sína í Ameríku filsa innkaupsreikningana. Hinn óiöglegi gróði skiptir sennilega tugum millj óna króna. Vilhjáimur Þór og Björn Ólafsson heildsali og fyrrv. ráðherra, hindruðu verðlagsstjóra í að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að koma í veg fyrir svindlið. Eins og útvarpshlustendur muna vakti Áki Jakobsson, núverandi ráðh., athygli á því í útvarpsræðu í fyrra að heildsalar myndu falsa inn- kaupsreikninga sína frá Ameríku. Þessu var mótmælt þá og jafnframt 1 talin mesta ósvinna að Áki skyldi láta annað eins út úr sér! „Þjóð- viljinn" og fleiri blöð sósíalista höfðu einnig oftar en einu sinni vakið athygli á því að alt myndi ekki vera með feldu hvað snerti innkaupsreikninga heidsalanna. Svo rétt eftir að Vísir og fleiri afturhaldsblöð voru buin að skýra frá því að kommúnisti (hvílík óhæfa í augum ,,Vísis“) hefði verið skipaður í Viðskiptaráðið, berst landslýðnum sú fregn, gegnum út- varpið frá verðlagsstjóra að heild- salar hafi orðið uppvísir að því glæpsamlega framferði að falsa innkaupsreikninga sína frá Ame- ríku, og þannig iagt miklu meira á vörurnar en viðskiftaráðið heimil- aði, og að verðlagsstjóri hefði þegar kært tvö heildsölufyrirtæki í Reykjavík, G. Helgason & Melsteð h.f. og O. Johnson 8c Kaaber fyrir að láta umboðsmenn sína í Ame- ríku fa’sa faktúrur. Strax og viðskifti íslendinga við Ameríku fóru að aukast af völdum stríðsins sendu margir stórkaup- menn í Reykjavík umboðsmenn til Ameríku til að kaupa inn fyrir sig vörur. Munu þeir strax hafa leikið það bragð, að leggja meira á vöruna heldur en leyfilegt var og vegna þess orðróms ákvað viðskiftaráðið strax og það tók við verðlagseftir- litinu 1943 að þeir innflytjendur, sem hefðu umboðsmenn eða útibú í Ameríku, mættu reikna sér 5% fyrir það í þóknun. Viðskiftaráðið mun fljótlega hafa fengið veður a ' því, að þeir reikningar, er það fékk í hendur frá heildsölunum, væru ekki í samræmi við frumreikninga frá seljendum og fór fram á það við fyrverandi ríkisstjórn Björns Ólafssonar heildsala og V. Þór bíla- sala og coca-cola-framleiðanda, að fá heimild til að neita gildi þessara reikninga og að nauðsynlegar skorður yrðu settar við því að ekki væri unt að falsa innkaupsreikn- inga á fyrnefndan hátt. En þá ger- ist það furðulega, að stjórnin, sem altaf þóttist vera að kveða niður dýrtíðina tók afstöðu með hags- munum heildsalanna og á móti íagsmunum þjóðarheildarinnar og synjaði beiðni verðlagsstjóra eða viðskiftaráðs. Þetta mál er aðeins á byrjunar- sttigi, en þegar rannsókn þess er að nllu lokið mun sannast að dýrtíðin undanfarin ár sfafar af ólöglegri álagningu og verslunarokri sálufé- laga Björns Ólafssonar og Vil- hjálms Þór, mannanna, sem jafn- framt heimtuðu sí og æ að kaup verkalýðsins yrði lækkað til þess að hinir ríku glæpamenn gætu grætt enn meira. Er vel farið að þjóðin skyldi á stofnári lýðveldisins ’osna við hundadagastjórn þeirra Biörns og V. Þór. STUTTAR FRÉTTIR Damaskinas, erkibiskup í Aþenu, hefir verið skipaður ríkisstjóri af Georg konungi. Ný stjórn hefir verið mynduð í Grikklandi undir forsæti Plastrias hershöfðingja. — Föðurlandsvinirnir eiga engan ráð- herra í stjórninni. Pólska stjórnarnefndin í Lublin hefir lýst sig sem hina einu löglegu stjórn Póllands. Sovétrikin hafa viðurkent hana, en Bretar og Bandaríkjastjórn hanga enn í stél- inu á fylgislausu pólsku stjórninni í London. (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.