Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.01.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 27.01.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Á hægrimennskan að ráða innan vébanda verkalýðssamtakanna? sem þau eiga að vinna, koma þeim sína og heildarsamtök, Alþýðusambandið, og eyða þeim loks með öllu. Þá hef- ir draumur „hægrimenskunnar" rætst lið fyrir lið. Verkamenn á Akureyri! Hafið þið gleymt öllum árásum Fram- sóknarflokksins og málgagna hans í gárð ykkar og verkalýðssamtak- anna? Hafið þið gleymt því, að Framsóknarmenn eru ráðandi öllu í bæjarstjórninni hér og frá hendi þeirra þiggið þið nú meira atvinnu- leysi með degi hverjum? Hafið þið gleymt því, að Framsóknarflokkur- inn gat ekki tekið þátt í þeirri rík: isstjórn, sem nú situr, af þeim sök- í næstu viku eiga verkamenn á I sem Pau el§a að vinna’ kc Akureyri að velja forystumenn í 1 andstöðu vtð miðstöð stjórn og trúnaðarr^ð stéttarfélags síns, Verkamannafélagsins. Eins og flestum mun kunnugt, fer þetta val fram með öðrum, og e. t. v. hávær- ari hætti, en þau undanfarin tvö ár, sem félagið hefir starfað eftir sam- eininguna. Að þessu sinni verður kosið um lista (væntanlega tvo), með nöfnum 22ja manna, þ. e. a. s. stjórnar og trúnaðarráðsmanna ásamt varamönnum. Ástæðan til þess, að þurft hefir að koma til slíkrar atkvæðagreiðslu, er sú, að fráfarandi stjórn og trúnaðarráð gat ekki orðið sammála um tilnefn- ingu stjórnar fyrir aðalfund. Nú- verandi formaður félagsins, Mar- teinn Sigurðsson, neitaði að taka við kosningu, sem formaður, að öðrum kosti en þeim, að „hægri menn„ hefðu þar hreinan meiri- hluta, m. ö. o. flokkur hans, Fram- sóknarflokkurinn, hefði öll ráð fé- lagsins í hendi sér, flokkurinn, sem fjandskapast hefir allra flokka mest í garð verkalýðsins, flokkur- inn, sem alla stund leggur kapp á að knésetja samtök launþeganna, flokkurinn, sem berst af allri sinni orku og allri sinni slægð gegn þró- un og nýsköpun atvinnuveganna í landinu — stefnu núverandi ríkis- stjórnar og flokkurinn, sem hefir Jónas frá Hriflu og Hermann Jón- asson að leiðarstjörnum. Þessu „góða boði“ formannsins var vitan- lega hafnað af vinstri mönnunum í trúnaðarráði, en þeir buðu jafn- framt samkomulag á þeim grund- velli, að oddamaðurinn í stjórninni væri óflokksbundinn, en því neit- aði „hægrimenskan" harðlega, — þar komst ekkert annað að en hreinn Framsóknar-meirihluti! Og nú eiga félagarnir sjálfir að segja til um það við allsherjaratkvæða- greiðsluna í næstu viku, hvort þeir eru aufúsir á að láta „hægrimer^k- una“, með Framsóknarstefnuna og KEA-valdið í öndvegi, ráða lögum og lofum innan hagsmunasamtaka sinna. Ef svo ótrúlega fer, að „hægri“-listinn sigri, verður það beinlínis til þess að veikja allveru- lega þetta félag og um leið verka- Iýðssamtökin í landinu. Félag, *sem stjórnað er af mönnum, sem að- hyllast afturhalds- og kúgunar- stefnu Framsóknarflokksins, er ekki líklegt til þess að reynast það vopn fyrir meðlimi sína, daglaunamenn- ina, sem til er ætlast óg þörf er á, Hér í bæ er nú svo háttað, að hvergi á landi hér er annað eins atvinnuleysi, hvergi minni fram- kvæmdir og hvergi eins fast sofandi bæjarvöld. — Þar með er hinn þráði draumur afturhaldsins og allrar „hægrimenskunnar" að ræt- ast: atvinnuleysið er komið aftur. Þegar svo er komið, reyna hinir svefnværu ráðamenn að tryggja sér einnig töglin og hagldirnar á stétta- samtökum alþýðunnar og draga þau einnig til sín í rekkjuna; gera |)au veik og sundruð í því starfi, um, að stefnuskrá hennar var allt of róttæk fyrir hann? Að hann setti það fyrst og fremst sem skilyrði, að kaupgjald yrði lækkað. Oghafiðþið gleymt öllum þeim óhróðri og lyg- um, sem málgögn Framsóknar ausa nú yfir Alþýðusambandið, vegna þess, að þeir komu þar ekki fyrir- ætlunum sínum fram, þeim draumi sínum, að afhenda það aftur ,,hægrimenskunni“ til eignar og af- nota? Nei, ykkur er þetta alt vel ljóst og vegna þess má það ekki ske, að þau öfl, sem andstæðust eru ykkar hagsmunum og að ofan hefir veri, lýst, nái meirihluta í Verka- mannafélaginu við kosningarnar, sem í hönd fara. Sýnið það þá, ekki með litlum, heldur miklum at- kvæðamun, að þið hafið engu gleymt, hvað snertir „góðgerða- starfsemi" Framsóknarvaldsins í ykkar þágu. Rósberg G. Snædal. NOKKUR ORÐ UM BÆKUR Á síðastliðnu ári hafa líklega komið út fleiri bækur á íslandi en nokkurntíma áður á einu ári, og er það að vissu leyti gleðilegt, því að slíkt ætti að vera vitnisburður um mikinn og vaxandi bókmenta- þroska þjóðarinnar. Ekki verðui þó neinu slegið föstu um þá hlið málsins að svo stöddu. Fyrst verður lítið eitt athugað hverskonar bæk- ur það eru, sem mest ber á og mest hafa selst. Þótt bókaútgáfa sé dýr og bækur þar af-leiðandi í mjög háu verði fara bókakaup almennings vaxandi og er þó vissulega ennþá mjög langt í land, að almenningur geti veitt sér þann munað og menningar- auka, að eignast bækur, svo að nokkru xiemi. Bókavali fólks er einnig mjög ábótavant og liggja til þess margar orjakir. Ein er sú, að alt of fáir bókaútgefendur hugsa fyrst og fremst um það að gefa út bækur vegna fólksins, heldur meir vegna hagnaðarvonar, og er það ekki nema mannlegt, í öðru lagi skortir bóksala yfirleitt bókmenta- lega þekkingu, svo að flestir þeirra eru á engan hátt færir um að vera Ieiðbeinendur almennings í bóka- vali, eins og þó ætti að vera. Bóka- val almennings verður því að miklu leyti handahófsval og er það illa farið. ' Mikill hluti þeirra bóka, sem út komu á síðastliðnu ári geta ekki kallast bókmentir, en það eru reyf- arar af ýmsu tagi, og þó að þeir eigi kannske rétt á sér tilheyra þeir ekki bókmentum. Bókmentir eru aðeins það, sem hefir eitthvert menning- arlegt gildi, en það hafa reyfarar yfirleitt ekki, þó að þeir geti, sumir hverjir verið sæmileg dægrastytting þeim, sem hvorki geta eða vilja meðtaka annað, en ef vel er að gáð, eru tiltölulega fáir í þeim hópi. Mikill hluti þess fólks, sem kýs sér reyfara til lesturs og andlegrar upp- byggingar er ekki svo andlega vol- aður, að ekki megi ráða bót á. Það vantar aðeins leiðsögn um bókaval, og það vantar kenslu f því að lesa mentandi bækur á þann hátt, að þæi geti orðið því hvorttveggja í senn skemtun og menningarauki. Reyfarar eru yfirleitt ixlýrasta tegund bóka, meðal annars fyrir þá sök, að pappír og annar frágangur er svo lélegur, sem frekast má verða. Þetta á sinn þátt í hversu ört þeir seljast. En þetta þarf að breyt- ast. Félítið alþýðufólk hefir ekki efni á því að kaupa lélegar bækur. Bóksalar gætu tvímælalaust sett reyfaraútgefendum stólinn fyrir dyrnar, ef þeir mæltu aðeins með þeim bókum, sem væru meðmæla- verðar. Ef hagnaðarvon af lélegum bókum væri minni en hún er nú mundi hún dragast sjálfkrafa sam- an, og væri þá mikið og þarft verk unnið. Vikublöðin hafa ekki yfir svo miklu rúmi að ráða, að þau geti leyft sér að birta ítarlega gagnrýni um allan þann fjölda af bókum, sem út koma. En þau ættu að telja það skyldu sína að benda lesendum sínum á bestu bækurnar og geta þess stuttlega hvaða boðskap þær hafa að flytja. Gæti það orðið mörgum góð leiðbeining um bóka- val. Reynt verður í næsta blaði að geta stuttlega þeirra béika, sem út komu á síðastliðnu ári og erindi eiga til lesþyrstrar alþýðu. Því mið- ur hlýtur alltaf eitthvað að verða útundan, því að bæði er það mikið verk að kynna sér allt, sem út kem- ur og á það skilið að minst sé á, og svo hitt, að það er ofvaxið fjárhags- legri getu minni að kaupa allar þær bækur, sem á markaðinn koma. Þessir bókajiættir verða því ekki eins tæmandi og skyldi. S. R. Hannibal og Alþýðusam- bandsþingið. (Framhald af 1. síðu). um (nei, hver skildi trúa því!). Enn- fremur segir Hannibal, að Stein- grímur Aðalsteinsson hafi haft hann sem gæslufanga og setið við ldið hans og valinn maður við hina. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að eg sat hjá þessum umrædda manni, þegar liann mismælti sig við at- kvæðagreiðsluna og maður nokkur að nafni Jóhannes Bergsveinsson frá Ilólmavík. Get eg því fullkom- lega borið um það, að þessi Vest- firðingur spurðist sjálfur fyrir um það, að fyrra bragði, hvort hann myndi geta ‘leiðrétt atkvæði sitt. Var hér því alls ekki um neina and- lega kúgun að ræða frá einum né neinum. Frásögn Hannibals í jressu efni er því uppspuni frá rótum. Hannibal segir ennfremur: „Ann- ar „gæslufangi“ sagði einnig já við þessa atkvæðagreiðslu og fékk hina ströngustu ofanígjöf af Eggerti Þor- bjarnarsyni. — Vakti þetta athygli, og spurði Sigurður Ólafsson, ráðs- maður Sjómannafélags Reykjavík- ur, hverju þessi læti sættu, hvort menn hefðu hér ekki skoðanafrelsi, eða eitthvað í þá átt, sagði hann“. — Staðhæfingar Hannibals um ofaní- gjöf Eggerts og fyrirspurn Sigurðar, eiga enga stoð í raunveruleikanum, og er því skáldskapur einn. Hinsvegar var spurt . af hálfu hægri manna um, hvort það væri löglegt, að leiðrétta atkvæði sitt í náfnakalli, og var það fullkomlega viðurkent, að löglegt væri, enda komið oft fyrir á sjálfu Alþingi. Svo ekki meir um það. Hannibal segir, að svokállaðir „vafafulltrúar" hafi verið undir strangri gæslu kommúnista á göt- um úti, með því að láta einn ganga á undan „fórnardýrinu" og annan á eftir. Það er skólástjórinn, sem svona skrifar. Minnir þessi áróðurs- saga hans einkennilega mikið á fréttaburð Berlínarútvarpsins, og treysti eg mér ekki til að skera úr því, hvor er þar fremri, en taugaæs- ingin hlýtur að vera álíka hjá báð- um. Um þinglokin sjálf er óþarfi að fjölyrða, það er öllum Ijóst, aðeftir að Hermann Guðmundsson hafði hlotið kosningu sem forseti Al- þýðusambandsins reis Jón Axel Pétursson úr sæti sínu og tilkynti, að nú þyrfti ekki að kjósa meira, hans menn myndu ekki kjósa frek- ar og enginn hans manna taka sæti í sambandsstjórninni. Tel ég eins og vafaláust allir lýð- ræðissinnaðir menn, að slíkar að- farir, beri furðu lítinn vott um trúnað við verklýðssamtökin. Ættu Hannibal og hans menn því að hafa hægt um sig því framferði þeirra á þessu Alþýðusambands- þingi var algjörlega óverjandi. En þrátt fyrir sífeldar tilraunir Hannibals til þess að tefja og tor- velda störf þingsins, auðnaðist því þó að ræða og samþykkja mörg mikilsverð mál, en þar sem. sam- þyktir þingsins hafa verið birtar í blöðunum, sé eg ekki ástæðu til að geta þeirra hér nánar. Að lokum vil eg láta þá skoðun í Ljós, að mér virðist það bera vott um litla vinsemd af hálfu ,,Dags“ í garð verklýðssamtakanna, að birta kafla úr fyrnefndri Hannibalsgrein því Hannibal skýtur þar svo yfir markið að jafnvel ákveðnustu and- stæðingum verklýðssamtakanna hlýtur að vera augljóst að söguþátt- ur hans af þinginu sé í senn ó- merkilegur og klaufalegur samsetn- ingur. Jón Ingimarsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.