Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.01.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 27.01.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Verkamenn vilja ekki „hafnargarð" Framsóknar í Verkamannafélaginu. VERKAMAÐURINN. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjórí: Jakob Ámason, Skipagötu 3. —JSími 466. Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson, Loftur Meldal, Lárus Bjömsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Framsókn reynir að byggja „hafnargarð“ í verkamannafélaginu. Rúmur mánuður er nú liðinn síðan Verkamannafélag Akureyrar- ’kaupstaðar samþykti að skora á bæjarstjórn „að hefja nú úr næstu áramótum atvinnub^tavinnu fyrir 80—100 manns, sem félagið telur vera atvinnulausa eða atvinnulitla, samkvæmt skýrslu, er félagið hefir látið gjöra í Verkamannafélaginu." Þessi áskorun Verkamannafélagsins var samþykt 17. des. sl. Nú er kom- inn 27. jan. án þess að verkamenn hafi orðið varir við að bæjarstjórn- in hafi tekið tillit til Verkamanna- félagsins, sem hefir þó rúmlega 350 meðlimi. Erindi Verkamannafélagsins var rætt á bæjarstjórnarfundi 9. þ. m. og greiddu aðeins bæjarfulltrúar sósíalista og Jón Hinriksson at- kvæði með því að bærinn efndi til atvinnubótavinnu fyrir 80—100 manns eins og Verkamannafélagið hafði farið fram á. Flokksbræður Marteins Sigurðs- sonar, formanns Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, greiddu at- kvæði gegn þessu, og er harla ólík- legt, að þeir hefðu gert það, nema því aðeins aðþeim hefðiveriðkunn- ugt um, að formaðurinn bæri ekki mjög fyrir brjósti atvinnuástand verkamanna og samþyktir Verka- mannafélagsins. Yfirlýsing Jakobs Frímannssonar á bæjarstjórnar- fundinum, að hann hefði rætt við formann Verkamannafélagsins um, að hvetja verkamenn til að fara burt úr þessum bæ til að leita sér atvinnu, og að hann hefði tekið vel í það, er enn ein sönnunin, að Framsóknarforingjarnir hafá ein- hver önnur áhugamál innan Verka- mannafélagsins en atvinnu handa þeim atvinnulausu. Saga hafnarmannvirkjanna miklu á Oddeyrartanga er eitt dæmið um einlægni, áhuga og dugnað Fram- sóknarforustunnar, í því að efla at- vinnulíf Akureyrar. Hafnargarður- inn, sem „Dagur“ sagði fyrir langa löngu, að þyldi enga bið, því ella væri alt í húfi á öllu Norðurlandi, er álíka áþreifanlegur og atvinnu- bótavinnan fyrir 80—100 manns. — En það er líka fleira, sem ber vott um kærleika Framsóknarforust- unnar í garð verkamanna. Um langt skeið hafa Framsóknarblöðin hamrað á því, að kaup verkamanna yrði að lækka. Þetta er hliðstætt því að Framsókn hefði sagt við bændur: verðið á öllum afurðum ykkar verð- ur að lækka. En þar hefir kveðið Eg minnist þess ekki að málgagn „Framsóknar“afturhaldsins hér í bænum hafi nqkkru sinni lagt Verkamannafélagi Akureyrarkaup- staðar liðsyrði, eða viðhaft um það vinsamleg ummæli, frá því það var stofnað og fram á þennan dag. Aft- ur á móti hafa verkamenn átt að venjast úr þeirri átt gnægð skætings og illyrða, hvenær sem þeir hafa gert eitthvert átak til að rétta hlut sinn eða bæta kjör sín. Hefir þá ekki verið sparað flaumósa málæði um að verkamenn væru letingjar, sem ekkert gætu og engu nenntu, nema að lieimta allt af öðrum eða að þeir væru ,,kommúnistaskríll“ og landráðamenn, sem væru ,að eyðileggja sjálfstæði landsins og at- vinnuvegi þjóðarinnar, af því að þeir vildu ekki leysa upp lieimili sín á „mölinni“ og gerast vinnu- menn upp í sveit. Það munu því ekki margir verka- menn trúa því að það sé sprottið af áhuga fyrir velferð verkamanna, er þetta sama blað flytur áróðurs- raus Marteins Sigurðssonar um væntanlegar kosningar í Verka- mannafélaginu og áskoranir hans til verkamanna um að hindra nreð atkvæðum sínum að vinstri menn nái meirihluta í stjórn félagsins. Hitt mun sanni nær að andlegir og veraldlegir húsbændur núverandi við annan tón. Bændur hafa fengið hátt verð fyrir allar framleiðsulvör- ur sínar, hvort sem hægt hefir verið að selja kjötið því verði eða ekki. í bæjunum berst Framsókn hinsveg- ar gegn því að verkamenn geti selt vinnuorku sína eins og bóndinn. Framsókn lofaði að vísu hafnar- mannvirkjunum — en sveik það. Það er þvi ekki nema von að for- maður Verkamannafélagsins tali um glæsilega sögu í verklýðsmálun- um. Undir forustu hans hafa Framsóknarmenn í bæjarstjórn, nú í tvö ár, lagt atvinnukröfur Verka- mannafélagsins í sorpkörfuna, af því að þeir vissu að þeir gátu treyst gjaldkera Framsóknarfélags Akur- eyrar til þess að sjá um að Verka- mannafélagið myndi ekki fylgja kröfum sínum neitt eftir. Og nú ætlar Framsókn að fara að byggja hafnargarð. Ekki á Oddeyr- artanganum. Hún ætlar að reyna að byggja hann í Verkamannafélag- inu. Hitler reyndi líka einu sinni að byggja brimbrjÓt gegn „rauðu hættunni . Allur heimurinn veit hvernig það fyrirtæki er nú að fara. Hann skoraði þó á alt afturhald heimsins sér til aðstoðar. Framsókn ætlar nú að láta formann Verka- mannafélagsins gera tilraun til að byggja hafnargarð í félaginu gegn sósíaiistum og öðrum vinstri mönn- um. Og formaðurinn ákallar nú alt afturhald bæjarins sér til hjálpar. Vér viljum að síðustu minna for- manninn á, að sólin kemur altaf upp í austri, og að Framsókn getur ekki, frekar en Hitler, komið í veg fyrir það og knésett vinstri öflin. Þeirra er framtíðin. formanns Verkamannafél. velji sér sem atkvæðaminnsta forystumenn, enda virðist þessi „privat“-listi for- mannsins, sem soðinn er saman í hí- býlum KEA, skipulagður með til- liti til þess. Má t. d. benda á, að 3 af hinum útvöldu í aðalstjórn hafa aldrei látið nokkurt málefni til sín taka á fundum félagsins, en hinn fjórði, sem er vinstri maður, er tek- inn nokkuð að reskjast og hefir engan kost gefið á sér til stjórnar- starfa. Þó er mér kunnugt um að hægri kratinn á lista Marteins hef- ir . átt tvö áhugamál í stjórn og trúnaðarmannaráði, en hvorugt þeirra hefir þó orðið að veruleika. Annað þeirra er að selja Erlingi Friðjónssyni húseign verkalýðsfé- laganna, en hitt að fá ókeypis far til Reykjavíkur, sem fulltrúi félags- ins á Alþýðusambandsþingi. Bæði þessi áhugamál strönduðu á meiri- hlutavaldi vinstri manna. í grein sinni í „Degi“ telur for- maður Verkamannafélagsins að „mjög sé halíað. réttu máli“, er því hafi verið haldið fram hér í blaðinu að vinstri menn hafi verið í meiri- hluta í stjórn fél. íupphafi. Honum er þó vel kunnugt um, að Sig. Bald- vinsson er vinstri maður og nægir því til sönnunar að benda á af- stöðu hans á síðasta Alþýðusam- bandsþingi. Hitt skiftir vitanlega engu máli hvar í flokki hann kann að vera. Vinstri menn í verkalýðs- málúm, menn sem vilja stefnu eín- ingar, uppbyggingar og átaka, er að finna í flestum stjórnmálaflokk- um og munu þeir „hægri" hafa orðið þess greinilega varir, er þeir undanfarna daga hafa farið bón- leiðir frá dyrum naargra flokks- manna sinna með framboðslista sinn í hendinni. Marteinn ber lof á fyrverandi „fulltrúa kommúnista“ og það að verðleikum, en dylgjar jafnframt um „frekju og yfirgang“ þeirra, sem stungið var upp á sem stjórnar- mönnum af hálfu vinstri manna. Ekki reynir hann þó að finna orð- um sínum stað, enda mun reynast erfitt að sannfæra félagsmenn í Verkamannafélaginu um slíkt, hitt er rétt, að þeir hafa nokkrum sinn- um — að mínum dómi of sjaldan — gert að umtalsefni ávirðingar for- mansins og sinnuleysi hans í mál- um félagsins. Formaðurinn telur það fjarstæðu að Hannibalarnir á Alþýðusam- bandsþinginu hafi viljað taka Verk- lýðsfélag Erlings inn í Alþýðusam- bandið aftur. Enginn, sem fylgst hefir með skrifum Alþýðublaðsins, málgagns Hannibalanna, getur þó dulist viljinn, þótt getuna vant- aði. Marteinn Sigurðsson endar grein sína með áskorun til verkamanna um að hindra það, að „kommúnist- ar ‘ nái völdum í félagi okkar, en kommúnista kallar hann alla þá, sem ekki bregða sér í gervi hægri kratanna, að dæmi hans, þegar þeir fjalla um verklýðsmál og sögu þess- ara „kommúnista“ telur hann hina óglæsilegustu. Ekki væri það glæsi- legt, ef við gætum skapað okkar fé- lagi þann heiðurssess meðal verka- lýðsfélaganna, sem Dagsbrún, Hlíf og Þróttur og fjöldi annara félaga hafa skipað undanfarin ár með öt- idli forystu vinstri manna. Eða kannske við eigum að sækja fyrir- myndina til Verklýðsfélags Akur- eyrar, þar sem M. S. nam verklýðs- „vísindi" sín og Erlingur trónar nú yfir 2 verkamönnum? Vinstri menn skora á verkamenn til fylgis við lista sinn, með því markmiði, að Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar verði ekki ver stjórnað en samsvarandi félög- um í öðrum kaupstöðum og hindra að einlitir hægri menn stjórni því eftir geðþótta sínum. Saga þeirra í verklýðshreyfinguni, saga skoðana- kúgunar og margra ára pólitísks einræðis, er ekki svo glæsileg, að hún gefi ástæðu til þess að við, sem skapað höfum Verkamannafélagið með margra ára þrotlausu starfi, gefum þeim nú öll völd í hendur. Og ekki er ósennilegt, að við þessar kosningar rifjist upp fyrir verka- mönnum hin fjandsamlega afstaða skoðanabræðra núv. formanns Verkamannafél. til mála félagsins, fyrr og nú, er um þau hefir verið fjallað í bæjarstjórn. Verkamenn hafa nú minni ástæðu en nokkru sinni áður til að deyfa eggjar baráttu sinnar fyrir aukinni atvinnu og bættum kjörum og á því mun einræðisbrölt hægri mann- anna í félagi þeirra standa. Bjöm Jónsson. Merkjasala I. O. G. T. Góðtemplara- stúkumar um land alt hafa fengið leyfi til merkjasölu fimtudaginn 1. febr. n. k. Á Akureyri rennur agóði merkjasölunnar í bamaheimilissjóð stúknanna hér. Er því vonandi að góður árangur verði af merkjasölu bamanna hér á Akureyri, þar sem vagga Reglunnar stóð. SAUMAFUNDUR fyrir ungar stúlkur miðvikudag 31. jan. kl. 8 e. h. (stundvíslega) í Verslunar- mannahúsinu (niðri). Gyða Ramselius. AÐALFUNDUR Akureyrardeildar KEA, vcrður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins, fimmtud. 1. febr. n.k. og hefst kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. DEILDARSTJÓRNIN ******************************************************************}

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.