Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.02.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 02.02.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐU RINN 3 / VERKAMAÐURINN. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Arnason, Skipaéötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Askelsson, Loftur Meldal, Lárus Björnsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósialistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. Hvað hefir Framsókn gert fyrir verkamenn? Allslierjaratkvæðagreiðslan um kosningu stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar stendur nú yfir og verður lokið kl. 10 annað kvöld. Ástæðan fyrir því að samkomu- lag náðist ekki i þetta sinn um sam- eiginlega uppstillingu í trúnaðar- stöður félagsins, er sú, að núver- andi formaður, Marteinn Sigurðs- son, lýsti því yfir á sameiginlegum fundi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs ,að hann myndi ekki faka sæti í stjórn félagsins áfram nema með því skilyrði að stjórnin yrði að meiri hluta skipuð mönnum, sem Itefðu sömu skoðanir og hann. Með öðrum orðum samkvæmt þessu skyldi Verkamananfélaginu fram- vegis stjórnað eftir skoðunum Framsóknar í verklýðsmálum. Verkamenn, og þar á meðal fylgjendur sósíalista í Verkamanna- félaginu líta hinsvegar svo á, að fé- laginu eigi að stjórna eingöngu með hagsmuni verkamanna fyrir augum. Nú vita allir, að hagsmun- ir verkamanna og Framsóknar fara ekki sarnan. Af þessum ástæðum gat ekki komið til mála að fallast á skilyrði Marteins Sigurðssonar. Um margra ára skeið hefir naum- ast komið út eitt einasta tölublað af blöðum Framsóknar, þar sem ekki hefir verið krafist lækkunar á kaupi verkamanna. Það gildir einu hvort það hefir verið á tímum at- vinnuleysis eða mikillar atvmnu, á tímum dýrtíðareðaekki. Söngurinn hefLr ætíð verið sá sami, kaupið yrði að lækka ella færi alt um koll. Og þegar verkamenn og annað verka- fólk hafa gert tilraunir til þess að fá kjör sín bætt þá hafa blöð Frain- sóknar og forustumenn hennar ráð- ist á verkamenn og reynt eftir mætti að hindra að þeir fengju kjarabætur. En Framsókn hefir ekki látið sér þetta nægja. Þegar atvinnuskortur- inn hefir sorfið að heimiiurn verka- manna og þeir hafa því neyðst til þess að senda bæjarstjórn kröfur um, að hún gerði ráðstafanir til úr- bóta, þá hafa bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar Framsóknar snúist öndverðir gegn sanngjörnúm og eðlilegum kröfum verkamanna. Meira segja núverandi formaður Verkamannafélagsins, sem er vara- bæjarfulltrúi Framsóknar, hefir aldrei notað þá aðstöðu sína til þess að fylgja fram fnáli verkamanna eða Verkamannafélagsins yfirleitt. Framsókn sér ekkert nema bænd- ur, og að heita má eingöngu þá efnaðri. Hún á ekkert erindi inn í sarntök verkamanna nema til þess að halda niðri kaupi og kaupkröf- um og kröfum um meiri atvinnu. Jafnvel formaður félagsins viður- kennir þetta. Hann gaf þá yfirlýs- ingu á fjölmennum fundi Verka- mannafélagsins sl. mánudagskvöld, að það þýddi ekkert fyrir sósíalista að bera fram tillögur í bæjarstjc'trn, rví þær yrðu allar drepnar. Mar- teinn er kunnugur á heimili Frarn- sóknar. Hann þekkir innræti henn- ar. En það eru fleiri, sem þekkja Framsókn. Þessi yfirlýsing Marteins var þ\ í óþörf. Verkamenn vissn það að Framsókn hefir felt tillögur um byggingu íbúðarhúsa, því hún er andvíg, að bætt verði úr húsnæðis- skortinum. Þeir vissu líka að Frarn- sókn hefir oft og möfgum sinnum snúist gegn kröfum Verkamannafé- lagsins um atvinnu. Að Framsókn hefir barist gegn því eftir rnætti um margra ára skeið, að bæjarstjórnin beitti sér fyrir útgerð. Að nú er hætt að birta fjögra dálka greinar á Iremstu síðu ,,Dags“ um hafnar- mannvirkin á Oddeyrartanga, af því að Framsókn hefir svikið það mál, og ætlaði sér aldrei annað í upphafi. —»«—>» ■—»»— Framsókn er nú að reyna að gera Verkamannafélagið að útibúi sínu. Öllum vopnum er beitt í því skyni. Hún- tekur menn á lista sinn án vilja þeirra og jafnvel án vitundar þeirra og ber svo síðan það út, að þessir menn séu stuðningsmenn listans og listinn ópólitískur. Þá er því líka Iialdið ntjög á lofti, að for- mannsefni B-listans, Steingrímur Aðalsteinsson, verði ekkert heima á árinu, þó alkunnugt sé að Alþingi verði slitið fyrir 15. febr. (sennilega í næstu viku) og ekkert þing verði haldið fyr en í haust. Jafnframt níða Framsóknarmenn svo vara- formannsefni B-listans, Björn Jóns- son, án jress að geta þó fært ncfkkur rök fyrir rógi sínum. Verkamenn í Reykjavík gáfu Framsókn og samherjum hennar hæfilegt svar. Verkamenn á Akur- eyri vilja ekki hafnargarð Fram- sóknar innan Verkamannafélagsins, en þeir eru orðnir langeygir eftir því að Frantsókn efni loforð sín um hafnarmannvirkin á Tanganum. —• Það er næsta ólíklegt að þeir verði aufúsir á að greiða varabæjarfull- trúa Framsóknar atkvæði sín, í Jrakklætisskyni fyrir það, að Fram- ,sókn greiddi atkvæði gegn kröfu Verkamannafélagsins um atvinnu- bótavinnu fyrir minst 8Ó—100 manns. Verkamenn eiga enga samleið með Framsókn. Hún vill aldrei neitt fyrir þá gera. Þessvegna munu þeir láta það ógert að afhenda henni stjórn á hagsmunasamtökum sínum. Það gera ekki aðrir en þeir, sem eru á móti sjálfum sér. Kjósið B-LISTANN. X B-LISTI.____________________ STAKA. Verkamanni nokkrum varð að ctrði, þegar hann frétti um lista Framsóknar: Varg fæ eg beint í véutn greint viljann hreint má undra. Ei fer leynt hvað enn er meint altaf er reynt að sundra. Blekkiiigai* Framsóknari afhjúpaðar. 6 menn á lista þeirra, afneita honum með öllu, þar af 2 menn úr aðalstjórn. I sambandi við allsherjaratkvæðagreiðslu við kosningu stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verkamannafélags Akur* eyrarkaupstaðar, sem fer fram 1., 2. og 3. þ. m., hefir Fram- sókn borið fram sérstakan lista, A-lista. Til þess að reyna að blekkja verkamenn til fylgis við þennan Framsóknarlista, var gripið til þess ráðs að hafa á htmum nöfn nokkurra flokksbundinna sósíalista og annara heiðarlegra verklýðs- sinna, án samþykkis og jafnvel án vitundar sumra. jafn- framt hafa svo Framsóknarmenn haldið því óspart á lofti, að A-listinn væri sameiginlegur listi allra v^rkamanna, og að þessir menn væru stuðningsmenn listans. Þessar ósvífnu að- farir er aðeins eitt dæmið af mörgum um það, hvernig vinnubrögð Framsóknar eru. í tilefni af þessu hefir eftirfarandi yfirlýsing komið ftam: Að gefnu tilefni lýsum við undirritaðir því yfir, að nöfn okkar hafa verið sett án okkar sam þykk is á A-listann, við kosningar um stjórn og trúnaðarmanna- ráð í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, sem fram eiga að fara 1.-3. febrúar næstkomandi. Akureyri, 31. jan. 1945. Steingr. Eggertsson (sign.) Sigurjón Jóhannesson (sign.) Guðm. Baldvinsson (sign.) Adólf Davíðsson (sign.) Torfi Vilhjálmsson (sign.) Sigurður Baldvinsson (sign.) VE]RJ^MEN7<MLáti^^ramsókr^kki^lekk|^^kku^^ þ^t^ai^iiátt^vari^þessuimóheiðarlegu^iðferðumjne^^ví að fylkja ykkur um B-LISTANN. X B-listi AKUREYRARBÆR TILKYNNING Sarakvæmt skilmálum fyrir 6% skuldabréfaláni báejarsjóðs I; I; Akureyrar vegna Glerárvirkjunar fer lokagreiðsla fram á ár- I; !; inu 1945. ;; Eftirtalin bréf falla til greiðslu 1. júlí 1945: ;! LITRA A. Nr. 48 - 80 - 81 - 130 - 132 - 139 - 140. LITRA B. Nr. 2 - -3 - 6 - 7 - 42 - 58 - 63 - 100 - 103 i jj - 114- 119- 123. * i ILITRA C. Nr. 45 - 57. Bréfin greiðast á skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri. i Handhafar skuldabréfa, sem útdregin hafa verið á undan- ; förnum árum, eru áminntir um að framvísa Jieim til greiðslu ; á skrifstofu bæjargjaldkerans á Akureyri sem allra "fyrst. - ; Vextir greiðast eigi eftir gjalddaga bréfanna. Bæjarstjórinn á Akureyri, 31. janúar 1945. STEINN STEINSEN / I

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.