Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1945, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 01.05.1945, Blaðsíða 5
VERKAMAÐURINN 5 VERKAMAÐURINN. Út&efandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Árnason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaönefnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósialistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. 1. maí dagur sigurs og rísandi sólar. 1. maí er að þessu sinni óvenju- legur gleðidagur frelsisunnandi fólks. Ennþá búa þó miljónir manna við ægilegustu hörmungar, en sitund hins langþráða frelsis og friðar er á næstu grösum. Daglega berast nú stórmerkar fréttir af at- burðurn, sem ótvírætt eru undan- fari algjörs ósigurs þýsku nazist- ann^. Hver Sitórborgin af fætur annari, iðjuver og stór landsvæði, hefir verið hrifsað úr morðingja- krumlum nazistanna. Og þá og þeg- ar er orustunni miklu í Berlín, höf- uðborg og aðalvígi nazistanna, lok- ið með glæsilegri sigri Rauða liers- ins en dæmi eru til áður. Ef til vill verður þessari orustu lokið áður en þetta blað er fullpretnað. Styrjöld- in í Evrópu er komin á það stig, að vænta má fregnanna um algeran ó- sigur nazistanna og þýsku hernað- arklíkunnar á hverri stundu. Þær þjóðir, sem leystar hafa verið úr ánauð, fylkja liði á götum borga og bæja í dag, E maí, og fagna endurheimtu og langþráðu 'frelsi. Og allar þær mörgu miljónir, sem en þá kveljaslt undir járnhæl þýska nazismans og kvislinganna, fagna einnig þessum degisemtáknisigurs, friðar og frelsis, og samstilla krafta sína til lokabaráttunnar gegn ó- freskju nazismans. I dag bergmála stræti borganna fótaltak þeirra milj- óna, sem lifðu þá miklu stund, að sjá dauðateygjur svartasta aftur- halds allra tíma. Verkalýður Islands og annað frjálslynit, friðelskandi fólk, hér á landi, hefir sem betur fer, ekki eins náin kynni af grimdarverkum nazistanna eins og margar aðrar þjóðir. En íslenzka þjóðin er þó vissulega búin að fá meir en nóg af morðárásum þýsku nazistanna. Vonandi reynast þau ógeðfeldu kynni meir en nægileg, til þess að hún láti ekki afturhald þessa lands í hvaða gerfi ,sem það bintist, blekkja sig og ginna eins og nazist- arnir gintu þýsku þjóðina til fylgis við sig — og þar með til þess, að gerast ekki aðeins ægilegur böðull gegn öðrum þjóðum, heldur jafn- framt sinn eiginn böðull. I dag, 1. maí, fylkir vinnandi fólk í bæjum íslands, liði á götun- um og fagnar frelsi undirokaðra og kúgaðra stétftarsystkina og kom- andi hruni nazismans. En íslenskur verkalýður gerir meir. Hann ber eins og vinnandi fólk í öðrum löndum, fram kröfur um, að frið- Atvinna handa öllum! Það er meginkrafa verkafólksins í dag Verkafólk, sem komið er vel til fullorðinsára, man tvenna tímana atvinnulega. Það man kreppu- og atvinnuleysisárin eftir 1930, þegar fullhraustir og vinnufúsir menn urðu að eyða verulegum hluta orku sinnar í árangurslitla atvinnuleit. — Þegar fyrirvinna fjölmenns heimilis varð dag eftir dag að hverfa vonsvikinn frá vinnustöðv- unum til bjargarlítils heimilis — og svo að lokum leita á náðir fátækra- framfærslunnar, til þess, með nið- urlægjandi eftirgangsmunum. að fá allra brýnustu nauðþurftir fjöl- skyldunnar. Það man líka hin nýliðnu, at- vinnulegu veltiár, þegar erlent her- lið kom hingað og falaðist eftir vinnuafli landsmanna, svo allir gátu fengið að vinna, eins og þeir vildu og þoldu, og í stað lítilla tekna af vinnusnöpum, eða sultar- pírings fátækraframfærslunnar, kom öryggi fullra daglauna, sem í flestum tilfellum fullnægði a. m. k. hinum frumstæðari þörfum heimil- anna, og veitti verkafólki yfirleitt skilyrði til betra lífsviðurværis, en það hafði áður þekt. Sú reynsla, sem þessi tvö tímabil hafa fært verkafólkinu, hefir gróp- að óafmáanlega í vitund þess kjör- orðið: ALDRREI FRAMAR AT- VINNULEYSI, heldur ATVINNU HANDA ÖLLUM. Og þessi sjálfsagða krafa verka- fólksins hlýtur að verða því ákveðn- ari — og um leið ómótstæðilegri — sem augljósara er, að með íslensku þjóðinni eru nú fyrir hendi öll meginskilyrði þess að hægt sé að uppfylla hana. Nægilegt fjármagn er til hjá landsmönnum. í fyrsta sinni eiga nú íslendingar stórfé inni í erlend- um bönkum, og ríkisvaldið hefir ákveðið, að verulegan hluta þessa mikla gjaldeyris megi ekki nota til annars en að kaupa fyrir fram- leiðslultæki ýmiskonar og annað, sem þarf til nýsköpunar atvinnu- lífsins í landinu. Og framleiðslutæki er þegar hægt að fá, og verður a. m. k. hægt að fá fljótt eftir að styrjöldinni lýkur. Nú þegar eiga Islendingar í smíð- um 45 fiskiskip í Svíþjóð. Nýbygg- ingarráð hefir ákveðið að láta smíða 50 fiskibáJta innanlands. Hægt er að fá nýtísku togara frá Ameríku, með litlum fyrirvara. Útflutningsleyfi hefir fengist fyrir fleiri skipum frá Svíþjóð, þ. á. m. togurum, og ekki er vonlaust um, að togarar muni bráðlega fáslt frá Englandi, en þaðan mundu þeir verða ódýrastir. Auk þeirra véla, sem við fáum frá Ameríku, höfum við nú loforð fyrir ýmiskonar vélum frá Svíþjóð, urin verði trygður, og öllum, er vilja og geta unnið, verði trygð at- vinna. Aldrei framar atvinnuleysi, aldrei framar stríð, aukin mentun, auknar framfarir. Þdtta eru kröfur hins sigrandi, vinnandi íólks. og sjálfsagt verða vélar fáanlegar frá fleiri löndum innan skamms. Tæki til nýsköpunar atvinnu- veganna og stóraukinnar fram- leiðslu eru því og verða fáanleg. Og markaðir fyrir aðalútflutningsvör- ur okkar — sjávarafurðir ýmiskon- ar — eru fyrir hendi og möguleikar á að vinna nýja markaði í stórum stíl, þegar samgöngur opnaslt til meginlánds Evrópu, ef vel er að því unnið. En það eitt, að möguleikar séu fyrir hendi, er ekki nóg. Það verður líka að vera tiiíl sitaðar vilji til að nota þá. Þeir einstaklingar og félög, sem fjármagnið eiga, verða að fást til að leggja það í atvinnutæki og aukna framleiðslu. Og bankarnir, sem liggja með hundruð milj. króna, verða að fást til að lána ríflega til kaupa á stórvirkum framleiðsílu- tækjum, eins og t. d. togurum. En í þessu efni er enn alvarleg tregða. Smærri skipin, sem Fiskiveiða- sjóður lánar ríflega til, svo ekki þarf rnikið fjármagn til að eignasit þau, fljúga út. I því birtist almenn- ur vilji þeirra, sem ekki eru fjár- sterkir, til að styðja nýsköpunar- áform ríkisstjórnarinnar. En enn er ekki vitað um neinar aðgerðir einstaklinga eða félaga Itil endurnýjunar hinum hrörlega tog- araflota. Stórkapitalistarnir virðast enn liggja á liði sínu. Og bankarnir hafa ekki sýnt mikinn vilja til að veita fjármagni í nýsköpunina. Þeltta verður ríkisstjórnin að láta til sín taka. Sá fjöldastuðningur, sem núver- andi ríkisstjórn á að fagna, er órjúf- anlega bundinn því, að ríkisstjórn- in FRAMKVÆMI nýsköpunar- áform sín, svo að hver maður geti fengið verk að vinna. Ef ríkisstjórnin lætur þetta meg- inverkefni undir höfuð leggjaát, er fjöldafylgi hennar farið. Hún verð- ur því að fá eigendur fjármagnsins til að sýna í verki stuðning sinn við stjórnarstefnuna, eins og smáút- vegsmenn þegar hafa gert. Og nú verður að fá bankana, sem eru ríkisstofnanir, til þjónustu við nýsköpun atvinnulífsins. Hér á Akureyri er althafnaleysið mjög áberandi. Ekki er vitað, að nokkurt nýtt skip hafi enn verið keypt hingað. Og í sambandi við hlutafjársöfnun þá, sem hér hefir farið fram, til undirbúnings að sitofnun útgerðarhlutafélags, hefir itregða hinna fjársterkari manna verið mjög áberandi. En verkalýðurinn mun krefjast atvinnu með meiri þunga en nokk- urri sinni fyr. Hann neitar að hverfa aftur til atvinnuleysisáranna eftir 1930 - og það því fremur, sem hann veit, að íslenska þjóðin hefir nú meiri möguleika til atvinnulegra althafna, en hún nokkurntíma áður hefir haft. Ef þeir, sem fjármagnið eiga eða Nær og f jær „Alþýðum." segir að mikill vorhugur" ríki nú í Alþýðuflokksfélaginu hér í bæn- um. Nokkru áður hafði sama blað skýrt frá því, að stjómarskifti hefðu orðið í fé- laginu. Og loks var tilkynt að „Alþýðu- m.“ myndi framvegis koma út í helm- ingi stærra broti en verið hefir. Það var )ví ekki nema mannlegt að almenningur ætti von á, að Alþýðuflokkurinn í höfuð- stað Norðurlands væri að hervæðaSt til mikilla og glæsilegra afreka fyrir hinar jrennu kosningar á næsta ári til þess að reyna að halda hinu lítilfjörlega fylgi sinu. Og nú hefir hin „nýja“ stefna, hið nýja andlit flokksins hér, komið í dagsljósið. Á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag var til umræðu og afgreiðslu frumvarp til áætlunar um tekjur og gjöld bæjar- sjóðs Akureyrar fyrir árið 1945. Bæjarfulltrúi Alþýðufl., Jón Hinriks- son, SAT HJÁ við atkvæðagreiðsluna um að stríðsgróðaskatturinn yrði hækk- aður um 30 þús., upp í 100 þús. kr. — Gerði hann það í nafni „verkamannanna“ sem „Alþýðum." segir, að hafi stofnað Alþýðuflokksfélag Akureyrar? Sami bæj- arfulltrúi sat einnig hjá við atkvæða- greiðslu um, að sætagjald kvikmynda- húsa yrði hækkað um 3 þús. kr., upp í 16 3ÚS. Ekki sá heldur bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins ástæðu til að rétta upp hend- ina með tillögu um, að framlag til verk- legra framkvæmda yrði hækkað um 100 þús., up í 400 þús. kr. Hann sat hjá. Gerði hann það í nafni formanns Bíl- stjórafél. Ak. og Hafsteins Halldórsson- ar bílstjóra? Þá sat hæstvirtur sami fulltrúi hjá við atkvæðagreiðslu um, að framlag til Bóka- og áhaldakaupa barnaskólans yrði hækkað um 4 þús. kr„ upp í 10 þús. kr. Gerði hann það í nafni mentaskóla- og gagnfræðaskólakennaranna, sem eru í Alþýðuflokksfél. Ak.? Enn sat Jón hjá við atkvæðagreiðslu um að framlag til bamaleikvalla yrði hækkað um 15 þús. kr. upp í 20 þús. Gerði hann það í nafni Helgu Jónsdótt- ur og annarra kvenna i Alþýðuflokksfél. Akureyrar? Og Jón hélt áfram að sitja hjá. Hann sat meira að segja hjá við atkvæða- greiðslu um að framlag til lystigarðsins yrði hækkað um 10 þús. kr. upp í 20 þús. Gerði hann það í nafni náttúrufræðings- ins og Skógræktarfélagsmeðlims Stein- dórs Steindórssonar og annarra mennta- skólakennara Alþýðuflokksfélags Akur- eyrar? Nú héldu margir að bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksfélags Akureyrar færi að (Framhald á 7. síðu). yfir því ráða, neita nú að veita því til nýsköpunar atvinnulífsins, og ef sú ríkisstjórn, sem letrað hefir slíka nýsköpun á fána sinn, bregslt loforðum sínum og bognar fyrir þeim gamla hugsunarhætti, sem heimtar stríð við verklýðsstéttina, þá hefir verkalýðurinn eftir aðeins eina leið, þ. e. að taka upp úrslita- barálttuna um pólitísk og fjárhags- leg forráð þjóðfélagsins og skipa sjálfur málum þannig, að atvinna verði handa öllum, *

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.