Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.06.1945, Side 4

Verkamaðurinn - 02.06.1945, Side 4
4 VERKAMAÐURINN TILKYNNING um afnám bannsvæðis Fyrirmæli um bann vdð fiskveiðum og siglingum í og utan við Faxaflóa frá 23. nóvember 1944 og birt eru í 66. tölublaði Lögbirtablaðsins 1944, eru úr gildi felld. ATVINNU- OG SAMGÖNGUMÁLARÁÐUNEYTIÐ 15. maí 1945. Skrá yfir tekju- og eignaskatt, tekjuskattsviðauka og I stríðsgróðaskatt í Akureyrarkaupstað fyrir sattárið ;; 1944, liggur franuni í skrifstofu bæjarfógeta dag- ana 31. maí til 11. júní næstkomandi að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af sköttunum sé skilað til skattstof- unnar fyrir 12. júní næstkomandi. Akureyri, 29. maí 1945. SKATTST J ÓRI. Kappreiðarnar (Framhald af 1. síðu). dóttir, Stóradal, knapi var Svein- björn Jónsson, 3. Geisli, 9 vetra, tími 25.1 sek. — Eigandi Gsíli Magnússon, Ak., knapi var Baldur Þórisson. — í undirbúningskeppniinni náði Stjarni aðeins betri tíma, 24.6 sek. Olíuvélar Diskar (djúpir og grimnir) VÖRUHÚSIÐ H.F Úrsildt á 350 m. stökkfæri: 1. Stjama, 9 vetra, tími 28.8 sek. — Eigandi Bjarni Kristinsson, Ak., og var hann sjálfur knapi. 2. Strútur, 9 vetra, tími 28.9 sek. — Eigandi Grímur Laxdal, Nesi, knapi var Páll Jónsson. 3. Litli-Rauður, 10 vetra, tími 29.5 sek. — Eigandi María Ragnars, Ak., knapi Jón Þorsteinsson. — I undirbúningskeppninni náði Litli-Rauður sama tíma og Stjarna, 28.8 sek. Veður var ágætt, og fjöldi áhorf- enda. Veðbanki var starfræktur, í fyrsta sinn hér, í sambandi við kappreiðarnar. Strengjasveitin Framhald af 1. síðu Steingrímsdóttir syngja nokkur lög með undirleik sveitarinnar. Strengjasveitin ætlar að Laugum sunnudaginn 10. júní og hefir ákveðið halda þar hljómleika kl. 2 e. h. til ágkóða fyrir minningarsjóð Hjálmars Stefánssonar. Þaðan verður farið til Húsavíkur og haldnir hljómleikar í kirkjunni kl. 6 sama dag. Strengjasveit þessi er stofnuð sl. Laukur Vöruhúsið h/f Kaupakonur °g unglingar óskast á sveitaheimili Skrifstofa Verklýðsfélaganna, Strandgötu 7. haust og eru í henni 12 menn. —■ Stjórnandi hennar er Dr. V. Urbantschitsch, en konsertmeistari Björn Ólafsson fiðluleikari. — Strengjasveitin hefir aflað sér mik- illa vinsælda í Reykjavík og er þess að vænta að Akureyrarbúum þyki fengur í að heyra til hennar, enda eru meðlimir hennar ýmsir þjóð- kunnir tónlistarmenn, svo sem Dr. Edelstein og Fritz Weischappel. 80 stúlkur óskast til síldarsöltunar í sumar á nýjubryggju Sverris Ragnars á Oddeyrartanga. Mörg skip eru þegar ráðin til að leggja þar upp afla sinn. Sum skipanna fiska nær eingöngu í salt. Þær stúlkur, sem vilja tryggja sér sildarvinnu hér á Akureyri, skrifi sig sem fyrst á lista sem liggja frammi á Vinnumiðlunarskrifstofunni, Kaupfélagi Verkamanna, Helga Pálssyni og hjá undirrituðum, sem gefur allar nánari upplýsingar. Guðmundur Guðmundsson Helgamagrastræd 42. Á$kor u n um kola§parnað Með þvíi að enn má búast við miklum örðugleikum á því að fá kol til landsins, og útlit er fyrir að eigi verði hægt að afla nægilegra kolabirgða till næsta vetrar, er hér með brýnt fynir öllum að gæta hins ýtrasta spamað- ar um kolanotkun, og jafnframt skorað á menn að afla og nota innlent eldsneyti að svo miklu leyti sem unnt er. — Er sérstaklega skorað á héaraðs- og sveitastjómir að hafa forgöngu í því að aflað verði innlends elds- neytis. VIÐSKIPT AMÁLARÁÐUNEYTIÐ 15. maí 1945. AUGLYSING um skömmtun á erlendu smjöri Samkvæmt reglugerð, útgeliinni í dag, löggildist hér með stofnauki nr. 3, sem fylgdi skömmtunarseðlum fyrir tímabilið 1. apríl—30. júní, sem innkaupaheimild fyrir einu ensku pundi (453 gr.) af erlendu smjöri, og gildir hann sem innkaupaheimild fyrir þessu magni til 1. september næstkomandi. Verð smjörs, sem selt er gegn þessari innkaupaheimild, er kr. 6.50 hvert einstakt pund (453 gr.). VIÐSKIPTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 12. maí 1945 Tilkynning frá vörubílastöðvunum á Akureyri....... Frá og með 1. júní n.k. ber að staðgreiða allan akstur. Þeir, sem kynnu að óska eftir mánaðarviðskiptum, greiði á stöðvarnar fyrir 10. hvers mánaðar. Akureyri, 30. maí 1945. Virðingarfyllst. Bifreiðastöðin Bifröst. Nýja-Bílastöðin. j

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.