Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.07.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 07.07.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Tunnusmíðið Ríkisstjórnin vill styðja að því# að tunnur verði smíðaðar á Akureyri 1 t............... ODDUR BJÖRNSSON prentmeistari, andaðist fimmtudaginn 5. júlí síðastliðinn. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Vandamenn. Vilhjðlmur Þór - og Svíþjóðarbátarnir í vor þegar sendinefnd bæjar- stjórnarinnar ræddi við Nýbygging- arráð var tunnusmíðamálið ofar- lega á dagskrá. Fór nefndin fram á, að Nýbyggingarráð gerði þær ráð- stafanir, sem það teldi fært til að tryggja innlendum tunnuverk- smiðjum sölu á framleiðslu þeirra ár frá ári, því nokkuð hafði borið á því, að síldarsaltendur hefðu til- hneygingu til að líta á innlendu tunnuframleiðsluna sem „vara- sjóð“, sem gott væri að grípa til þegar skortur væri á tunnum, en mættu annars gjarnan liggja til næsta árs, ef verkast vildi. Nýbyggingarráð tók þessu vel, og lofaði að ræða það við Síldarútvegs- nefnd og ríkisstjórn. Sem árangur af þeim viðræðum gerði Síldarútvegsnefnd nokkru síð- ar svohljóðandi samþykt: „Nefndin samþykkir að fara fram á'það við ríkisstjórnina, að hún heimili S. Ú. N. að gera samn- inga við tunnuverksmiðjurnar á Akureyri og Siglufirði um, að þær srrtíði í næstu 5 ár, frá 1946 að telja, tunnur til að salta í síld, enda samþykki nefndin efni, smíði og verð í byrjun hvers árs fyrir sig. Skal þá sérstaklega haft fyrir aug- um, að tunnuranr séu að öllu leyti svo sambærilegar við aðfluttar tunnur til sömu nota, að fært þyki að festa kaup á þeim að hverju sinni.“ Undirtektir ríkisstjórnarinnar hafa einnig verið góðar. Hefir at- vinnumálaráðherra, Áki Jakobsson, sent mann gagngert til að skoða tunnuverksmiðjurnar hér og á Siglufirði og gera tillögur um end- urbyggingu þeirra og rekstur. Hef- ir maðui; þessi, Haraldur Loftsson, *-----------------------------í%- Brjóstmynd af Lárusi Rist afhjúpuð í Iþróttahúsi Akureyrar. íþróttabandalag Akureyrar bauð þingfulltrúum í. S. í„ bæjarstjórn Akureyrar og fleiri gestum upp í íþróttahús Akureyrar sl. fimtudags- kvöld í tilefni af því, að þar átti að afhjúpa brjóstmynd af Lárusi Rist, sundkennara. Myndina hafði gert Guðmundur Einarsson frá Miðdal, en nokkrir vinir Lárusar hér í bæn- um höfðu safnað fé í þessu skyni. Fór athöfnin virðulega fram. Fluttu þar ræður Ármann Dal- mannsson og Hermann Stefánsson, en síðan sýndu flokkur karla og kvenna úr ,,Þór“ leikfimi undir stjórn Tryggva Þorsteinssonar og Steinunnar Sigurbjörnsdóttur, en Áskell jónsson lék undir á orgel. Forseti í. S. í„ Beneditk G. Waage, þakkaði fyrir hönd gest- anna og bauð síðan öllum við- stöddum að horfa á sýningu íþrótta- •kvikmynda í. S. í. í Samkomuhúsi bæjarins. nýlega verið hér á ferðinni og mun bráðlega skila áliti sínu og tillög- um til atvinnumálaráðherra, og mun bæjarstjórnin þá einnig fá af- rit af þeim. Það munu horfur á, að á næstu árum verði miklum erfiðleikum bundið fyrir íslendinga að fá þær síldartunnur, sem við annars hefð- um skilyrði til að salta síld í. Það er því, bæði frá atvinnulegu og ut- anríkisverslunarlegu sjónarmiði, mikil þörf á að sköpuð verði skil- yrði til verulegrar framleiðslu síld- artunna í landinu sjálfu. Og ráð- stafanir til þess þarf að gera hið allra fyrsta. Þegar fram er komið — eins og hér hefir lauslega verið skýrt frá — að bæði Síaldrútvegsnefnd og ríkis- stjórnin vilja leggja þessu máli lið, virðist vera áhættulítið fyrir bæjar- stjórnina að stofna til tunnusmíðis- ins, og ætti hún að hefjast handa hið bráðasta um undirbúning, svo hægt verði að smíða tunnur hér í vetur, að verulegu ráði. Nær og f jær ' Akureyri hefir fengið orð fyrir að vera þriflegur og vel umgenginn bær og við borgararnir viljum að það orð verði ekki af honum skafið. Umhverfi og staðhætt- ir allir hér í bæ eru þannig, að mjög svo þægilegt er að halda bænum upp úr skítnum, ef svo mætti að orði komast. Þetta vilja allir góðir Akureyringar kappkosta og aðeins fyrir fegurðartil- finningu og hirðusemi einstaklinganna, sem hér hafa bygt, hefir bærinn fengið á sig fegurðar- og þrifnaðarorðið. Einn er þó sá staður hér í bæ, sem mun eiga fáa sína jafningja innan annara borgarhliða, en það eru sorphaugarnir á Tanganum, milli Strandgötu og Gránu- félagsgötu. Til margra ára hefir ösku og ýmsum úrgangi verið keyrt þar í hauga og réttlætt með því, að þurka ætti upp tjörnina ,sem þarna er. Þetta eiga að nefnast öskuhaugar, en þeir, sem á ann- að borð hafa komið þarna nærri, vita að askan er þar algerlega hverfandi hjá öðru og margfalt lakara sorpi. Þar eru kynstur af allskonar matarúrgangi, stórir haugar af illa verkuðum beinagrindum, sennilega frá kjötbúðunum og ýmsu álíka. I allt þetta safnast svo maðkur og fluga og segja má næstum að beina- grindurnar gangi þarna fram og aftur fyr- ir atbeina maðkanna. Öllu þessu góðgæti fylgir römm rotnunarlykt, svo vegfarend- um getur orðið óglatt af og það í nokkurri fjarlægð. Verkstæði og íbúðarhús eru rétt í námunda við þetta maðka- og drulludýki og má nærri geta hve heil- næmt og hreint andrúmsloftið er þar, þegar vindur stendur af haugunum. Það .hlýtur að vera krafa allra bæjarbúa og þá náttúrlega fyrst og fremst þeirra, sem næst þessu búa, að hætt verði að keyra slíkum úrgangi þarna í hauga, eða þá að keyrt verði mold eða möl yfir hann jafn- óðum, svo ekki komi til þeirrar ofan- jarðarrotnunar, sem þarna á sér stað Þeir áttu erfitt uppdráttar „Fram- sóknar“forkólfarnir á stjórnmála- fundinum í Nýja-Bíó 29. f. m. Er núna. Tanga-búar mótmæla eindregið þeim aðgerðum, að öllu sorpi úr bænum sé keyrt heim að bæjardyrum þeirra og lofað að úldna þar niður. Og tæplega munu ferðamenn, sem leið sína leggja niður á Tangann, hrósa þeim bæjarhluta fyrir góðan ilm eða smekklega um- gengni. ★ „Dagur“ heldur áfram þrögli sínu um Kaupfélag Siglfirðingar. Hann segir, að „kommúnistar“ hafi neytt- það til að kaupa vörurusl til hagnaðar fyrir sjálf- kaupa „vörurusl til hagnaðar fyrir sjálfa sig, en til fjárhagslegs tjóns fyrir félagið." og að Kf. S. hafi verið „látið leggja í braskfyrirtæki kommúnista". Þá segir blaðið einnig, að viðskipti félagsmanna séu hvergi skráð í viðskiptabókum fé- lagsins. Allur þessi vaðall „Dags“ er með eindæmum hjákátlegur, eftir að fyrrv. kaupfélagsstjóri, Framsóknarmaðurinn Sigurður Tómasson hefur hrakið allar þessar lygar flokksmanna sinna opinber- lega. Sigurður upplýsir, að það hafi verið með fullu samþykki sínu, að vörur þær sem „Dagur“ er að þvæla um, voru keyptar, og að Kf. S. hafi engan óhag haft af þeim kaupum. Sigurður ber líka til baka slúður flokksbræðra sinna hér og á Siglufirði, um óreiðu á bókhaldi fé- lagsins. En eftir þessar upplýsingar Sig. Tómassonar, hamrar „Dagur“ ennþ'á á sömu lyginni og tekur nú það dýpst í árina, að segja að viöskipti félagsmanna séu alls ekki færð inn í bækur íélagsins! Ef einhverjir skyldu taka „Dag“ há- tíðlega í þessu máli, mundi þeim hinum sömu, varla þykja furða, þóft kaupfélags- stjóri, sem ekki fylgdist betur með verzl- uninni, en það, að hann hefði ekki hug- mynd um, hvort bókarinn færði nokkuð af viðskiptunum inn í bækurnar eða ekki, væri látinn fá frí frá störfum! Nokkur píanó væntanleg í þessum mánuði Verð ca. kr. 3800-7300 Bókabúð Akureyrar því ekki að undra, þótt þeim yrði ýmiskonar slysni á, enda urðu lnak- fþllin æði mörg. Eitt jreirra var það, þegar Jakob Frímannsson vildi draga' „Svíþjóðarbátana“ frá ný- sköpunaraðgerðum núverandi rík- isstjórnar, vegna þess, að fyrverandi atvinnumálaráðherra, Vilhjálmur Þór, hefði samið um smíði þeirra, og ætti því heiðurinn af fram- kvæmdinni. Já, rétt er það, að Vilhjálmur Þór á „heiðurinn“ af því að semja um Svíþjóðarbátana í fyrstu. F.n sá heiður er einkum fólginn í því, að verðið á bátunum er máklu hærra en fullyrt var, að hægt væri að fá þá fyrir. í öðru lagi samdi hann um smíði bátanna eftir teikningu, sem flestir útgerðarmenn vildu ekki nýta, þegar þeir fengu að vita um gerð bátanna. í þriðja lagi setti hann kaupendum bátanna svo harða greiðsluskilmála, að aðeins mjög vel efnaðir menn eða l’élög hefðu getað sætt kaupunum. Allt þetta olli því, að á meðan Vilhjálmur Þór hékk enn í ráð- herrastóli, leit út fyrir að svo að segja engir fengjust til að kaupa Svíþjóðarbátana hans — m. a. var afsalað öllum bátunum, sem beðið hafði vertið um hiingað tii Akur- eyrar! Ef svo hefði farið lengur fram, hefði nýsköpunin orðið alveg eins og „Framsókn“ vill hafa hana, jr. e. a. s. ENGIN. En núverandi ríkisstjórn fór öðruvísi að. Hún sendi nýja teikn- ingu af bátunum, sem útgerðar- menn voru ánægðir með. Samning- um um verð bátanna varð að vísu ekki haggað, úr því sem komið var. En núverandi atvinnumálaráð- herra, Áki Jakobsson, ákvað að 'lækka um helming f járhæð J)á, sem menn skyldu greiða til þess að festa kaup í bátunum, og kom því jafn- framt til leiðar, að lánin úr Fiski- veiðasjóði væru hækkuð að sama skapi. Með þessu brá svo við, að nú fengu miklu færri bátana, en vildu. Og þeir Akureyringar o. fl„ sent Vilhjálmur Þór, með óvitahætti sínum og óbilgirni, hafði komið til að afsala sér bátunum, sem þeir voru búnir að sækja um að fá, naga sig nú í handarbökin — með til- heyrandi hlýhug í garð fyrverandi atvinnumálaráðherra. Það er því eins og að nefna snöru í hengds manns húsi, þegar flokks- menn Vilhjálms Þór nefna nafn hans í sambandi við Svíþjóðarbát- ana. i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.