Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.07.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 07.07.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐU RINN. Útíefandi: Sósxalistafélug Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Amaaon, Skipagötu 3. — Simi 466. Bfaðnofnd: Rósberg G. Snædal, Eyjólfur Áinason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstraeti 88. Prentverk Odds Björnssonar. KHKHKHKHKHKHKrtrtHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKrtHKHKHKH>$<HKHKHKHa|<HKHKHKHK«««KK««««HKrt«rtHK«HKHS TRYGG ERTU TOPPA ("MY FRIEND FLICKA##) Maðurinn liæfir málstaðnum Flestir, sem voru sjáendur og heyrendur að hrakh'ium Fram- sóknarfTostulanna Bernharðs stef- ánssonar og Jakobs Fiímannssonar á stjórnmálafundinum í Nýja-Bíó um daginn, hefðu ætlað að þeir fé- lagar fengju svo miklu ráðið, að „Dagur“ yrði ekki látinn stað'festa hrakfarirnar ,svo sem nú er komið á daginn, og gera svívirðu þeirra enn átakanlegri og augljósari, en annars hefði orðið. F.n þetta fór á annan veg. Aumingja hrakfalla bálkarnir, Bernha'rð og Jakob, þurfa nú endilega að sjá píslar- myndirnar af sjálfum sér á síðum „Dags“ líka. Hinn hvatvísi og óða- mála ritstjóri, Haukur Snorrason, þekkir ekki takmörk stráksskapar- ins í þessu tilfelli fremur en iiðrum og þótt hann yrði sjálfum sér til skammar á fundinum og flokki sín- um til skapraunar, fékk það hann samt ekki til að þegja og skammast sín, sem þó hingað til hefir ekki einu sinni þótt þurfa mannsvit til. Öll frásögn ,,Dags“ eða Hauks af fundi þessum er ósannmdavaðall og hjákátleg hreystiyrði, sem hera vott um heiftuga, en niðurhælda reiði og lítinn kunningsskap við sann leika og sjálfsvirðingu. Ritstj. er, eins og Framsóknarmenn yfirleitt, hæði nervös og reiður yfir vinsæld um þeim er núverandi ríkisstjórn nýtur hjá þjóðinni og berlega komu í ljós á þessum fundi hér á Akureyri eins og annarstaðar á landinu, þótt Framsókn þykist eiga hér tryggu fylgi að fagna. Ritstj. segir, að fundarsókn hafi verið líti °g þegar fundur hafi átt að hef jast, hafi engir verið komnir í salinn aðrir en fundarboðendur. Þetta at- riði skiptir nauðalitlu máli, en þó SVO miklu fyrir ritstj., að hann telur rétt að snúa staðreyndunum við Sannleikurinn er sá,.að þegar fund ur átti að hefjast voru mættir a. m k. 50 menn, en aftur á móti enginn fundarboðandinn. Og töf sú er varð á því að fundur hæfist, stafaði ein göngu af óstundvísi fundarboðend- anna, að því er séð varð. Og þegar á fundinn leið var salurinn ekki hálfskipaður áheyrendum, eins og ,,Dagur“ segir, heldur nær því full skipaður. Það lítur út fyrir að þeir þremenningarnir hafi vaxið ritstj allmjög í augum, því enga sá hann nema þá og það engu að síður þótt þeir væru alls ekki í augsýn! Næst skýrir ritstj. fiá því, að Sig fús Sigurhjartarson hafi flutt langa ræðu og talað mikið um „blessun dýrtíðarinnar" og s igt að hún Þessa ljómandi bók um bráðólma hesta þurfa allir bókaunn- endur að kaupa og lesa. Sagan hefir verið kvikmvnduð oí> er nú verið að sýna hana hér í Nýja Bíó undir nafn- inu Gæðingurinn góði. Bókin er 320 blaðsíður og kostar aðeins kr. 23.00. —~ ^ Hún fæst í öllum bókaverzlunum á Akureyri. «HKHK«HKrtHKHKH»<HKHKHKHKrtrtHKrtl ÖÖOÖÖrtÖÖÖÖÍHKHKrtHKHKHKrtHKHKrtrtHKHKHKHKHKHKrtrtrtrtrtHKrtrtrtHKrtHKrt „mundi færa þjóðinni liina mestu gæfu, auð og allsnægtir". Fíver annar en ritstjórinn, Haukur Snorrason, skyldi leyfa sér að halda því fram á móti mörg lnindruð vitnum, að Sigfús hafi mælt þessi orð? Sigfús sagði hinsvegar, að liækkun sú, er orðið Jiefði á laun- um verkamanna yfir stríðsárin, hefði orðið til að bæta stórkostlega afkomu launþeganna og einnig hefði það veitt meira fjármagni inn í landið, þegar mikið af vinnuafli landsmanan var selt öðrum þjóð- um. Hann sýndi líka fram á, hversu mikil reginfirra það væri hjá Fram- sóknarmönnum, að heimta kaupið lækkað, meðan engar líkur væru fyrir því að aðalframleiðsluvörur íslendinga þyrftu að lækka í verði fyrir erlenda markaði í náinni framtíð. Þetta eru rök, sem Bern- harð Stefánsson reyndi ekki að hrekja, en ritstj. „Dags“ gerir sér hægt um hönd og snýr sannleikan- um við að gömlum vana og hygst þannig að fá „rétta útkomu" fyrir sig og sína. — Þriðja rúsínan í frá- sögn Hauks er sú, að Sigfús hafi sagt, að „Reykjavík ætti að fá alla nýbyggingu, en aðrir landshlutar hefðu ekkert með slíkt að gera“. - Þarna gerir Haukur litli grín að sjálfum sér. Á fundinum kvaddi Haukur sér hljóðs og spurði flaum- ósa mjög, hvort það væri satt, að Reykjavík ætti að fá meira af bygg- ingarvcirum en aðrir staðir a land- inu, t. d. Akureyri! Lengri var ræða hans ekki, en bæði honum og áheyrendum mun hafa þótt hún meira en nógu löng. Sigfús Sigur- hjartarson .svaraði þessari viturlegu fyrirspurn á þann veg, að þar sem fjölgun þjóðarinnar kæmi nær c»l 1 fram í Reykjavík, þyrfti auðvitað mest af byggingarefni þangað. Víða annarstaðar á landinu stæði íbúa- Kðup verkamanna í júlí: Dagv. F.ftirv. N.&lul. Dagvinna ........................... 6.88 10.31 13.76 Skipavinna ......................... 7.15 10.73 14.30 Tjöruvinna við götur, lestun bíla með sprengt grjót pg mulning................... 7.29 10.94 14.58 Vinna við kol, sement, ryðberja skip, loftþr.v. 7.98 11.96 15.96 Dixilmenn, hampþéttarar, grjótv. og tjöruv. 7.70 11.55 15.40 Stúun á síld ....................... 9.08 13.62 18.16 Lempun á kolum og katlavinna ....... 12.10 17.33 24.20 Kaup drengja, 14—16 ára............. 4.54 6.81 9.08 Vísitalan er 275 stig. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar Kaup verkakvenna í júlí: Dagv. Eftirv. N.8chd. Almenn dagvinna........-......... 4.26 6.39 8.52 íshús-og síldarvinna............. 5.09 7.64 10.18 Þvottar og hreingerningar........ 4.95 7.43 9.90 Verkakvennafélagið Eining talan í stað eða færi lækkandi og þar þyrfti ekki byggingarefni nema til viðhalds. Þetta þýðir ekki það, eins og „Dagur“ segir, að Reykja- vík eigi ein að fá allar nýbygging- ar, heldur aðeins hitt, eins og hver heilvita maður hlýtur að skilja, að þar sem fólkið er flest og fjölgunin er mest, verður að byggja mest. Þessi augljósu rök, lézt Haukur ekki skilja á fundinum og varð að allra athlægi. Nú reynir hann að bæta sinn bjálfaskap upp með að gera Sigfúsi upp orðin og rangfæra svar hans. „Verkam.“ sér ekki ástæðu til að f jölyrða um þennan fund, þar sem „Dagur“ auglýsir svo berlega varn- arleysi Framsóknarmanna þar, að hann þarf allstaðar að snú sannleik- anum við, þegar hann segir frá fundinum. Slík málsmeðferð sann- ar að málstaðurin ner slæmur og þeir sem þannig rita, hljóta lítinn heiður fyrir. Skyldu ekki New-York-búar verða stoltir af heiðursborgara sínum, ef þeir vissu sögu hans alla hér uppi á íslandi?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.