Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 14.07.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 14.07.1945, Blaðsíða 1
vEinnflÐURinn XXVIII. árg. Laugardaginn 14. júlí 1945 27. tW. Orgrel-Tónleikar. PÁLL ÍSÓLFSSON tónskáld og dómkirkjuorganisti hélt hljómleika í Akureyr- arkirkju síðastliðið miðvikudagskvöld á vegum Tónlistar- félags Aureyrar fyrir styrktarfélaga og gesti þess. Það er eigi lítill vjðburður í litl- um bæ eins og Akureyri, þegar jaín kunnur og mikils metinn listamað- ur og Páll heldur hljómleika, því að hér var á ferðinni einn af allra fremstu listamönnum þjóðarinnar, sem hlotið liefir viðurkenningu víða um Iönd fyrir afburða gáfur, leikni og kunnáttu. Það liefir verið sagt um Harald Sigurðsson píanóleikara, að leikur hans væri „demantsmúsík", svo fágaður væri hver einasti tónn hjá lionum. Þetta má eigi síður segja um orgelleik Páls, og þegar þar við bætist hið mikla andlega fjör hans og skapsmunir, þá má með réttu kalla hann eldlega músík. Á efnisskránni voru tónverk eftir Björgvin Guðmundsson, Meridels- sohn, J. S. Bach, Saint-Saéns og Sif Þórs er að koma. César Franck. Gerði Páll þeim öll- um hin beztu skil. og mitu höfuhd- areinkenni þeirra sín mjög vel. Þó náði list Páls liániarki, er hann lék verk J. S. Bachs, hinsmestameistara allra alda, einkum í síðasta verkinu, hinni dásamlegu Toccata og fugu í d-moll. Ég efast um, að margir nú- lifandi listamenn geti flutt það verk jafn vel og Pall. Þess þarf vel að gæta, að á þess- um hljómleikum var ekki hægt að 'heyra Pál, eins og hann er í raun og veru sem organisti, til þess er hljóð- færið allt of ófullkomið og aðeins sem dauft endurskin af ,,drottn- ingu hljóðfæranna", pípuorgelinu. En það á að vera takmarkið, að fá hingað gott pípuorgél, það er ekki síður mikið menningaratriði en lúðrasveit, leikhús, lystigarður o. s. frv., en þau atriði eru viðurkennd ar flestum. og verður ekki ol' mikið gert úr þýðingu þeirra. Áheyrendur voru að vonum mjög hrifnir. Þó saknaði ég eins: Páll lék ekkert lag eftir sjálfan sig, en hann er, sem kunnugt er, eitthvert ágæt- asta tónskáld, sem ísland hefir eign- azt. Vil ég svo þakka honum og Tón- listarfélaginu fyrir þessa ógleyman- legu unaðsstund. Á. S. Esja færði Fróni um 300 landa Esja kom til Reykjavíkur úr Danmerkurferð sinni sl. mánudagsmorgunn. Hafði hún innanborðs 304 far- þega. Voru það íslendingar sem dvalið höfðu á Norður- löndum undanfarin ár. Margir þeirra hafa frá ýmsu ófögru að segja í sambandi við hernám og harðstjórn og allir hafa þeir án efa lengi verið búnir að þrá að KOMA HEIM. Mikill fögnuður var í höfuðstaðnum og auðvitað um allt land, þegar Esja hafði skilað þessum i| dýrmaetasta flutningi, sem hún hefir nokkru sinni inn- byrt, í land. Meðal farþeganna voru margir sérfræðing- ar og menntamenn, sem stundað hafa nám eða atvinnu erlendis. Ætti landi og þjóð að verða mikill fengur í, að ia nú notið starfskraf ta þeirra. Siúkrahússmálið. Hinu væntanlega sjúkrahúsi valinn staður á Eyrarlandstúni, eftir margra mánaða þóf um málið í bæjarstjórn og byggingarnefnd. Dansmærin vinsælá kemur til bæjarins nú um helgina og astlar að halda danssýningu í Samkómuhúsi bæjarins næstk. miðvikudagskvöld. Það eru liðin mÖrg ár siðan ung- frú Sif Þórs var hér á ferðinni síð- ast og dansaði fyrir höfuðstað Norðurlands, og töfraði alla með list sinni, sem voru svo hamingju- samir að horfa á dans hennar. En hún hefir notað tímann eins og listakonu sæmir. Hún er nýlega komin frá Englandi, þar sem hún stundaðf nám og hlaut mjög mikið lof og ágætt próf. En nú er hún komin og ætlar að dansa fyrir okkur splunkurnýja dansa og þá gefst bæjarbúum tæki- færi að dæma um list hennar. Við hljóðfærið verður Jóhann Tryggvason. Guðrún Á. Símonar sopransöngkona hélt söngskemmt- un í Samkomuhúsinu síðastliðið ínánudagskvöld. Hún er ung og byrjandi í listinn'i, en byrjunin er mjög glæsileg. og gefur vonir um mikinn frama með aukinni söng- menntun. Röddin er ekki ýkja h'á né kröftug, en óvenjulega blæfög- ur, björt og hrein, og létt yfir söngnum. Hún virðist eiga með- fæddan næmleika fyrir „stemn- ingu" ljóðs og lags og hæfileika til að túlka hana með söng sínum; tel ég að henni hafi einkum tekizt vel við þessi lög: Lindin eftir Eyþór Stefánsson, Brindisi úr ,,La Travi- ata" eftir Verdi, La Partida eftir Alvarez og Dream of Love eftir Liszt. Annars voru öll lögin sungin vel og lýtalaust. Textaframburður var góður, einkum á íslenzku textunum. Fritz Weisshappel lék undir á flygilinn af sinni alkunnu snilli. Söngkonunni var mjög vel tekið "®g varð hún að syngja nokkur auka- lög. y Söngskemmtunin var endurtekirr á þriðjudagskvöjdið, A. S. Hvað gerist í sjúkrahúsmálinu? hafa bæjarbúar spurt hvorn annan síðustu mánuðina. Og enginn hefir vitað öðrum betur, hvað var raun- verulega að gerast og olli þeim ó- eðlilega og óafsakanlega drætti, sem orðið hefir á því, að hafist væri handa um byggingu þess sjúkra- húss, sem á að rísahérá Akureyriog Alþingi samþykti á sl. vetri að styrkja. En sannleij<.urinn er sá, að í stað 'framkvæmda hefir byggingarnefnd og bæjarstjórn verið að rífast um stað undir spítalann og sú rimma hefir staðið til þessa. A hæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag var málið enn til umræðu og var þar eftir mikið þjark og þref, samþykt tillaga meirihluta bygg- inganefndár sjúkrahússins, um að byggja sjúkrahúsið á svokölluðu Eyrarlandstúni. Bæði byggingar- nelnd og bæjarstjórn klofnaði hast- arlega um málið og í bæjarstjórn var tillagan samþykkt með 6 at- kvæðum gegn 5. (Á móti voru Ól. Thorarensen, Indriði Helgason, Jón Sveinsson, Friðrik Magnússon og Jakob Árnason). Minnihlutinn vildi að hin nýja sjúkrahúsbygging yrði reist á lóðinni sunnan við nú- verandi sjúkrahús. Bæjarbúar munu fagan því að málið er þó loksins leyst og hægt er að hefja framkvæmdir, þó seint sé og dráttur sá sem orðið hefir á því vegna ósamkomulagsins valdi því að ekki verður hægt að byggja neitt teljandi á þessu árinu. Lagarfoss fer til Norðurlanda. Lagarfoss er á förum til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar. Flytur Jiritin vörur frá Landssöfnuninni og gjafaböggla frá Rauðakrossi íslands tibNoregs. í samráði við Rauðakross Noregs, hafa verið keyptar vörur að verð- gildf um tvær miljónir króna, aðal- lega matvörur, vefnaðarvara, tilbú- inn fatnaður og ull. Auk þessa fer skipið með nokkuð af fatnaði og öðru sem söfnuninni hefir borist. Ef mögulegt reynist mun Lagarfoss flytja vörur hingað frá Kaupmanna- höfn og frá Gautaborg. — Skipið getur aðeins flutt 18 farþega hvora leið. I Innilegt þakklæti til allra, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför Odds Björnssonar prentmeistara, og heiðruðu minningu hans á einn eða ann- an hátt. Vandamenn. l

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.