Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.09.1945, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 22.09.1945, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐU RINN < IHIIIIIIIIIIIIItnilllllllllllUlltllllMIIUIIÍIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllJ! * “ Tilkynning frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða s Frá og með sunnudeginum 16. þ. m. hefir útsöluverð á = | mjólk, rjóma og skyri verði ákveðið fyrst um sinn sem hér I | segir: | n Nýmjólk í lausu máli . . . . . . kr. 1.82 hver líter Nýmjólk í heilsflöskum . . . . . . . kr. 1.90 hver líter Nýmjólk í hálfflöskum . . . . . . kr. 1.94 hver líter Rjómi . . kr. 12.00 hver líter Skyr . . kr. 3.10 hvert kíló Ennfremur hefir verið ákveðið eftirfarandi heildsöluverð í I á smjöri og ostum: 1 Srhjör..................... kr. 26.50 hvert kíló Mjólkurostur 45% kr. 10.60 hvert kíló Mjólkurostur 30% kr. 7.80 hvert kíló Mjólkurostur 20% kr. 5.70 hvert kíló Mysuostur.................. kr. 3.60 hvert kíló Reykjavík, 15. sept. 1945. i VERÐLAGSNEFNDIN. 1 • i ! ! Tu ll•llllllllll•llllllll•llllllllllll•lllllllllltllllll•ll•lllllllllliill•ll•llllllllllllllllllllllll•llllllll•ll•l•lll■lllllll•llll111111111111111111iiin* «llllllllllilllllllllllliOliliillllltflllllllililiiililillillliilliillllilillliilililiiiliiliiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiii [ Aðvörun Að marggefnu tilefni er hér með vakin athygli al- mennings á því, að öll skot að óþörfu með byssum og bogum og hvers konar» skotvopnum, eru bönnuð í landareign kaupstaðarins, að undanskildum Glerárdal og „fjallinu“. Einnig eru öll skot bönnuð á og við höfnina, þ. e. á Pollinum og firðinum innan ósa' Gler- ár og Geldingsár. Eru því öll slík skot bönnuð að viðlagðri ábyrgð að lögum. Bæjarfógeti. í i yilMIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllllll III llll II 111*11*1*11* I*** 1**1* *****llll** MMMMMMMIMMMMIMMMIM. I Jllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll frá Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða, um verðlagningu á kartöflum. Heildsöluverð á kartöflum er ákveðið, sem hér segir frá 20. þessa mánaðar til 1. nóvember næstkomandi, hver 100 kg. Úrvalsflokkur ............... kr. 138.00 I. flokkur ..............'•• • - 123.00 II. flokkúr ................. - 108.00 Smásöluálagning 25%. Verðlagsnefnd. 2 TÍLKYNNING JOHAN BOJER: IO Ásýnd lieimsins (Framhald). Og þú sjálfur — þú situr hér, grafinn upp að hálsi af þessum sömu öfl- um, og þú getur ekki slitið þig lausan — eða getur þú það? „Tra, la la la,“ var sungið við vinnuna inni í eldhúsinu. Nú kæmi hún bráðum með miðdegisverðinn, og augu hennar myndu stara á hann og krefjast endurvarps af hennar eigin fögnuði. Haraldur stóð upp, opnaði gluggahurðina út að litlu járnsvölunum og settist þar úti. Það var svo hátt hér. Og hann sá yfir hina óendanlegu París, en haf hennar af byggingum bylgjaðist nú í blárauðri rökkur- móðu. Framundan og til vinstri sá hann ræmu af Sigurboganum og upp af honum reis Iiimininn með gulum logum. Lengra til vinstri sáust hinir löngu, gullnu bogar Alexandersbrúarinnar, sem teygðu sig yfir kopar- band, það var Signa, sem hvarf langt út í sjóndeidarhringnum sem fljót- andi eldur. En niðri á litla svæðinu hérna fyrir utan höfðu zigöjnar reist röð af tjöldum fyrir dýrasafn og hringekjuvagn. Hin sjálfvirka hljómsveit glumdi nú þegar með sínum messingtónum, ljónin öskruðu í búrum sínum, hringekjuvagninn þaut í hring með prjónandi hestum sínum og vaggandi bátum, til mikillar ánægju fyrir börnin, sem skeyttu engu um hitann. En loftið var mollulegt, þungt, svo allur bærinn virtist liggja og sofa. „Nú er maturinn til,“ sagði rödd þarna inni. „Gerið svo vel, yðar há- göfgi.“ Þarna beið alveg gullfallegt lítið borð. Tvö hrein handklæði voru hinn hvíti dúkur og hér voru ávextir og blóm og stór flaska með gull- pappír um stútinn. Rifjasteikin var steikt saman við kartöflur og var á pönnu, sem var á stól hjá borðinu. Og „komdu nú,“ sagði hún, sem átti heiðurinn af öllu þessu, og tók í hendi hans og leiddi hann að borðinu. Flöskutappinn þaut í loft upp, það freyddi í hinum tveimur glösum og hún skálaði við hann og ljómaði öll af gleði og hafði ennþá eldhúsrósir á kinnunum. „Til hamingju, vinurinn minn. Það er nú samt sem áður skemtilegast fyrir þig.“ „Skál, stúlkan mín.“ „Ertu ekki öldungis tryltur af gleði núna, maður. Til vetrarins — ó, hugsaðu allan næsta vetur. Þú algóði guð.. Mér finnst nærri því að það sé rangt að borða.“ „Heyrðu nú, hvað eigum við aðaðhafast í sumarfríinu? Hvert eigum við að fara?‘ ‘spurði hann og borðaði. „Eg hefi hugsað um það, Haraldur. Við fáum okkur göngutúr ein- hversstáðar úti í sveitinni." „Jæja. Göngutúr." „Já, eða við leigjum okkur kofa úti í Fontaihebleauskóginum. Þar kostar lítið hús næstum því ekkert. Og þá kemur röðin að þér að sjóða og þvo upp — og eg — eg ætla að mála.“ „Það verðum við áreiðanlega ásátt um,“ sagði hann brosandi og strauk kinnina á henni. En hin litla snerting nægði til þess að hún hoppaði yfir í faðm hans og lagði handleggina um háls hans. „Ó, þú stóri, dásamlegi strákurinn minn, hugsaðu þér — París — næsta ár, þú og eg.“ „Já, en nú verður þú að borða.“ „Æ, þegiðu nú — við getum borðað, þegar við verðum gömul og grá- hærð. Hana, skál! Þú drekkur ekkert.“ „Skál, skál. Og maturinn var alveg yndislegur, heyrirðu það.“ Hún var alveg eins og blossi af hamingju, og hann, hann gat ekki fylgst með. Hinn stóri heimur, sem var eins og horfinn í skuggann, á meðan hann beið með eftirvæntingu eftir styrknum, liann kom nú aftur í ljós, þandi úr sér og náði tökum á huga hans. Hann sat hér og fann, að unga konan kysti hann, en hann mintist skyndilega þess, sem Metschni- kof sagði í fyrirlestri sínum í dag: „Hinar óleystu gátur heimsins hvíla eins og mara á mannsandanum, og það verðið þér, hinir ungu vlsinda- menn, sem ber skylda til að hrista hana af.“ „Æ, þú ert að hugsa um aðra hluti," sagði hún og kleip hann ofurlítið í nefið. „Hvað — egl Eg sem er að borða. Það ættir þú líka að gera.“ Hún settist ofurlítið afundin á stólinn sinn aftur, en varð bráðlega að brosa og ljóma af gleði að nýju. Og hann, hann mintist þeáS, hvað gamall skólafélagi sagði, ungur Rúmeni, þegar þeir urðu samferða spölkorn á leiðinni heim í dag. „Það er til ennþá meiri martröð en gáturnar," sagði hann — „og það er allur sá óréttur, sem eitrar lífið hér á jörðunni. Eig- um við vísindamenn að loka okktft- inni í rannsóknarstofunum og láta sem við vitum ekkert um þetta?“ Loftið var orðið ennþá mollulegra hér inni, Þóra var föl og sveitt, var (Framhald).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.