Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.09.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 29.09.1945, Blaðsíða 2
 VERKAMABURINN Frá bæjarstjórn: Fulltrúar Sjálfstæðisfl. gefa yfirlýsingu um að þeir vilji að bæjarstjórnin svíkist um að framkvæma það sem hún hefir sam- þykkt að láta gera. Fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar lá eftirfarandi erindi frá Verkamannaféiagi Akureyrar, sem samþykkt var á fundi félagsins 16. þessa mánaðar: I. Þar sem síldarvertíðin í sumar hefir brugðizt, svo sem raun er á, og sjómenn og það verkafólk, sem leitað hefir sér atvinnu í sambandi við síldveiðina, er mjög tekjulítið eftir sumarið, telur Verkamanna félag Akureyrarkaupstaðar brýna nauðsyn bera til, að forráðamenn bæjarfélagsins geri ráðstafanir til að halda uppi atvinnu í bænum, í haust og vetur, svo að verulega muni um. Jafnframt vill verkamannafélagið enn einu sinni benda bæjarstjórn- inni á skyldu hennar til að beita sér fyrir varanlegum umbótum á atvinnulífi bæjarins, svo verkafólk hér þurfi ekki að búa við meira ör- yggisleysi á því sviði en í flestum, ef ekki öllum, öðrum kaupstöðum landsins. Fundurinn skorar því mjög ein- dregið á bæjarstjórn Akureyrar, að gera eftirfarandi ráðstafanir: 1. Ganga nú þegar mjög ríkt eftir því, að ákveðið verði skipulag að fyrirhuguðu svæði nýja sjúkrahúss- ins og framkvæma síðan í haust, alian mögulegan undirbúning að byggingu sjúkrahússins, svo sem vegagerðir, útgröft á grunni og að steypa undirstöður hússins, ef tíð Ieyfir. 2. Búa sig þegar undir að láta vinna af fullum krafti við byggingu hafnargarðsins á Oddeyri í haust og vetur, m. a. með því að útvega nægilegt sprengiefni. 3. Fá sem allra fyrst ákveðið, í samráði við ríkisvaldið, að tunnu- verksmiðjan hér verði endurbyggð, svo að hún taki til starfa síðari hluta næsta vetrar. 4. Sæki tafarlaust um að fá keypta 2 af þeim 30 togurum, sem ríkis- stjórnin hefir ákveðið að kaupa frá Englandi. Verði togararnir, þegar þeir koma, annað tveggja gerðir út fyrir reikning bæjarins eða seldir félagsskap bæjarbúa, sem kynni að verða stofnaður til slíkrar útgerðar úr bænum. II. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Akureyrar að hlutast til um að nægur nýr fiskur verði hér á bæjarmarkaðinum í vetur. III. Verkamannafélagið skorar á bæjarstjóra að hlutast til um, að kartöflugeymsla bæjarins verði opnuð til móttöku á kartöflum ekki síðar en 20. þ. m. Óska að samþykktir þessar, að hinni síðustu frátalinni, verði lagð ar fyrir næsta fund bæjarstjórnar innar. Virðingarfylst. F. h. Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar. Steingr. Aðalsteinsson (form.). (sign.). Allmiklar umræður spunnust út af erindi Verkamannafélagsins, einkum var rætt um hafnargarðs- málið. Formaður Sjálfstæðisfélags- ins, Helgi Pálsson, lýsti því yfir, að hann vildi ekkert annað í þessu máli en að bæjarstjórnin svikist al gjörlega um að framkvæma það sem hún hefði samþykt að láta gera. í sama streng tók Ól. Thorarensen og Sigfús Baldvinsson, þó þeir væru mun hógværari en Helgi. Fór Helgi ekki dult með það, að hann hefði ólíkt meira vit á byggingu hafnar- mannvirkja, heldur en verkfræð- ingar og sérfróðir menn í þeim mál um. Mun Helgi hafa numið fræði sín í þessum efnum af „vísinda“- greinum Sveins Bjarnasonar fram- færslufulltrúa í „íslendingi" um hafnargarðsm^lið. „Verkam.“ er hinsvegar þeirrar skoðunar, að þeir félagar, Helgi og Sveinn, beri ekki meira skynbragð á hafnargerð en hebreska tungu, enda færði Helgi engin rök fyrir máli sínu, en helti í þess stað úr sér ókvæðisorðum eins og skólpi úr fötu. Að loknum umræðum var sam- þykt að vísa málinu til hafnarnefnd- ar, gegn atkvæðum Helga Pálsson- ar, Ólafs Thorarensen og Sigfúsar Baldvinssonar. í sambandi við sjúkrahúsmálið var samþykt einróma eftirfarandi tillaga frá bæjarstjóra. „Bæjarstjórn skorar á skipulags- nefnd að ganga frá skipulagi á fyrirhuguðu svæði kringum nýja sjúkrahúsið svo fljótt, að hægt verði að framkvæma í haust nauðsynleg- an undirbúning að byggingunni, svo sem vegagerð og fleira.“ Af fyrri reynslu er ekki óliklegt að enn verði langur dráttur á þvf að byrjað verði á byggingu spítal- ans, vegna hringlandaháttar Fram- sóknar í málinu, enda hefir Fram- sókn ekki haft áhuga fyrir öðru í þessu máli en að tefja fyrir bygg- ingu spítalans, og er það einn lið- urinn í því starfi hennar að vinna að alefli gegn hverskonar nýsköpun að undanskildu útungunum hluta- félaga í kringum KEA. Kröfu verkamannafélagsins um, að bæjarstjórnin geri ráðstafanir til að tryggja nægan neytslufisk í bæinn í vetur, var vísað til allsherj- arnefndar, en hún hefir ekki rætt málið enn. í umræðunum um erindi verka- mannafélagsins kom það greinilega fram, eins og svo oft áður, að aftur- haldsbandalagið í bæjarstjórninni skilur alls ekki ennþá, að afkoma bæjarfélagsins veltur á því hvort íbúarnir hafa næga atvinnu eða ekki. Verklýðssamtökin verða við bæj- arstjórnarkosningarnar í vetur að sýna það svart á hvítu, að þau séu á annari skoðun á atvinnumálunum en steingerfingar Framsóknar og aftaníossar þeirra í bæjarstjórninni, svonefndir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins. Ný bók. „Börn framtíðarinnar“, er ný- komin á markaðinn. Höfundur er Jakob Jónasson, Reykjavík, og út- gefandi Víkingsútgáfan. Bókin er frumsamin skáldsaga, 182 bls. að stærð, og fjallar um bar- áttu alþýðufólks í sveit og við sjó, fyrir lífi sínu, móti dönsku kaup- mannsvaldi á útkjálka. Frásögnin er fjörleg og sígilt viðfangsefni. Verð bókarinnar er kr. 30 og er frágangur allur óvenju smekkleg- ur. K. tmiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiMiiimimniiu,,,|||,nnniiii iii miiiii,l|i,l,,MI|IIIIIIIIIIIIUl|k Tilkynning Höfum flutt húsgagnavinnustofu okkar, áður Brekku- i gata 11 B, í Hafnarstræti 81 A (nýbygginguna). Tök- \ um að okkur smíði á alls konar húsgögnum svo sem: i Dagstofu-, borðstofu-, svefnherbergis og skrifstofuhúsgögnum Enn fremur smíði og uppsetningar á búðarinnrétting- | um og skólahúsgögnum. Auk þess ýmsa sérstaka muni f eftir pöntun. f Virðingarfyllst. Jón Oddsson. Sigurbjörn Árnason. Kári Hermannsson. iMllllllMIIIIIMIIMMMMIIMIIIIIIMMMMIIIMIIIMMIMIMIMIIMIIMIMMIIMIIIIIMIMMIIIIMIIMMIIMIIMMIIIMIIMIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIMIIl’ imiimimmmmiMiiiiiMiiiiiiiiiiMMmmiiiiMMimmiiimiimmmiiiimmMmmiiiiiiimiiiimiiiiiiimiiiiiMiiiiiiMimmiiuj Gagnfræðaskóli Akureyrar 4 verður settur þriðjudaginn, 2. okt. n.k., kl. 2 eftir hádegi. i Akureyri, 24. sept. 1945. Þorsteinn M. Jónsson IIMUIIIMMMUMUUimumUIUIIMIIimUIIIUUMIIIIIIUUIUIIUUUIIMIIUIIIIUIUIUmUMIIIIIMUIIUUUUIMUUUMUUIUIIIIMIIIIlI Iðnskólinn á Akureyri verður settur þriðjudaginn 16. október n. k„ kl. 6 síð- degis. Iðnmeistarar eru beðnir að tilkynna undirrituð- um sem allra fyrst um nýja nemendur, sem þeir þurfa að koma í skólann í vetur, og eigi síðar en 5. október n.k. Að öðrum kosti eiga þeir á hættu, að ekki verði hægt að veita þeim skóíavist að þessu sinni. Akureyri, 26. september 1945. Jóhann Frímann mwwwiiiiiiimwn*^ Skólatöskur fást í úrvali í Bókabúð Akureyrar. Listmálarapenslar nýkomnir. Bókabúð Akureyrar. Höfum umboð fyrir íslendingasagnaútgáfuna fil að faka á móti áskrifendum að

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.