Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.11.1945, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 07.11.1945, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐÖRI NfV Fjármálavit Framsóknar og atvinnumál Akure/rar. ii. Nefnd sú, er bæjarstjórn Akur- eyrar kaus á fundi sínum 17. nóv. 1936 og var falið það verkefni að rannsaka afkomumöguleika fyrir togaraútgerð héðan frá Akureyri, skilaði í apríl 1937 bæjarstjórn áliti sínu og samþykti bæjarstjórn eftir allmikið þóf að fela nefndinni að athuga um skilyrði til að fá keypt hingað sæmileg skip til stór- útgerðar og gera að því loknu til- lögur til bæjarstjórnar um, hvort og þá hvernig slíkri útgerð yrði komið á fót og rekin. Samkvæmt áliti nefndarinnar, sem var bygt á skýrslum um rekst- ursafkomu 30 togara á árunum 1934 og 1935 og aflaskýrslum 1934 — 1935 og 1936 átti útgerð eins tog- ara í 8V2 mánuð að gefa af sér um 250 þús. kr. í vinnulaun og miðað við þáverandi dýrtíð mundi slíkt hafa nægt til að framfleyta 70—80 meðal-verkamanna- og sjómanna- heimilum yfir vetrarmánuðina. Togaranefndin aflaði sér því næst upplýsinga um verð og greiðsluskil- mála á skipum, bæði togurum og minni skipum. Samkvæmt þessum upplýsingum kostuðu nýir togarar í Englandi, 500 smál. stórir, um 700 þús. kr., en 7—10 ára togarar um 150—200 þús. Bæjarstjórn átti þá ennfremur kost á að fá nýtt vélskip í Hollandi rúmar 100 smál. með 225 hestafla dieselvél fyrir um 70 þús. kr. og var skipið útbúið fyrir botnvörpuveiðar og hentugt til síld- og línuveiða hér. Þegar hér var komið undirbún- ingi þessa mikla nauðsynjamáls, spyrnti afturhaldið við klaufum. Togaranefndin komst ekki að neinni sameiginlegri niðurstöðu um tillögur til bæjarstjórnar um frekari framkvæmdir í þessu máli. Kom nú skýrt í ljós innan nefndar- innar að fulltrúum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafði aldrei verið nein alvara með að bæjar- stjórn færi að beita sér fyrir því að útgerð yrði aukin héðan frá Akur- eyri. Á fundi bæjarstjórnar 12. apríl 1938 voru útgerðarmálin enn á dagskrá vegna tilmæla fulltrúarráðs verklýðsflokkanna. — Meirihluti hinnar nýkjörnu bæjarstjómar lét í ljósi andúð á því að bæjarstjórnin færi að sýna það fjármálavit að kaupa togara eða önnur stórvirk veiðiskip til að draga björg í bú þjóðarinnar og þá fyrst og fremst bæjarins. Eftirfarandi tillaga fékst þó sam- þykt eftir allmikið þóf með 9 sam- hljóða atkvæðum: „Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til að vinna að því, að aukin verði útgerð héðan frá Akur- eyri, og athugi hún þá möguleikana fyrir því, að nú þegar verði keypt a. m. k. eitt nýtt vélskip, sem hæft væri til út- gerðar héðan sumar og vetur. Að öðru leyti skal nefndin sérstaklega vinna að því: 1. Að leita nú þegar undirtekta bæjar- manna um þátttöku í stofnun hlutafélags til skipakaupa og útgerðar. 2. Að leita eftir opinberum styrk til umgetinna skipakaupa. Sé þá sérstaklega leitað til Fiskimálanefndar. 3. Að leita eftir föstu láni t. d. úr Fiskiveiðasjóði fyrir svo sem hálfu kaup- verði skips. Ennfremur að leita eftir nauðsynlegu rekstursfé. Jafnfram felur bæjarstjórn fjárhags- nefnd að rannsaka möguleika fyrir hlut- deild bæjarsjóðs í ofannefndri hlutafé- lagsstofnun, t. d. með hlutafjárframlagi eða öðrum stuðningi." I nefndina hlutu kosningu Jó- hann Frímann, skólastjóri, Tryggvi Helgason, sjómaður, Jón Hinriks- son, vélstj., Svavar Guðmundsson, bankastjóri og Axel Kristjánsson, kaupmaður. Þegar þessi nýja nefnd var kosin voru um 20 ár liðin frá því nýtt veiðiskip kom til bæjarins og á því ári (1938) fækkaði veiðiskipum bæjarmanna um 8. Má af þessu og tregðu Framsóknar, þrátt fyrir þess- ar staðreyndir og margra ára reynslu af togaraútgerð í landinu, marka, hve fjármálavit Framsóknar risti djúpt á þessum árum, og kom það betur í ljós síðan, enda lýsti Nýja Dagblaðið 256 tbl. 1937 (dag- blað Framsóknar) ástandinu á Ak- ureyri með svofeldum orðum: „Sveitargjöldin eru orðin það þung, að bænum liggur við gjaldþroti, og leiðtogar bzæjarins sjá enga aðra vök framundan í því efni, nema að hjálp Alþingis komi til“. (Leturbr. ,,Vm.“). Þannig var ástandið í þeim bæ, þar sem auðugasta samvinnufélag landsins hafði starfað rúm 50 ár. Þannig var ástandið að dómi Fram- sóknarmanna sjálfra í þeim bæ, þar sem bandalag Framsóknar og kaup- manna hafði völdin. Þannig var ástandið, þegar stríðið skall á og stríðspeningarnir björguðu bænum frá því að hið heilaga bandalag setti bæinn alveg á hausinn. Hin nýja nefnd, er bæjarstjórnin hafði kosið í útgerðarmálunum, átti erfitt með að skila samhljóða tillögum til bæjarstjórnar, sökum þess að meirihluti nefndarinnar var ií hjarta sínu andvígur því að bær- inn hefði á nokkurn hátt afskifti af útgerð. Þó varð }»ess vart, bæði inn- an nefndarinnar og utan — meðal peningamanna bæjarins, að þeir virtust hafa dálítinn áhuga fyrir stofnun útgerðarfélags, EF ÞEIR FENGJU EFTIRGJAFIR Á GJÖLDUM ÚTGERÐARINN- AR TIL BÆJARFÉLAGSINS. Beindi þá útgerðarnefndin þeirri fyrirspurn til bæjarstjórnar, hvort hún vildi samþykkja ákveðnar eft- irgjafir um 5 ára bil, til handa ný- útgerð, ef hún irísi upp hér í bæn- um. Var þessi fyrirspurn þvæld lengi í nefndum, og birtist enn í því hinn brennandi áhugi Framsóknar fyrir því að aukin yrði útgerð í bænum. Á fundi bæjarstjórnar 12. júlí 1938 báru kommúnistar fram svo- hljóðandi tillögu: ^ „Bæjarstjórn Akureyrar lýsir því yfir, að hún sé reiðubúin til að semja við ný útgerðarfyrirtæki, sem stofnað yrði til fyrir næstu áramót, og sem keyptu hing- að ný skip, hentug til síldar- og þorsk- j veiða, um eftirgjöf þeim til handa, yfir tiltekið érabil, á útsvörum, vatnsgjöldum og hafnargjöldum af skipum þeirra, og af að- og útfluttum útgerðarvörum, gegn ; því: 1. Að skip fyrirtækjanna séu ein- göngu mönnuð búsettum mönnum í bæn- 2. Að skipin séu gerð út bæði á síld- og þorskveiðar. 3. Að skipin leggi alla saltsíldar- og saltfiskveiði sína upp til verkunar á Ak- ureyri, eða útvegi jafngildi hennar í afla af öðrum skipum. 4. Að ekki sé greiddur arður af hluta- fé þann tíma, sem gjalda-ívilnanirnar gilda, heldur sé tekjuafgangi varið til styrktar útgerðinni". Ekki varð þess vart á þessum fundi, að Framsókn teldi þörf á að hraða þessum málum og var aðeins samþykt að vísa tillögunni til fjár- hagsnefndar. Loks á bæjarstjórnar- fundi 27. sept. 1938 samþykti bæj- arstjórnin (illögurnar mótat- kvæðalaust. Það kom í ljós, eins og áður, að einkaíramtakið brást. Þrátt fyrir }»essi kostakjör, er bæjarstjórn bauð einkaframtaksmönnum, héldu þeir að sér höndum. Þegar stríðið skall á 1939 var ástandið þannig, að ekkert hafði verið gert til að auka útgerð frá Ak- ureyri. Frá því 1936 og lengur hafði afturhaldið á einn eða annan hátt hindrað að úr framkvæmdum yrði. Þó að opinberar skýrslur hefðu margsannað það, að útgerðin væri aðalatvinnuvegur þjóðarinn- ar, þá hafði útgerðin á Akureyri dregist stórlega saman. Bæjarfull- trúar Framsóknar og Sjálfstæðis- manna töldu það principmál sitt að vera á móti bæjarútgerð. Af þess- 11 m ástæðum hindraði þetta banda- lag ,,samvinnumanná“ og kauj»- manna, að bærinn væri búinn að fá togara áður en stríðið skall á og skaðaði fjármálavit Framsóknar þannig bæinn um margar miljónir króna stríðsárin, þó ekki sé miðað nema við meðalrekstur íslensku togaranna á þeim árum. Mun enn verða rakin saga fját- málavitsku Framsóknar í bæjar- málum Akureyrar. Bókarfregn. Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum: Ný ljóð. Helga- fell. Reykjavn'k 1945., Vík- ingsprent li.f. Þetta er önnur kvæðabókin, sem kemur út, eftir þessa gáfuðu skáldkonu. Fyrri kvæðin vöktu eft- irtekt og hlutu lofsamlega dóma, þótt sumir fyndu á þeim galla, svo sem alla jafna vill brenna við með fyrstu verk skáldanna, þótt efnileg séu. Þessi nýja Ijóðabók er ekki stór. Hún hefir að geyma 29 kvæði, og eru þau yfirleitt ekki löng. En yrk- isefnin eru fjölbreytt, föstum tök- um tekið á þeim, og á kvæðunum mjög mikill alvörublær. Þau eru öll lipurt kveðin, og höfundurinn virðist eiga alls kostar við íslenzkt mál, sem er víða mjog fagurt og þróttmikið. Þó er bún að mestu sjálfmenntuð, enluppalin í því hér- aði, þar sem málið mun einna breinast talað. Hún er gagnorð og kann þá list að bregða upp skýrum og ógleymanlegum myndum með fáum, hnitmiðuðum orðum, t. d. í kvæðunum: Hestar í hafti, Ljós- mynd að vestan, Hið lifandi vatn, o. m. fl. Guðfinna befir hfotið í vöggu- gjöf siinghneigð í ríkum mæli og óvenjunæma tilfinningu fyrir allri fegurð, einkum náttúrufegurð. Við það að alast upp ,,,við heiðafriðinn holla“ helir ást hennar á náttúr- unni orðið svo sterk, að það nálg- ast tilbeiðslu. Gætir þess eigi lítið x kvæðum hennar. „Sú jörð, sem á gagnleg gæði, 1 er gleymin á ævintýr. Þar reyrflautur engar óma, og álfur úr hólum flýr. Með öll sín ljúfustu leyndarmál i hver lækur á brautu snýr. A gullnar vogir vér vegum allt vallarins dýra skraut. En örlögin á oss léku, því innstu tryggð vora hlaut hin stórgrýtta jörð á jaðri vors lands, er með járnhnefa plóginn braut. Þar öðlaðist æskan skyggni, er örninn úr hreiðri fló. Við bergfellsins brjóst vér heyrðum, er blágrýtið andann dro, (Úr kvæðinu Brotið land). í kvæðinu Hið lifandi vatn segir hún: » Við botnsins grein, er laufgast í skyggðri lá, sér leika murtur og kræður. En ofar slýið dregur um djúpin blá sínar dimmgrænu silkislæður, og hófsóleyjar um hólmana gullbönd slá. Þar hvannstóðið lögum ræður. Um stargrónar víkur vatnið fjöðrum slær, þess vængur er djúpsins gróði. Er leikur milt við sefstráin sunnanblær og söngtrega vekur flóði, það lyftir breiðu brjósti og tónum nær í bylgjunnar þýða ljóði“. (Framhald á 3. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.