Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.11.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 07.11.1945, Blaðsíða 1
VERKfflHJMRlllll XXVIII. árg. Miðvikndaginn 7. nóvember 1945 41. tbl. 7. nóv. 1917 7. nóv. 1945 Ráðstjórnarlýðveldin vísa mannkyninu veginn til friðar og farsældar. Þegar maður ræðir við mann, ungar er fylgdu henni meiri en sem aldrei hefir lesið annað en með orðum verður lýst. Vopnin Tímann, Dag eða ísafold, um bylt- inguna í Rússlandi, kemur fljótt í Ijós að honum hefir aldrei dottið í hug að bykingin hafi átt sínar or- sakir og þá eðlilega ekki þurft að brjóta heilann um orsakir Jiennar. Því ber ekki að neita, að þetta er allmerkilegt fyrirbæri, þegar þess er gætt, að meginiðaf lesendumfyr- nefndra blaða eru bændur og bændafólk, en byltingin í Rúss- landi átti ekki hvað síst rót sína að rekja til hinna ömurlegu lífskjara riissnesku bændanna. Þorri bændanna hafði ekki til af- nota jarðnæði að stærð nema .3 desjatin (1 desjatin = 1,09 hektari) á sama tíma og fámennur hópur stórbænda og gósseigenda áttu landsyæði, sem var margir tugir þúsunda desjatin að stærð. 700 stór- bændur áttu jarðir sem voru að meðaltali yfir 30 þús. desjatin að stærð. Þessir 700 gósseigendur áttu þrisvar sinnum eins stórt landflæmi eins og 600.000 kotbændur. Þessar tölur tala allskýru máli til þéirra, að minnsta kosti, sem telja það ómaksins vert að brjóta heilann um orsakir byltingar, sem fór fram fyr- ir 28 árum á 1/6 hluta jarðarinnar. Margt hraklegt orðið hefir fallið á undanförnum 28 árum í garð þjóða þeirra, er byggja hin víð- lendu Ráðstjórnarlýðveldi og þá fyrst 0g fremst forystumanna þeirra. Og það var ekki látið sitja við orðin tóm. Hersveitir frá 14 n'kjum gerðu innrás í Ráðstjórnar- ríkin strax eftir byltinguna. Ekkert var sparað til að kæfa hana í fæð- ingunni. Sú tikaun mistókst. En baráttunni gegn Ráðstjórnarlýð- veldunum lauk ekki þar með. Það var gripið til þess ráðs a'ð reyna að tortíma þeim með einangrun á öll- iim sviðum, jafnframt því sem önn- ur vopnuð herferð var undirbúin gegn þeim. Alt afturhaldssamasta íhald heimsins beið með óþreyju eftir árásinni, sem átti að molaRáð- stjórnarríkin mélinu smærra og kveða niður kommúnismann í eitt skifti fyrir öll. „Leifturstríð" Hitl- ers hófst, ægilegasta árás, sem heim- urinn hefir nokkru sinni þekt. Á nokkrum mánuðum átti að jafna ríki kommúnismans við jörðu. Sú viðureign varð löng, hörð og hörm- snerust í höndUm afturhaldsins. Varnarmúrinn gegn bolsevisman- um var jafnaður við jörðu. Framlag Sovétþjóðanna í styrj- öldinni gegn fasismanum verður aldrei ofmetið. Ekkert afl nema Sovétríkin var þess umkomið að stöðva og sigra herskara Hitlers- Þýskalands. Þrautseig)a, hreysti, fórnfýsi, snilli og auðlindir Sovét- þjóðanna bjargaði mannkyninu frá villimensku nazismans. Allar þjóð- ir heims eru í þakkarskuld við hetjuþjóðir Ráðstjórnarríkjanna. Ef flóðalda fasismans hefði ekki brótnað á stálmúr Ráðstjórnarríkj- anna ættum vér og l'leiri þjóðir litlu frelsi að fagna í dag. Ætla mætti því að áróðurinn, fjandskapurinn og baráttan gegn þjóðum Ráðstjórnarríkjanna hefði (Framhald á 4. síðu). Dönsku kosningarnar: Við verðum að viðurkenna að Kommúnistar eru sigurvegarar kosninganna—Christmas Möller 30. f. m. fóru fram kosningar til Fólksþingsins í Danmörku. Flokkarnir fengu þingsæti eins og héc segir: 46 höfðu 66 18 höfðu 3 38 höfðu 28 26 höfðu 31 11 höfðu 13 3 höfðu 2 4 höfðu 3 flokkanna eru Sósíaldemokratar Kommúnistar Vinstri menn íhaldsmenn Radikalir Retsforbundet Dansk Samling Atkvæðatölur þessar: Sósíaldem. 671.664 tapað 222.968 Radikalir 166.843 tapað 8.336 íhaldsm. 373.854 tapað 82.000 Kommúnist. 275.142 unnið 214.290 Vinstri m. 480.000 unnið 103.150 Retsforb\ 48.412 unnið 2.042 Dansk S. 63.580 unnið 20.200 í Kaupmannahöfn skiftust at- kvæðin þannig milli flokkanna: Sósíaldem. 146.000 áður 241.000 íhaldsfl. 124.000 áður 136.000 Kommúnist. 115.000 áður 9.000 Radikalir 26.000 áður 33.000 Vinstri m. 19.000 áður 5.000 Dansk S. 18.000 áður 6.000 Þegar kosningaúrslitin höfðu ver- ið tilkynt í danska útvarpinu fluttu forystumenn flokkanna ræður. Ax- Heildsalantálið: Sverrir Bernhöft h.f. kært fyrir ólöglega álagningu að upphæð kr. 270 þús. el Larsen, formaður Kommúnista- flokksins taldi að sú ákvörðun Sós- íaldemokrataflokksins, að hafna sameiningar- og samvinnutilboðum kommúnista hefði komið í veg fyr- ir að verklýðsflokkarnir fengju meirihluta á þingi. Christmas Möller talaði fyrir íhaldsfloikkinn og sagði að allir yrðu að játa, að kommúnistar væru hinir raunverulegu sigurvegarar í kosningunum. Hann og Axel Lar- sen töldu að atkvæðamagn Vinstri flokksins stafaði af því, að fyrver- andi nazistar og Þjóðverjavinir og afturhaldssömustu kjósendur í- haldsflokksins hefði kosið hann. Það, sem vekur alveg sérstaka at- hygli í sambandi við þessi kosn- ingaúrslit, er hið mikla fylgishrun (Framhald á 3. síðu). Mikil hátíðahöld í Sovétríkjunum í dag í Sovétríkjunum fara fram mikil hátíðahöld í dag og á morgun í til- efni af 28 ára afmæli byltingarinn- ar. Moskva og margar aðrar borgir hafa verið skreyttar óvenjulega mikið og mun hersýningin í dag á Rauða torginu verða meiri en nokkru sinni fyr. Molotof utanríkisráðherra Ráð- stjórnarlýðveldanna flutti ræðu í gærdag í tilefni af byltingarafmæl- inu og var bjartsýnn á horfurnar í alþjóðamálum. Dómsmálaráðuneytið hefir fyrirskipað málshöfðun gegn einu heildsölufyrirtækinu enn, Sverri Bernhöft h.f., og er það hið þriðja í röðinni. Hefir blaðinu þorist um þetta eftirfarandi tilkynnino frá Dóms- málaráðuneytinu: „Sakadómarinn í Reykjavík sendi Dómsmálaráðuneytinu hinn 16. f. m. úrskrift af réttarrannsókn í verðlagsbrotamáli heildverslunar- innar Sverrir"Bernhöft h.f. ásamt fullnaðarskýrslu hins löggilta end- urskoðanda, Ragnars Ólafssonar, hæstaréttarlögmanns, er falin hafði verið rannsókn á verðlagningu hlutafélagsins. Samkvæmt þeirri skýrslu nemur hin ólöglega álagn- ings hlutafélagsins kr. 270.191.19. Dómsmálaráðuneytið hefir hinn 29. f. m. lagt fyrir sakadómara að Ijúka rannsókn máls þessa og höfða síðan mál gegn framkvæmdastjóra og stjórnendum félagsins fyrir brot gegn verðlagslöggjöfinni, gjaldeyr- islöggjörinni og XV. kafla hegning- arlaganna, svo og til upptöku á hinni ólöglegu álagningu". Kosningarnar í Ungverjalandi í Ungverjalandi eru nýafstaðnar þingkosningar. Samkvæmt þeim tölum, sem þegar eru kunnar, er Smábændaflokkurinn öflugastur, þá Sósíaldemokrataflokkurinn og kommúnistar þar næst. Kommún- istaflokkurinn hefir verið bannað- ur í Ungverjalandi í rúm 25 ár. Verkamannafélagið skorar á bæjar- stjórn að láta byrja nú þegar vinnu við hafnarmannv. á Oddeyrartanga. A fundr Verkamannafélags Akur- eyrarkaupstaðar sl. sunnudag voru m. a. samþyktar eftirfarandi tillög- ur til bæjarstjórnar: 1. „Fundur í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, 4. nóv. 1945, skorar á bæjarstjórnina að fylgja lána til útgerðar í bænum og vill fundurinn benda bæjarstjórn á að kynna sér ýtarlega tillögur Nýbygg- ingarráðs um láns- og vaxtakjör til skipakaupa. — Það er óvéfengjan- leg skylda bæjarfélagsins að hafa forgöngu um stóratvinnurekstur í útgerðarmálunum fast fram um bænum, ef aðstæður til þess eru skipakaup og útveganir hagkvæmra I (Framhald á 3. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.