Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.01.1946, Side 3

Verkamaðurinn - 05.01.1946, Side 3
VERKAMABURINN 3 VERKAMAÐU RINN. Ótfriandi: Sósíalistafélttg Akureyrar. Ritatjóri: Jakob Ámaaon, Skipafötu 3. — Simi 466. BlaOnatnd: Rósberg G. Snaedal, Byjólfur Árnason, Ólafur Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lauaasöluverð 30 auia eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Hafnarstrœti 88. Prmntverk Odda Bjömaaonar. Það er ekki vandi fyrir verkafólk bæj- arins að velja Aðeins Sósíalistaflokkurinn stillir trúnaðarmönnum verklýðssamtakanna. Framboðsfrestur til bæjarstjórn- arkosninganna er 'svo að segja út- runninn, og hér á Akureyri eru komnir fram listar frá öllum stjórn- málaflokkunum. Ef framboðslistarnir eru athugað- ir firá stéttarlegu sjónarmiði — eins og gera ber í því stéttaþjóðfélagi, sem við lifum í — þá ætti ekki að verða vandasamt fyrir verkafólk bæjarins, og aðra verklýðssinna, að velja milli framboðslistanna. Það kemur sem sé í ljós, að Sósíalistaflokkurinn er eini flokk- urinn, sem vill koma trúnaðar- og forystumönnum verklýðsfélaganna í bænum inn í bæjarstjórnina til starfa þar og til að gæta hagsmuna verkafólksins lí stjórn bæjarmálefn- anna. Alþýðuflokkurinn, sem vill láta telja sig verklýðsflokk, virðist ekki hafa ráð á neinum verkamanni eða meðlimi nokkurs verklýðsfélags, sem hann treystir til að'taka sæti í bæjarstjórninni. Eða ef svo er, þá hefir þó tekist svo „slysalega“ til, að flokkurinn stillir embættismönn- um i þrjú efstu sæti á lista sínum — og getur þó enga von gert sér um að fá nema einn mann kosinn. Það er því útilokað, að nokkur verka- maður af þeim lista komi til með að starfa í bæjarstjórninni. Framsóknarflokkurinn hefir að vísu sett verkamann í þriðja sæti á lista sínum, og má gera ráð fyrir að hann geti náð sæti í bæjarstjórn- inni. En þetta er áreiðanlega ekki gert vegna þess, að Framsóknarfl. hafi áhuga fyrir eða vilji tryggja hagsmuni verklýðssamtakanna, heldur í því skyni einu að reyna að veiða atkvæði verkafólks á lista flokksins, sem að öðru leyti er skip- aður forstjórum og embættismönn- um í öll þau sæti, sem til greina koma — og mun því liði vera ætlað að hafa taumhald á verkamannin- um, þó honum sé slept inn í bæjar- stjórnina. Á lista Sjálfstæðisflokksins er verkamönnum ekkert rúm ætlað, fremur en vænta mátti, heldur eru það kaupmenn og bankadirektörar, sem skipa öll sætin, sem til greina koma. Hinsvegar er listi Sósíalistaflokks- ins næstum eingöngu skipaður Sjálfshól Framsóknar- og Alþýðuflokksins í húsnæðismálun- um er ásfæðulaust. - Eða hvar eru afrekin? „Dagur“ og „Alþýðum." hafa lagt á það mikla stund, undanfarið, að hrósa flokkum sínum og hefja þá til skýjanna fyrir úrræði þeirra í byggingamálum bæjanna. Nú eru sem sé bæjarstjórnarkosn- ingar rétt framundan, og þessvegna hafa nú málgögn þessara flokka komið auga á það, sem þau hafa varla minnst á áður, að margt af íbúum þessa bæjar býr í gersamlega óhæfu húsnæði. Það er kannske skiljanlegt, þó forkólfar þessara flokka hafi ekki fyrr munað eftir húsnæðisleysingj- unum, því ekki munu þeir forstjóri KEA, bæjarfógetinn og skólastjórar og menntaskólakennarar, sem prýða efstu sæti á listum þessara flokka við bæjarstjórnarkosninguna, um- gangast daglega brakkabúana eða þá aðra fátæklinga, sem verða að troða sér inn í heilsuspillandi hús- næði. En atkvæði þessa fólks geta ,,villu“búarnir gjarnan þegið — og þessvegna eiga þeir, í bili, ekkert meira „áhugamál" en að benda þessu fólki á lausnir í húsnæðisnrál- unum — og náttúrlega eigna sér úr- ræðinl Það, sem „Dagur“ og „Alþýðum." verkamönnum og verkakonum, og fimm efstu sætin eru öll skipuð fólki, sem gegnir aðal trúnaðar- störfum fyrir helstu verklýðsfélög bæjarins. í fyrsta sæti er formaður Verka- mannafélags Akureyrarkaupstaðar — fjölmennasta verklýðsfélags bæj- arins. I öðru sæti er formaður Sjó- mannafélags Akureyrar, sem jafn- framt er formaður Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna á Akureyri. í þriðja sæti er formaður verka- kvennafélagsins „Eining“, sem er stéttarfélag allra starfandi verka- kvenna í bænum. I fjórða sæti er varaformaður Fulltrúaráðs verk- lýðsfélaganna — maður, sem jafn- framt hefir ávalt verið valinn í sínu verklýðsfélagi til að standa á odd- inum í launabaráttu félagsins og við samningagerðir þess. í fimta sæti er valinkunnur verkamaður, sem nú í vetur hefir gegnt for- mannsstörfum í Verkamannfélagi Akureyrarkaupstaðar, í fjarveru formanns og varaformanns. Auk þessa er listinn, eins og áður segir, skipaður völdum verkamönn- um og verkakonum — þ. á. m. í sjö- unda sæti fulltrúa Bílstjórafélags Akureyrar í Fulltrúaráði verklýðs- félaganna, í áttunda sæti varafor- manni verkakvennafélagsins „Ein- ing“, og formanni Trésmiðafélags Akureyrar í níunda sæti. Fyrir alla þá, sem vilja aukin áhrif verklýðssamtakanna á stjórn bæjarmálanna, er því, eins og áður segir, auðvelt að velja: Þeir hljóta allir að fylkja sér um forustulið verklýðsfé- laganna í bænum — fylkja sér um lista Sósíalistaflokksins. guma nú mest af í húsnæðismálun- um, eru frumvörp tvö um þessi mál, sem nú liggja fyrir Alþingi. Er ann- að flutt af Framsóknarmönnum, en hitt af heilbrigðis- og félagsmála- nefnd efri deildar, eftir beiðni fé- lagsmálaráðherra. „Dagur“ telur sér náttúrlega til tekna frumv. Framsóknarmanna, en „Alþýðum." hitt frumvarpið, af því félagsmálaráðherra er við það orðaður. Það vakti sérstaka athygli, þegar frumvörp þessi birtust á Alþingi, hversu lík þau voru hvort öðru í veigamiklum atriðum, — enda fór svo, að brigslyrðin gengu á víxl, milli Herm. Jónassonar og félags- málaráðherra, um það hvor hefði stolið hugmyndunum frá hinum!!! Þetta leiddi til þess, að Jónas Guðmundsson, sem er spámaður mikill og skrifstofustjóri sveitar- stjórnarmálefna í félagsmálaráðu- neytinu, skrifaði um þetta langa greinargerð í Alþýðublaðið, þar sem hann með óvenju sterkum rök- um hreinsaði bæði Hermann og Finn af hugmyndastuldinum — með því að af hvorugum hefði ver- ið hægt að stela, í þessu efni — frumvörpin hefðu orðið til fyrir alt aðra hluti en hugmyndaflug þeirra! Málið er sem sé þannig vaxið, að í fyrra var samþ. á Alþingi þing«- ályktun, þar sem lagt var fyrir rík- isstjórnina að láta endurskoða lög- in um verkamannabústaði og lögin um samvinnubyggingarfélög og gera, á grundvelli þeirrar endur- skoðunar, drög að nýrri löggjöf um þetta efni. Samkvæmt þessum fyrirmælum Alþingis lét félagsmálaráðherra vinna út frumv. það, sem hann er kendur við, með þeim hætti, að safnað var saman á skrifstofu sveit- arstjórnareftirlitsins umsögnum og tillögum bæjarstjórna víðsvegar um landið. Ennfremur umsögnum og tillögum frá stjórnum bygginga- sjóða og byggingafélaga verka- mannabústaða og samvinnubygg- ingafélaga. Úr öllum þessum gögn- um og tillögum vann svo skrifstofa sveitarstjórnareftirlitsins — en aðal mennirnir þar eru áðurnefndur Jónas Guðmundsson og Framsókn- armaðurinn Jens Hólmgeirsson — frumvarp félagsmálaráðherrans. Hinsvegar upplýstist, að Her- mann hafði ekki lieldur sjálfur sam- ið „sitt“ frumvarp, heldur hafði áð- urnefndur Jens Hólmgeirsson ver- ið aðalmaðurinn f því verki — o°- taldi Jónas spámaður það fullnægj- andi skýringu á því hversu frum- vörpin líktust hvort öðru. Sem sagt: Frumvörpin í luisnæð- ismálunum, sem „Dagur" og „Al- þýðum.“ eru að reyna að flagga með, sem kosningabeitu fyrir sína flokka, eru alls ekki þeirra verk — heldur árangur af starfi, sem Al- þingi hefir með sérstakri ályktun lagt fyrir félagsmálaráðuneytið að framkvæma. Þó frumvörpin hafi margt til síns ágætis, hafa þessir flokkar þess- vegna ekki af neinu að státa — en væri nær að líta á afrek sín í því að leysa húsnæðisvandræðin hér í þess- um bæ, fyrst þeir treysta sér til að betla um atkvæði vegna húsnæðis- málanna. Það mætti t. d. rninna Framsókn- arfl. á það, að eitt sinn lét hann stofna hér svokallað samvinnubygg- ingarfélag. Félagið lét einu sinni byggja nokkrar íbúðir. En ein- hvernveginn atvikaðist það nú svo, að það voru ekki mestu húsnæðis- leysingjarnir, sem hlutu þessar íbúðir, heldur fólk, sem var nægi- lega hátt skrifað hjá KEA — að minsta kosti gaf almenningur strætinu nafn af því tilefni. Síðan hefir ekkert heyrst frá því félagi, og ekki hefir það verið orð- að við neinar aðgerðir til að leysa fólk úr brökkunum eða öðrum heilsuspillandi íbúðum, og hefir þó KEA haft ráð á og notað allmikið byggingarefni þessi árin. ,,Alþýðum.“ er þá að sjálfsögðu ekki ókunnugt um það, að Erl. Friðjónsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins um fjölda ára, hefir um langa hríð setið sem stjórnskipaður formaður byggingafélags verka- manna. Allan þann tíma hefir hann látið félagið byggja aðeins 12 íbúð- ir — þær siðari sex árið 1942, og gerði þó ákveðnar tilraunir til að fá félagsmenn til að falla frá óskum sínum um byggingar það ár. Síðan hefir hann hindrað að fé- lagið byggði nokkuð, og hefir þó félagið haft árlegan styrk frá ríki og bæ, sem numið hefir 60—70 þúsund krónum á ári. Þegar við þennan „dugnað“- bygg- ingafélaganna, sem „Dagur“ og „Alþýðum." mættu teljast málsvar- ar fyrir, bætist svo það, að meiri- hluti bæjarstjórnarinnar hefir oft- ast drepið allar tillögur, sem sósíal- istar hafa flutt í bæjarstjórninni til úrbóta í húsnæðismálunum, þá virðist full-langt gengið hjá þeim að ætla að sníkja sér atkvæði á þeim málum — enda verður árangurinn vonandi eftir því. KVENTASKA með peningum tapaðist á jóla- trésskemtun verklýðsfélaganna að Hótel Norðurland. Skilist á Skrifstofu verklýðsfélaganna, Verklýðshúsinu. NÝ BÓKAHILLA og KOMMÓÐA til sölu. Aðalstræti 16 (uppi). Frá Æ. F. A. Næsti fundur verður haldinn á morgun, sunnudaginn 6. jan. kl.T6.00 í skrifstofu Sósíalista- flokksins, Hafnarstræti 88. — Fjölmennið! Mætið stundvísl.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.