Verkamaðurinn - 25.04.1947, Side 1
Verkalýðsfélögin í bænum mótmæla tollaálögum heildsala
stjórnarinnar og lögunum um „síldarkúfinn"
Ætla að beita sér fyrir grunnkaupshækkun,
sem svarar hinum nýju sköttum
Síðastliðinn sunnudag boðaði fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna á Akureyri til fundar með stjórnum og trúnaðarráð-
um verkalýðsfélaga bæjarins, J>. e. Verkamannafélags Akur-
eyrarkaupstaðar, Bílstjórafélags Akureyrar, Sjómannafélags
Akureyrar, Vélstjórfélags Akureyrar, Verkakvennafélagsins
Eining, Iðju, félags verksmiðjufólks, og Sveinafélags járn-
iðnaðarmanna. Aðalmál fundarins voru: 1. Tollaálögurnar
nýju og gagnráðstafanir verkalýðssamtakanna. 2. Atvinnu-
málin. 3. Síldarskatturinn. — Fundurinn var vel sóttur, og
sátu hann um 60 manns.
Steingr. AðaLsteinsson, alþm.,
hafði framsögu um tollalögin, til-
efni þeirra og afleiðingar. Sýndi
hann fram á, hve fráleit sú kenning
væri, sem stjórnarflokkarnir og mál-
gögn þeirra bæru fyrir sig, að hér
væri urn þjóðarhagslega nauðsyn að
ræða og þess vegna bæri þjóðimii
allri að sýna „þegnskap“ og þegja
við óréttlætinu. Hann benti á, að
stjórnin hefði haft ótal aðrar leiðir
að velja um til að afgreiða tekju-
hallalaus fjárlög. Það hefði verið
hægt að herða á skattaeftirlitinu,
það hefi átt að skattleggja stórgróð-
ann og miljónerana, og það hefði
átt að fyrirbyggja að heildsalarnir
gætu óhindrað skattlagt alla þjóðina
og aukið með því dýrtíðina að
stærstum hluta. En ekkert af þessu
hefðu stjórnarflokkarnir fengist til
að gera, heldur hefðu þeir tekið það
ráðið að láta þá fátækustu — launa-
fólkið — greiða hallann til þess að
stórgróðavaldið gæti haldið áfram
að græða og féfletta almenning.
Stjórnin ætlaði sér að blekkja þjóð-
ina með því að segja, að nreð nýju
sköttunum og tollunum væri verið
að lækka dýrtíðina, en ekkert væri
fjær lagi, þar sem hinir nýju vöru-
tollar hækka flestar nauðsynja- og
neyzluvörur að miklum mun.
Umræður urðu miklar um málið
og var allra álit, að alþýðusamtökin
gætu ekki svarað þessari ósvífnu
árás ríkisvaldsins með öðru en
hækka kaup meðlima sinna, a. m. k.
því, sem hinum nýju tollnm næmi.
Síðan var eftirfarandi ályktun borin
fram og samþykkt með öllum at-
kvæðum fundarmanna:
„Sameiginlegur fundur Fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna á Akuireyri
og stjórna og trúnaðarráða allra
verkalýðsfélaganna í bænum,
haldinn sunnudaginnn 20. apríl
1947, mótmælir eindregið þeim
nýju tollaálögum ,sem samþykktar
voru á Alþingi 11. og 12. apríl sl.
Fundurinn telur að löggjöf þessi
sé í algerri mótsögn við yfirlýsingar
þeirra flokka, Ifyrir síðustu kosning-
ar, er að henni standa og sé þannig
brot á því umboði, sem þjóðin hef-
ur gefið þeim.
Þar sem lög þessi rýra sérstaklega
lígsfjör láglaunafólks f landinu og
hafa þannig sömu áhrif og bein
kauplækkun, en ekkert hefur hins
vegar verið gert til að lækka dýrtíð-
ina á þann hátt að taka til þess þau
miklu auðæfi, sem safnast hafa á
hendur einstakra manna og félaga,
telur fundurinn að verkalýðssam-
tökunum beri að hækka grunnlaun
meðlima sinna, a. m. k. sem svarar
þeirri launalæickun, sem í löggjöf-
inni felst.
Fundurinn heitir þeim félögum,
sem hafá aðstöðu til að segja upp
kaupsamningum sínum, nú þegar á
næstunni, öllum þeim stuðningi,
sem unnt er að veita þeim í baráttu
þeirra gegn þeirri árás ríkisvaldsins,
sem nú er hafin gegn alþýðu lands-
ins með löggjöf þessari.“
SÍLDARSKATTURINN.
Tryggvi Helgason, fornr. Sjó- |
mannafélags Akureyrar, hafði fram-
sögu í því máli og sýndi fram á
hversu alvarlegax afleiðingar það
gæti haft fyrir síldarsjómenn hér
norðanlands, ef heimildin um verð-
jöfnunina á síld og fiski yrði notuð
á komandi sumri, þar sero tekjuvon-
ir flestallra sjómanna hér væru
bundnar að langmestu leyti við síld-
veiðarnar og síldarverðið. Nú hefði
síldveiðin nær brugðist að kalla
tvær vertíðir í röð og hefði hlutur
margra sjómanna ekki farið fram úr
1—2 þúsund 'krónum yfir vertíðina.
Frummælandi lagði síðan fram
eftirfarandi ályktun, sem var ein-
róma samþykkt:
„Sameiginlegur fundur, haldinn
20. apríl 1947, í Fulltrúaráði verka-
lýðsfélaganna og stjórnum og trún-
aðarráðum verkalýðsfélaganna á
Akureyri,. mótmælir fyrirhugaðri
verðjöfnun á fiski- og síldarafla,
samkv. 6. gr. laga um stuðning við
bátaútveginn, sem sett voru í des-
ember sl. Fundurinn telur, að skerð-
ing sú, sem þar er ákveðin á rétt-
mætum atvinnutekjum þeirra
manna, sem síildveiðar stunda, með
öllu óréttmæta aðför aif hendi lög-
gjafanna á afkomu síldveiðimanna
og það því fremur, sem þeir hafa
tvö sl .sumur haft mikið rýrani at-
vinnu en ‘aðrir landsmenn, þar eð
fjöldinn allur af hásetum hefur að-
eins fengið 1 til 2 þús. króna hlut
yfir vertíðina.
Fáist ekki viðhilýtandi lausn á
þessu hjá stjórnarvöldunum, virðist
ekkki önnur leið fær til úrbóta, en
að sett verði ákvæði um hæfilegt
aflaverð í væntanlega samninga um
kjör sjómanna fyrir næstk. síldar-
vertíð. Heitir ‘fundurinn fyllsta
stauðningi sínum við stéttarfélög
sjómanna við þá baráttu, er fyrir
þeim liggur í þessu réttlætismáli.“
ATVINNUMÁL.
Þá var rætt um atvinnuleysið og
áhugaleysi bæjarstjórnar fyrir úr-
bótum á því sviði. Eins og kunnugt
er hefur fjöldi verkamanna enga
vinnu haft í sl. fjóra mánuði, og
ekki miklar líkur fyrir því, að úr
rætist með vinnu a. m. k. næsta mán-
uð. Eins og gefur að skilja er fjár-
hagsafkoma fjölmargra verka-
mannaheimila í bráðum voða vegna
'Miiiiiiiiiiiiiim,,,n,,in,iiiiniimii
þessa ástands og hlýtur það því að
vera réttindakrafa frá hendi verk-
ýðsfélaganna, að bæjarfélagið hefj-
ist handa með að stofna til ein-
hverrar vinnu, sem gæti bætt að
nokkru hið ískyggilega ástand í at-
vinnumálunum.
Þrátt fyrir marg endurteknar
kröfur Verkamannaféálagsins, um
að bærinn hæfi atvinnubótavinnu,
lefur meirihluti bæjarstjórnar jafn-
an daufheyrzt við þeim kröfum og
ekkert aðhafzt.
Fundurinn samþykkti einróma
eftirfarandi ásorun til bæjarstjórn-
arinnar:
„Sameiginlegur fundur Fulltnia-
ráðs verkalýðsfélaganna og stjórna
og trúnaðarráða verkalýðsfélaga
bæjárins, haldánn 20. apríl 1947,
samþykkir að skora á bæjarstjórn
Akureyrar að láta nú þegar hefja
vinnu fyrir a. m. k. 60 verkamenn
og séu henni haldið áfram þar til að-
al framleiðslustörf hefjast að fullu.
Þar sem atvinnuleysi hefur verið
mjög aílmennt um fjögurra mánaða
skeið og fjöldi verkamannafjöl-
skyldna verður að framfleyta sér
með skuldasöfnun, átelur fundur-
inn það athalfnaleysi, sem ríkt hefur
undanfarið um framkvæmdir bæj-
arins og telur óverjandi að beðið sé
lengur með að hefja vinnu við þær
framkvæmdir, sem þegar hafa verið
ákveðnar af bæjarstjóm.
Jafnframt telur fundurinn að
hagkvæmast sé fyrir bæjarfélagið í
heild að fresta sem mestu af hinum
venjulegu framkvæmdum bæjarins
yfir helzta annatima sumarsins."
Árshátíð Sósíalistafélags Akureyr-
ar er í Verklýðshúsinu annað kvöld
kl. 8.30. Aðgöngumiðar afgreiddir
í Verkllýðshúsinu, sími 503.
lllllllllllllll■ll■llll•lll••lllltlllll||MII•l•IIIIIIIIIIIIMIMIII•l•lll••l•••l
Frá barnaskólanum
Próf í skólanum hefjast með almennu landsprófi 29. apríl
kl. 81/4, samkvæmt prófskrá. Þann dag kl. 1 e. h. mæti börn,
sem undanþágu hafa frá skólagöngu.
7 ára börn, f. 1940, verða skrásett og prófuð 9. maí kl. 1—3
e. h. Tilkynna þarf forföll.
Sýning á handiðju og teikningu barnanna verður 4. maí
kl. 2—8 e. h. Þá verða kennslustofur líka opnar og þar til
sýnis skrift barnanna og önnur bekkjavinna.
Kennsla í vorskólanum (þrír yngstu aldursflokkarnir)
liéfst 12. mai kl. 9 f. h.
Skólaslit fara fram 10. mai kl. 5 /. h.
Sundnámsskeið fyrir börn úr 6. og 7. bekk hefst >í sund-
lauginni 9. maí, og mæti börnin þar kl. 10 f. h. Bömunum
cr nauðsynlegt að notfæra sér þetta námsskeið.
Akureyri, 21. apríl 1947.
Snorri Sigfússon.
(Geymið blaðið.)