Verkamaðurinn - 25.04.1947, Page 2
2
VERKAMAÐURINN
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
0511' r 11tj t 0 it m a r 1
Jón Norðjjörð.
Ión Steingrímsson sem
S' k ugga-Sve in n og Pá 11
Vatnsdal sem Ketill
skrœkur. Þeir hafa oftast
alba farið með pessi hlut-
verk, eða nrer fjörutíu
sinnum.
Þrjátíu ára liststarf við erfiðar aðstæður
og misjafnan skilning
Leikfélag Akureyrar átti 30 ára
afmæli 19. þ. m. Það virðist nærri
ótrúlegt, að svo langur tími sé síðan
að skipulagt og félagsbundið leik-
starf hófst hér í bænum. Það er ekki
langt síðan að almenningur fór að
líta á leikstarf sem list og leiksýning-
ar sem menningarleg fyrirbæri. Sak-
ir þessa hugsunarháttar og skiln-
ingsleysis, sem ríkt hefur hjá fjöl-
mörgum á gildi leiklistarinnar, hef-
ur starf leikritahöfunda, leikara og
leikfélaga verið næsta erfitt allt
fram á þennan dag. En margar list-
greinar — og sennilega flestar —
hefðu orðið skammlífar, ef almenn-
ingsálitið hefði haft þær í hendi sér.
Áhugi listamannsins og túlkandans,
vissa um verðmæti og gildi listarinn-
ar hefur orðið að bera þær fram til
sigurs gegn ýmsum torfærum, skiln-
ingsleysi og tómlæti. Þannig hefur
það verið með leikstarfið hér í bæ
sem annars staðar. Meðlimir Leik-
félags Akureyrar hafa ekki hlotið
stórar peningafúlgur fyrir hið afar
tímafreka starf sitt í þágu leiklistar-
innar, en launin hafa þeir eigi að
síður fengið í gegnum þá ánægju að
vinna að hugðarefnum sínum og
skemmta náunganum. Öll skilyrði
til leiksýningar hafa verið mjög tak-
mörkuð, fjárráð félagsins lítil, en
aftur á móti kostnaðarsamt að koma
stórum verkum á svið, þannig að
sæmandi sé. Margar leiksýningar,
sem félagið hefur staðið fyrir, hafa
ekki borið sig fjárhagslega vegna
þess að bæjarbúar hafa ekki séð
ástæðu til að styrkja félagið eða
skemmta sjálfum sér með því að
sækja sýningamar. Þó hefur félagið,
undantekningarlítíð, verið heppið
í vali Ieikrita og sýningar yfirleitt
tekizt ágætlega, verið bæði Leikfé-
laginu og leikurunum til sóma.
Þann, er þetta ritar, skortir kunn-
ugleika til að skýra frá starfsferli
Leikfélags Akureyrar í einstökum
atriðum, enda er það ekki tilætlun-
in með þessum fáu orðum. Hitt er
staðreynd, að félagið hefur nú starf-
að hér samfellt um 30 ára skeið, tek-
ið marga tugi leikrita til meðferðar
og staðið fyrir mörg hundmð leik-
sýningum hér í bænum. Með því
hefur það unnið virðingu allra
þeirra, sem leiklistarmálum unna
og leikstarf skilja. Það má að vísu
finna margt að störfum þess á liðn-
um árum, og svo mun einnig verða
hér eftir, en eg er þess fullviss, að fé-
Jón Steingrimsson.
lagið þolii slíka gagnrýni og það
þarfnast hennar. Réttmætir dómar
hjálpa því til að þroska sig í starfinu
og ná þeim áröngrum, sem það
keppir að.
Leikfélagið hefur minnst afmæl-
isins á viðeigandi og myndarlegan
liátt og því hefur verið margvísleg-
ur sómi sýndur að verðleikum.
Afmælisdaginn, 19. apríl sl., efndi
félagið til hátíðasýningar í Sam-
komuhúsinu fyrir fullu húsi boðs-
gesta. Formaður félagsins, Guðm.
Gunnarsson, setti hátíðina, rakti
sögu félagsins í stórum dráttum, og
las upp fjölmörg heillaskeyti, sem
félaginu bárust í tilefni afmælisins.
Þá voru sýndir þættir úr sjónleikun-
um „Skugga-Sveinn“, eftir Matth.
Jochumsson. Jón Steingrímsson,
sem sennilega hefur farið allra
manna oftast í gerfi Skugga-Sveins,
lék það hlutverk núna við mikinn
fögnuð áhorfenda. Eftir þá sýningu
heiðraði Karlakórinn ,,Geysir“
Leikfélagið með því að syngja nokk-
ur lög og form. kórsins ávarpaði fé-
lagið.
Þá voru sýnd nokkur atriði úr
Vikublaðið Verkamaðurinn.
Pöntunarfélag verkalýðsins.
„Nýjársnóttinni“, eftir Indriða Ein-
arsson og síðast síðari hluti gaman-
leiksins „Æfintýri á gönguför", eftir
Hostrup. Allar tókust sýningarnar
mjög vel og voru Leikfélaginu og
leikendum til sóma.
, Að sýningunni lokinni kvaddi for-
seti bæjarstjórnar, Þorsteinn M.
Jónsson, sér hljóðs, flutti ræðu fyrir
minni félagsins, árnaði því heilla og
þakkaði því mikilsvert menningar-
starf í þágu bæjarfélagsins. Þá af-
henti hann Leikfélaginu 15000 kr.
að gjöf frá Akureyrarbæ í viður-
kenningarskyni fyrir störf félagsins
á llðnum árum. Einnig færði hann
Hallgrími Valdimarssyni 5000 kr.
frá Akureyrarbæ, en Hallgrímur
hefur sem kunnugt er verið mikill 05Í2tHÍ;egÍ 0ttrttitr!
stuðningsmaður leiklistar hér í bæn-1
um um áratugi.
Fjöldi fagurra blómvanda barst
stjórn félagsins og einstökum leik-
endum og Leikfélag Reykjavíkur
gaf félaginu fagran, áletraðan silfur-
bikar.
Þær viðtökur, sem Leikfélag Ak-
ureyrar fékk í þetta sinn, sýna ótví-
Bókaverzlun
Gunnl. Tr. Jónssonar.
Guðmundur Gunnarsson,
núverandi formaður Leikfélagsins.
rætt að félagið á miklum vinsæld-
um að fagna hjá bæjarbúum og þeir
meta nokkurs hið óeigingjarna starf
þess í þágu listarinnar.
í fyrrakvöld gekkst félagið fyrir
fjölmennu afmælishófi að Hótel
KEA.
Verkamaðurinn árnar Leikfélagi
Akureyrar allra heilla í tilefni þessa
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar
Nýja-Bíó h.f.
Nýja bílastöðin.
afmælis þess og þakkar því vel unn-
in störf í þágu listmenningar bæjar-
ins.