Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.05.1947, Side 1

Verkamaðurinn - 09.05.1947, Side 1
vEHRHnuiÐiiRinn XXX. árg. Föstudaginn 9. maí 1947 18. tibl. Embættisliðið í bæjarstjórn segir að at- vinnuleysið sé ímyndun kommúnista Út af erindi verkalýðsfundarins, sem sent var bæjarstjórn og getið var í síðasta blaði, urðu miklar um- ræður á bæjanstjórnarfundinum fyrra þriðjudag. Krafa verkalýðsfé- ilaganna var sú, að bærinn tæki minnst 60 manns í vinnu og héldi því þar til vinna glæddist í bænum. Bjæarráð afgreiddi erindið þannig, þegar lægi fyrir samþykkt um það, að bærinn hæfi vinnu við ræsagjörð og gatnagerð eins fljótt og unnt væri vegna tíðar, og nú myndu vera allt að 60 manns í vinnu hjá bæn- um. Bæjarfulltrúar sósíalista, deildu hart á Framsóknaríhaldið fyrir viljaleysi þess í að bæta úr hinu al- vanlega atvinnuástandi. íhaldsfylk ingin, með bæjanstjóra og Jakob Frímannsson x broddinum, hélt því hins vegar fram, að ekkert teljandi atvinnuleysi væri, því að ekki kæmu nema fáein gamalmenni og ungl- ingar til Halldórs Friðjónssonarl Var óspart látið skína í það að at- vinnuleysið væri aðeins ímyndun kommúnista og þess vegna ekki ástæða til að gera neitt. Bæjarstjóri og Jak. Fr. fullyrtu að 60 manns væri nú í bæjarvinnu, og fengu þeir þá tölu út með því að fcelja alla starfsmenn rafveitunnar svo og þá sem vinna við spítalabygginguna og barnaskólaviðbótina! Bæúarfulltrúar sósíalitsa báru fram svohljóðandi tillögu: „Út af erindi frá fuilltrúaráði verkalýðsfélaganna og stjórna og trúnaðarráða allra verkalýðsfélag- anna á Akureyri, samþykkir bæjar- stjórn að taka allt að 60 menn í vinnu nú þegar og sé henni haldið áfram þar til aðalframleiðslustörf hefjast að fullu." Ekki vildi afturhaldið ganga inn á þetta, en lét Sv. Guðmundsson bera fram breytingartillögu þann ig: ,,. . . . samþykkir bæjarstjórn að leitast við að hafa ekki færri en 60 verkamenn í stöðugri vinnu hjá bænurn a komandi vori, meðan at- vinnuástandið gerir slíkt nauðsyn- ,legt.“ hannig orðuð var tillagan síðan samþykkt, en bæjarstjóri mun telja að samþykkt þessi þýði óbreytt ástand — þ. e. að starfsmönnum raf- veitunnar verði ekki sagt upp eða spítatabyggingin stöðvuð, enda spurning hvort bærinn hefur það í hendi sér. AðiJar tillögur. Á síðasta bæjarstjórnarfundi flutti Elísabet Eiríksdóttir svOhljóðandi tililögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að fara þess á leit við Akureyrardeild Rauðakross íslands, að hún hafi í þjónustu sinni hjúkrunarkonu, þar sem mjög mikil þörf er á $líkri hjálp í sjúkdómstilfellum á lijölda heimila í bænum, sem ekki hafa skilyrði til heimahjúkrunar.“ Tillagan var samþykkt samhlj. Tryggvi Helgason flutti svohlj. tilögu, sem einnig var samþykkt: „Bæjarstjórn samþykkir að fylgja framvegis þeirri reglu, að auglýsa öll föst störf, sem bæjarstjórn kann að veita.“ Samsæti Verkamannafélag Akureyrarkaup- staðai hefir ákveðið, í tilefni af brottför formanns síns, Tryggva Eirýlssonar, úr bænum, að halda þeim hjónum kveðjusamsæti að Hótel KEA næstk. sunnudagskvöld. Þeir, sem vildu taka þátt í sam- sæti þessu eru v.insamlega beðnir að gefa sig fram við skrifstofuna í Verklýðshúsinu hið álilra fyrsta. Vinnustöðvun hjá bílstjórum 12. maí? Samþykkt við allsherjaratkvæðagreiðslu með 75 atkv. á móti 12, eftir að atvinnurekendur höfðu hundsað sanngirniskröfur bílstjóranna um kauphækkun Undanfarnar vikur hafa staðið stjórafélag Akureyrar á fundi sínum Óratóríið „Strengleikar4 Öratórið „Strengleikar“ eftir Björgvin Guðmundsson var flufct í Akureyrarkirkju sl. þriðjudag og miðvikudag, af Kantötukór Akur- eyrar og Karlakór Akureyrar, undir stjórn höfundar. Fluitningurinn tókst með ágætum, bæði hvað snerti kórsöngva og sólósöngva. Mörg lag- anna í þessu mikla verki eru hug- ljúf og áhriifarík og voru yfirleitt flutt af skilningi og lipurð. Undir- tektir áheyrenda voru hinar beztu. yfir samningaumleitanir um kaup og kjör milíli Bílstjórafélags Akur- eyrar og atvinnurekenda. I vetur náði félagið nýjum sanmnigum um kaup vörubíla (í sjálfseign), fyllilega til sámræmis við það, sem annars staðar gilti. Viðræðurnar nú hafa staðið um kaup þriggja starfsgreina í félagirtu: Bílstjóra, sem aka fólksbifreiðum upp á prósentur af innkeyrslu, bíl- stjóra, sem aka á sérleyfisleiðum og bílstjóra, sem aka vörubifreiðum í eigu atvinnurekenda. — Kröfur bíl- stjóranna hafa f,verið mjög sann- gjarnar. í tveimur fyrri starfsgrein- unum hafa þeir viljað samræma kjör sín því, sem nýsamið er um hjá Flreyfli í Reykjavík, þ. e. 39% af brúttóinnkeyrslu fólksbifreiða og 615 kr. fyrstu 3 mán. á sérleyfisbif- reiðum og 715 kr. eftir þann tíma. — Krafa bílstjóranna, sem aka vöru- bifreiðum, er kr. 600,00 í grunn- kaup á mánuði, og verður með engu móti sagt að boginn sé þar hátt spenntur, því að þetta kaup er þeg- ar greitt við þessa keyrslu hér og þar um landið, jafnvel í smærri kaup- túnum og sjóþorpum. Þrátt fyrir augljósa sanngirni bíl- stjóranna í kröfum sínum, hafa at- vinnurekendur hér sýnt þá stirfni og þjösnaskap, að samningaumleit- anir hafa strandað. Þessi nýju viðhorf ræddi Bíl- Sósíaiistar! Sósíalistafélag Akureyrar held- ur fund í Verklýðsliúsinu n. k. mánudag, kl. 8,30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Innfaka nýrra félaga. 2. Ráðning stanfsmanns. 3. Bæjarmál. 4. Ýms flokksmál. Mjög áríðandi að allir félagar mæti! Æ. F. A-.félagar velkomnir á fundinn. STJÓRNIN. 1. maí 28. apríl sl. Var fundurinn vel sótt- ur oar allir á einu máli um að standa O fast og örugglega um kröfur félags- ins. Samþykkt var í einu hljóði til- laga frá stjórninni um að láta fara fram al Isherjaratkvæðagreiðsl u um vinnustöðvun hjá atvinnurekend- um frá og með 12. maí næstk., ef santningar helðu ekki komizt á fyrir þann tíma. 4 Allsherjaratkvæðagreiðslan fór svo fram dagana 2. og 3. þ. m. og var vinnustöðvunin samþykkt með 75 atkv. gegn 12, eins og áður er sagt, Enginn vafi er á því, að málstaður bílstjóranna á almennri samúð að fagna í bænum, en framkoma at- vinnurekenda mælizt illa fyrir. Þetta er líka atvinnurekendum sjálf- um Ijóst. Þess vegna hafa þeir verið að reyna að læða þeim isögusögnum út á meðal almennings, að hér væri ekki um kjarabótabaráttu að ræða af hálfu bíl'stjórastéttarinnar, held- ur sé félag þeirra að leggja í póli- tískt verkfall vegna tolla- og skatta- hækkananna. Þetta er hin argasta blekking. Uppsögn bílstjór.asamninganna fór fram löngu áður en örlaði á tolla- klyfjum ríkisstjórnarinnar og kröf- ur þeirra um kauphækkun og kjara- bætur voru einnig undirbúnar og athentar atvinnurekeníjuin áður en (Framhald á 4. síðu). Um allt lartd fóru 1. maí-hátíðahöldin frhm með miklum glæsibrag og sýndu að eining og stéttvísi er ríkjandi meðal launastéttanna. Þótt veður væri víðast hvar óhagstætt til útifunda og kröfu- gangna, lét verkalýðurinn það ekki aftra ' sér frá þátttöku i hátíðahöldum dagsins. Hér á Akureyri var dagsins mirmst með margvíslegum og fjölbreyttum há- tíðahöldum. Kvöldið fyrir 1. maí var áformað að hafa kvöldskemmtun með dagskrá að Hótel Norðurlandi og dans- leik í Samkomuhúsinu. En hljómsveitin á Hótel Norðurlandi gat ekki spilað það kvöld og féll skemmtunin þar því niðtxr af þeim sökum, en á dansleiknum í Sam- komuhúsinu var á annað hundrað marms og féll því ekki niður eins og Alþýðum. þóknast að skrökva. Kl. 2 e. h. 1. maí hófst útifundur við Verklýðshúsið og var þar saman kominn mikill marmfjöldi. Hin auglýsta dagskrá fór þar fram, þrjár ræður voru fluttar og Lúðrasveit Akureyrar lék. Að því loknu fór fram kröfuganga og tóku þátt í henni um 300 manns, auk fjölda barna. Kl. 4 var samkoma í Nýja-Bíó og var þar hús- fyllir. Um kvöfdið var fjölmenn sam- koma í Samkomuhúsinu, var þar sýnd kvikmynd, ræða flutt og tveir gamanleik- ir sýndir. Á eftir var dansað. Þá var dans- leikur í Verklýðshúsinu (gömlu dansarn- ir) og sótti hann aðallega eldra fólk og skemmti sér vel. — I Glerárþorpi. var einnig fjölsótt skemmtun um kvöldið. Kratabroddar bæjarins slóu upp sér- skemmtun sama kvöldið að Hótel Norð- urlandi í því augnamiði að draga frá % verkalýðsfélögunum og til að sýna það, að þeir væru yfir það hafnir að taka þátt í skemmtunum, sem verkalýðurinn stend- ur að. Þeim tókst að vísu að fylla nokk- urn veginn húsið með því þó að panta 70 marma lið úr Gagnfræðaskólanum, en á aðsókn að skemmtunum verkalýðsfélag- anna hafði það lítil eða engin áhrif, því að þær eru venjulega illa sóttar af em- bættismönnum og broddborgurtim, sem betur fer.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.