Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.05.1947, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 09.05.1947, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN „Lííil þjóð verður að vera andlegf stór- veldi, ef hún á að halda frelsi sínu/' - segir söngvarinn og rithöfundurinn Eggert Stefánsson Eggert Stefánsson, hinn víðfrægi og þróttmikli söngvari og rithöfund- ur, dvelur hér í bænum um þessar mundir ásamt konu sinni sem er ítölsk. Eins og kunnugt er, hefur hann ákveðið að kveðja sönginn, a. m. k. um stundarsakir, og helga krafta sína ritstörfunum, en á því sviði hefur hann einnig veilið afkastamikill, þó fæst af því, sem hann hefur skrifað, hafi birzt á íslenzku. Eggert ætlar að halda konsert hér í Nýja-Bíó í kvöld, og er það kveðja hans til söngsins og Akureyringa, því að þau hjónin líara bráðlega til ítabu og munu dvöljUst þar eitthvað. Eg hitti þau hjónin að máli í fyrradag, þar sem þau búa að Hótel KEA, og spjallaði við þau um alla heima og geyma. Frúin er ákaflega hrifin af landinu og þjóðinni og sagði að íslendingar væru a. m. k. kurteisasta og gestrisnasta þjóðin í Evrópu. Þá sagði hún að fjallasýnin hér væri ógleymanleg og náttúru- fegurðin engu minni en í heima- landi sínu, Ítalíu. Þau hjónin eru nýlega komin frá Ameríku, en þar hafa þau dvalið H/z ár og að langmestu leyti í ís- lendingabýggðum. Voru þau mjög hrifin af viðtökum þar og af ættjarð- arást og átthagatryggð Vestur-ís- ■lendinganna. Eggert Stefánsson er víðförull maður, hann hefur verið svo að segja á óslitnu ferðalagi sl. 30—40 ár — og hann hefur alltaf farið syngjajjdi um heiminn. Hann hef- ur haldið konserta í flestum lörid- um Evrópu og víða oftsinnis, einnig hefur hann tvisvar sinnum farið í söngferðir til Ameríku og farið þar víða. Hann hefur sungið fyrir út-» varpsstöðvar í flestum stórborgum Evrópu og víðast hvar sem fyrsti ís- lendingurinn. Og hann hefur gert meira en að syngja og vinna fyrir þá list, hann hefur alltaf og alls staðar' verið sískrifandi um land sitt og þjóð á mörgum tungum. Með því hefur hann eflaust unnið meira landkynningarstarf en nokkur ann- ar núlifandi landi. nokkur annar núlifandi landi. Eggert Stefánsson hefur verið strangur við sjálfan sig, hann hefur löngum fómað öllu fyrir listina og verið óþreytandi í leitinni að hinu sanna og göfga inntaki þeirrar list- greinar sem hann hefur helgað starf sitt. En nú veit eg að Eggert vill ekkertsíður, en að honum séu slegn- ir gulihamrar eða sungið lof og þess vegna iæt eg hér staðar numið, þótt mig langi raunar til að segja miklu meira um söngvarann og manninn Eggert Stefánsson, en ætla að láta hann sjálfan hafa orðið. Hann segir: „Lítil þjóð verður að vera andlegt stórveldi, ef hún á að haida frelsi sínu og sjálfstæði. ís- lendingar hafa gáfur og skilyrði til að vera þetta, ef þeir eru nógu strangir við sjálfa sig og vakandi yf- ir þjóðarmetnaði síns lands, en um- fram allt verða þeir þó að trúa á landið sitt.“ Og þegar talið barst að listhæfni íslendinga á mælikvarða heimsins, sagði Eggert: „íslendingurinn á síð- ur en svo erfiðara með að ná áröngr- um á listabrautinni og hljóta frægð, heldur en synir stórþjóðinni. En ungur listamaður, sem vill verða eitthvað, þarf að leggja óhikað á brattann. Hann má ekki horfa í neitt, hann má ekki setja fyrir sig erfiðleikana, því að þeir eru alls staðar og æfinlyega til staðar — en í gegnum erfiðleikana fást sigrarnir. Sá, sem ekki leggur á brattann kemst aldrei upp á fjallið, hvað mik- ill garpur,. sem hann annars er.“ Nú fór eg að inna Eggert eftir konsertinum í kvöld. „Þetta verður hátíða-konsert,“ sagði Eggert, kveðja mín til söngsins og Akureyringa, sem mér' hefur álltaf verið einkar kær staður. Fyrst les eg „Óðinn til ársins 1944“, það er að vísu af plötu, sem eg tal- aði inn á íyrir vestan haf, en ekkert verra fyrir, það og síðan syng eg nokkur eftir Kaldalóns og svo létt, ítölsk ástalög." Frú Þyri F.ydal annast undirleik. Tíminn líðurfljótt, þegar maður er að tala við Eggert Stefánsson, hann hefur allt það til að bera, sem gerir menn aðlaðandi, og það sem mest er um vert: maður finnur að þar er fyrst og fremst íslendingur, gæddur brennheitri ást á landinu og velvild til þjóðar sinnar og maður, sem trúir á framtíð Islands. Eg vil vona að Akureyringar taki kveðju hans í kvöld. R. G. Sn. Dagsbrún segir upp samningum Síðastl. laugardag var haldinn fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík. Samþykkti hann með 600 atkv. gegn 3 greinar- gerð stjórnafinnar um nauðsyn fyr- ir því að segja upp samningum við atvinnurekendur. Á sunnudaginn fór svo fram allsherjar atkvæða- greiðsla innan félagsins um upp- sögn á samningunum. Heildsalaflokkarnir höfðu mik- inn viðbúnað og hugðust geta kom- ið því til leiðar, að verkamenn felldu tillöguna um uppsögn. — Höfðu þeir tugi bíla í þjónustu sinni allan daginn til að smala á kjörstað og Framsóknarflokkurinn sendi út dreyfibréf, en allt kom fyr- ir ekki. Uppsögnin var samþykkt með 937 atkv. gegn 770. Samningar renna út 7. júní næstkomandi. 1 íþróttanámskeið Í.S.Í. Vegna mistaka féll niður síðarihluti greinar um íþróttanámskeið í. S. I., sem birtist í síðasta blaði. Hér kemur niður- lagið. — Ritstj. V Glíma. Kennari Kjartan Berg- mann. Dómarapróf í glímu. Kennslu annast Tón Þorsteinsson, Porsteinn Einarsson og Kjartan Bergmann. Frjdlsar iþróttir. Kennarar: Bene- dikt Jakobsson og Svíinn Egberg. Dómarapróf í frjálsum íþróttum. Kennslu annast: Benedikt Jakobs- son, Ólafur Sveinsson og Þorsteinn Einarsson. Knattspyrria. Kennarar: Englend- ingurinn Steel og Karl Guðmunds- son. Dómarapróf í knattspyrnu. Kennslu annast. Gunnar Axelsson, Guðjón Einarsson og Sigurjón Jónsson. Dórnaraþróf i handknattleik. — Kennslu annast: Baldur Kristjóns- son. íþróttasamband íslands hefir skipað sérstaka nefnd til að sjá um allan undirbúning námskeiðsins og ráða tilhögun og fyrirkomulagi. — Nefndina skipa: Form. Kjartan Bergmann, Benedi'kt Jakobsson og Þorsteinn Einarsson. Þau íþróttanámskeið, er íþrótta- samband íslands hefir gengizt fyrir, hafa verið mjög vinsæl, og margir af forustumönnum íþróttamálanna hafa hafið starf sitt á námskeiðum í. S. í. Það er ætlun í. S. í., að ef vel gengur með námskeið þetta, þá verði slík námskeið fastur starfslið- ur í starfi í. S. í. Reykjavík, 15. apríl 1947. F. h. íþróttasambands íslands, Nefndin. Ameríkanar banna að sýna kvikmyndina „Þrúgur reið- innar“ öðruvísi en falsaða! í febrúar s. 1. áttu á fleiri en einu kvikmyndahúsi í Osló að hefjast sýningar á myndinni „Þrúgur reið- innar“, gerðri eftir samnefndri sáldsögu Steinbecks. Þessum sýning- um var öllum aflýst, vegna ósatn- komulags milli leigjenda myndar- innar og bíóeigenda í Osló. „Þrúg- ur reiðinnar" fjalla, eins og kunn- ugt er, uim þjóðfélagsvandamál, og eru hörð árás á auðstétt Bandaríkj- anna. En Ameríkanarnir kröfðust þess, að myndinni fylgdi teksti, sem gerði þessa árás máttlausa segði að misrétti þ;rð, sem deilt er á, stafaði af náttúruhamförum og slysum, en ekki þjóðfélagslegum orsökum. Ennfremur var þess ósk- að, að tekstinn segði, að nú væri löngu búið að laga þetta misrétti. Bíóforstjórar í Osló lýstu því þá yfir, að þeir rnundu ekki líta við myndinni þannig spilltri, og „Dag- blaðið“ Lrætir við: „Við óskum ekki eftir að sjá myndina, eftir að búið er að falsa hana með því að breiða yfir aðal- atriði hennar — þjóðfélagsvanda- málin." „Iðja“ gerir nýja kjara- samninga Hinn 4. maí sl. var undirritaður samningur milli Iðju, félags verk- smiðjufólks, annars vegar og kol- sýruverksmiðjunnar Sindri h.f. hins vegar um kaup og kjör starfismanna þeirra er við verksmiðjuna vinna. Starfsmenn á ,,Sindra“ fá nú 560 kr. í grunnkaup á mán. í stað 500 kr. áður. Helztu atriði samningsins eru þessi: „Vinnutími skiptist þannig í vakt- ir: frá kl. 4-12.30, 12.30-19.30, 19.30—4, þó þannig, að vinnutími hvers manns sé að meðaltali 8 stundir á sólarhring og vinnuvikan sé 48 stundir. Vinnuveitanda er heimilt að hafa fleiri vinnutíma á sólarhring hverjum, ef nauðsyn krefur, og má þá vinnutími byrja og enda á öðrum tíirium en tekið er fram í samningi þessum. Kaupið skal vera sem hér segir: Fyrir karlmenn: Byrjunarlaun fyrstu 2 mánuðina kr. 460.00 á mán- unði. Efti 2r mánuði kr. 560.00 á mánuði. Allar tölurnar eru grunnkaup og greiðist á það vísitala framfærslu- kostnaðar eins og hún er á hverjum tíma. Kaupgreiðslur skjulu fara íram 15. og síðasta virkan dag hvers mánað- ar. Fyrir aukavaktir greiðist kr. 37,50 að viðbættri vísitölu fram- færslukostnaðar. Yfirvinna greiðist með 50% álagi á grunnkaupið. Ef unnið er 1. desember, 17. júní eða fyrsta sumardag greiðist helgidaga- kaup. 1. maí sé alger frídagur. Þeir fastir starfsmenn, sem verið hafa hjá fyrirtækinu í minnst eitt ár, halda í sjúkdómsforföllum full- um launum í 4 vikur á 12 mánuð- um. Vari veikindaforfö.11 lengur falla launagreiðslur niður. Þeir fastir starfsmenn, sem vinna hjá fyrirtækinu skulu vera meðlim- ir „Iðju“, félagi verksmiðjufólks. Samningur þessi gildir frá 1. maí 1947 til 1. maí 1948, sé honum ekki sabt upp með minnst 3ja mánaða fyrirvara (fyfir 28. febrúar 1948) en framléngist af sjálfu sér um eitt ár í senn að öðrum kosti.“ Þá hefur Iðja einnig gert nýja samninga við Prjónastofu Ásgríms Stefánssonar og er hann að mestu samhljóða samningi Iðju við Saumastofu Gefjunar, sem gerðar var í vetur. =NÝJA BÍÓ=]j Ncesta mynd: Látum Drottin dæma Amerísk stórmynd í eðlilegum litum frá 20th Century Fox Pictures Leikstjóri: John M. Stahl. Aðalhlutverkin leika: Jeanne Crain — Gene Tierny Cornel Wilde lÁ- ' "

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.