Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.05.1947, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 09.05.1947, Blaðsíða 4
 4 VERKAMAÐURINN Heklu-eldar sjást Orðsending til bifreiðaeigenda Að gefnu tilefni viljum vér hér með taka fram: Ástæður fyrir því, að vér sjáum oss fært að taka upp þá nýbreytni í bifreiðatryggingum, að lækka iðgjöld á þeim bifreiðum, er sjaldan valda tjóni, eru meðal annars: * Ódýr og hagkvæmur rekstur. Framúrskarandi hagkvæmir endurtryggingarskilmálar. Að hagnaður, sem kann að verða af tryggingarstarfseminni, verður notaður til þess að lækka iðgjöldin, en ekki til þess að greiða háan arð til hluthafa, svo sem tíðkast í tryggingarhlutafélögum. frá Akureyri Kl. 2.30, aðfaranótt 7. maí, sá Kristján Einarsson, sein var á vakt í kolsýruverksmiðjunni Sindra, Ak- ureyri, eldbólstur, ‘ dökkrauðan, teygjast upp yfir miðjan vestasta hnjúkinn fyrir botni Eyjafjarðar. tók bólstur iþessi á sig alls konar lög- un, ýmist sem turn, hnöttur eða burst. Kl. 2.40 var þetta aðeins dauf- ur bjarmi. Lagði af þessu rauðan geisla á Pollinn. Kl. 3—3.10 blossaði aftur upp eld- ur, þá fyrir vestan hnjúkinn, eða viestanvert við miðjan dalbotninn (vestasta) og er þá enn stórfenglegra. Eins og eldveggur, en í honum kol- svartir reykjarhnyklar, fjaraði út eftir 10 mínútur. — Hefur þetta óef- að verið bjarmi af Heklueldi, en Hekla gaus ákaflega um þær mund- ir. v Samvinnutryggingarnar gerðu endurtryggingarsamning við sænsku samvinnutrygg- ingarfélögin, og eru þessir samningar sérstaklega hagkvæmir, enda byggjast þeir ekki á gróðavon endurtryggjenda, heldur samhjálp fyrir góðu málefni. Samningarnir eru gerðir til margra ára og tryggja afkomu Samvinnutrygginga eins vel og hægt er. Það má geta þess, að hin sænsku samvinnutryggingarfélög greiða sænskum bifreiðaeigendum allt að 50% afslátt af iðgjaldi fyrir þær bifreiðar, sem ekki hafa orðið fyrir tjóni í 4 ár. Samband ísl. samvinnufélaga hefur tryggt afkomu Samvinnutrygginga með 500.000 kr. framlagi í tryggingarsjóð. Hafi orðið tap á bifreiðatryggingum hjá þeim félögum, sem rekið hafa þá starfsemi hér. á landi, hefir slíkt tap orsakað iðgjaldahækkun, samanber hækkun þá, er Almennar ' Tryggingar h.f. og Sjóvátryggingarfélag fslands auglýstu fyrir nokkrum dögum. Umferðamálin hér á landi eru mjög aðkallandi vandamál. — Daglega koma fyrir um- ferðaslys og ekki ósjaldan berast fregnir um dauðaslys á Aönnum. Þegar Samvinnutrygg- ingar tóku upp hið nýja fyrirkomulag um iðgjaldaafslátt, vildu þær stuðla að auknu ör- yggi í umferðamálum. Fyrirkpmulag þetta er mjög algengt erlendis og gefst alls staðar vel. Er ekki sanngjarnt/að eigendur þeirra bifreiða, er sjaldan valda tjóni, fái ó d ý r a r i tryggingu? SAMVINNUTRYGGINGAR Vinnustöðvun bílstjóra (Framh. af 1. síðu). tollafrumvörpin sáu dagsins ljós. — Þessar „röksemdir" atvinnurekenda eru því haldlausar með öllu og munu allir sjá í gegnum þær. Hitt er svo allt annað mál, að tolla- og skattahækkanirnar gera bílstjórunum enn nauðsynlegra en ella hefði verið að kvika hvergi frá kröfum sínurti. Því að vafalaust hefðu þær . orðið aðrar og hærri hefðu þeir átt kost á að miða þær við það nýja viðhorf, sem skapaðist fyrir alla launþega, eftir að stuðn- ingslið núverandi ríkisstjórnar sam- þykkti að sækja 35—40 milj. króna á næstu 8 mán. í vasa alþýðu lands- ins, með 65—200% hækkun tolla á flestum nauðsynjavörum, meðan heildsalar og braskarar fá bezta næði j til að stunda þjóðskemmdarstörf sín | óáreittir. *. Blekkingar atvinnurekenda og afturhaldsins munu því falla mátt- vana. Tilraunir andstagðinganna til sundrungar munu líka mistakast með öllu. Samtök bílstjóranna nwnu reynast hlutverki sínu vaxin og sigra. „V erkamaðurinn“ er seldur á eftirtöldum stöðum: Fornbókad. Eddu h.f., Hafnarstr. Bókabúð Akureyrar. Skóvinnustofu Jóhanns Jónss. Verklýðshúsinu og I Verzl. Gústafs Jónassonar, . Gránufélagsgötu 18. 1 Verzl. Glerá, Glerárþorpi. Kveðjuhljómleikar. Eggert Stefánsson söngvari heldur kveðjuhljómleika í Nýja- Bíó í kvöld kl. 9. Námskeið fyrir kennara í handavinnu skólabarna verður haldið á Svalbarði við Eyjafjörð og hefst 28. maí næstk. Upp- lýsingar veitir símastöðin á Svalbarðseyri í fjarveru minni. — Halldóra Bjarnadótt- ir. Heimilisiðnaðarsýning verður haldin hér á Akureyri á vegum Heimilisiðnaðar- félags Norðurlands dagana 24.—26. þ. m. Sjá auglýsingu á 3ju síðu. Sósíalistar. Fundur í Sósíalistafél. Ak- ureyrar á mánudagskvöldið. Áríðandi mál á dagskrá. Mætið öll. Teikningar Mehntaskólanemenda verða til sýnis í nyrztu kennslustofu skólans, sunnudaginn 11. þ. m. kl. 10 f. h. til kl. 5 e. h. Skuldabréf Krossa- nesverksmiðjunnar FyrÍT skömmu boðaði stjórn Krossanesverksmiðjunnar blaða- menn og bæjarráð á fund sinn og skýrði form., Guðm. Guðlaugsson, nokkuð frá framkvæmduim og end- urbótum, sem hefðu verið gerðar á verksmiðjunni síðan bærinn keypti hana. Þessar framkvæmdir hafa að vonum orðið allfjárfrekar, t. d. hafa verið keypt ný, fullkomnari löndun- artæki, sem kosta munu uppsett kr. 500.000.00. Þá hefur þurft að bæta bryggjur og setja upp rafmótora og fl. Er ætl- ast til að þetta verði allt tilbúið fyr- ir næstk. síldarvertíð og standa von- ir til að verksmijðan geti þá unnið úr 3000 málum síldar á sólarhring. Fé það, sem bærinn hefur tekið að láni til kaupa á verksmiðjunni og endurbóta er samt kr. 1.530.000.00, en kaupverðsvíxilinn kr. 530.000.00 þarf að greiða upp í haust. Til þess að það verði hægt, hefur bæjarstjórn ákveðið að bjóða út skuldabréfalán. Skuldabréfin verða til tólf ára, en eftir tvö ár á að byrja að innleysa bréfin. Vextir verða 5% og eru það mjög hagkvæm vaxta- kjör fyrir þá, sem hafa ráð á því að leggja eitthvert fép slík bréf. Bréfin verða tilbúin til sölu einhvern næstu daga og munu verða auglýst í blöðunum þegar þar að kemur. Það er mjög nauðsynlegt að sala bréfanna takist vel og ættu bæjar- búar að setja stolt sitt í það að lána bænum umbeðna upphæð, með því vinna þeir tvennt: tryggja rekstur Krossanesverksmiðjunnar og koma peningum sínum á trygga og hag- kvæma vöxtu. Góð kýr ti] sölu hjá Sigurði Vigfussyni, Melgerði.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.