Verkamaðurinn - 22.08.1947, Blaðsíða 4
4
VERKAMAÐURINN
Jón Ingimarsson:
Hvað verður gert af hálfu bæjarfélagsins
til þ ess að tryggja íþróttafélögunum
sæmileg starfsskilyrði?
Það er nú orðið áhyggjuefni
margra íþróttamanna hér í bæ,
•hvernig og á hvern hátt, verði búið
að íþróttastarfsemi í bænum í fram-
tíðinni. Eins og.nú horfir, virðisit
ekki 'líða á löngu, þar til núverandi
íþröttasvæði lélaganna verði af
þeim tekið lundir húsbyggingar. —
Virðist svo, sem eklki sé fyrir hendi
nægileg fyrirhyggja og framsýni til
þess að ráða fuam úr því nú þegar,
hvar framtrðar-íþróttalsvæði bæjar-
ins verði fyrir komði. Óskir íþrótta-
félaganna hafa verið þær, að svæðið
amstan Brekkugtöu verði valið fyrir
íþróttasvæði. Ef. það yrði að ráði,
myndi það nægja ‘íþróttafélögunum
um langan tíma, þó skiptar skoðan-
ir kunni að vera um það, hvort hægt
sé að hugsa sér það, sem framtíðar-
svæði eða elkki. — Skilyrði frá nátt-
úrunnar hendi eru þarna mjög góð,
tiil þess að útbúa fullkomið áhorf-
endiasvæði, með itilltölulega litlum
kostnaði, miðað við það, sem ann-
ars staðar hefiur þurft að gera, t. d. í
Reykjavík. Að öðru leyti liggur
þetta svæði mjög vel við, og mælir
allt með því, að þessi staður verði
valinn. Þetta land, sem hér um ræð-
ir, er í einlkaeign, og mun bærinn
því þurfa að kaupa það fyrir hátt á
annað hundrað þúsund krónur til
þess að geta orðið við óskum
íþróttafélaganna. Mun það án efa
•vera mesta hindrunin fyrir því, að
ekki hefur neitt anaunhæft verið
gert í þessum málum ennþá. En
flestum ber þó saman um, að það
•verði að hugsa fyrst og fremst um að
íþróttafélögin hafi sæmileg starfs-
skilyrði, og láta þau ekki gjalda
þess, með því að láta þau bíða óþarf-
lga lengi eftir því að komið verði
upp fuflkomnu íþróttasvæði, þó að
nolkkur ár þurfi til að greiða hið
gífiurlega háa verð fyrir þetta land.
Þess iskal getið, að í fjárhagsáætlun
bæjarins eru veittar 50 þús. kr. til
íþróttasvæðis og aðrar 50 þús. kr. til
sundstæðis. Er þetta ekki mikið fé,
en þó nokkur byrjiun.
Annað aðkallándi verkefni bíður
einnig úrllaushar, en það er að korna
upp yfirbyggðri sundlaug austan
við sundstæði bæjarins. Hefur
nokkuð verið unnið að því undan-
farið, að gera teikningar og kostn-
aðaráætlun. Hér er miikið og stórt
verkefni fyrir höndum, sem þolir
ekki langa bið. Aðstöðunni við
sundstæði bæjarins er orðið mjög
ábótavant, og ber brýna nauðsyn til
þess, að hafi/.t verði handa ura fram-
kvæmdir til úrbóta. Núverandi
búningsklefar eru algerlega ófærir
og óviðeigandi og þörfin á yfir-
byggðri súndlaug fer vaxandi með
hverju árinu sem líður, til þelss m.
a. að geta stundað sundlkennslu við
sæmileg starfsskilyiði allt árið um
kring; og fl.
Öillum er ljós nauðsyn. þessara
framkvæmda, en það er aðeinis
deyfðin og hugsunarleysið, sem
veldur því, að lítil sem ekkert'hefmr
að þessum máluin verið unnið.
i| *
Þessar 'fáu líniur mínar eru því
fram settar til þess að styðja þá, sem
hafa reynt að halda þessum áhuga-
málum vakandi, og vekja hreyfingu
um það, og væiri æslkilegt og íþrótta-
og áhugamenn létu táil sín heyra um
þessi mál, er ske kynni að það yrði
til þess; að einhverjar framkvæmdir
yrðu hafnar.
Mótor
f—2ja hestafla rafmagnsmótor
óskast keyptur.
A. v. á.
TILKYNNING
trá Fjárhagsráfli
til iðnfyrirtækja, sem nota skammtaðar bygg-
ingavörur.
Þau iðnfyrirtæki, sem nota trjávið, sement, steypustyrktar-
járn, krossvið, þilplötur eða einangrunarplötur við fram-
leiðslu sína, skulu senda Fjárhagsráði umsókn um innkaupa-
heimild fyrir þessum vörum sem fyrst.
í umsókninni skal tilfæra væntanlega þörf fyrirtækisins á
tímabilinu 15. ágúst til 31. des. 1947, sundurliðaða skrá yfir
innflutning og innkaup á tímabilinu 1. jan. til 14. ágúst 1947
og einnig á árinu 1946.
Fyrirtækin eru beðin að hafa umsókn þessa sem nákvæm-
asta og ýtarlegasta, þannig að afgreiðsla ekki tefjist vegna
ónógra eða vantandi upplýsinga.
'Reykjavík, 13. ágúst 1947.
' Fjórhagsróð.
HITT og ÞETTA
(Framhald af 3. síðu).
einu, 1—2 daga hvert sinn. En hvergi hef
eg getað fundið almenningssalerni í þess-
. um bæ, sem virðist þó vera hin mesta
þörf, m. a. vegna þeirra mörgu ferða-
manna sem heimsækja þennan bæ árlega.
Er það vissulega bæjarstjórnarinnar hér
að ráða bót á þessu vandræða ástandi
sem allra fyrst.
*
BÍÓGESTUR ENN.
Fyrir stuttu síðan skrifaði eg blaðinu
og spurðist fyrir um það, hvers vegna
Skjaldborgarbíó auglýsti ekki myndir sin-
ar i Verkamanninum eins og Nýja-Bíó
hefur gert. Eg hef nú heyrt að Stefán Ág.
Kristjánsson, Sjúkrasamlagsforstjóri hér,
hafi með þetta að gera ásamt fleiru, og
hafi hann brugðist reiður við þessari fyr-
irspurn minni, og haft við orð um, „að
ekki yrði auglýst í blaðinu fyrst um sinn,
sökum þess“. Aumingja maðurinn, mikið
á hann bágt. En stuttu síðar birti blaðið
Dagur mjög lúalega frásögn um Skjald-
borgarbíó. Svo mér datt í hug: Skyldi
þessi Sjúkrasamlagsforstjóri ekki setja
auglýsingabann á Dag fyrir tilvikið? Nei,
það gerði hann ekki, sá góði maður. —
Óskiljanleg afstaða það!
Bíógestur.
*
EIÐSVÖLLUR.
Eg hef lesið tilkynningar frá Sölunefnd
setuliðseigna um það, að það sé ekki
hennar sök, þó landssvæði þau, sem setu-
liðsskálar stóðu á, hafi ekki verið hreins-
uð, heldur þeirra er keyptu skélana af
nefndinni. Mér hefur oft sárnað að sjá
hvernig gengið hefur verið frá Eiðsvellin-
um. Mér er sagt að nokkrar Sjálfstæðis-
hetjur hafi keypt braggana, sem þar
stóðu, með þeirri kvöð vitanlega, að laga
landið er braggarnir færu. Nú eru bragg-
arnir' farnir, en landið lítið sem ekkert
lagfært. Verður að gera þá sjálfsögðu
kröfu til þeirra, sem græddu stóran pen-
ing á því að kaupa og selja þessa bragga,
að þeir lagfæri landið tafarlaust.
Oddeyrarbúi.
*
BREYTT UM TÓN.
Það hefur löngum verið uppáhalds-
iðja Framsóknarblaðanna að útmála ógn
þá og skelfingu, sem „Reykjavíkurvald-
ið“ boðaði í dreifbýlinu. „Dagur“ hefur
alveg sérstaklega tekið gúlinn fullan
hvað þetta snertir og heimtað t. d., að
hin ráðamestu ráð í Reykjavík, eins og
nýbyggingarráð og viðskiptaráð, settu
N
upp útibú hér og þar um landið, til þess,
að menn utan af landi, sem eitthvað
þurftu að sækja undir þessi ráð, þyrftu
ekki að ómaka sig til Reykjavíkur, held-
ur gætu fengið sig afgreidda í hinum
ýmsu kaupstöðum.
Þess er skylt að geta, að sjaldan hefur
„Dagur“ komizt nær því að berjast við
hlið réttlætisins fyrir góðum málstað, en
einmitt í þessum hamförum sínum gegn
„Reykjavíkurvaldinu“, og þess vegna er
sárara til þess að vita, að hann skuli nú,
þegar Framsókn er komin í stjórnarað-
stöðu, leggja blessun sína yfir ýmislegt,
sem beinlínis miðar að því, að auka og
margfalda þetta hræðilega „Reykjavík-
urvald“, sem hann þóttist berjast gegn
áður.
Nú alveg nýverið hefur hið mikla
Fjárhagsráð (Magnúsar-óráð) tilkynnt
öllum alndslýð, að hér eftir sé mönnum
með öllu óheimilt að ráðast í hvers kon-
ar byggingarframkvæmdir nema að þeir
hafi leyfi til þess frá ráðinu, sem hefur
sinn eina samastað í Reykjavík. Og ekkú
nóg með það. Hér eftir geta menn ekki
keypt sér spýtubrek til að krækja hrynj-
andi húskofa hjá sér, nema að þeir hafi
„bevís frá Magnúsi Jónssyni.
Við þetta hefur hinn skeleggi málsvari
dreifbýlisins, „Dagur“, ekkert að at-
huga.
*
TVENNS KONAR RÍKISVALD.
Þá mæti í þessu sambandi einnig
spyrja hið virðulega Framsóknarblað,
hvort því finnist öll afskipti hinna nýju
ráða af verzlunar-, atvinnu- og fjármála-
lífi þjóðarinnar miða að auknu þegn-
frelsi, en minnkandi valdi þess opinbera
yfir athafnalifinu i. lnnHifin Rn oins og
menn muna, hefur „Dagur“ ósjaldan pré-
dikað fjálglega um hættu þá, sem þjóð-
félaginu stafaði af síauknum afskiptum
ríkisins af hag og hátterni einstaklingsins.
Nú sannast það, að Framsókn er ekki
andvíg auknu ríkisvaldi, ef það eru að-
eins fáir og stórir, sem með það vald
fara, en hún er andvíg því að fjöldinn,
fólkið sjálft, setji lög, sem ALLIR verða
að lúta, án tillits til titils og stöðu.
Sósíalistar, Akureyri!
Munið að skrifstofa félagsins er í
Brekkugötu 1. Félagar eru áminntir
um að koma á skrifstofuna.
Opið daglega kl. 4—6.30.
Augljsing
frá Viðskiptanefnd um
skömmtun á kaffi
Samkvæmt heimild í reglugerð útgefinni í dag um skömmtun
á kaffi, hefir verið ákveðið, að frá og með 14. ágúst 1947 skuli
stofnauki no. 10 á núgildandi matvælaseðli gflda sem inn-
kaupaheimild til 1. okt. þessa árs fyrir 375 gr. af brenndu og
möluðu kaffi eða 450 grömmum af óbrenndu kaffi.
Reykjavík, 13. ágúst 1947.
Viðskiptanefndin.