Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.04.1948, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 16.04.1948, Blaðsíða 3
Föstudaginn 16. apríl 1948 VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritstjóri: Þórir Daníelsson Blaðstjóm: Ásgrímur Albertsson Eyjólfur Árnason Jakob Ámason Blaðið kemur út hvern föstudag í lausasölu 40 aura eintakið Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalista- Sélags Akureyrar, Brekkugötu 1 Sími 516 Prentverk Odds Bjömssonar Sjómenn sigruðu ÍTÖLSKU KOSNINGARNAR Með hótunum um eilífa útskúfun, hungur og atomstríð hyggst afturhaldið að sigra undir forustu Bandaríkjanna Sjómannadeilunni er lokið með sigri sjómanna. Sjómannaféálag Akureyrar hefur gert samning, sem felur í sér beztu kjör á togbátum á landinu. Þetta er ekki fyrst og lremst sig- ur yfir útgerðarmönnum hér við Eyjafjörð, heldur miklu fremur sig- ur gegn launaskerðingaráformum hrunstjórnarinnar. Það mun haft fyrir satt, að útgerðarmönnum liafi 'verið harðbannað að ganga inn á nokkrar kjarabætur frá peiin smán arsamningum, sem Sigurjón Á. Ól- afsson og sáluíélagar hans í Sjó- mannatélagi R_eykjavíkur sömdu um í vetur, án þess svo mikið að lát asjómenn vita fyrr en allt var um garð gengið. t>að er ekki úr vegi að gera sér þess enn einu sinni nokkra grein, hvernig Sjómannatélag Reykjavík- ur, sem einn af áhrifamönnum Sjálfstæðisílokksins segir að sé ekki félag sjómanna, heldur starfsmanna hjá stórútgerðinni, hefur haldið á málum umbjóðenda sinna, sjó- mannanna. Sem stærsta sjómannafélag á iandinu, ber því vitanlega sú sið- ferðilega skylda, að hafa forystu um kjarabætur sjómannastéttarinnar, eins og t. d. Dagsbrún hefur forystu um kjarabætur vferkamanrta. Þetta hlutverk hefur Sjómannafélag Reykjavíkur rækt þannig, að sjó- menn eiga nú við lökust kjör að búa allra vinnandi manna í þessu landi og mun ekki fjarri því að þeir sem lökust kjörin hafa séu vart meira en matvinnungar. Formaður Sjómannaiélags Rvíkur heliir hins vegar sýnt það nú undanfarið, að hann er genginn á mála hjá aftur- lialdinu og hefur æ ofan í æ greitt atkvæði svívirðilegustu launaskerð- ingu verkalýðsins, svo sem auknum tollum og þrælalögunum frá því í vetur. Með eindæma fáránlegu og ólýðræðislegu kosningafyrirkomu- lagi er sjómönnum gert mjög erfitt fyrir um að losna við þennan drag- bít, sem liggur eins og mara á þeim og öllum verkalýðssamtökum í 'andinu. Þegar þessa er gætt, verður það ^Hum ljóst, að sjómenn á Akur- eyri. með hinni öruggu forustu for- manns Sjómannafélags Akureyrar, Uyggva Helgasonar, liafa unnið mikinn sigur. Þeir hafa sýnt að þeir bafa yfir meiru afli að ráða en svo, að þeir láti auvirðilega þjóna ríkis- stjórnarinnar, eins og Sigurjón Ól- Næstkomandi sunnudag fara fram þingkosningar á Ítalíu. Sjaldan eða aldrei hefur þingkosninga verið beðið með jafn mikilli og almennri eftirvæntingu. Afturhaldið, með Bandaríkjaauðvaldið í fylkingar- brjósti, leggur til þessarar orrustu með öllum sínuin lengstu og breið- ustu spjótum. Síðustu 4 mánuðina hefur afturhaldsstjórnm á Ítalíu tekið á móti 20,000 til 25,000 tonn- um af „gömlum skotfærum“ og skriðdrekum frá hernámssvæði Bandaríkjanna í Þýzkalandi, sam- kvæmt opinberum tilkynningum í Washington. Blöðin þar hafa birt fregnir um það, að frá bandaríska hernámssvæðinu hafi verið send rnörg vagnhlöss af brynvörðum bíl- um, vélknúnum fallbyssum og skot- færum til Ítalíu, sem svar við beiðni frá ítölsku stjórninni. Páfastóllinn liefur ekki aðeins hótað að gera þá kjósendur, sem greiða Þjóðfylking- unni atkvæði, brottræka úr kirkj unni, heldur hefur hann nú einnig hótað að ofsóknunum skuli verða haldið áfram eftir dauðann. Tiss erant kardínáli, sem er meðlimur páfastjórnarinnar, segir í umburð arbréfi til presta og safnaða, að þeir katólskir rnenn, sem „styðja eða boða kenningu marxismans", muni ekki verða greftraðir í vígðri mold. í páfagarði er reiknað með því að þessi hótun beri sérstaklega góðan árangur meðal hinnar ómenntuðu og hjátrúarfullu bændaalþýðu Suður-Ítalíu. Stjórnir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands hafa lýst því yfir að þær muni nú krefjast þess, þvert of- an í ákvæði ítölsku friðarsamning- anna, sem voru undirritaðir af 21 þjóð, að Ítalía fái hafnarborgina Trieste. Það er ekki nýtt að Banda- ríkin svíki loforð sín. Undirskriftir Bandaríkjastjórnar eru ekki mikils virði, sbr. t. d. einnig svik liennar í Palestínumálinu. En bandaríska afturhaldið er ekki ciruggt um að hótanir páfa- stólsins urn eilífa útskúfun og Tri- este-beitan nægi til að tryggja ítalska afturhaldinu sigur í kosning- un, um yfir Þjóðfylkingunni. Artier- ísk herskip hafa verið send til ítalskra hafna (Bandaríkin og Bret- land liafa líka enn fjölmennt setulið í Ítalíu) og hlaðin vöruflutninga- skip eiga að koma þangað á vegum Marshalláætlunarinnar, rétt fyrir kosningarnar. Og til að árétta allt þetta afskiftaleysi af innanlandsmál- um Ítalíu, bótaði Truman [ni í ræðu sinni á dögunum, að Banda- ríkin mundu alls ekki þola það að vinstri öflin sigruðu í kosningun- urn. ítölum hefur þá ekki aðeins sprengju og öðrum þess háttar náð- armeðölum hins bandaríska lýð- ræðis, íhlutunarleysis og kristin- dóms. En þrátt fyrir þessa freklegustu og ósvífnustu íhlutun hins erlenda afturhalds, undir forustu Banda- ríkjanna, eru dollarajöfrarnir nötr- andi af ótta við að ítalska Þjóðfylk- ingin hljóti meiri hluta atkvæða í kosningunum. Eitt er víst, að afturhaldið mun einskis svífast til að reyna að tryggja kosningasigur sinn. Hvernig þau iirslit verða, undir þessum einstæðu kringumstæðum, skal engu spáð, en sterkar stoðir renna undir það, að Þjóðfylkingin mundi. vinna glæsilegan sigur, ef erið hótað því að Bandaríkin muni um frjálsar kosningar væri að ræða. neita þeim um alla aðstoð, heldur ! hreint og beint hótað með atom- j x—t. „Við skulum verða ennþá betri vinir eftir stríðið/* Sumarið 1943 fóru skip að korna Fyrrnefndur Vinlock ofursti var til Bandaríkjanna með þýzka stríðs- yfirmaður í Brakenbridge-fanga- fanga. Þessir flutningar fóru smám búðunum (í Kentucky-ríki). Eftir sarnan í vöxt. í stríðslokin höfðu að nazistarnir þar hötðu drepið 3 yfir ein miljón hermanna og yfir-1 virka and-fasista, tók Vinlock það manna Hitlers verið fluttir til til bragðs að aðgreina iangana í Bandaríkjanna. „góða" og „vonda". Það kom í ljós Hermálaráðuneyti og utanríkis- og hinir „góðu“ Þjóðverjar voru málaráðuneyti Bandaríkjanna j nazistar í húð og hár. Þesskonar afsson, segja sér fyrir verkum. Öll þau öfl, sem afturbaldið bef- ur yfir að ráða, og þorir að heita, er nú stefnt gegn verkalýðssamtökun- um í landinu. Enn hefur ekki tekist | að brjóta skarð í hina þéttu fylk- , ingu atþýðunnar, heldur hefur luin ■ þvert á móti styrkst við hverja nýja árás ríkisstjórnarinnar, og hrundið þeim árásiim, sent á hana hafa verið ' gerðar. Síðasti sigurinn eru samningar Sjómannafélags Akureyrar, og öl 1 alþýða landsins samfagnar félaginu i yfir unnum sigri. höfðu undirbúið rækilega móttöku fanganna, látið byggja fangabúðir og skipað þar yfirmenn og eftirlits- menn. Einnig höfðu verið gerðar áætlanir löngu tyriríram uiij það, hvernig áróðrinum skyldi liáttað meðal fanganna og í því sambandi gefið út kynnstur af ritum og bækl- ingum. Strax á árinu 1943 hafði náðst algert samkomulag milli fyrr- nefndra tveggja ráðuneyta un> grundvallarreglurnar í starfinu meðal þýzku fanganna, meginregl- ur, sem allir hernaðarlegir og ó- breyttir starfsmenn í fangabúðun- um áttu að fara eftir. Þessar meginreglur voru settar fram, á ráðstefnu sem haldin var með starfsfólkinu í fangabúðunum 27. júlí 1943, at Vinlock ofursta, fulltrúa hermálaráðuneytisins. Hann sagði: „Okkur hefir verið falið það hlut- verk að ala upp kjarna íneðal Þjóð- verjanna, sem hægt verði að nota til að efla vald Ameríku og fram- kvæma pólitík okkar í sjálfu Þýzka- lahdi eftir að Bandaríkjamenn hafa hernumið það. Við verðum að velja slíka kjarna meðal Þjóðverjanna, sem eru traustir,þrátt fyrir það að þeir séu fasistar eða ekki fasistar. Orðin „fasisti" og „nazisti" eigum við yfirleitt að strika út úr orða- bókum okkar. Minnist þess, að fyrir okkur Ameríkumenn geta þjóðern- rsjafnaðarmennirnir (nazistarnir), sem fram að þessu hafa verið óvin- sælir, verið og munu verða hent- ugri með tilliti til framtíðar Evrópu lieldur en ýmsir andfasistar. og lýð- ræðissinnar yfirleitt.... Við Am- eríkumenn munum koma á röð og reglu í Þýzkalandi og Evrópu, og til þess þurfum við fjcilmarga kjarna sem eru skyldir okkur hvað snertir hugsjónir og lífsskoðanir. . . . Þjóðverja flutti Vinlock í betri húsa kynni. Þeir fengu betri mat og iangabúðareglurnar voru ekki eins strangar þar, m. a. fengu þeir leyfi til að fara í borgina. „Við og þið,“ sagði Vinlock of- ursti við þessa nazista, „erum nú í stríði livor gegn öðrum. En styrjöld- in geisar langt hér frá, og hér erum við skoðanabrœður og vinir..... Eftir stríðið skulum við verða enn- þá betri vinir....“ Fangabúðirnar, sem nazistarnir voru í, voru þannig innréttaðar að þeirn fannst eins og þeir væru lieima hjá sér. Framkoma þeirra var eftir því. Þeir báru öll sín tignarmerki með hakakrossinum og öðru til- heyrandi, sungu fasistasöngva, héldu hátíðlegan afmælisdag Hitl- ers og aðra hátíðisdaga nazista — dsarnt ameriska starfsfólkinu. Bragg- arnir í þessum fangabúðum báru nöfn eins og t. d. „Villa Hitler", „Villa Göring" og „Villa Goebbels" Þessir skoðanabræður og vinir Bandaríska afturhaldsins hafa nú verið fluttir til Þýzkalands og íal- in þar trúnaðarstörf af hernáms- liði vesturveldanna. Bernhard Shaw um Mazaryk Hinn heimsfrægi rithöfundur Bernhard Shaw sagði, þegar hann heyrði fréttina um sjálfsmorð Jan Masaryk, utanríkisráðherra Tékkó- slóvakíu: „Við höfum misst bezta vin okkar í Evrópu, ett við verðum sjálfir að taka mikið af sökinni á okkar herðar. Það er sorgleg af- ieiðing af því að við höfnuðum hinu viturlega fordæmi hans.“

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.