Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.05.1948, Qupperneq 2

Verkamaðurinn - 28.05.1948, Qupperneq 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 28. maí 1948 Templarar samþykkja ýmsar ályktanir um auknar áfengisvarnir Frá vorþingi Umdæmisstúkunnar Överland vill að íslendingar láni land sitt sem herstöð En hann telur ekki æskilegt, að Norðmenn geri það Norska skáldið Arnulv Överland dvelur nú hér á landi í boði Norræna félagsins. Hefur hann haldið nokkra fyrirlestra um einræði og lýðræði. Aðalefni þeirra hefur verið níð um Sovétríkin og lofsöngur um hið „vestræna lýðræði". Hann bað íslendinga að færa þá fórn að ganga inn í hernaðarbandalag Vestur-Evrópu til verndar norrænu frelsi (!) og veita Bandaríkjunum herstöðvar á Islandi. NYJA BIO............. sýnir í kvöld: SONJA i Áhrifamikil og vel leikin i sænsk kvikmynd, gerð sam- j kvæmt leikriti eftir Her- | bert Grevenius. Myndin er = frá Terrafilm, samin af | Gösta Stefens og Hampe Faustman. 1 Leikstjóri: I Hampe Faustman. i Aðalhlutverk: f BIRGIT TENGROT.H ! Ake grönberg { STURE LAGERWALL I ELSIE ALBUN. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyri dag- ana 22. og 23. maí sl. Á þinginu mættu 25 fulltrúar frá Akureyri, Siglufirði og Sauðárkróki. í um- dæminu eru starfandi 5 undir- stúkur með samtals 780 félögum og 13 bamastúkur með samtals 1578 ungtemplurum. Á árinu hafði að tilhlutun Umdæmisstúk- unnar farið fram regluboðun í Skagafirði en félagar úr fram- kvæmdanefndinni höfðu heimsótt barnastúkumar á Húsavík, Hrís- ey og Ólafsfirði. Þá gekkst Um- dæmisstúkan fyrir almennum borgarafundi um áfengismál á Akureyri í vetur. Á þinginu flutti Brynleifur Tobiasson erindi um norræna bindindismótið í Stokkhólmi sl. sumar. Á eftir er- indinu sungu þeir Jóhann Kon- ráðsson og Kristinn Þorsteinsson tvísöng. Á þinginu voru samþykktar ýmsar tillögur um reglumál og áfengisvarnir. Helztar voru þess- ar: Frá útbreiðslunefnd: Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 felur framkvæmdanefnd sinni að efna til útbreiðslustarf- semi í öllum sýslum og bæjarfé- lögum í umdæminu næsta vetur, ef þess er nokkur kostur. Væntir þingið þess, að framkv.nefndin undirbúi starfsemi þessa í tæka tíð, svo að hún geti byrjað þegar á haustnóttum. Frá löggæzlunefnd: 1. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5, haldið á Akuretyri dagana 22.—23. maí 1948, beinir áskorun til templara um land allt: a) Að vinna sem ötullegast að algjöru áfengisbanni. b) Að styðja þá eina menn til opinberra starfa, sem vitað er um að séu bindindismenn eða hlynntir starfsemi bindindis- manna og líklegir til að vinna gegn áfengisbölinu hvar í stétt eða stöðu sem þeir eru. c) Að stuðla að því, að drykkjumannahæli verði bvggt og starfrækt sem fyrst. d) Að komið verði ó nýrri lög- gjöf, sem taki til rpanna þeirra, sem nú eru vandræðamenn þjóð- félagsins vegna ofdrykkju, og heimili löggjöf sú þá meðferð mála þeirra, sem nauðsynleg er, en sem nú er óframkvæmanleg. e) Að vinna að því að bindind- isfræðsla í skólum verði aukin og áfengismálaráðunaut ríkisins verði falið að hafa meiri afskipti af þeim málum en hingað til hef- ir verið. f) Að vinna eindregið að því, að hætt verði að veita áfengi í veizlum og samsætum, sem ríki eða bæjar- og sveitarfélög halda. 2. Vorþingið skorar á Alþingi að veita ríflegan styrk til Regl- unnar og byggingu bindindisKall- ar í Reykjavík, en mótmælir því eindregið, að hann sé á nokkurn hátt bundinn við tekjur af áfeng- issölu ríkisins. 3. Að gefnu tilefni lýsir vor- þingið óánægju sinni yfir vín- veitingum þeim sem fram hafa farið í veizlum þeim, sem Akur- eyrarbær hefir haldið í vetur og skorar á bæjarstjóm að veita ekki í veizlum þeim, er hún gengst fyrir framvegis. Á eftir fyrirlestri, sem Överland hélt í Stúdentafélagi Reykjavíkur beindu þeir Haukur Helgason, Jón- as Haralz, Steinþór Guðmundsson og séra Jóhann Hannesson m. a. eftirfarandi spurningum til hans: Hvort hann teldi ekki jafn-nauð- synlegt að aðrar Norðurlandaþjóð- ir en Islendingar láti Bandaríkjun- um herstöðvar i té (Haukur), hvoft frelsinu stafaði ekki hætta af fas- istiskum öflum meðal vestrænna þjóða, eða hvort eina hættan væri úr austrinu (Jóhann), hvort hann væri ekki með málflutningi sín- um að hindra friðsamlegt sam- komulag andstæðra afla í heimin- um, en slíkt samkomulag hlýtur að teljast eina von mannkynsins eins og stendur(Steinþór). Öllum þessum spurningum svar- aði Överland út í hött, svo að á- heyrendur voru engu nær um skoð- un hans á þessum málum, nema helst að hann teldi bandarískar í Ungverjalandi fó konur nú sama kaup og karlmenn fyrir sömu vinnu og menn öðlast kosningarétt og kjörgengi þegar þeir eru orðnir 18 ára. Framleiðslan er nú orðin 80% meiri en 1938. Eitt af meginatriðunum í kosn- ingastefnuskrá ítölsku Þjóðfylk- ingarinnar voru róttækar breyting- ar á landbúnaðarmálunum, Það,er staðreynd, að Páfastóllinn er stærsti landeigandinn á Italíu. — Sern dæmi um ástandið í landbún- aðarmálunum í Ítalíu má nefna ástandið í Lazio, héraðinu um- hverfis Róm. Þar eiga 381 fjöl- skylda 2/3 af landinu meðan 400.000 bændur eiga engan jarð- arskika. 107.000 fjölskyldur eiga IV2 hektara hver, en jarðeigandi eins og macese Saccellti á 24.000 hektara, prins Torlonio á einnig 24.000 hektara, prins Ruspoli 6000 hektara, Monnzolini, sem jafn- framt er stóriðjuhöldur, á 5000 hektara og Vaselli 5000 hektara. Þetta er aðeins eitt hérað á Ítalíu, það væri hægt að nefna fjölda- mörg dæmi álíka, og á Suður-Italíu er misréttið í skiptingu landsins ennþá meira. Það er m. a. þetta jafnrétti og lýðræði, sem enska jafnaðarmannastjórnin og Truman leggja kapp á að viðhalda. Sem dæmi um hið „kristilega“ framferði Páfastólsins í sambandi við kosningarnar á Ítalíu 18. apríl sl„ má nefna að í' bænum Frosin- one í Mið-Ítalíu hélt presturinn sérstaka guðsþjónustu í tilefni af kosningunum og lét söfnuðinn skríða á hnjánum eftir kirkjugólf- inu upp að altarinu og sverja á leiðinni að greiða Kristilegum lýð- ræðissinnum (flokki Gasperis) at- herstöðvar í Noregi ekki æskileg- ar. Jónas Haralz benti Överland ó, hvernig stjómmálaástandið væri nú á íslandi og hvaða öfl það væru sem mest lofuðu hann og málflutn- ing hans, sem sé svartasta aftur- haldið og minnst dulbúnu Banda- ríkja-agentamir. Överland hefur ekki haft þann boðskap að flytja íslenzku þjóð- inni, sem neinn hljómgrunn fær meðal hennar, þvert á móti kem- ur hann fram sem stuðningsmaður þeirra afla, sem engu fylgi eiga að fagna, og öll þjóðin að undantekn- um nokkrum auðmönnum fyrirlít- ur. Sverrir Kristjánsson og Halldór Kiljan Laxness hafa undanfarið ritað um málflutning Överlands í Þjóðviljann og einnig hefur Jó- hannes úr Kötlum skrifað merki- lega grein um hann í nýjasta hefti Réttar. kvæði. í bænum Montelanico Testaccio á Suður-Italíu sagði presturinn að Þjóðfylkingin mundi myrða páfann og De Gasperi um leið og þeir kæmust til valda og síðan mundu þeir taka alla kat- ólska menn af lífi. Þegar þess er gætt að 99% ítölsku þjóðarinnar er,katólskur og aragrúi manna.hvorki læs né skríf- andi og hjátrúarfullur, verður það að kallast þrekvirki að Þjóðfylk- ingin skyldi fá um 8 milljónir at- kvæða eins og allt var líka í pott- inn búið að öðru leyti. Eftir að kosningaúrslitin í Ítalíu urðu kunn, 'streymdu þúsundir manna inn í Kommúnistaflokkinn. í Milano gengu t. d. 600 í flokkinn á einum degi og í Chioggi 1600, að- allega konur. 4V2 milljón negrar í Suðurrxkjum Bandaríkjanna munu ekki hafa kosningarétt við forsetakosning- arnar í haust. Af 5 milljónum negra hafa aðeins 600 þusund kosningarétt. Þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um að engum amerískum borgara megi neita um kosningarétt vegna kyn- þáttar hans, samþykkir hvert Suð- urríkið á fætur öðru ný lög til þess að útiloka negrana frá því að taka þátt í forsetakosningunum. í nýju lögunum í Lousiana er t. d. ákvæði um það, að menn verði að hafa gagnfræðapróf f'1 öðlast kosn- ingarétt! Þetta þýðir að næstum því hver einasti svertingja-verka- maður er útilokaður frá því að kjósa. Þetta er lýðræðið, sem Magnús Jónsson ritstjóri „ísl.“, og Haukur Snorrason ritstj. Þorst, M. Jónssonar skólastjóra lofa hástöf- um. »11111111111 ■ ■ 1111111111 11■I■I■■■•I■■1111■11 1111II •111III■1111MI■II■I■■111■11I■1111 ■■11■■■■■■■■•■ II • 11111 i I ■ I ■■■ 111 M | ÞÆR K0NUR, sem vilja hvíla sig á vegum Mæðrastyrksnefnd- ar Akureyrar í sumar, sæki um það sem fyrst. Uþplýsingar á skrifstofu nefndarinnar, Brekku- götu 1, opin frá kl. 5—7 á mánudögum og föstu- dögum. Mæðrastyrksnef ndin. ill MMItllUtlMMIMIIIIMIIII IMItlMMMMIII 1111111 ■ II MMM MMI•II•IMII• III MM••IMMI MMIIIIIIIIIIIII MMIIMIMMMMMIfMMIM 1141IIIII IIIMIIIMMIMMIMIIIMIMIIIIIIMMIIIMIIIIMIMMIIMIIIMIIMIMIMMMMMIIIMMIMMMIIII T tlkynning .$ frá Fjárhagsráði: Að gefnu tilefni vill Fjárhagsráð vekja athygli á að reglur þær, sem settar voru á síðastliðnu ári um bann j við byggingu bílskúra og steingirðinga, eru enn í gildi, og verða þeir, sem brotlegir gjörast, tafarlaust látnir sæta ábyrgð. Fjárhagsráð. .........IMIIMIIIMIII.....MMMMMMMI IIIIMIIMIIillMIIIIIMMMI IIMMMMMIMMMMMII IIMMIMMMIMIMMIMI Gagnfræðaskóli Akureyrar Skólanum verður slitið mánudaginn 31. maí 1 næstkomandi, kl. 8.30 síðdegis. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri. .................................................................................... »IIIMIMMIIIIMIIIIMHIIIIMIIIMIHIIIMIMMMIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIMIIIMIIM(IIIIMIIIIIMMIIIIIIIMHIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIII|hJ Akureyri-Reykjavík Tökum vörur til flutnings milli Akureyrar og [ Reykjavíkur. — Tilkynningum um vörur veitt móttaka daglega. J | BIFREIÐASTÖÐIN STEFNIR S.F. £ Sími 218. —- Akureyri. j^HIIMMMIIIMIIlMMIIMMIIIIIIIMlhlllMIMIIMMMIIIIMIIIIIIIIIMIIIMIIIIIMIIIMIIMMIMIMMIIMIIIIIIMIIMIIIIIMMIIIMIMMlÍ! J|IIMIIIMIMIIIMIMMMMIIMMMIMMMIIIMMIMIIIIMMMIIIIIMMIiniMIMIMIIIIMMMIMMIIMMMMMMMMMMMIMMIMIMMMII««; Ef yður vantar T cekifcerisgjajir þá munið Gullsmíðavinnustofu Ásgríms Albertssonar, Gránufélagsgötú 4. IIIMIMIMIIMtMMIMIMMMMMMIIIIMMIMIMI .IMMMMMIMIMM.iMMMMMM AUGLÝSIÐ í VERKAMANNINUM Ur ýmsum áttum

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.