Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.06.1948, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 25.06.1948, Qupperneq 3
Föstudaginn 25. júní 1948 VERKAMAÐURINN 3 Menntaskólinn útskrifar 44 stúdenta Tíu ára stúdentar færðu skólanum kvikmyndavél að gjöf Að venju var Menntaskólanum á Akureyri sagt upp 17. júní. Að þessu sinni útskrifaði skólinn 44 stúdenta .Skólameistari, Þórarinn Björnsson, sagði nokkuð frá starf- semi skólans sl. vetur. Einnig minntist hann mjög hlýlega fyrr- verandi skólameistara Sigurðar Guðmundssonar og konu hans frú Halldóru Ólafsdóttur, einnig eins fyrrverandi kennara við skólann, Lárusar Bjarnasonar, sem þarna var staddur. Þá tók til máls, fyrir hönd 10 ára stúdenta, Friðfinnur Ólafsson viðskiptafræðingur og afhenti hann skólanum að gjöf kvik- myndasýningarvél en skólameist- ari þakkaði. Að þessu loknu afhenti skóla- meistari hinum nýju stúdentum prófskýrteini sín, en að lokum ávarpaði hann þá með nokkrum kveðjuorðum. Eins og getið var í síðasta blaði hlaut Sölvi Eysteinsson hæstu einkunn að þessú sinni, 7,52 (ágætiseinkunn), en að öðru leyti hlutu stúdentamir þessar eink- unnir: Máladeild: Arnbjörn Ólafsson, N-Þing„ I. 6.86, Baldvin Tryggvason, Ef. I. Björn Önundars., N.-Þing., I. 6,52, 7,13, Einar Árnason, Rvík, I. 6,21, Friðrikka Gestsdóttir, Seyðisf. I. 6.87, Grímur Helgason, Seyðisf.. I. 6,41, Guðrún Tómasdóttir, G.- Kjós-d- 7,14, Hafsteinn Baldvins- son, Hafn., I. 6,80, Hallveig Ólafs- dóttir, Árn., I. 6,00, Ingimar Sveinsson, S-Múl., I. 6,38, Jó- hanna Friðriksdóttir, Skag., I. 6,62, Jón Hilmar Magnússon, Ak., II. 5,85, Jón Hjálmarsson, Skag., I. 7,14, Ólöf Stefánsdóttir, Ak., I. 6,99, Ragnar Fjalarr Lárusson, Sag., I. 6,07, Ragnhildur Svein- bjarnardóttir, Rang., I. 6,61, Soffía Erlendsdóttir, S-Múl., I. 6,15, Sváfnir Sveinbjamarson, Rang., I. 7,08, Sverrir Jóhannesson, Ak„ I. 6,22, Sölvi Eysteinsson, Hún., I. ág. 7,52, Þorsteinn Arason, Rvík II. 5,39, Þóra Jónsdóttir, S-Þing„ I. 6,86, Indriði Gíslason, N.-Múl., II. 5,93, Bjarni Jónsson, Rvík, I. 6,02. Stærðf r æðidei 1 d: Alfa Hjálmarsdóttir, Ak„ II. 5,41, Ari Brynjólfsson, Ef,. I. 6,95, Ásmundur Pálsson, S.-Múl., I. 7,01, Frosti Sigurjónsson, N.-Múl., II. 5,57, Guðmundur Cunnarsson, Ak„ I. 6,43, Halldór Guðmunds- son, Hafn., II. 5,92, Indriði Páls- son, Sigl„ I. 6,06, "ísak Guðmann Ak„ I. 6,06, Jón Erl. Þorláksson, N-Þing„ I. 7,07, Jón Hafsteinn Jónsson, Skag., I. 7.31, Jón Hnefill Aðalsteinsson, N.-Múl., II. 5.93,’ Karl Ómar Jónsson, Ak„ I. 6.25, Ófeigur Eiríksson, Ak„ II. 5.11, Ólafur Tómasson, Ak„ II. 5,24, Ragnar Árnason, S.-Þing„ I. 7.33, Sigurður Sigvaldason, N.-Þing„ I. 6,58, Stefán Kai'lsson, Ak„ I. 7,11, Stefán Skaftason, Sigl., I. 6.00, Þorgils Benediktsson, N.-Þing„ I 6.95, Þorsteinn Kristjánsson, S.- Múl„ II. 5.38. Áður hafði skólameistari út- skrifað 79 gagnfræðinga og hlaut Björn Þórhallsson frá Kópaskeri hæstu einkunn, 7,18. Alls voru skráðir 337 nemendur x skólanum í haust, þar af 154 í framhalds- deild og 183 í gagnfræðadeild, en undir próf gengu í vor 368 nem- endur. Gísli Friðfinnsson sextugur Köld þó næði um Kaldbakinn kólga á sólarvöku. Vil eg gjarnan, Gísli minn, gleðja þig með stöku. Þótt þú teljir tugi sex á tímamæli þínum. Æskubjarminn ennþá vex upp af glæðum sínum. Margur bernskumarkið sitt missir í lífsins gjósti. En hlýjublær og handtak þitt hrekur trega úr brjósti. Engum þykir ævin löng inni á vinafundi, þegar þú, með svanasöng, syngur hal og sprundi. Óska eg þér, í gleðigjöld: gæfu haltu veginn, verði allt þitt ævikvöld ávallt sólarmegin. S. G. S. Er andrúmsloft KEA í bæjarstjórninni meira en áður? Tvívegis, hefur bæjarstjórn Ak- ureyrar gert samþykkt um að fyr- irskipa KEA að rífa skúra sína við Skipagötu, svo ao hægt væri að koma þar upp bílastæðum eins og umferðanefndin gerði ráð fyrir. KEA átti að vera búið að rífa skúrána fyrir 1. maí, en það hefur ekki verið gert, og hefur Jakob Frímannsson því haft samþykktir bæjarstjómarinnar að engu. Á síðasta bæjarstjórnarfundi gerði Jakob enn eina tilraun til þess að komast undan því með góðu móti að framkvæma fyrir- skipun bæjarstjórnarinnar, með því að bjóða hluta af timburhús- lóðinni fyrir bílastæði gegn því að skúrinn við Skipagötu standi áfram óhreyfður og tókst með at- fylgi Sjálfstæðismanna að berja þetta i gegn. Flestir muna eftir því, að 'einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar, að hans hlut- verk myndi m. a. vera, ef hann næði kosningu, að opna glugga sal- arkynna bæjarstjórnarinnar til þess að hleypa andrúmslofti KEA út. Nú gengur þessi sami fulltrúi í lið með Framsókn (fulltrúum KEA) til þess að ógilda það sem bæjarstjórnin hefur tvisvar sam- þykkt. Glœsilegir tónleikar Agnesar Sigurðsson Þessi unga og efnilega listakona hélt píanotónleika í Nýja-Bíó síð- astliðið föstudagskvöld (18. júní). Aðsókn var sæmileg, en hefði mátt vera meiri, því að hér var á ferð- inni snillingur, sem að öllum lik- indum á-4 vændum mikinn frama. Leikni hennar og vald yfir hljóð- færinu er aðdáanleg og á köflum með því fullkomnasta, sem er yfir- leitt mögulegt. En auk þess býr hún yfir miklum og drjúgum til- finningum og ágætum skilningi á tónverkum þeim er hún flytur. Einkum var flutningur hennar á hinum skáldlegu verkum Mendel- sohns, Chopins, og Debussys fram- úrskarandi yndislegur, þrunginn djúpri tilfinningu. Þá var og mjög athyglisverð meðferð hennar á „Devilish Inspiration" eftir rúss- neska tónskáldið Prokoíieti, Reyndar má segja um öll viðfangs- efnin, að þau voru mjög vel flutt. Helzt mætti segja, að hún hefði ekki náð sár nógu vel niðri í fyrsta kafla tónleikanna, en það var Sónata í A-dúr op. 101 eftir Beet- hoven. En það er nú svo með hin siðari af verkum hins mikla tóna-skáld- konungs, að engir aðrir en þeir, sem sjálfir hafa gengið í gegnum eldraun þungrar lífsreynslu, eru fyllilega færir um að túlka þau eins og vera ber. Var þó sónatan á ýmsan hátt mjög vel leikin, eink- um adagiokaflinn. Ungfrú Agnes Sigurðsson hefir stundað tónlist fró barnæsku og lokið prófi við beztu tónlistarskóla í Winnipeg og New-York, og vakið mikla eftirtekt og aðdáun, hvar sem hún hefir komið fram. Hún er nú á leið til Parísarborgar, þar sem hún hyggst að leita sér frekari full- komnunar í list sinni. Megi henni vel vegna. Á. S. Fimmtán sænskir vísindamenn heim- sækja ísland Munu dveljast hér hálfan mánuð að kynna sér landfræðileg og jarðfræðileg einkenni Fimmtán sænskir vísindamenn (jarðfræðingar og landíræð- ingar) komu til Reykjavíkur á mánudags'kvöld. Hér er ekki um að ræða rannsóknarleiðangur í venjuiegum skilningi, heldur öllu lremur kynnisför. Vísindamennirnir rnunu dveija hér hálfsmánaðartíma og kynna sér ýms jarðfræðileg og land- fræðilég einkenni íslands. Þetta er fjölmennasta tör sinnar tegundar, sem farin liefur verið frö háskólunum í Stokk- hólmi og Uppsölum. Það er prófessor Ahlman (en hann munu menn hér á landi kann- ast við, síðan hann kom hingað fyr- ir 3 árum), sem aðallega hefur haft forgöngu um för þessa. Árið 1946 kom hann á framfæri í sænskum blöðum, og eins við opinbera að- ilja, þeirri skoðun sinm að stuðla bæri að því að gefa skandinavísk- um jarðfræðingum og landfræðing- um kost ó að kynnast íslenzkum landhóttum af eigin raun. Hér á landi væru möguleikar allir svo óvenju miklir handa slíkum vís- indamönnum að auka þekkingu sína. För þessi er m. a. árangur af framangreindu starfi Ahlmans. Umsóknir urn þátttöku miklar Þáttakendur í þessari för sænskra vísindamanna hingað eru sem fyrr segir 15. — Meðal þeirra velþekktir vísindamenn, þannig t. d. prófessor Hömer, sem lengi var einn nánasti samstarfsmaður Sven Hedins á vísindaleiðöngrum. — I förinni eru og 3 ungir menn, sem eiga að taka þátt i brezk-norsk- sænska suðurpólsleiðangrinum, sem ráðgert er að leggi af stað í september 1949. — Umsóknir um þátttöku í förinni hingað voru geysimiklar. Þannig sóttu helmxngi íleiri en komust, eða 30 vísindamenn. Nú er hann svartur í álinn Svavar Guðmundsson bæjarfull- trúi hélt því fram á síðasta bæjar- stjórnarfundi, að nú væri mjög ískyggilegt að fara að kaupa nýja togara. Lýsti hann því með nokkr- um vel völdum orðum, hversu hrunið væri nú nálægt og sagði að eftir nokkur ár yrði mikill tap- rekstur á togurum. Talaði Svavar nú vel og lengi um tap, viðskiptaöngþveiti og eymd, rétt eins og Eysteinn væri þar kominn. En þegar hann lauk máli sínu lagði hann fram tillögu um að bærinn sækti til ríkisstjórn- arinnar um einn togara og fram- seldi kaupsamninginn ákveðnum einstakling í bænum!!! Spegilmynd af engilsaxnesku lýðræði Óhreint í pokahorninu Munu fara víða Sænsku vísindamennirnir munu ferðast víða um suður- og suðvest- urland, og einnig fara upp í hálend- ið. Ungir Framsóknarmenn krefjast uppsagnar hersföðvasamningsins Lýsa megnri óánægju með núver- andi ríkisstjórn Ungir Framsóknarmenn héldu sambandsþing hér á Akureyri um síðustu helgi. Ýmsar þær ályktan- ir,- sem það þing gerði, eru ekki ómerkilegar og sýna hversu geysi- lega vxðtæk og megn óánægja er með núverandi ríkisstjórn. Merkasta ályktun þingsins er sú, sem fjallar um herstöðvasamning- inn, en þar er krafizt uppsagnar hans. Alyktunin er svohljóðandi: • „Fjórða þing Sambands ungra Framsóknarmanna, haldið á Ak- ureyri 16.—19. júní, telur ein- sýnt, að Islendingum beri að segja upp samningi íslands og Bandaríkjanna um Keflavíkur- flugvöllinn á fyrsta löglegum upsagnardegi, og stefna beri að því, að íslendingar taki einir all- an rekstur vallarins í sínar hend- ur. Þá leggur þingið sérstaka áherzlu á það, að ríkisstjórnin hefjist þegar handa og sjái svo um að íslendingar verði þjálfað- ir i starfrækslu vallarins, svo að þeir verði við-því búnir að ann- ast hana ón íhlutunar annarra ríkja“, Þá lýsti þingið þeirri skoðun sinni, að stjórnarsamningurinn hafi verið rofnn í mkilsverðum atriðum Á fundi Öryggisróðsins fyrra þriðjud. bar Gromyko, fulltr. Ráð- um stjómarrxkjanna, fram tillögu um að Sgvétríkjunum yrði leyft að hafa 5 eftirlitsmenn í Palestínu til að sjá um framkvæmd vopnahlés- ins. Kvað hann þetta ekki nema sanngjarnt og benti á í því sam- bandi að Bandaríkin hefðu 21 eft- irlitsmann og þar að auki skip og flugvélar. Ennfremur benti hann ó, að Sovétríkin væru eina ríkið, sem hefði frá upphafi ákveðna stefnu í Palestínumálinu, en Bandaríkin hefðu hins vegar verið þar mjög reikul í róði. Með tillögu Gromykovs greiddu aðeins 2 atkvæði, fulltrúar Sovét- ríkjanna og Ukrainu, aðrir fulltrú- ar sáu hjá. Er þetta glöggt dæmi um hvað lýðræðið er í augum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóna þeirra í Öryggisráðinu. Einnig gefur þessi afgreiðsla til kynna að Bandaríkin °g Bretland þurfi blátt áfram að fela eitthvað í Palestínu, sem er svo óhreint, að þeir þora ekki að láta eftirlitsmenn frá Sovétríkjun- um sjá það. og Framsóknarflokknum beri að hætta stjórnarsamstarfinu, ef ekki fáist bót á því ráðin. Má ljóst af þessu marka, hversu rík óánægja er með hrunstefnu rík- isstjórnarinnar, því að stjórnar- sinnarnir munu litlu, sem engu fylgi hafa átt að fagna á þingi þessu.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.