Verkamaðurinn - 06.08.1948, Page 1
VERKAMAÐURINN
XXXI. árg.
Akureyri, föstudaginn 6. ágúst 1948
29. tbl.
Síldarleitarflugvélin sá mikla slld í gær viS Langanes
Mikið af síldveiðiflotanum er nú á leiðinni þangað austur
Hvað hefir ríkisstjórnin gert til þess að tryggja rekstur síldveiðiflotans?
4
Skipulagsnefnd
fyrir Akureyri
Á fundi bæjarráðs þann 8. júlí
var samþykkt að leggja til að bæj-
> arstjórn kysi fjögra manna nefnd,
sem ásamt bæjarstjóra og bæjar-
verkfræðingi, athugi skipulag og
geri tillögur um framtíðarskipulag.
Nefndinni var sérstaklega falið á
þeim fundi að athuga skipulag
svæðisins sunnan Strandgötu.
Hingað til hafa allar tillögur um
skipulag komið að sunnan og hef-
ur þótt, að á þeim málum öllum
væri nokkuð mikill seinagangur.
Þessari nefnd er sérstaklega ætlað
það verk að athuga tillögur þær,
sem sunnan að koma og gera nýjar
tillögur. Virðist slíkrar nefndar
hafa verið ekki alllítil þörf, þar
sem ekki ósjaldan mun hafa kom-
ið í ljós, að skipulagsnefnd ríkis-
ins hafði ekki þá þekkingu til að
bera á staðháttum Akureyrar og
öðru slíku, sem 'nauðsynlegt er til
Þess að skipulagið verði viðun-
andi.
Síldarleitaflugvélin sá í gærkvöldi mikla síld bæði sunnan
og norðan Langaness. Sá hún margar stórar og álitlegar torfur.
Fá skip voru þá komin þangað eða um 10 og voru þau öll
með menn í bátum. Hins vegar var mikið af síldvciðiflotan-
um á leið austur bæði íslenzka flotanum og einnig erlenda.
Fyrri hluta vikunnar hafði
veiðzt nokkur síld við Tjörnes og
var sú síld, sem þar veiddist söltuð
mestmegnis.á Húsavík en nokkuð
á Dalvík og víðar við Eyjafjörð.
í fyrrakvöld sást svo aftur síld
við Selsker á Húnaflóa og fengu
nokkur skip sæmilega góð köst þar,
m. a. fékk Andvari frá Reykjavík
800 mála kast. í gær var svo aftur
óveruleg veiði fyrr en í gærkvöldi
við Langanes, en þaðan hefur
blaðið ekki frekari fregnir en að
framan greinir.
Sjómenn voru yfirleitt mjög
trúaðir á að síld myndi veiðast í
þennan straum og vissulega hafa
þær vonir nú glæðst.
Kák ríkisstjórnariimar.
Hingað til bæjarins höfðu borizt
miklar sögur um það frá skrifstofu
Landssambands útgerðarmanna, að
ríkisstjórnin hefði á prjónunum
miklar ráðstafanir til þess að halda
útgerðinni gangandi eitthvað fram
eftir, en þess var orðin full þörf,
þar sem mjög mun hafa verið farið
að þrengja að hjá sumum.
Þegar til kom reyndist þetta þó
allmjög orðum aukið, að ekki sé
meira sagt, því að þessi mikli
styrkur var lrþús. kr. fyrir olíu og
2 þús. kr. fyrir fæði pr. skip, en
Deilan um Berlín:
Vesturveldin senda menn til Moskva
til viðræðna við Stalin marskálk
Enn hvílir leynd yfir gjörðum fundarins
Um nokkurra vikna skeið hefur
staðið í þófi milli Bandaríkjanna
og Bretlands annars vegar og Ráð-
stjórnarríkjanna hins vegar um
Berlín. Raunar ná þessi átök langt
út fyrir Berlín og eiga rót sína að
rekja til þess í stuttu máli sagt, að
Vesturveldin hafa þverbrotið fyrri
samþykktir stórveldanna eftir
stríðið varðandi Þýzkaiand. Færðu
Bandaríkin og Bretland sig æ meir
upp á skaftið Og Sporuðu ekki
stríSsæsingar né hótanir í þeirri
barnalegu og einfeldnisiegu trú, að
þau gætu með því hrætt Ráð-
stjórnarríkin til að láta undan síga,
unz þeim varð það ljóst fyrir um
hálfum mánuði síðan, að Rússar
gerðu sér fulla grein fyrir að hót-
anir og æsingar Vesturveldanna
væri blöff og ekkert annað. Þegar
stjórnmála-toppfígúrur hinna ein-
földu auðmanna Vesturveldanna
skynjuðu loksins þessa bláköldu
staðreynd og flónskuíog þjónusta
þeirra við sér flónskari yfirboðara
var þúin að koma þeim í þá sjálf-
heldu í Berlín, sem allur heimur-
inn þekkir nú, þá sjá þeir sér ekki
annað vænna en að labba á fund
Molotoffs og Stalins í Moskva.
Áttu sendimenn Vesturveldanna
viðræðufund með Stalin sl. mánu-
dag, en ekkert hefur enn verið lát-
ið uppi um hvað þar gerðist og
bíður nú allur heimurinn txðind-
anna af þessum fundi með mikilli
óþreyju. Hafa sendimenn Vestur-
veldanna og æðstu menn þeirra
verið í sífeldum viðræðufundum
síðan. — En eitt er þegar fullvíst:
Útvarp og blöð Vesturveldanna
eru mun hógværari síðustu daga í
frásögnum sínum um „Berlínar-
vandamáli3“. Virðíst svo sem
Stalin hafi stungið svo á þeim í
Kreml að mesti vindurinn hafi að
minnsta kosti farið úr þeim.
í x—t.
Skrýtin fundarstjórn
Forseti bæjarstjórnar, Þorsteinn
M. Jónsson, var ekki mættur á síð-
asta bæjarstjórnarfundi fremur en
aðrir aðalfulltrúar Framsóknar-
flokksins, stýrði því varaforseti,
Indriði Helgason, fundi.
Þegar bæjarstjóri, Steinn Stein-
sen hafði lokið framsöguræðu sinni
fyrir fundargerðum bæjarráðs, sleit
forseti umræðum aour en bæjar
fulltrúar höfðu áttað síg á því, að
framsögumaður hefði lokið máli
sínu.
Þóttust þeir gerræði beittir og
mótmæltu þessum vinnubrögðum,
en það kom fyrir ekki, svo mikið
virtist forseta liggja á við að hespa
umræður af, að bæjarfulltrúar, sem
ætluðu að flytja breytingartillögur
komust ekki að.
Svona fundarstjórn er alllangt
fyrir neðan það, sem sæmilegt er
og á vonandi ekki eftir að koma
fyrir oftar. Stappar nærri, að for-
seti sé að svipta bæjarfulltrúa
málfrelsi.
slíkur styrkur!!! mun vart nægja
til vikunnar. Sýnir þetta mæta vel,
að fyrir ríkisstjórninni vakir allt
annað en það, að sjá um að hægt
sé að gera út meðan enn er von
um að' úr rætist með veiði. Sem
betur fer er nú heldur von um að
úr veiðinni rætist, svo að til kasta
ríkisstjórnarinnar þuffi ekki að
koma eða hún að sýna hvern áhuga
hún hefur fyrir því að síldar sé leit-
að meðan einhver von er um veiði.
Eins og í Hitlers-
Þýzkalandi
Tólf aðal-foringjar Kommún-
istaflokks Bandaríkjanna voru
handteknir og fangelsaðir fyrir
nokkru. Sex hinna handteknu voru
látnir lausir eftir að Mannréttinda-
ráð Bandaríkjanna hafði lagt fram
5000 dollara tryggingu fyrir hvern
þeirra. Talsmaður dómsmálaráðu-
neytisins skýrði frá því að
kommúnistaforingjarnir væru
ákærðir fyrir tilraun ti! að „koll-
varpa með ofbeldi rikisstjóm
Bandaríkjanna". En það varðar 1Ö
ára fangelsi og 10 þús. dollara
sekt.
Tilkynnt hefur verið að komm-
únistaforingjarnir verði dæmdir af
ríkiskviðdóm.
Bæjarstjórnin samþykkir að keypt
verði lóð undir Alþýðuhúsið
Lóðin mun fást keypt fyrir kr. 30.000.oo
Eins og getið var í síðasta blaði, sendi Fulltrúaráð verka-
lýðsfélaganna bæjarstjórn erindi um það, að Akureyrarbær
kaupi lóð Sverris Ragnars austan Laxagötu undir væntanlegt
Alþýðuhús, en því verði valinn staður sunnan íþróttasvæðis-
ins, milli Laxagötu og Geislagötu.
Bæjarráð tók þetta erindi fyrir fólki mun ekki þykja það vonum
á fundi sínum þann 29. júlí sl. og
var þar samþykkt að ætla Alþýðu-
húsinu stað á þessu svæði, ef lóðin
fengist keypt með viðunandi verði.
Bæjarstjórn samþykkti þetta svo
á fundi sínum sl. þriðjudag og upp-
lýsti þá bæjarstjóri, að hann hefði
átt viðtal við Sverri Ragnars um
þetta mál og hefði hann viljað fá
fyrir lóðina 30.000 krónur. Lóð
Sverris mun vera um 12—1400
fermetrar og auk þess bætist við
hana frá bænum.
Þessi staður -er fyrir margra
hluta sakir vel fajlinn og verður að
því hin mesta bæjarprýði, ef þar
rís myndarlegt Alþýðuhús. Verka-
fyrr, sem þetta mál fær viðunandi
afgreiðslu í bæjarstjórninni, svo
lengi, sem fyrir því hefur verið
barizt að fá heppilega lóð undir
Alþýðuhús.
Þess er að vænta, að það mál sé
nú að leysast á viðunandi hátt, og
að hægt verði að hefja byggingu
hússins innan tíðar.
Uppdráttur af skipu-
lagi íþróttasvœðisins
Fyrir bæjarráði 22. júlí lá upp-
dráttur af skipulagi íþróttasvæðis-
ins norðan Brekku götu, sem gerð-
ur var af arkitektunum Gísla Hall-
dórssyni og Kjartani Sigurðssyni.
Iþróttabandalag Akureyrar hefur
mælt með uppdrættinum, en bæj-
arráð vísaði honum til skipulags-
nefndar áður en endanleg ákvörð-
un verður tekin um hann.
Hrun yfirvofandi í Paradís auðvalds-
ins, sedr Truman forseti
Margar milljónir íhúa Bandaríkjanna geta
ekki veitt sér brýnustu nauðsynjar
M
Truman forseti hefur kallað
saman aukaþing. í boðskap sínum
til þingsins lýsti hann því yfir aþ
grípa yrði til róttækra aðgerða, ef
verðbólgan í Bandaríkjunum ætti
ekki að leiða til algers efnahags-
hruns. Skýrði hann frá því að fram-
færslukostnaður væri nú orðinn
hærri, en nokkru sinni áður í sögu
Bandaríkjanna. Truman skýrði frá
því að hagskýrslum sýndu, að síð-
ari hluta sl. árs hefði fjórða hver
bandarísk fjölskylda verið farin að
ganga á sparifé sitt, því að tekjurn-
ar hefðu ekki lengur hrokkið fyrir
brýnustu lífsnauðsynjum. Sagði
forsetinn að ástandið væri nú orðið
þannig, að fjölskyldur með lágar
tekjur eða miðlungstekjumenn
gætu ekki lengur veitt sér ýmsar
lífsnauðsynjar, vegna dýrtíðar, og
vöruverð færi enn hækkandi.
Svona er þá ástandið og horf-
urnar í fyrirmyndarlandi ritstjóra
„Dags“, „íslendings“ og „Alþýðu-
mannsins". — Og þeir munu ekki
þurfa að bíða lengi eftir kreppu og
fjárhagslegu hruni í Paradís auð.
valdsins. — Hvort þeir læra nokk-
uð þar af frekar en af hruninu í
Þýzkalandi mun reynslan leiða í
ljós. Líkumar eru sáralitlar vegna
hins andlega vesaldóms þeirra.
Erl. íhaldshlöð segja:
Bretland að verða
bandarískt útibú
Dollararáð yfir verzl-
uninni í Evrópu
Hið kunna enska íhaldsblað
„Daily Express" lét svo úmmælt í
ritstjórnargrein fyrra þtiðjudag að:
„Bretland væri að verða banda-
rískt útibú.“ Blaðið lét þessi orð
falla í sambandi við aðgerðir við-
víkjandi Marshalláætluninni er
snerta iðnrekstur Breta.
í ritstjórnargrein í síðustu viku
í danska íhaldsblaðinu „Politiken“,
stærsta blaði Danmerkur, er m. a.
svo komizt að orði, að „hætta sé á
að viðskipti Evrópulandanna inn-
byrðist komizt algerlega undir yfir-
ráð dollarsins", og síðar í sömu
grein er talið um „dollarayfirráð
yfir verzlun Evrópu."
Fer andúðin gegn Marshalláætl-
uninni nú vaxandi í Evrópu, eins
og þessar tilvitnanir beia m. a. vott
um.
Hér heima virðast amerísku
kettlingarnir ekkert vexa famir að
sjá og þeir, sem hafa fengið sjón-
ina, eru sýnilega múlbundnir.