Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.08.1948, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 06.08.1948, Qupperneq 3
Föstudaginn 6. ágúst 1948 VERKAMAÐURINN 3 Bær framfaranna Blómlegt atvinnulíf, aukin velmegun og vaxandi • • menning einkennir Neskaupstað síðan Sósíaíistar fengu meiri hluta í bæjarstjóm ............MMMMMMMM...MMMM...IMMMMMMMMMMMMMl Við siðustu bœjarstjórnarkosningar fengu sósíalistar \ hreinan meiri hluta i bæjarstjórn Neskaupstaðar. Ar- \ angur þess leynir sér heldur ekki. í engum bæ a landinu l munu nú vera eins stórstigar frarnfarir og i Neskaup- \ stað. Einmitt á sama tíma og ríkisstjórnin lcggur sína i dauðu hönd á allqr framkvœmdir, reisa Norðfirðingar \ hvert stórfyrirtœkið af öðru. Þar er atvinnuleysi orðið i ópekkt fyrirbœri, og ekki aðeins pað, heldur er orðinn | skortur á vinnuafli. Er petta ekki hvað síz.t athugandi f fyrir akureyrska verkamenn, sem átt hafa að búa við at- \ vinn/uleysi á -flestum vetrum. — I eftirfdrandi grein er i sagt nokkuð frá helztu frarnkvæmdum, sem nú standa | yfir eða eru i undirbúningi i Neskaupstað. i MMMMMIMMMMMMMMMIIMMMMJM...MMMI Vísir að listasafni fyrir Akureyri Magnús Á. Árnason listmálari gefur bœnum eitt af málverkum þeim, sem voru á sýningu hans í Gagnfrœðaskólanum Magnús Á. Árnason listmálari hefur nú sýnt Akureyrarbæ þann mikla sóma, að gefa bænum eitt af málverkum þeim, sem voru á sýningu þeirra Barböru og hans í Gagnfræðaskól- anum í síðasta mánuði. Málverk þetta nefnist Stokkalækjargil og á að vera fyrsti vísir til listasafns á Akureyri. Neskaupstaður er, svo sem kunnugt er, eina sveitarfélagið a landinu, þar sem sósíalistar fara með völd og ætti stefna þeirra þar að gefa mönnum nokkia hugmynd um bæjarmálastefnu sósíalista yf- irleitt, þó er fjárhagsleg geta þess bæjarfélags, eins og annarra, mjög háð afkomu atvinnuveganna á hverjum tíma. — Sildarleysið í sumar er því mjög alvarlegt áfall fyrir . bæjarfélagið, því að hlut- deild Norðfirðinga í síldveiðunum er tiltölulega mjög rnikil, enda byggir bærinn tilveru sína ein- göngu á sjávarútvegi. Margvislegar framkvæmdir hafa að undanförnu staðið yfir í Nes- kaupstað fyrir forgöngu sósíalista innan og utan bæjarstjómar. — Verður hér lauslega getið hinna helztu. T ogaraútgerðin. Fyrir atbeina sósíalista hófst á sl. óri útgerð tveggja nýsköpunar- togara úr Neskaupstað og verður ekki annað sagt en að útgerð þeirra hafi gengið vel. — Annar togarinn er rekinn af bænum, en hinn af hlutafélagi með stuðningi bæjarsjóðs, en hann lét í té ábyrgð fyrir stofnlánadeildarláni. — Fyrir þeirri ábyrgð voru ýms skilyrði sett, m. a. að skipið skyldi gert út frá Neskaupstað, og að bærinn skuli jafnan hafa forkaupsrétt, yrði það selt. Útgerð þessara skipa hef- ur þegar sýnt hver lyftistöng hún getur orðið fyrir hin einstöku þorp. Og þó ágreiningur hafi í upphafi verið um skipakaup þessi og ýms- ir, einkum Framsóknarmenn, lagzt á móti þeim, mun nú enginn treystast til að halda því fram, að þar hafi ekki verið rétt að farið. Dráttarbraut. Seint á árinu 1946 tók til starfa í Neskaupstað dráttarbraut fyrir allt að 200 tonna skip. — Var hún byggð af hafnarsjóði, með stuðn- >ngi ríkissjóðs, sem hafnarmann- virki. —- Dráttarbrautin er rékin af hiutaféiagi, _sem áður hafði byggt fullkomið vélaverkstæSi. --- Stærstu hluthafar eru Samvinnu- félag útgerðarmanna, hafnarsjóður og bæjarsjóður. — Fyrirtæki þessi hafa ómetanlega þýðingu fyrir sjávarútveg Austfirðinga yfirleitt. Ratveitan. Fram að þessu hefur Neskaup- staður búið við mjög ófullnægj- andi raforku, og það svo, að til stórra vandræða hefur horft. — Nú er verið að bæta úr þessu, og fyrir fáum vikum tók til starfa ný, stór rafstöð, en vélakostur hennar er ennþá lítill, en í næsta mánuði kemur stór vél, sem ætti að vera komin í gang í september. — Verður þá vélakrafturinn 1000 hö. 4 móti rúmlega 200 áður, en fram- kvæmdum öllu mer hagað þannig, að mögulegt á að vera að nota 2000 hö. Vinnuvélar. Bæjarstjórn hefur lagt mikið kapp á að eignast viunuvélar af ýmsu tagi, en erfitt er að fá inn- flutningsleyfi fyrir þeim. — Pó hefur bærinn eignast stórvirka vél- skóflu, grjótmyllu, lyftikrana og bílavog. Koma öll þessi tæki að geysi miklum notum, bæði fyrir bæinn og einstaklinga. Fiskiðjuver. í haust mun taka til starfa af- kastamikið fiskiðjuver, sem Sam- vinnufélag útgerðarmanna er að láta byggja fyrir forgöngu sósíal- ista, einkum Lúðvíks Jósepssonar, en hann er formaður félagsins. — Fyrirtæki þetta á í senn að vera hraðfrystihús, beinamjölsverk- * smiðja, niðursuðuverksmiðja og ís- framleiðsla. Þó mun niðursuðan ekki verða tilbúin fyrst um sinn. Fyrirtæki þetta mun hafa geysi- þýðingu fyrir sjávarútveginn, sér- staklega heimaútgerðina, en jafn- framt er í ráði að flytja vertíðar- fiskinn af Hornafirði heim til vinnslu. Þetta eru markverðustu afrek sósíalista í Neskaupstað og þegar menn hafa það i huga, að hér er um að ræða bæ, sem aðeins telur 1250 íbúa, munu allir geta orðið sammála um, að vel er að verið. Þó eru ótal mörg verkefni, sem enn bíða úrlausnar, en hafa orðið að sitja á hakanum fyrir öðrum enn meir aðkallandi verkefnum. _______ Sósíalistar í Neskaupstað hafa lit- ið svo á, að fyrsta verkefnið væri að efla atvinnulífið. — Allt annað varð að sitja á hakanum. Ymislegt fleira mætti minnast á, sem bærinn rekur, svo sem ágætis elliheimili, steypuverk- smiðju, afbragðs sundlaug o. fl. — En út í það verður ekki farið. Næsta stórvirkið, sem bæjar- sjóður mun ráðast í, er bygging sjúkrahúss, sem hefst í næsta mán- uði. Annað aðkallandi veckefni er að koma upp gistihúsi. — Ferða- ipuexBAis aaj uuunuinejjseuueui og vex sýnilega enn til stórra muna þegar bærinn kemst í vegasam- band, en til þess vantar nú aðeins herzlumuninn. — Sem stendur eru engin tök á að taka sómasamlega á móti férðafólki, en það er ekki vanzalaust. Hins vegar virðist eng- inn einstaklingur hafa . hyggju að koma upp slíkum rekstri og er svo að sjá, sem bærinn verði að leysa vandann. Umhverfi Neskaupstaðar er hið fegursta, fjallasýn fögur og byggð- in ekki of innilokuð. Sveitin er hin fegursta og góð undir bú. Ferða- menn munu því telja sig eiga er- indi þangað og forráðamenn bæj- arins munu reyna að búa sig undir að taka sómasamlega á móti þeim næsta sumar. Þess má og geta, að í Neskaup- stað er skíðaland gott og mundi fólk vafalaust una sér þar vel við iðkun þeirrar íþróttar. Mörg íbúðarhús eru nú i smíðum í Neskaupstað, en samt allt of fá. — Það, sem Neskaupslað fyrst og fremst skortir, er fleira fólk, eða öllu heldur meira húsnæði, svo að fólk geti flutt þangað. — Ekki virðist ástæða til að kvíða at- vinnuleysi og vonandi er það alveg úr sögunni í Neskaupstað. En þarf ekki bærinn að leggja þungar byrðar'á bæjarbúa til að geta lagt í miklar framkvæmdir? Útsvör í kaupstöðum landsins eru yfirleitt há, og er Neskaup- staður engin undantekning frá þeirri reglu .Ef borið ar saman við Akureyri kemur í ljós, að tekjuút- svar er mun lægra í Neskaupstað, en útsvar á eign aítur á móti hærra. Hins vegar eru nokkur út- svör á atvinnurekstur i Neskaup- stað í formi veltuútsvara, og er al- gengt að útgerðin beri 5—7 þús. kr. — Hins vegar virðist slíkur at- vinnurekstur útsvarsfrjáls á Akur- eyri. — Sósíalistar í. Neskaupstað telja óeðlilegt, að atvinnurekstur- inn sé útsvarsfrjáls jafnframt því, sem hann er skattfrjáis vegna ó- eðlilega mikilla afskrifta, sem heimilaðar eru. ★ TRÚLOFUN. Nýlega hafa ópinberað trúlofun sína Hermína Jakobsen, Þingvalla- stræti 14, og Þórarinn Jónsson, bílstjóri, Bakkastíg 4, Reykjavik. í bréfi, sem listmálarinn ritaði bæjarstjóra um þetta, segir m. a.: „Leyfi mér hér með að tilkynna yður, að eg hef ákveðið að gefa Akureyrarbæ- eitt af málverkum þeim, sem er á sýningu þeirri, sem við nú höldum í Gagnfræðaskólan- um — sem fyrsta vísi til listasafns á Akureyri. Myndin heitir Stokka- lækjargil (á Rangárvöllum). — Ástæðan er m. a. sú, að við höfum nú haldið fjórar sýningar hér, og alltaf verið tekið fádæma vel, en einkum þó atvik, sem kom fyrir í gær. (Bréfið er dags. 30. júlí. — Ritstj.). Tvær alþýðukonur komu á sýninguna og greiddu aðgangs- eyri, eins og lög gera ráð fyrir, en þegar þær fóru út, heimtuðu þær að fá að borga aftur vegna þess, að þær hefðu skemmt sér svo vel! Þar sem alþýða manna hugsar þannig, finnst mér að hún ætti að hafa skilyrði til að njóta listar betur en nú er, bæði hér á Akureyri og annars staðar á landinu Það er von mín, að þessi litli vísir geti orðið til þess, að 'Akureyrarbær sjái sér fært að auka við safnið smétt og smátt eftir því sem tímar líða. Sé nokkuð að þakka, þá megið þér þakka þessum tveim fátæku kon- um fyrir myndina----------“ Þessi gjöf listmálarans er í alla staði hin höfðinglegasta. Listasafn á Akureyri myndi auka stórum á Togliatti, foringi ítalskra komm- únista var sýnt banatilræði 14. f. m. Var hann að ganga út úr þing- húsinu um hliðardyr, er ungur lög- fræðistúdent vatt sér að honum og skaut á hann fjórum skotum og lentu þrjú þeirra í brjósti Togliatt- is, en ein kúlan straukst við höfuð hans. Togliatti hné samstundis nið- ur, en fólk þusti þegar að og hand- samaði illræðismanninn, en Togli- atti var borinn inn í þinghúsið og þar gert að sárum hans til bráða- birgða. Síðan var harm fluttur í sjúkrahús og gefið blóð og aðrar nauðsynlegar læknisaðgerðir fram- kvæmdar. Illræðismaðurinn var úr einum af stuðningsflokkum stjórnar De Gasperi og hafði atvinnu sem fréttaritari fyrir eitt blað flokksins i Róm. Síðustu fréttir herma, að Togli- atti sé nú úr allri hættu, en mjög tvísýnt var um líf hans um skeið. Fáum dögum eftir morðtiiraun- ina við Togliatti var gerð tilraun til þess að ráða foringja japanskra kommúnista af dögum, mistókst sú tilraun einnig ,og hlaut hann minni háttar sár, er sprengju var varpað að honum. Eftir þingkosningarnar á Ítalíu hróður bæjarins, sýna, að hann hefði menningarverðmæti í háveg- um og kynni að meta starf lista- manna. Það er ósk og von allra þeirra, sem fögrum listum og allri menningu unna, að þessi gjöf Magnúsar Á. Árnasonar megi auka þroska bæjarbúa sem mest, og að hér rísi upp á komandi árum lista- safn, sem samboðið sé hverju því bæjarfélagi, sem telur menningu og fagrar listir eina af grundvallar- stoðum sínum. Síldaraflinn sjö sinn- um minni en í fyrra Síðastliðinn laugardag, 31. júlí, á miðnætti, var síldveiði í bræðslu 139.307 hektólítrar og saltað var þá í 6925 tunnur. Á sama tíma í fyrra var bræðslusíldaraflinn 1.056.784 hektólítrar og söltun 25.213 tunnur. Hér fer á*eftir afli eyfirzku skip- anna: Auður 1100, Bjarmi 623, Einar Þveræingur 689, Eldey 1024, Ey- firðingur 571, Garðar 1387, Hann- es Hafstein 613, Narfi 1881, Njörð- ur 1060, Pólstjarnan 1207, Snæfell 1604, Stígandi 1158, Straumey 747, Súlan 1195, Sædis 675, Sæ- valdur 875, Vörður 598 og Þor- steinn 556. Aflahæsta skipið í flot- anum var Helga, Rvík, 2000 mál. 18. april sl. skýrðu bandarískir þingmenn frá því að þar hefði í fyrsta skipti komið til fram- kvæmda áætlun, nefnd „Hemaðar- aðgerð x“, sem utanríkismálaráðu- neyti Bandaríkjanna hefði gert um baráttu gegn kommúnistum í Ev- rópu og hefðu andstæðingar kommúnista í kosningunum fengið greiddar 4 millj. dollara úr ríkis- sjóði Bandaríkjanna. Um sama leyti skýrðu bandarisk blöð frá því, að í ráði væri að stjórn Bandaríkj- anna styrkti hægri öflin í Evrópu til að myrða helztu forystumenn kommúnista. Um svipað leyti gaf stjórn Banadaríkjanna út bók með upplýsingum um helztu foringja kommúnista í um 60 londum, m. a. hér á Islandi. Morðtilræðið við Togliatti er sýnilega einn liðurinn í hinni göf- ugmannlegu og lýðræðslegu „Hern- aðaraðgerð x“. ★ LEIÐRÉTTING. í síðasta tbl. „Verkamannsins“ var sú meinlega prentvilla í aug- lýsingu frá Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h/f, að þar stóð Bóaverzlun i stað Bókaverzlun. Er hér með beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Togliatti var nýlega sýnt banatilræði Einnig foringja japanskra kommúnista

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.