Verkamaðurinn - 27.08.1948, Page 3
Föstudaginn 27. ágúst 1948
VERKAMAÐURINN
3
Húsnæðismálin
*•'; J
Bæjarfulltrúar afturhaldsins bera ábyrgð á því að áhvæði bæjarmála-
samningsins um húsnæðismálin hefur gersamlega verið svikið. - Sósíal-
istar hafa einir barizt fyrir því, að bætt yrði úr húsnæðisvandræðunum
Á það hefur æði oft verið bent liér í blaðinu.-hversu ger-
samlega meiri hluta bæjarstjórnarinnar hefur s\ ikið gefin
loforð um, að bætt skyldi að verulegu leyti úr húsnæðisvand-
ræðunum. Eins og cillum bæjarbúum er vel kunnugt, var svo
kveðið á í málefnasamningi þeim, sem flokkar bæjarstjórnar-
innar gerðu með sér eftir síðustu kosningar, að ef lögin um op-
inbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsa í kaupstöðum og kaup-
túnum yrðu samþykkt, skyldi bærinn byggja ekki færri en 25
— tuttugu og fimm — íbúðir árlega en ella ekki færri en tíu.
Nú voru áður nefnd lög sam-
þykkt á Alþingi hinn sama vetur,
sem núverandi bæjarstjórn tók við
völdum, og komu þau þá þegar til
framkvæmda. Samt bólaði ekki á
því, að bæjarstjórn hyggðist að
hefjast handa um að uppfylla gef-
ið loforð, staðfest með undirskrift
allra bæjarfulltrúanna. Þeir stein-
runnu afturhaldsseggir, sem skipa
meiri hluti bæjarstjórnar Akureyr-
ar, sáu enga ástæðu til þess að gera
eitt eða neitt, þeir litu á þann
samning, sem gerður var eins og
forsætisráðherrann, sem sagði um
samning, sem land hans hafði gert
við annað ríki: „Þetta er aðeins
pappírsplagg“.
Alþýðan á kröfu á vistlegum
húsakyrmum.
Síðan þetta gerðist eru nú liðin
meira en tvö og hélft ár. Allan
þennan tíma hefur meiri hluti
bæjarstjórnarinnar sofið værum
svefni á þessu mikilvæga atriði
málefnasamningsins, þeirri grein,
sem sennilega snertir hagsmuni al-
mennings og menningu bæjarins
meira en allar aðrar. A meðan til
eru í bænum íbúðir eins og þau
hreysi, sem sumt fólk hýrist nú í,
er mjög hæpið að tala um að bær-
inn standi á háu menningarstigi, og
á meðan ekki er úr þessu bætt, er
ekki hægt að tala um almenna vel-
megun. Það er ekki nægilegt
verkamanninum og verkakonunni
að þau hafi atvinnu — á henni
hefur verið tilfinnanlegur skortur
hér í bæ, a. m. k. suma tíma árs —
þau verða líka að eiga vistlegt og
notalegt heimili, þar sem þau geta
hvílt sig og notið þeirra þæginda,
sem tækni nútímans hefur upp á
að bjóða, þæginda, sem hingað til
hafa verið einokuð handa yfirstétt-
unum. •
Engin stétt þjóðfélagsins á það
frekar skilið en einmitt verkalýð-
u«-*on, að svo sé að honum búið, að
hann geti Híað menningarlífi, laus
við þær áhyggjur, sem mest eru
þjakandi, eins og ónóg atvinna og
illt og heilsuspillandi húsnæði.
Afturhaldið er á annari skoðun.
En fulltrúar borgaraflokkanna í
bæjarstjórn Akureyrar eru senni-
lega ekki á sama máli. Ef þeim
hefði skilist sá einfaldi sannleik-
ur, að völd þeirra og auður eru ár-
angur af striti alþýðunnar, verka-
lýðsins; að vegna þess, að þeir geta
veitt sér þann munað, að búa í
lúxusíbúðum, stærri, íburðarmeiri
og fleiri þægindum búnar, en þeir
hafa nokkra þörf fyrir, verða
fjöldi verkamanna og verka-
kvenna að lifa í þannig húsnæði,
að ekki getur talist skepnum bjóð-
andi, hvað þá mönnum, og þá hvað
sízt þeirri stétt, sem tilvera þjóð-
félagsins byggist á, þá hefðu þeir
kannske hafizt handa, og reynt að
bæta eitthvað úr brýnustu þörf-
inni.
Nú er það sennilega ekki rétt, að
slá því föstu, að þessir menn séu
allir svo vitgrannir, að þeim hafi
ekki skilizt þessir hlutir, heldur er
hitt sennilegra, að þeir hafi' ekki
viljað skilja þá og umfram allt
verður að koma í veg fyrir að al-
menningur skilji þetta, því að þann
dag, sem alþýðan skilur að yfir-
stéttin er ónauðsynleg og meir en
það, aðeins baggi á herðum alþýð-
unnar, eru völd hennar og arðrán
úr sögunni. Þess vegna reynir yfir-
stéttin að halda alþýðunni í eymd
og menningarleysi og sérstaklega
að sjá svo um, að hún liti á sig sem
óæðri, lægri, mannverur.
Barátta Sósíalistaflokksins.
Fulltrúar Sósíalistaflokksins hafa
algerða sérstöðu í húsnæðismálun-
um. Þeir undirskrifuðu samninginn
með þeim ásetningi að gera það,
sem í þeirra valdi stæði, til þess að
hann yrði annað og meira heldur
en pappírsplagg, sem hægt væri að
ýta til hliðar þegar þessum eða
hinum þætti hann fyrir sér. Þeir
hafa flutt hverja tillöguna á fætur
annarri, sem hafa miðað að því, að
þessi grein samningsins yrði fram-
kvæmd, en þær hafa allar farið
sömu leiðina. Að vísu hafa aftur-
haldsfulltrúarnir ekki þorað að
fella þær, það þótti þeim of aug-
ljós svik á samningnum og ekki
ósennilegt, að almenningur festi
sér slíka afgreiðslu í minni til
næstu kosninga, en þeir hafa haft
aðra leið til þess að koma þessu
máli fyrir kattarnef: Þeir hafa
svæft þau i einhverri nefndinni.
Hér skulu nú rifjuð upp nokkur
atriði úr sögu þessa máls, atriði,
sem almenningur á Akureyri ætti
að festa sér vel í minni
Tillöéur Jóns Ingimarssonar.
Á bæjarstjórnarfundi þann 19.
marz 1946 voru eftirfarandi tillög-
ur samþykktar ,en þær hafði Jón
Ingimarsson borið fram í bæjarráði
þann 14. sama mánaðar og þær þá
hlotið samþykki ráðsins.
„1. Að Akureyrarbær hefji
þegar undirbúning sð byggingu
3ja íbúðarhúsa, hvert með fjór-
um íbúðum.
2. Að Eiðsvöllur verði ætlað-
ur undir byggingu þessara íbúða.
3. Að bæjarráð feli hr. bygg-
ingameistara Tryggva Jónatans-
syni að gera uppdrætti að fyrir-
huguðum bæjarhúsum.
4. Að fela bæjarstjóra að gera
allar nauðsynlegar ráðstafanir
til útvegunar á efni til húsanna".
Byggingar þessar átti svq að
selja eða leigja efnalitlu, húsnæð-
islausu fólki.
Vonir margs alþýðumannsins og
alþýðukonunnar vöknuðu við
þessa samþykkt bæjarstjórnarinn-
ar um, að þeim yrði kleyft að
komast í gott húsnæði, að nú
þyrftu þau ekki lengur að kvíða
heilsu barnanna sinna vegna hins
vonda húsnæðis o. s. frv. o. s. frv.
En þessar vonir hafa allar brugð-
ist.
Byééingarnar sjást hveréi-
Á Eiðsvellinum hafa engar bæj-
arbyggingar risið af grunni og
hvergi annars staðar í bænum, svo
gersarplega hafa afturhaldsfulltrú-
arnir svikið þessa Samþykkt sína,
að vafamál er, hvort húsin hafa
ennþá verið teiknuð, hvað þá meir.
Og víst er það, að alþýðan, sem
gerði sér 1946 vonir um, að bærinn
ætlaði nú loksins að byggja yfir
hana, býr enn, á því herrans ári
1948, í sömu kjöllurunum, sömu
hanabjálkaloftunum og sömu
bröggunum og þá. En alþýðan er
eins vísari: Hún veit rú enn betur
en áður, að loforðum afturhalds-
flokkanna er ekki að treysta, þau
ber að taka með fyrirvara.
Þann 22. júní sama ár, skrifaði
Jón svo grein um þetta hér í blað-
ið, segir þar m. a.: „Fulltrúi Sósíal-
ista lagði til í bæjarrráði þann 6.
marz, að þegar skyldi hafinn und-
irbúningur að byggingu 3ja ibúðar-
húsa, hvort með 4 íbúðum, þó að
ekki lægju fyrir samþykkt lög frá
Alþingi um stuðning við bygging
ar i kaupstöðum og kauptúnum,
ennfremur að fela bæjarstjóra að
gera allar nauðsynlegar ráðstafanir
til útvegunar á efni til ibúðarhúsá-
bygginganna og í stuttu máli, að
gerðar yrðu teikningar að bygging-
unum og bygginunum valinn stað-
ur og fleira. Þetta var samþykkt í
bæjarstjórn 19. marz, en síðan
ekki söguna meir, ennþá liggja
ekki frammi teikningar af húsun-
um, hvað þá að annar undirbún-
ingur hafi verið gerður.“
En sumarið leið án þess að neitt
gerðist.
Fulltrúaráðið vítir dráttinn.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna
tók málið til meðferðar þann 9.
ágúst 1946 og gerði um það svo-
hljóðandi ályktun:
„Fundur í Fulltrúaráði verka-
lýðsfélaganna á Akureyri, hald-
inn 9. ágúst 1946, átelur harð-
lega bæjarstjórn Akureyrar fyr-
ir að hafa ekki, þrátt fyrir gefin
loforð, hafið neinar framkvæmd-
ir til bygginga á vegum bæjarins.
Skorar fulltrúaráðið á bæjar-
stjórnina að láta þetta mál ekki
dragast, en hefja nú þegar fram-
kvæmdir, samkvæmt bæjar-
málasamningi flokkanna í vet-
ur.“
Bæði 3. og 24. ágúst voru ritað-
ar greinar um þetta mál hér í blað-
ið og þessi dráttur harðlega víttur.
Er á það bent að mikið áhugaleysi
ríki um þetta mál hjá bæjarfull-
trúum afturhaldsflokkanna allra og
að bæjarfulltrúar sósíalista hafi
einir beitt sér fyrir málinu. Ekki
bar þetta þó neinn árangur, var nú
sýnt, að þessa grein málefnasamn- .
ingsins átti að svíkja og benti allt
til þess, að það hafi þegar frá upp-
hafi verið ásetningur borgaraflokk-
anna. Eins og venjulega, þegar um
einhver framfaramál eða mál, sem
miða að almenningsheill er að
ræða, var afsökun aðgerðaleysisins
peningaskortur. Þessa vjðbáru hef-
ur afturhaldið ætíð á reiðum hönd-
um, hvort sem nægilegir peningar
eru til eða ekki. Hefði einhver vilji
verið fyrir hendi, hefði verið hægt
að útvega Akureyri lán, ekki síður
en aðrir bæir útveguðu sér lán á
, t
sama tima, an þess að séð yrði, að
þar væru í veginum óyfirstíganleg-
ir erfiðleikar.
Málið tekið upp aftur. \
Málið mun nú hafa legið niðri
um hríð, enda komið fram á haust,
og útséð um það, að ekki yrði úr
framkvæmdum þetta árið. En bæj-
arfulltrúar Sósíalistaflokksins og
verkalýðssamtökin sáu um það að
afturhaldið fengi ekki alltof langa
hvíld.
I febrúar 1947 sendi Fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna bæjarstjórn
ítarlegt erindi um þetta mál, þar
sem þess er krafizt, að staðið verði
við málefnasamninginn og 25 íbúð-
ir byggðar á því éri. Erindi þetta
kom fyrir bæjarstjórnarfund 28.
febrúar og í sambandi við það báru
fulltrúar Sósíalistaflokksins fram
eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að
láta byggja eigi færri en 25
íbúðir á þessu ári, til þess að
bæta sem allra fyrst úr húsnæð-
isþörf efnalítilla hæjarbúa og
felur bæjarstjóra og bæjarrráði
að láta gera nú þegar teikningar
af húsunum, útvega nauðsynlegt
efni til bygginganna o. fl., svo og
að ákveða húsunum hentugan
stað.“
Tillögu þessari var vísað til
bæjarráðs, og hefur ekki ennþá
sést, að neitt hafi verið með hana
gert í ráðinu því.
Sósíalistar reyndu nú að knýja
fram einhverjar framkvæmdir með
því að hafa kröfurnar minni og
sendi Sósíalistafélag Akureyrar
bæjarstjórn í maí erindi um að
bærinn léti byggja-það ár 8 íbúðir,
og í sambandi við það erindi fluttu
bæjarfulltrúar sósíalista eftirfar-
andi tillögu á bæjarstjórnarfundi
þann 27. maí 1947:
„Bæjarstjóm samþykkir að
láta byggja á þessu ári tvö hús,
með samtals átta íbúðum,
þriggja til fjögurra herbergja, og
verði íbúðum þessum úthlutað
gegn sanngjarnri leígu til þeirra
bæjarbúa, sem annað hvort eru
húsnæðislausir, eða búa í óhæf-
um íbúðum."
Að sjálfsögðu fékk þessi tilllaga
sömu meðferð og aðrar, henni var
vísað til bæjarráðs og hefur síðan
ekki til hennar spurzt.
Fulltrúar afturhaldsins bera
ábyrgðina.
Þegar umræður urðu um það í
vor, hversu skyldi háttað útgerð
síðari nýsköpunartogara Akureyr-
ar, kom málefnasamningurinn frá
1946 allmikið til umræðu, bæði al-
mennt og einnig einstakar greinar
hans. Var þá á það bent af sósíal-
istum, og það mjög hart átalið, að
þessi grein samningsins hefði verið
brotin svo svívirðilega, að í stað
þess að bærinn hefði átt að vera
búinn að láta byggja 50 íbúðir
höfðu aðeins verið byggðarTVÆR
íbúðir á vegum hans.
Barátta bæjarfulltrúa Sósíalista-
flokksins fyrir þessu máli ár eftir
ár hefur því lítinn, sem engan ár-
angur borið. Fulltrúar borgara-
flokkanna, mennirnir, sem sjálfir
búa í lúxusíbúðum, eiga lúxusbíla
og vita ekki aura sinna tal, hafa
gersamlega komið í veg fyrir að
nokkuð hafi verið gert til þess að
bæta úr húsnæði þeirra, sem í
kjöllurum, hanabjálkum og brögg-
um búa, enda er greinilegt, að þeir
hefðu haft litla möguleika til þess
að gera þetta mál að gróðavegi fyr-'
ir sig, en eftir því metur auðstétt
allra landa hvert mál, hvað gróða-;
möguleikar séu í sambandi við'
það.
Ættu að skammast sín.
Þessi afstaða bæjarfulltrúanna
er svo langt fyrir neðan það, sem
sæmilegt er, að ef t þeim væri
noltkur ærleg taug, myndu þeir
skammast sín fyrir að láta nokk-
urn mann sjá sig, skammast sín
fyrir að vera til.
Þessi svik eru gerð í þeirri fá-
visku í fyrsta lagi, að hægt sé að
telja almenningi trú um, að ekki
hafi verið hægt að gera neitt, og- í
öðru lagi, að hægt sé að láta menn
gleyma því, að málefnasamningur-
inn hafi verið gerður. M. ö. o. í
þeirri trú, að almenningur sé sam-
safn af fíflum, sem ekkert hugsi
sjáifstætt, en láti „Dag“ og „íslend-
ing“ um að hugsa fyrir sig. Sannar-
lega er aumingja mönnunum ekki
of got tað lifa í þessati barnalegu
trú sinni, þessari vitleysu. Það mun
sýna sig við næstu bæjarstjórnar-
kosningar, að trú og veruleiki er
sitthvað. Alþýðan man þessi svik,
og hún mun láta .svikarana gjalda
verka sinna.