Verkamaðurinn - 26.11.1948, Page 2
2
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 26. nóv. 1948
VERKAMAÐURINN
Utgeíandi: Sósíalistaíélag Akureyror.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson.
Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjóifur Ámason, Jakob Árnason.
Ritstjórn og afgreiðsla á skrifstofu Sóéíalistafélags Akureyrar, Brekku-
götu 1 — sími 516.
Áskriftargjald kr. 20 á ári. — Lausasöluverð 50 aura eintakið.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Framtíðin er hins róttæka
verkalýðs
Alþýðusambandsþinginu er lokið. Með ofbeldi og lögteys-
um réðu þjónar atvinnurekenda þar lögiim og lofum og kór-
ónuðu verk sitt með því að kjósa verkfallsbrjótinn Helga
Hannesson forseta sambandsins. Til þess svo að vera honum
til styrktar voru kosnir Sæmundur nokkur kexverksmiðjufor-
stjóri, einn aðalpaurinn í landmannahóp Sigurjóns í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur og Ingimundur Gestsson frá
Hreyíli, félaginu sem var með 20% falsaða kjörskrá. Fríður
hópur og samvalinn!
Þing þetta mun lengi í minnum haft, ekki fyrir heillarík
störf þess í þágu alþýðunnar í þessu landi, lieldur fyrir þjóns-
lund við atvinnurekendavaldið og auðvaldið í landinu. Tvö
dæmi sanna þetta betur en flest annað. Fram kom á þinginu
tillaga um að skorað yrði á Alþingi að samþykkja frumvarp
þeirra Hermanns Guðmundssonar og Sigurðar Guðnasonar
um hvíldartíma háseta á botnsvörpuskipum, en vinnutími
háseta á togurum er svo svívirðilega langur og erfiður, að til
fullkominnar vansæmdar er fyrir þjóðfélagið, auk þess, sem
þessi langi vinnutínii slítur mcinnunum út fyrir aldur fram
og styttir líf þeirra. Tillögu þessa felldi liinn ólöglegi meiri
hluti Alþýðublaðsmannanna á þinginu og er ólíklegt að sjó-
menn muni ekki Sigurjóni og landmönnum hans þennan
greiða, sem þeim var gerr.
Þá kom einnig fram tillaga utn að mæla með samþykkt
frumvarps sömu þingmanna, Hermanns Guðmundssonar og
Sigurðar Guðnasonar, um niðurfellingu kaupránsákvæðanna
í „dýrtíðar“lögum ríkisstjórnarinnar frá í fyrra. Tillögu þessa
felldu atvinnurekendaþjónarnir á Alþýðusambandsþinginu
og lýstu með þeirri afstöðu sinni yfir því, að þeir hefðu ekkert
við það að athuga, þó að ríkisvaldið gripi á hinn ósvífnasta
hátt inn í félagafrelsið í landinu, gerði að engu ákvæði í samn-
ingum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda og setti lög, sem
fyrst og fremst hafa'það markmið að bæta kjör annnarar stétt-
arinnar, þ. e. atvinnurekenda og annarra auðmanna, mann-
anna, sem sízt hafa þess þörf, en rýra kjör hinnar, þ. e. alls
þorra þjóðarinnar, hinna vinnandi manna og kvenna.
Þessi tvö dæmi sýna það ljóslega, hvert þessir herrar hafa
álitið vera sitt hlutverk á þessu þingi. Það er ekki að berjast
fyrir hagsmunum þeirra manna og kvenna, sem veittu þeim
umboð sitt, vitandi ekki hvaða afleiðingar það hJaut óhjá-
kvæmilega að hafa í för með sér. Nei, ónei, þessir menn höfðu
öðru og æðra hlutverki að gegna, hlutverki, sem þeir eru ákaf-
lega montnir af, þ. e. að þjóna auðmönnunum, atvinnurek-
endunum og þeirra fylgifiskum, mönnunum, sen; arðræna
verkalýðinn, og geta af þeim orsökum litað í sukki og svalli án
þess að dýfa hendi sinni í kalt vatn. Skrif blaða hinnar þríeinu
afturhaldsfylkingar um Alþýðusambandsþingið bera þess
ljósan vott, að framangreind ummæli eru á rökum íeist.
En þó að svo hafi farið, að sendisveinar atvinnurekenda
hafi nú óverðskuldað og með lögleysum tekið við stjórnar-
taumunum í samtökum alþýðunnar, Alþýðusambandi ís-
lands, er verkalýðsstéttin samt sem áður sterkari en nokkru
sinni fyrr. Sameiningarmenn hafa aðeins það eitt s\ar við að-
gerðum þessa þings, að vinna nú að því af enn meiri krafti, að
viðhalda einingu alls verkalýðs, hvar í pólitískum flokki sem
hann stendur. Það tókst að þessu sinni að fyrirbyggja að Al-
þýðusambandið væri klofið og það er mikiJs um vert. Að sjálf-
sögðu munu hinir ólöglegu kvislingar í stjórn Alþýðusam-
bandsins reyna að fylgja þessum ,,sigri“ sínum eftir og rugla
svo dómgreind almennings, að hann haldi að hér séu fulltrúar
verkamanna að verki, en það mun ekki takast. Meiri hluti
verkalýðsins hefur hingað til kunnað skil á því hverjum væri
hægt að treysta og hverjum ekki.
í vetur munu verða gerðar örvæntingarfullar tilraunir til
þess að bola einingarmönnum frá stjórn í þeim félögum, sem
þeir eru nú í meiri hluta í. Ef að líkum lætur, verða aðferð-
irnar ekki ósvipaðar því, sem fram fór á Alþýðusambands-
þinginu. F.n þeir góðu menn fara villur vegar, ef þeii halda að
þeim haldist það uppi til langframa að lafa á ofbeldi og lög-
leysum. Þrciuninni fá þeir ekki snúið við. Framtíðin er og
verður hins róttæka verkalýðs. Stundarósigur fær ekki haggað
þeirri sögulegu staðreynd.
OröiÖ er laust
FYRIR NOKKRU síðan birtist
í norska blaðinu Aktuell grein um
Island eftir mann, sem dvaldist hér
á landi í sumar. Grein þessi skal
ekki í heild gerð hér að umtalsefni.
en eitt atriði úr henni er þó býsna
athyglisvert, og því birti eg hér
smákafla úr greininni. Þar segir
svo:
„VEGABRÉFA- og tollskoðun
gengur greiðlega, en okkur til
skelfingar uppgötvum við, að út-
lendingar, sem koma til Islands,
verða að gefa upplýsingar um,
hvaða kynþætti þeir tilheyra. Is-
lenzku þjóðinni, sem býr að fornri
hefð hinna glæstustu lýðhæðishug-
sjóna, ætti að geta skilist, að atriði
sem þetta minnir útlendinga á
Hitler-Þýzkaland og það kynþátta-
hatur, sem óð uppi á f jórða áratugi
aldarinnar.“
EG BÝST við, að lesendum
þessa blaðs komi þessar upplýsing-
ar næsta einkennilega fyrir sjónir.
Hingað til hefur það verið aðals-
merki Islendinga, að gera engan
sérstakan greinarmun á mönnum,
eftir hvaða kynþætti þeir tilheyra.
Hins vegar hefur orðið vart nokk-
urrar andúðar gegn ákveðnum
kynþáttum á hærri stöðum, sbr. er
Bjarni Ben. neitaði hljómsveit,
sem í voru negrar, um landvistar-
leyfi hér á landi
ÞAÐ ER eiginlega ekki gott að
vita, hvaða tilgangi slíkar og því-
líkar ráðstafanir eiga að þjóna.
Kynþáttaofsóknir hafa fyrst og
fremst verið nátengdar fasistum,
og hafa raunar flestir frjálslyndir
menn lýst andúð sinni og fyrir-
litnnigu á þeim. Sem stendur
munu þær hvergi vera jafnt í há-
vegum hafðar sem í Ameriku og
vissulega er ekki því neita að téð-
ur Bjarni Ben. ber mikla virðingu
og lotningu fyrir þeim, sem þar
ráða ríkjum, og til einhvers er
fyrirmyndin sótt. Um tvennt er að
gera í því efni: Nazista-Þýzkaland,
Ameríku auðvaldsins, og sjálfsagt
finnst Bjarna þær báðar góðar og
fyrst og fremst eftirbreytnisverðar.
„HÚSMÓÐIR" hefur sent blað-
inu eftirfarandi pistil.
„ Ut af smágrein, sem birtist í
40. tbl. Verkamannsins hefur orðið
talsverður goluþytur. Deildarstjóri
KEA, Kristinn Þorsteinsson, úti-
bússtjóri KEA og héraðslæknir
hafa allir farið á stúfana.
DEIDARSTJÓRANUM og úti-
bússtjóranum vil eg benda á, að
umrætt fars keypti eg ekki fyrr en
rétt fyrir lokunartima sölubúða,
svo að tími vannst ekki til að skila
því þá um kvöldið. Eg skoðaði það
ekki fyrr en hálftíma seinna, þegar
átti að fara að matbúa það til
kvöldverðar, en þá var það engin
boðleg fæða. Þar sem ekki var um
það að ræða, að skila því strax,
setti eg það niður í kaldan kjallara,
og þar beið það til morguns, að
búðir voru opnaðar Eg sagði úti-
bússtjóranum að eg myndi áreið-
anlega hafa skilað því strax,
ef það hefði verið hægt. Nú halda
bæði deildarstjórinn og útibús-
stjórinn því fram, að ekki sé hægt
að geyma fars óskemmt í sólar-
hring, og verður mér þá á að
spyrja: Hvernig er þessi matur lag-
aður og hvað er látið í það, sem
þessu veldur? Þetta hefur ekki
komið að sök með fars, sem eg hef
lagað sjálf eða fars úr Nýju kjöt-
búðinni.
ÚTIBÚSSTJÓRINN ráðleggur
mér, og þá sennilega fleiri kaup-
endum, að lykta af vörunni ,til að
vita hvernig hún er. Það hefur nú
hingað til þótt vafasöm kurteisi að
viðskiptamenri leyfðu sér slíkt, en
fyrst útibússtjórinn ráðleggur
þetta, telur hann líklega ekki ann-
að ráð vænna og er ekkert við að
segja.
Útibússtjórinn er mjög hneyksl-
aður yfir því að eg skuli ekki hafa
sett nafn mitt undir greinina, en
lætur sér svo sæma að fara
að mínu dæmi.
OG SVO ER ÞAÐ athugasemd
héraðslæknisins. Afsökunar bið eg
á að nefna hann formann heilbrigð-
isnefndar, mér fannst það liggja í
hlutarins eðli. Gott er að vita að
allt er í þessu ágæta lagi í kjötbúð-
inni, alltaf annað slagið rannsakað
og dregur enginn í efa, að svo sé
fyrst læknirinn hefur lagt blessun
sína yfir það.
Læt eg svo útrætt um þetta mál.
Bœkur
Hér skal lauslega minnzt á
nokkrar bækur sem Bókaútgáfan
Norðri hefur nýlega sent frá sér.
PARADÍS BERNSKU MINN-
AR eftir Evu Hjálmarsdóttur.
Þessi höf er nú orðinn að góðu
kunnur af bókunum Hvítir vængir
og Það er gaman að lifa. Bækur
Evu hafa orðið vinsælt lestrarefni
ungum sem gömlum, enda er frá-
sögn hennar mjög látlaus og eðli-
leg en um leið skemmtileg. Til
prýði er, að margar góðar myndir
eru í bókinni.
HVAÐ SAGÐI TRÖLLIÐ eftir
Þórleif Bjarnason. Höf. er kunnur
fyrir rit sitt Hornstrendingabók,
sem eru skemmtilegar og fróðlegar
frásagnir af lífi manna norður þar.
I þessari bók kynnist lesandinn
annari hlið Þórleifs, því hér er á
ferðinni skáldsaga, eigi alllítil að
vöxtum, 261 bls. í stóru broti. Þeir
mörgu, sem lásu Hornstrendinga-
bók sér til ánægju munu forvitnir
að vita hversu Þórleifi tekst skáld-
sagnagerðin.
ÞJÓÐLEIÐIN TIL HAM-
INGJU OG HEILLA nefnist rit
eftir héraðslæknirinn á Akranesi,
dr. med. Arna Arnason Bók þessi
er auglýst sem skák gegn hinni
merkilegu bók Nxelsar Ðungal,
Blekking og þekking. Ummælin
sem höfð eru aftan á kápu bókar-
innar gefa hugmynd um efni og
anda bókarinnar:
„Það er háskaleg blekkirtg að
trúa því og treysta, að þekkingin
ein muni bjarga heiminum frá
voða þeim, sem nú vofir yfir. Dá-
samleg vísindaleg þekking hefir
sennilega aldrei áður náð jafnhátt
sem á vorum dögum. En megin-
þunga þeirrar þekkingar er mis-
beitt gífurlega í anda hinna hrjóstr-
ugu og neikvæðu afla, enda er
heimurinn hraðfara á heljarslóð.
-— þrátt fyrir þekkinguna!
Undarlegt að til skuli vera á
20. öld menn, sem skrifa bækur
um hluti, sem þeir augsýnilega
bera ekki skynbragð á.“
Þá eru tvær barnabækur,
BERÐU MIG TIL BLÓMANNA
eftir Waldemar Bonsels í þýðingu
Ingvars Brynjólfssonar og Barna-
gull II, FEGURÐ ÆSKUNNAR
eftir Jóhannes Friðlaugsson.
Hvorttveggja góðar bækur.
Þá er ENGLISH MADE EASY
eftir dr. phil Ebenhard Dann-
4
heim, og er þetta kennslubók í
ensku til sjólfsnáms.
Allar bækur þessar utan sú sxð-
ast talda eru prentaðar í Prent-
verki Odds Björnssonar, Akureyri
og vandaðar af frágangi.
■ iiliiiiiiiiiiiiimmm
LÖGTAK
Að undangengnum úrskurði í dag verða lögtök látin
fram fara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að
átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar,
fyrir ógreiddum þinggjöldum, sem féllu í gjalddaga á
manntalsþingum í ár, áföllnum en ógreiddum veitinga-
skatti, gjaldi af innlendum tollvörum og söluskatti.
Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu 23. nóv. 1948.
■1111111111»'
MUNIÐ
Gullsmíðavinnustofu Ásgríms Albertssonar,
Grdnufélagsgötu 4.
l,*ll ,11 ■II1IMMII „■■<■!1.....
AUGLÝSIÐ í VERKAMANNINUM
inum»»»»»n*mm*iuiiiii»Him»»iiiiiiiim»u»ui»»*»»«»ii*HiiMiiiuiiii»miiiiiui»iiiI