Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.02.1949, Page 3

Verkamaðurinn - 11.02.1949, Page 3
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 11. febrúar 1949 - Á VETTVANGI VERKALÝÐSMÁLA FORDÆMI D AGSBRÚN ARM ANN A. Eins og frá var skýrt í blaðinu fyrra föstudag, var stjórn Dags- brúnar í Rvík endurkosin við alls- herjaratkvæðagreiðslu í félaginu fyrir hálfum mánuði. Þetta er 9. árið, sem Sigurður Guðnason og einingarstjórn hans fer með forust- una í þessu stærsta verkalýðsfélagi landsins. A þeim tíma hefur félag- ið eflst geysilega, bæði að áhrif- um og þroska, og eignir þess eru nú yfir hálfa milljón kr., en voru í 0, þegar einingarmenn tóku við 1941. Dagsbrún gegnir nú forustu- hlutverki í íslenzkum verkalýðs- málum og fyrir þrótt og farsæla málafylgju félagsins á undan- gengnum árum, hafa allir verka- menn é landinu notið ávaxtanna af starfi þess og sigrum, beint eða óbeint. Það mega þess vegna kall- ast góð tíðindi að einingaröflin í Dagsbrún koma nú æ efldari út úr hverjum kosningum, þrátt fyrir engan tilsparnað afturhaldsins í rógi, lygum og óvönduðum starfs- aðferðum gagnvart núverandi stjórn. Ar eftir ár gera íhaldsflokkarnir sig hlægilegri í augum verkamanna með því að streitast við að bjóða fram „sína menn“ til forustu í fé- laginu, og ár af ári verður útkom- an hörmulegri fyrir þá, en sigur vinstri aflanna þeim mun glæsi- legri. Við nýafstaðnar kosningar hlaut A-listi (einingarm.) 1317 atkvæði eða meir en helming þeirra, sem á kjörskrá voru, og er það langhæsta atkvæðatala, sem nokkur stjórn í Dagsbrún hefur hlotið. Hið þrí- höfðaða íhaldsflagð hlaut hins vegar aðeins 602 atkv. Þrátt fyrir fádæma áróður og viðbúnað. T. d. voru allar einkaskrifstofur stjórnarflokkanna gerðar að kosn- ingaskrifstofum B-listans. Dagsbrúnarmenn haía nú sýnt enn einu sinni og eftirminnilegar en nokkurn tíma fyrr, að þeir eru vel þess meðvitandi hvað einingin og hin framsækna . forusta þýðir fyrir stétt þeirra. Þeir hafa gefið fordæmi, sem hæfir forustuhlut- verki félags þeirra. ,,EIN 3TÆÐUR SIGUR“. Um sama leyti fór fram stjómar- kjör í Vörubílstjórafélaginu Þrótti í Rvík. 1 þeim kosningum flæddi óheið.irleiki Stefaníumanna svo mjög yfir bakka sína, að fá dæmi eru til annars eins, þótt oft hafi vel verið. Agentar íhaldsins, og þá fyrst og fremst formannsefni þess, beittu mútum í stórum stíl. Ein- stökum bílstjórum var lofað vinnu og alls konar fríðindum hjá bæn- um og öðrum atvinnurekendum, öðrum var hótað hörðu ef þeir kysu ekki samkvæmt vilja agent- anna. A. m. k. 7 menn voru látnir kjósa, þótt þeir væru aðalfélagar í öðrum stéttarfélögum og hefðu áð- ur kosið þar. Með þessum aðför- um tókst stjórnarflokkunum að merja 5 atkv. meirihluta við kosn- ingarnar: 131 gegn 126. Þessi „sigur“ steig hinum rang- lega kjörna formanni íhaldsins svo til höfuðs, að hann rauk til og skrifaði heilsíðugrein í Morgunbl. um þennan „einstæða" og „glæsi- lega sigur yfir kommúnistum“, eins og hann sjálfur komst að orði. Þessi ritsmíð mun vera algert einsdæmi í ófyrirleitni, því að þar játar formannsdula þessi, Friðleif- ur F. Friðriksson, og hælist um yfir, að hafa viðhaft þær aðfero- ir, sem lýst er hér að framan og segist vel hafa getað lofað bíl- stjórum vinnu, þar sem hann sé Sjálfstæðismaður og þess vegna hæg heimatökin fyrir sig að semja við atvinnurekendur. Þá viður- kennir hann einnig, að nokkrir hafi kosið í „Þrótti“, sem búnir voru að kjósa annars staðar, en sér að sjálf- sögðu ekkert athugavert við það. Kosningasvik þessi hafa að sjélfsögðu verið kærð til stjórnar Alþýðusambandsins, en ekki er sennilegt að hún bregði hart við. Hitt er ekki ósennilegt, að hin nýja Stefaníu-stjórn í „Þrótti“ komist að raun um það síðar, að ,.Þróttar“-menn láti ekki 5-atkv. Friðleif herleiða sig í hverju máli. Er a. m. k. hyggilegt fyrir hann að láta menn sína hefja reglubundnar öndunaræfingar hið fyrsta, því að i Morgunbl.-grein sinni segist hann ekki hafa getað náð meirihl. í fé- laginu fyrr, vegna þess hve sínir menn þoli illa að sitja lengi á fund- um í sígarettureyk og þungu lofti! DÝRTÍÐ OG VÍSITALA. Hér í blaðinu hefur áður verið skýrt frá þeim sýndartilburðum Alþýðusambandsstjómarinnar í kjaramálum launþega, að fara hóg- værlega fram á það við ríkisstjórn- ina, að dýrtíðaruppbót á laun verði reiknuð með vxsitölu 306 í stað 300 eins og verið hefur siðan Alþingi samþykkti kaupránslögin. „Alþýðumaðurinn“ sér hins veg- ar ástæðu til að hrósa Helga Hann- essyni og Co. fyrir þessa frammi- stöðu og kemur um leið með þá furðulegu staðhæfingu, að sósial- istar láti verkalýðsfélög þau, sem þeir stjórni, krefjast hins sama. — Þessu til sönnunar vitnar hann í samþykktir fulltrúaráðsins hér og „Þróttar“ á Siglufirði um dýrtiðar- mál. Sá er hins vegar reginmunur á kröfu þessara aðila og beiðni A1 þýðusambandsins, að þeir fyrr- nefndu krefjast dýrtiðaruppbótar til samræmis við aukningu dýrtíð- arinnar, en minnast lxvergi á 6 vísitölustig. „Alþýðum.“ virðist ekki gera neinn greinarmun á hinni stórföls- uðu vísitölu stjórnarflokkanna og hinni raunverulegu dýrtíð, þótt fyrir alllöngu liggi fyrir rökstutt álit 2ja færustu hagfræðinga þjóð- arinnar, þar sem þeir sanna, að rétt vísitala sé nú nálægt 400 stigum. Verkamenn gera kröfu til að fá fulla dýrtíðaruppbót á laun sín, en Alþýðusambandið biður náðarsam- legast um 6 vísitölustig. Það er kannske ekki von, að ritstjóri „Al- þýðum.“ skilji þennan meiningar- mun á meðan hann tekur við tvö- földum verkamannslaunum frá Al- mannatryggingum, fyrir utan ann- að. AÐALFUNDUR Verkamannafélags Raufarhafn- ar var haldinn 16. jan ,sl. Félags- menn voru einhuga um að velja sér róttæka forustu, sem fyrr. Fund- urinn gerði eftirfafrandi ályktanir í dýrtíðar- og kjaramálum, sem all- ar voru samþ .samhljóða: 1. „Aðalfundur í Verkamanna- félagi Raufarhafnar, haldinn 16. janúar 1949, mótmælir lögfestmgu vísitölunnar, vegna sívaxandi dýr- tiðar og skorar því á Alþingi það, er nú situr, að samþykkja frumvarp þeirra Sigurðar Guðnasonar og Hermanns Guðmundssonar um það efni.“ 28. „Aðalfundur í Verkamanna- félagi Raufarhafnar, haldinn 16. jan. 1949, mótmælir eindregið frumvarpi Jóhanns Hafstein um hlutfallskosningar í verkalýðsfé- lögum og öllum afskiptum ríkis- valdsins af innri málum verkalýðs- félaganna.“ 3. „Aðalfundur Verkamannafé- lags Raufarhafnar, haldinn 16. jan. 1949, vítir harðlega framkomu meirihluta á 21. þingi Alþýðusam- bands Islands og afgreiðslu hans á hinum ýmsu hagsmunamálum verkalýðssamtakanna." r. FRÁ VERKLÝÐSFÉLOGUM Á AKUREYRI. Síðastliðinn þriðjudag var fund- ur með stjórnum allra verklýðsfé- laga í bænum. Fundarefni var að gera tillögur um atvinnufram- kvæmdir í bænum. Á fundinum kom það eindregið í ljós í ræðum manna, aþ höfuðáherzlu bæri að leggja á öryggi í rafmagnsmálun- um og aukningu togaraútgerðar. Kosnar voru þrjár þriggja manna nefndir til að gera tillögur um eft- irfarandi mál: 1. Sjávarútvegs- og hafnarmál. 2. Rafmagns- og iðnaðarmál. Bvgginga-, samgöngu- og ræktunarmál. Akveðið var að boða aftur til fundar með sömu aðilum þegar nefndirnar hefðu skilað áliti. Molasykur, Strásykur, livítur, Flórsykur, Kandís. í.ÖNTUNARFÉLAGIÐ og útibú. Hveiti, í pk. og 1. vigt. Hrísgrjón, í pk. og 1. vigt. Baunir, í pk. og 1. vigt. Hafragrjón, Flrísmjöl, Kartöflumjöl, Makkarónur, Pönnukökuliveiti, Kex, í pökkuin. PÖNTUNARFÉLAGIÐ og útibú. Frá Sjúkrasamlaginu Læknaval. — Þessa dagana stendur yfir læknaval hér í bæn- um og þarf því að vera lokið fyrir næstu mánaðamót og ástæða til að hvetja fólk til að draga það eigi letngur að velja sér samlags- lækni. — Þar sem eg hefi orðið var nokkurra missagna eða mis- skilnings um læknavalið nú, þyk- ir mér rétt að taka fram eftirfar- andi: Læknavalið gengur í gildi 1. apríl næstk. Þangað til geta samlagsmenn bundið sig til mán- aðar í einu hjá þeim lækni, sem þeir óska eftir í hvert sinn. Það er ekkert læknaval sem bindandi sé eftir 1. apríl þó einhver læknir hafi skrifað stafi sína í bók sam- lagsmanna. Til þess að læknaval- ið hafi nokkurt gildi verður að koma með samlagsbækur á skrif- stofu samlagsins og skrifi undir yfirlýsingu um hvaða læknir sé valinn, og er þá nafn þess læknis stimplað inn í bók viðkomandi samlagsmanns. Sami maður getur valið fyrir heimilisfólkið allt og staðfestir þá það val með undir- skrift sinni. — Eigi er hverjum lækni heimilt að hafa nema vissan fjölda samlagsnúmera, og getur því farið svo, að þeir sem koma mjög seint til að velja samlags- lækni, geti eigi valið þann lækni, sem þeir hefðu helzt óskað eftir. ---------------------------- 3 — Samlagslæknúm er heimilt að vísa sjúklingum sínum til sér- fræðinga til ránnsókna, en allar slíkar ávísanir þurfa að vera árit- aðar af skrifstofu sjúkrasamlags- ins. Þeir, sem eigi sinna þessu geta ekki búizt við að reikningar þeirra fyrir slíka sérhjálp verði teknir til greina. — Loks er vert að geta þess að varðlæknir gsgn- ir nú varðstöðu frá kl. 6 að kvöldi til kl. 8 að moi-gni hverja nótt, ef þörf er fyrir slysa- eða skyndi- hjálp. — Þar sem það myndi taka of mikið rúm í blaðinu að þessu sinni, að géta um fleira viðvíkj- andi læknavali og samningum, sem fólkið þyrfti þó að vitd, verð- ur látið staðar numið að sinni, en farið fram á rúm til þess síðar, ef óskir koma fram um það frá bæj - arbúum'. — St. Ág. Kristjánsson. Gúmmístakkar Olíustakkar Olíubuxur Gúmmíbússur Vinnubuxur Vinnuvettlingar Fatapokar Vöruhúsið hi. I .. AÐVÖRUN Að gefnu tilefni skal vakin atliygli á því, að bannað er að selja óslægðan fisk til neyzlu í bænum, og sömu- leiðis er str.mglega bannað að þvo fisk eða fiskílát upp ur sjó innan takmarka hafnarinnar. Heilbrigðisnefndin. Lans staða Bæjarstjórn Akureyrar hefir ákveðið að ráða að- stoðarhafnarvörð, er annist einnig afhendingu va-tns til skipa og innheimtu vatnsgjalda. Umsóknum skal skila á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 15. þ. m., og eru þar veittar upplýsingar um launakjör og annað starfinu viðvíkjandi. Akureyri, 3. febr. 1949 Bœjarstjóri ímaskrá 1949 Þar sem verið er að búa nvja símaskrá undir prentun, [ eru þeir símanotendur. sem óska að koma leiðrétting- i um eða breytingum við skrána, beðnir að tilkynna það i skriflega fyrir 20. þ. nr. F.innig þarl að tilkynna um breytt heimilisfang. Símastjórinn á Akureyri, 8. febrúar 1949. Gunnar Scram. -•iiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiii|||iiiil|||||||l|iiiiiiiiiiii||||l|,|||in iii |m,n,unminii,,uiiiii, MiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiniiiiiHi*

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.