Verkamaðurinn - 04.03.1949, Page 3
fERKAMAÐURINN Föstudaginn 4. marz 1949
Ingvar Björnsson
fra Brún
Til að spara
Alþýðusambandinu
póstkostnað!
MÍNNINGARORÐ
Mér eru í fersku minni fyrstu
kynni mín af Ingvari frá Brún, þá
var hann nemandi í 6. bekk
^íenntaskólans hér, en varð að
hsetta námi seinni hluta vetrar og
feggjast á sjúkrahús, vegna mein-
setndar, sem leiddi til þess að taka
varð af honum fótinn, eftir ítrek-
aðar tilraunir læknanna, að komast
fyrir meinsemdina.
Það, sem skýrast einkenndi
þennan unga, glæsilega mann, var
flaðværð hans og karlmennska í
veikindum hans, æðrulaus gekk
l'ann undir þær aðgerðir, sem
framkvæmdar voru á hinum sjúka
^ti, og aldrei brást honum örugg
vissa um bata.
Ekki virtist heldur kjarkur hans
^íða neina hnekki við þetta áfall,
^ann lauk stúdentsprófi, og fór að
ibú loknu til Svíþjóðar til náms í
'ðnaðarverkfræði, þar dvaldi hann
°11 stríðsárin. A þeim tíma veiktist
l'ann af berklum, en fékk við
^eilsuhælisvist sæmilegan bata, að
því er virtist. Heim kom hann í
stríðslokin, og tók við starfi hér á
Akureyri hjá Kaupfélagi Eyfirð-
lnga, auk þess sem hann kenndi við
^lenntaskólann hér, þar til hinn
hvíti vágestur herjaði hann að
nýju, svo að þrek hans fékk ekki
rönd við reist.
Það er gott að minnast manna
eins og Ingvars frá Brún, glaðværð
hans, frjálslyndi og umbótahugur,
gerði hann hverjum manni hug-
þekkan. Engum, sem kynntist hon-
um, duldist það, að hann átti til að
bera glöggan skilning á kjörum
þjóðar sinnar, og hafði ákveðnar
skoðanir á málefnum hennar þótt
hann léti þær lítt uppi á opinber-
um vettvangi. Bjartsýni hans og
trú á málstað ættlands síns brást
honum aldrei.
Mann setur hljóðan þegar vösk-
um og starfandi mönnum eins og
Ingvari frá Brún er svift úr röðum
okkar á árdegi lífsins, þegar ótal
verkefni bíða einmitt úrlausnar
slíkra manna, og vissulega er það
áfall fyrir eftirlifandi unnustu hans
og aldraða foreldra. En starfi Ing-
vars er ekki lokið, andi hans mun
nú vinna við betri starfsskilyrði,
þar sem líkamlegar þjáningar
valda ekki lengur truflunum, og
eitt er vist, slíkum dreng mun
fylgja blessun og hlýhugur allra
þeirra, sem kynntust honum, yfir
á hið nýja tilverusvið.
H. E.
Ný félagsbók frá Máli og menningu
og nýtt tímaritshefti komið út
Hjá máli og menningu er komin
ht ný bók eftir Eyjólf Guðmunds-
Son er nefnist Lengi man til lítilla
stunda, og Tímaritið, 2.—3. hefti
1948.
eftir Marin Andersen Nexö; Is-
lenzkar nútímabókmenntir 1918—
1948, eftir Kristin E. Andrésson;
og Lífsþorsti eftir Irving Stone, II.
bindi.
Finnur Árnason útsölumaður
„Vinnu A. S. I.“ á Akureyri upp-
lýsti það á aðalfundi Verkamanna-
félagsins, að hann hefði ekki enn
útbýtt téðu riti til þeirra kaupenda
Vinnunnar, sem hann vissi um, en
gat þess þó um leið til skýringar,
að sér væri ekki kunnugt um
hverjir það væru, sökum veikinda
og þess að hann „væri önnum kaf-
inn störfum“. Hann sagðist því
myndi bíða eftir næsta hefti og
láta þau svo bæði i póst í einu, til
þess að spara Alþýðusambandinu
póstkostnað!!!
Fyrirmyndar útsölumaður það.
Efnilegur
Heiindellingur
Magnús Jónsson frá Mel, sem
fluttur hefur verið suður héðan frá
Akureyri til að hressa upp á Heim-
dall, flutti erindi um daginn og
veginn í útvarpið fyrra mánudag.
Virðist hann vera mjög vel cil þess
starfa fallinn, miðað við aðra
starfsemi útvarpsins, því í ræðu
hans rak ein afturhaldskenningin
aðra: Æskan væri á leið til for-
dæmingar vegna leti og ómennsku,
nauðsynlegt væri að taka upp
þegnskylduvinnu, skattar væru of
háir á miklum tekjum (ekki lág-
tekjum!), átta stunda vinnudag
bæri dð afnema, kirkjan væri of
sáttfús og umburðarlynd við synd-
ara! o. s. frv. o. s. frv. Síðan lauk
hann máli sínu með þvi að vitna í
Rutherford pýramídaspámann með
mikilli virðingu. Er vissulega full
:stæða til að óska hinni heilögu
þrenningu: útvarpinu, Heimdalli og
pýramídamönnum til hamingju
með þennan nýja forustumann.
Lengi man til lítilla stunda er
triðja bókin, sem Mál og menning
Sefur út eftir Eyjólf Guðmundsson,
°g fjallar þessi um bernsku- og
^nglingsár höfundarins. Fyrri hluta
tennar nefnir höf. Morgun ævi
^innar, en síðari Dregur að dag-
— Bókin er 230 bls. að
st®rð.
’Tímaritið hefst á ritstjórnargrein
nefnist: Verum á verði. Jón
^-'lgason prófessor ritar um Arn-
§firn jðnsson lærða (300 ára minn-
lng). Sverrir Kristjánsson: Bylting-
Sfnar 1848 og Danmörk; Bylting-
9fnar 1843 og ísland. Jakob Bene
'Hktsson: Nokkur orð um alþýðu-
tókasöfn. Hróðmar Sigurðsson:
”Lnyðja mundu grísir“. Faðir vor,
Saga eftir Valentin Katajev. Þá er
löng ritgerð um díalektiska efnis-
^ggju eftir John Desmond Bernal,
r,tuð í tilefni aldarafmælis Komm-
'staávarpsins. Kvæði eru i heft-
^ eftir Jón úr Vör, Anonymus,
'auk“, Gest Guðfinnsson, Loft
'>1hiarsson og þrjú smáljóð i þýð-
■X
Sigurðar Þórarinssonar, og
umsagnir um bækur eftir Jón
nnnesson, Björn Franzson,
, ^the Benediktsson, Björn Sig-
i s°n, Jakob Benediktsson og Jó-
ínn Sveinsson.
^ þessu ári koma út eftirtaldar
^kur hjá Máli og menningu: Und-
J> K
°eru lofti, Endurminningar II.,
Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði
og Guðmundi Crímssyni dómara
boðið til íslands
Þjóðræknisfélag íslendinga hef-*
ir, ásamt ríkisstjórninni, ákveðið
að bjóða hingað heim 1,—14. júlí
næstk. Vestur-Islendingunum Vil-
hjálmi Stefánssyni, landkönnuði og
Guðmundi Gnmssyni, dómara,
ásamt konum þeirra.
Það þótti rétt að votta meðal
annars á þennan hátt þessum þjóð-
kunnu mönnum, hve mikils virði
það er, að sem flestir hér heima fái
tækifæri til að kynnast þessum
ágætismönnum, sem hafa svo mjög
aukið hróður þjóðar sinnar erlend-
is. Um sama leyti er væntanleg
hingað ungfru Ingibjörg Ólafsson
frá London, sem hefur við ýmis
tækifæri komið fram erlendis sem
fulltrúi íslands og auk þess orðið
að góðu liði mörgum íslendingum,
sem þar hafa til hennar leitað.
Hún var hingað boðin á síðastliðnu
sumri, en samkvæmt læknisráði
fékk hún þessari heimsókn sinni
frestað.
Skemmtiklúbburinn
„ALLIR E1TT“
lieldur DANSLEIK í Sam-
komuhúsinu, laugardaginn
5. marz 1<)49, kl. 10 e. h.
STJÓRNIN.
Messur uiu helgina: Glerár-
þorpi kl. 2 e. h. — Akureyri kl. 5
e. h. (F. J. R.).
Minningarspjöld Vinnuheimil-
issjóðs S. í. B. S. fást í Bókaverzl.
Gunnlaugs Tr. Jónssonar og
Bókabúð Akureyrar.
Aðstoðar- liaf n ar varðarstaðan
var veitt Friðrik Hjaltalín á síð-
asta bæjarstjórnarfundi.
Frá Barnaskólanum. Hannes J.
Magnússon skólastjóri gegnir
ekki skólastjórastörfum nú fyrst
um sinn vegna eftirstöðva mænu-
veiki. Foreldrar og aðrir, sem
þurfa að eiga viðtal við skóla-
stjórann, eru beðnir að snúa sér
til Eiríks Sigurðssonar kennara.
3
Frá aðaifundi Skógræktarféiags
Eyfirðinga
Aðalfundur Skógræktarfélags
Eyfirðinga var haldinn á Akur-
eyri sunnudaginn 27. þ. ni.
f upphafi fundarins var minnzt
látinna félagsmanna, þeirra Berg-
steins Kolbeinssonar bónda að
Leifsstöðum, Kristján Benedikts-
sonar trésmiðs á Akureyri og
Ingvars Bjömssonar mennta-
skólakennara.
Ármann Dalmannsson flutti
skýrslu stjórnarinnar, Plantað
hafði verið síðastliðið vor á veg-
um félagsins samtals 20 þús. og
500 plöntum, þar af rúmlega 2
þús. af Skógræktarfélagi Hrafna-
gilshrepps og einstökum félags-
mönnum. 143 sjálfboðaliðar höfðu
unnið að gróðursetningu 437
vinnustundir.
Félagið mun byrja í vor
plöntusölu frá uppeldisstöð fé-
lagsins. Munu verða söluhæfar
allt að 2 þús. birkiplöntur um og
yfir 50 sm. hæð, einnig álíka mik-
ið af gulvíði.
Lögð var 120 m. löng vatns-
leiðsla að uppeldisreitunum og
byggt geymsluhús með 4x6 m.
gólffleti.
Heyjaðir voru um 80 hestburð-
ir .af töðu á hinu ræktaða landi
uppeldisstöðvarinnar og ræktað-
ar rúmlega 20 tunnur af kartöfl-
um. Urðu tekjur af því á 8. þús.
. Reikningar félagsins sýndu, að
félagssjóður hafði minnkað á ár-
inu um kr. 8320.00, en tillagasjóð-
ur vaxið um kr. 3294.00. Samkv.
eignareikningi var skuldlaus eign
í árslok 1948 kr. 72.017.67 og
eignaaukning á árinu kr. 1.404.07.
Bætt var inn í lög félagsins
ákvæði um, að félög, sem vinna
að skógræktarmálum innan hér-
aðsins gætu gerzt deildir í félag-
inu.
Fundininn samþykkti að ár-
gjöld félagsmanna fyrir yfir-
standandi ár skyldi vera kr. 20.00.
Stjórnin lagði fram fjárhags-
áætlun fyrir yfirstandandi ár,
og voru niðurstöðutölur hennar
kr. 49.000.00.
Ur stjórninni áttu að ganga Jón
Rögnvaldsson og Þorsteinn Da-
víðsson. Var Þorsteinn endurkos-
inn, en í stað Jóns, sem baðst
eindregið undan endurkosningu,
var kosinn Björn Þórðarson, Ak.
Stjórnin hefir þegar skipt með
sér störfum og er Guðm. Karl
Pétursson yfirlæknir formaður,
Þorsteinn Davíðsson ritari, Ár-
mann Dalmannsson gjaldkeri og
Björn Þórðarson og Þorsteinn
Þorsteinsson meðstjórnendur.
Höfðinglegar gjafir.
Félagsmenn eru nú 330 talsins.
Fjölgaði þeim um 55 á sl. ári. Fé-
laginu bárust góðar gjafir á ár-
inu: Frá Kristjáni Benediktssyni
trésmið kr. 1.458.00. Minningar-
gjöf um Arna Jóhannsson, fyrrv.
formann félagsins. kr. 500.00.
£IIIIIIIIIIMIII||||||||||||||I||||||III||I|I|I||||II||, lll|l||lll|llllllllllll|llllll|llll|llllll||llllll|l|l|ltlll|lllllllmllll|ll
\ H.f. Eimskipafélag íslands
| AÐALFUNDUR |
Aðalfundur Hlutafélágsins Eimskipafélags íslands, i
| verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- j
\ vík, laugardaginn 4. júní 1949 og liefst kl. 1.30 e. h.
I DAGSKRÁ: I
1 1 ■ Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum |
á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- i
i andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til |
úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. I
desember 1948 og efnahagsreikning með athuga- j
semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og i
tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
j 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- i
ingu ársarðsins. . =
Í 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra \
sem úr ganga samkvæmt félagslögum.
j 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og i
1 éins varaendurskoðanda.
j 5. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlaunasjóðs |
1 H.F. Eimskipafélags íslands.
= 0. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem j
upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- Í
I um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í I
í Reykjavík, dagana 1. og 2. júní næstk. Menn geta fengið j
j eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- j
1 skrilstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 9. febrúar 1949.
Stjórnin. ]