Verkamaðurinn - 04.03.1949, Page 4
Aðalfundur ,Iðju4, fél. verksmiðjuf ólks
Afturhaldið treystist ekki til neinna aðgerða
eftir útreiðina í haust
Aðalfundur „Iðju“, félags verk-
smiðjufólks á Akureyri, var hald-
inn sl. sunnudag. Það, sem fyrst og
fremst vakti eftirtekt var að stjórn-
in var öll einróma kosin. Svo eftir-
minnilega ráðningu fengu aftur-
haldssendlamir í Alþýðusambands-
þingskosningunum í haust, að þeir
sáu sitt ráð vænst að hafa sig nú
sem hljóðasta.
Stjórn Iðju skipa: Form.: Jón
Ingimarsson. Ritari: Jósef Krist-
jánsson. Gjaldk.: Þorsteinn Aust-
mar. Varastjórn: Hallgrímur Jóns-
son, Astvaldur Jónsson, Aðalsteinn
Gunnarsson. Trúnaðarmannaráð:
Friðþjófur Guðlaugsson, Arnór
Einarsson, Lára Gísladóttir, Hall-
grímur Jónsson, Ingibjörg Sigurð-
ardóttir, Olafur Jónsson, Oskar
Stefánsson, Guðm. Andrésson,
Gústaf Jónsson, Ragnar Jónasson,
Sigrún Gústafsdóttir, Halldóra
Kjartansdóttir.
Gegn hernaðarbandalagi.
Eftirfarandi tillögu hefur Iðja
nýlega samþykkt:
„Fundur í Iðju, fél. verksmiðju-
fólks á Akureyri, lýsir eindreginni
andstöðu sinni gegn hvers konar
þátttöku af íslands hálfu í hem-
aðaraðarbandalagi, þar sem það
hefði í för með sér hersetu í land-
inu og stofnaði sjálfstæði, menn-
ingu og tilveru Islendinga sem
þjóðar í hættu. »
Ennfremur er það álit fundarins,
að ekki komi til mála, að þátttaka
íslands í slíku bandalagi verði
ákveðin á annan veg en þjóðinni
sjálfri verði gefinn kostur á að
segja sitt álit með þjóðaratkvæði.“
.uaHHHMMHaMuad
Faðir minn,
BALDVIN JÓHANNSSON,
andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 3. þ. m.
Fyrir hönd vandamanna.
Sigríður Baldvinsdóttir.
■ *11■■iiiiiitn ■111
Aðalfundur
SÓSÍALISTAFÉLAGS AKURF.YRAR verður haldinn
sunnudaginn 7. þ. m., kl. 8,30 í Verkalýðshúsinu.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Reikningar félagsins og „Verkamannsins"
3. Skýrsla stjórnarinnar.
4. Kosningar.
Stjórnmálaviðhorfið.
6. Félagsmál.
Félagar! Mætið allir stundvíslega!
Stjórnin.
hUiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiiiimiiiuiii
TILKYNNING
111111111111111
Viðskiptanefndin hefur ákveðið eftirfarandi liámarks- 1
I verð á gúmmískóm framleiddum innanlands:
Heildsöluverð Smásöluverð i
No. 26-30 ...... kr. 16.00 kr. 20.40
No. 31-34 ........ - 17.50 - 22.30
No. 35-39 ........ - 20.00 - 25.50
No. 40-46 ........ - 22.50 - 28.70
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Hámarksverð þettæ gildir í Reykjavík og Hafnarfirði, I
I en annars staðar á landinú má bæta við verðið sannan- j
I legum flutningskostnaði.
Með tilkynningu þessari fellur úr gildi auglýsing verð- i
| lagsstjóra nr. 16/1948.
Reykjavík, 1. marz 1949.
Verðlagsstjórinn.
... iii 111111111111111111111111111111111 ••• in111111 iii n,;
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmmiiiiM*
Sauma- og bókbandsnámskeið
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAGS NORÐURLANDS
i hefjast að nýju 11. marz næstk. — Þeir, sem ekki komust að á j
j síðustu námsskeiðum sitja nú fyrir, gefi þeir sig fram í tíma. i
| Sími 488 eða 26.
| I
SuNlMMMMHtMMIIHMtlllMIMMIIMIIMIIHMMIMIIMIMItNIIMMIMIIMIIMItltlllllMHIIMIMMHIIIMMIIIIIIIIHMMMMIIMHHrt
Menntaskólanem-
endur móti þátt-
töku í hernaðar-
bandalagi
Þriðjudaginn 1. marz sl. var
haldinn almennur fundur í mál-
fundafélaginu Huginn í Mennta-
skólanum á Akureyri um þátttöku
íslands í Atlantshafsbandalaginu.
Þótt undarlegt kunni að virðast
reyndust þeir Stefán Jóhann og
Ólafur Thors eiga nokkra mál-
svara í skólanum, sem reyndu
meira af vilja en mætti að halda
uppi vörn fyrir mólstað Banda-
ríkjanna, en fóru hinar háðulegustu
hrakfarir.
„Verkam." mun ekki að svo
komnu máli gera að umtalsefni
alla málsmeðferð og fundarstjórn
vikapilta afturhaldsins á fundi
þessum, en öll var hún með þeim
blæ, að greinilegt var að um fyrir-
skipanir og „ráðleggingar" frá
„hærri“ stöðum var að ræða, og
skólanum til hinnar mestu sví-
virðu.
Eftirfarandi tillögu samþykkti
fundurinn:
„Almennur fundur Mennta-
skólans á Akureyri, haldinn
þriðjudaginn 1. marz 1949, lýsir
sig andvígan þátttöku Islands t
hernaðatbandalagi, hverjar sem
þær þjóðir eru, sem að slíku
bandalagi standa, þai sem slíkt
myndi hafa í för með sér skerð-
ingu á sjálfstæði landsins fyrr
eða síðar og stefna þjóðerni
voru í hættu.“
Átta gjaldþrot á síðast-
liðnu ári
Samkvæmt nýkomnum Hag-
tíðindum, urðu 8 gjaldþrot hér á
landi á árinu 1948, þar af 6 í Rvík.
1 í öðrum kaupstöðum og 1 í
sveit. Næsta ár á undan var tala
gjaldþrota 15. Undanfarin ár hafa
gjaldþrot verið sem hér segir að
meðaltali: 1912—1920 5,9; 1921—
1930 20,4; 1931—1935 30,8; 1936—
1940 14,2; 1941—1945 6,2; 1944 11;
1945 3; 1946 12; 1947 15 og 1948 8.
Meðal gjaldþrota, er urðu á s. 1.
Frá heimilisiðnaðarfél. Norður-
lands. Sauma- og bókbandsnáms-
skeið hefjast að nýju 11. marz n.
k. — þeir, sem ekki komust að á
síðustu námsskeiðum, sitja nú
fyrir, gefi þeir sig fram í tíma. —
Sími 488 eða 26.
Sítrónur
ágætar,
aðeins 50 aura stykkið.
Pöntunarfélagið
og útibú.
, IIIIIIIIMMMIIIIIIMI
................
11.1.1111■ 1,11II111.111.11111 ■ I ■
..... .........
| Vinnubuxur
| Vinnuvettlingar
I Sjóklæði
Vöruhúsið h/f
VERKAMAÐURINN
© Vindhanar Framsóknarflokksins
(Framhald af 1. síðu).
ekki eigi að skipa þá í trúnaðar-
stöður fyrir þjóðfélagið." („Hér
gæti Amen komið á eftir,“ sagði
séra Sigvaldi).
Og vitringarnir úr
Vesturvegi voru
nú einvaldir
Og nú virtist allt vera í himna-
lagi. Hinir vondu menn Stalins,
sem kváðu aldrei hreyfa sig nema
samkvæmt fyrirskipunum hans,
voru nú settir utangarðs. Hinir
dyggu þjónar nýskipunar Fram-
sóknar voru settir í allar þær trún-
aðarstöður, sem við varð komið.
Sáningunni var lokið, beðið fyrir
ríkisstjórninni í öllum kirkjum, en
öll þjóðin beið með mikilli eftir-
væntingu eftir hinni ríkulegu upp-
skeru, sem postular hinnar nýju
stjórnarstefnu höfðu lofað þjóð-
inni.
Uppskerustarfinu er víst senn
lokið. Þar sem eg er rauður í báða
enda, tel eg rétt að gefa Framsókn-
arblöðunum aftur orðið og lofa
þeim nú að lýsa, hvílík feikna
blessun hefir fylgt sáningu hinnar
nýju stjórnarstefnu, sem „Dagur“
(14. jan. 1948) kallaði ,^tefnu
FramsóktiarfIokksins“.
Hin blessunarríka
uppskera
„Dagur“ skýrir frá 23. febr. sl.,
að á hinum árlega félagsráðsfundi
Kaupfél. Eyfirðinga, sem haldinn
var 21. febr. sl., hafi framkvæmda-
stjórinn, Jakob Frímannsson, sem
er höfuðpaur höfuðpaura Fram-
sóknar hér í bæ og byggð,, sagt
ýmislegt um hina blessunarríku
uppskeru og uppskeruhorfur hjá
núverandi stjórnarvöldum. Upp-
skerulýsing Framsóknarforingjans
er í stuttu máli þessi:
„. . . . undanfarin ár hefði jafn-
an tekizt að halda verzlun félags-
ins nokkurn veginn í horfinu og að
peningagildi hefði hún farið vax-
andi til ársins 1948. En þá hafi
orðið umskipti. Sl. ár sýnir, í
fyrsta sinn um langan aldur, lækk-
andi verzlunarveltu í krónutali,
enda þótt dýrtíðin hafi aukizt í
tlestum greinum. Lækkunin stafar
af minnkandi erlendum innflutn-
ingi og versnandi innílutningshöft-
um á öllum sviðum.“
Og um óframhaldandi uppskeru-
horfur farast hinum vestræna
stjórnmálavitringi svo orð: „. . . .
að minnkandi verzlun félagsins
mundi óhjókvæmilega valda versn-
andi afkomu".----------------„Og
ástandið virðist enn fara versnandi.
Stöðúgt væri þrengt meira og
meira að öllum verzlunar- og iðn-
rekstri og að því er virðist alveg
sérstaklega utan höfuðstaðarins.“
---------------„og væri sízt útlit
fyrir batnandi afkomu meðan nú-
verandi öngþveiti í verzltmar- og
viðskiptamálum ríkti.“
„Ríkisgjaldþrot og
gengislækkun blasir
framuncfan/4
ril IMIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIMlII111111111111111111111111111111111111*
Og í „Tímanum“, aðalblaði
Framsóknarflokksins er 12. febr. sl.
ennþá átakanlegri lýisng á þeim
uppskeruhorfum, sem Framsókn
sáði til með hinni „nýjú' stefnu
sinni fyrir rúmu ári síðan. „Ríkis-
gjaldþrot og gengislækkun blasir
framundan“. Vitanlega reyna
stjórnarflokkarnir þrír að skella
skuldinni hvor á annan. Þeir þykj-
ast hver um sig hvergi hafa nærri
komið. En þeir eru allir sammála
um, að ástandið hafi farið stór-
versnandi síðastlðið ár og að horf-
urnar séu svo skuggalegar í at-
vinnu- og fjármálum þjóðarinnar
að við þjóðinni blasi nú hvorki
meira né minna en gjaldþrot ríkis-
ins. Þeir hafa bolað hinum vondu
sósíalistum úr trúnaðarstöðum og
troðið fulltrúum sínum í þær í
staðinn og geta því engum öðrum
kennt um nema sjálfum sér. Þeir
geta og munu endalaust þrátta um
það, hver þeirra sé mesti bófinn í
glæpafélaginu, en það haggar ekki
staðreyndunum. Þjóðin veit að
þeir eiga allir sök á þvt, hvernig
nú er komið. Og hún veit að Fram-
sóknarblöðin eignuðu Framsókn-
arflokknum alveg sérstaklega hina
nýju stefnu, sem þjóðarskútunni
hefur verið siglt eftir síðastliðið ár.
Bjargráðið: Stöðvun
togaraflotans og gengis-
íækkun!
í bróðurlegri einingu hefur nú
Framsókn ásamt Sjálfstæðismönn-
um og krötum stöðvað allan tog-
araflotann og nemur það tjón í er-
lendum gjaldeyri nú þegar 10—11
milljónum króna. Ef þetta tilræði
skyldi ekki nægja til að koma
þjóðinni á vonarvöl, þá hefur
Framsókn lagt það til, að gripið
verði til stórfelldrar gengislækk-
unar og heildsalinn Björn Olafsson,
fóstbróðir Vilhjálms Þór, glopraði
þvt út úr sér í ræðu á Alþingi í
fyrradag, að nauðsynlegt væri að
lækka gengi krónunnar um 25%.
En hingað til hefur það aldrei
skeð að einstakir bófar né glæpa-
mannasamtök hafi sigrað heilar
þjóðir. Leikar hafa ætíð farið svo,
að þjóðirnar hafa borið sigur úr
býtum í þeim átökum. Og svo mun
enn fara í þeim hörðu átökum sem
fram undan eru hér á íslandi.
Islenzk alþýða til sjávar og
sveita mun knésetja þá, sem hafa
játað að eiga sök á því öngþveiti,
sem nú ríkir í vaxandi mæli í at-
vinnu- og fjármálum þjóðarinnar
að ógleymdum svikunum í sjálf-
stæðis- og utanríkismálunum.
Ríkisstjórnin mun falla á síntí
eigin bragði — og springa.
x—t.
(Leturbreytingar höf.).
•■lllllll■lllll■■■ll■■l■■ll III |||im||,|||||||,||,|||MIIMMIIIII I1
Flórsykur
Melís
Strausykur
hvítur
Kandís.
Pöntunarfélagið
og útibú.
| IIIMIIIIIIIIIIIUIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMII"1
lfl•",,'