Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1949, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 13.04.1949, Blaðsíða 2
Miðvikudaginn 13. april 1949 VERKAMAÐURINN 2 VERKAMAÐURINN Útgeíandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir Daníelsson. Blaðstjórn: Ásgrímur Albertsson, Eyjólfur Árnason, Jakob Árnason. Ritstjórn og afgreiðsla á skrifsotfu Sósíalistafélags Akureyrar, Brekku- götu 1 — sími 516. Áskriftargjald kr. 20 á ári. — LausasÖluverð 50 aura einatkið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Eru nýjar árásir á alþýðuna í undirbúningi? Þess hefir ekki svo lítið orðið vart í seinni tíð, að anðstéttin í þessu landi hyggst. nú að hefja nýjar árásir á alþýðuna. Krafa um 25% gengislækkun hefir þegar komið fram og er ekki ósennilegt, að einhverjar slíkar aðgerðir séu í undirbún- ingi. Styður þessa skoðun sú staðreynd, að í sambandi við Marshall-áætlunina voru þau Iönd, sem þátt tóku í henni, skuldhundin til þess að koma á og viðlialda „réttu" gengi. M. ö. o., Bandaríkin kröfuðst gengislækkunar þar sem þeiin þótti slíkra aðgerða þörf. Það þarf ekki að rekja hér aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verklýðssamtökunum og lífsafkomu almennings í þessu landi, þeir atburðir eru ölltim vel kunnir, enda er nú svo komið, að alþýðan getur ekki mikið lengur unað slíku ástandi, og er nú þegar farið að bera á því, að ýmis verklýðsfélög eru farin að segja upp samningum sínum og krefjast kauphækkunar. Sá maður fyrirfinnst nú vart innan verklýðssamtakanna, sem lieldur því fram, að ríkisstjórnin hafi ekki svikið öll þau lof- orð, sem hún gaf um lækkun dýrtíðarinnar, og allir vita, að dýrtíðin hefir akirei verið neitt svipað því eins gífurieg og hún er nú orðin, heinlínis fyrir tilverkað stjórnarinnar. Kn nú er spurningin: Er dýrtíðin í þessu landi orðin það vandamál, sem ekki er hægt að leysa án þess að lækka kaup verkalýðsins? Nei, vissulega ekki. Arið 1948 var verðmæti útflutnings meira en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar, og verðlag á erlendum markaði svo gott, að framleiðsla lands- manna var vel sæmd af, hefðu framleiðendurnir ferigið að njóta þess verðs. En allur þessi ntikli gjaldeyrir fer ekki til ráðstöfunar þeirra, sem hans afla, honum er ekki r;íðstafað í samræmi við þarfir þjóðarheildarinnar, heldur manna, sem hvergi koma nærri framleiðslunni, heildsala og slíks brask- aralýðs, enda hefir sú sétt mánna rakað saman þvílíkum gróða á undanförnum árum, að slíks eru engin dæmi hér- lendis. Það er nú svo komið, að okkar 150 þús. manna þjóð, verður að ala nokkur hundruð manna afætustétt, sem ekkert gera annað en hirða afrakstur þeirrar vinnu, sem verkamenn- irnir, verkakonurnar, sjétmennirnir og bændurnir inna af hendi. Öll stefna ríkisstjórnarinnar hefir beinzt að því, að gera hlut þessara inanna serh mestan og öruggastan. Vegna þess að heildsalarnir heimta það ,eru beztu markaðirnir eyðilagðir og viðskiptin að langmestu leyti bundin við Bretland og Bandaríkin, þó að öllum, sem um þau mál hugsa, hljóti að vera Ijóst, að í þeim löndum getur aldrei orðið um neinn framtíðarmarkað fyrir afurðir okkar að ræða. En heildsalarnir heimta meiri gróða, og Ameríka heimtar gengislækkun. Þetta tvennt fellur því algerlega saman; það eina, sem erfitt er viðfangs fyrir stjórnina í þessu efni er al- þýðan — þjóðin sjálf. Það er allt annað en álitlegt að leggja nú í enn frekari árásir á alþýðuna eftir það, sem gerzt hefir undanfarið, með kosningar á næsta leiti, — en ekki vantar viljann. — Vandamálið í sambandi við dýrtíðina í þessu landi er fyrst og fremst það, hvernig á að koma fjármagninu út í fram- leiðsluna og nýta gjaldeyrinn í samræmi við þarfir alþjóðar, en það verður ekki gert fyrr en alþýðan sjálf hefir tekið völdin í sínar hendur. Á meðan heildsalarnir ráða mest um stefnuna í verzlunar- og viðskiptamálum þjóðarinnar, verður ekkert lát á sífelldum ofsóknum á hendur verkalýðssamtak- anna, og lífskjör alþýðunnar gerð syo aum sem frekast má vera. Ýmislegt bendir til þess, að ekki sé þess langt að bíða, að ýmis stærstu verklýðsfélögin segi upp samningum sínum og, krefjist verulegrar kauphækkunar. Eins víst er það, ef að til slíks kemur, að ríkisvaldið mun beita öllum þeim ráðum, sem það þorir og getur, til þess að berja alþýðuna niður, jafnvel mun ekki örgrannt um, að ýmsir hugsi til þess með fögnuði, að þá gefist tækifæri til þess að slá alþýðuna niður ,,í eitt skipti fyrir öll“. Þeir atburðir, sem gerðust í Reykjavík 30. marz síðastl., geta hæglega endurtekið sig; ríkisstjórnin hefir þegar sýnt, að hún hikar ekki við að beita hreinum fasistaað- ferðum í baráttunni við alþýðuna. En þessir menn þekkja ekki íslenzka alþýðu. Þeir hafa sýnt það í hvert einasta skipti, sem til átaka iiefir komið, að þeir hafa ekki staðið henni snúning. Þeir halda, að þeir geti slegið hana niður. Verði þeim trú sín að góðu; íögmálum þjóðfé- lagsins fá þeir ekki breytt. — Lokasigurinn fellur alþýðunni í skaut; öðruvísi getur ekki farið. Á VETTVANGI VERKALÝÐSMÁLA Atvinnuleysi. Vcturinn sem nú er að líða lieíir sorfið alifast að mörgum ljölskyldtmi verkamanna hér á Akureyri. Síðan um nýár hefir atvinna verið mjög lítil. aðeins nokkrir menn í bæjarvinnu og snapvinnu við höfnina. Byggingar nær engar, og lítið útlit fyrir að í þeim efntun glaðist mikið með vorinti, cng- in byggingalcyfi veitt, engin lán fáan- leg, iðnaðurinn dregst saman. Hin dauða hönd núverandi jríkisstjórnar hefir lamað atvinnulífið. Launafólk hér á Aktfreyri sér fram á tekjurýrt sumar eftir atvinnuleysið í vetur. og cf síldin bregst enn í stunar, er hætt við að þröngt verði í búi h já mörgum fjöJskyldum hér á Akureyri í haust. Áhugi bæjaryfirvaldanna. Við verkamenn hér á Akureyri höf- um ekki haft ástaðti til að Jofa ba*jar- yfirvöldin lyrir áhuga þeirra á at- vinnttafkomu okkar. A hverjum vetri hefir verkamannafélagið hér sent ba*j- arstjórn fleiri og færri erindi tim úr- ba*tur í atvinnumálum, og jafnframt bent á verkefni sem fyrir lægjtt, og vinna mætti að yfir veturinn, en jafn att hafa þessi erindi verið að engu höfð af þeim bæjarstjórnarmeirihluta, sem trúlega hefir staðið við hlið ríkis- stjórnarinnar í því efni að draga úr öllum atvinnuframkva*mdum og koma á atvinnuleysi. Þó má segja að með betra móti hafi til tekizt í vetur, þar sem því lckkst frámgengt, að skipuð var atvinnumálanefnd af bæjarstjórn og verkamannafélaginu sameiginlega. Nefnd þessi hafði það verkefni að benda á leiðir til atvinnubóta yfir dauðasta tíma ársins, og hefir henni í þessum efnum oröið dálítið ágengt, þótt afturhaldið í bæjarstjórninni hafi reynt að hamla á móti tilTógum hennar, einkum hefir hafnarnefnd verið treg til að hafa samvinnu við nefndina um fyrirhugaðar hafnar- kvæmdir. Kjarabætur. Ank þess seni atvinna liefir verið með rýrara móti í vetur. bætist svo það að stöðugt fæst minna verðmæti fyrir andvirði vinnunnar, sem er af- leiðing af vaxandi dýrtíð sem valdhöf- unum tekst þó furðanlega að halda fyrir utan hina útreiknuðu vísitölu. Krafan um grunnkaupshtckkun er nú að verða allhúvær rneðal verkamanna. sem ekki er að undra. þar scm ekki hefir einu sinni tekizt að halda hinni útreiknuðu vísitölu í skefjum síðan katipgjaldsvísitalan var lögfest, þrált fvrir marggefin loforð rfkisstjórnar- innar tun niðurfærsiu á dýrtíðinni, en jrar að auki mun nú bein fölsun vísitölunnar nema um 100 stigum. Að öllu óbreyttu er því ekki annað sjá- anlegt en að vcrklýðsfélögin verði neydd til að fara út í kattpdeilur með vorinu, þar sem Alþingi hefir nú fellt frutnvarp þeirr^ Herntanns Guð- mundssonar og Sigurðar Guðnason- ar um afnám vísitölubindingarinn- ar. og ríkisstjórnin hefir ekki einu sinni séð sér fært að verða við hinum hógværu kröfum stjórnar A.S.Í. um að verkamenn fái greidd þau stig sem vísitalan liefir hækkað síðan hún var lögfest. Dagsbrún boðar til ráðstefnu. Nú stendur yfir í Reykjævík ráð- stefna, setn Verkamannafélagið „Dags- brún“ í Reykjavík hefir boðar til með stærstu verklýðsfélögtun landsins. Verkefni þessarar ráðstefnu er að ræða kaupgjaldsmálin, og samræma að- gerðir forustufélaganna, í þeim mál- um svo betur yrði tryggður árangur af þeim aðgerðum, sem gerðar kynnu að verða. Dagsbrún hefir undanfarin ár haft forustu í kaúþgjaldsraálunum og önnur félög jáfnan siglt í kjölfar hennar með kjarabætur slnar. Var því sjálfsagt og eðlilegt að hún héfði forgöngu um sameiginlegar ráðstafanir starstu verklýðsfélaganna, gcgn vax- andi afkomuörðugleikum launastétt- anna. |>ví að allir muniini við sammála tun. að ekki verði léngur komizt hjá einhverjum aðgerðuin til úrbóta. — Verkamannafélag Akureyrarkattpstað- ar á fulltrúa á þessari ráðstefnu, og mun að hentii lokinni verða tekin á- kviirðun ttm jiað, hvernig félagið muni snúa sér í kaupgjaldsmálunum nú með vorinu. Sameinaðir stöndum vér . . . Eins og ég minntist á áðan, munu ekki vera skiptar skoðanir uni það meðal verkamanna, að einhverra að- gerða sé þörf í kjaramálum okkar, en ef til vill verða eitthvað skiptar skoð- 14/1 Enski herinn drepur fjölda innfæddra manna í bænum Kuala Kubu á Malakkaskaga, fyr- ir þær sakir að „óttast“ var að þeir væru kommúnistar. 22/1 52 Spánverjar ákærðir og dregnir fyrir herrétt í Ocana fyrir „að ógna öryggi ríkisins", þ. e. einræðisherranum Franco. 26/1 Ný stjórn hefur tekið við völdum í Grikklandi og var fyrsta verk hennar að taka af lífi tíu and- fasista í Tripolis og Kalamata. 27/1 Gríska stjórnin hefur rekið 7000 bændur frá heimilum sinum til þess eins að hindra að þeir kæmust í samband við frels- isherinn. 2/2 Atta kommúnistar líflátn- ir í Aþenu af ógnarstjórn þeirra Trumanns og Bevins. Sama dag tilkynnt að 12000 grískir andfas- istar hefðu verið fluttir til ó- byggðrar klettaeyju í Egiska haf- inu, þar sem þeim er ógnað með hungurdauða. 9/2 Enrique Marcos Nadal á Spáni dæmdur til dauða fyrir að vera foringi átta meðlima hins syndikalistiska CNT. Þrír félagar hans voru dæmdir í 30 ára þrælk- unarvinnu. Tveir grískir verkalýðsleiðtogar, Ambatielos og Bekakos dæmdir til dauða af herrétti. Þetta er í annað skipti, sem þeir eru dæmd- ir. I fyrra skiptið var dómurinn upphafinn sökum almennra mót- mæla. 10/2 Þrír prófessorar við rík- isháskólann x Washington settir af fyrir „byltingaráform“. 15/2 300 lögreglumenn ráðast á negra, sem höfðu safnazt saman á íþróttasvæðinu í Jóhannesborg í Suður-Afríku. Einn negri var drepinn og margir særðir. 17/2 Níu grískir kommúnistar líflátnir í Aþenu. Þeir voru ákærð- ir fyrir að hafa stutt skæruliða- hreyfingu gegn fasistastjórninni. 18/2 Fjórir enskir vísinda- menn í þjónustu ríkisins settir af fyrir þá sök, að haldið er að þeir séu kommúnistar. Hinir ákærðu fengu ekki að verja sig. anir um það, hvaða lciðir skuli fara. Vonandi bera þó hin ýmsu stéttarfé- lög gæfu til jiess að vinna einhuga og í sameiningtt að úrlausn þessara mála, til hagsbóta fyrir verklýðsstéttina í heild, og' að yfirstjórn heildarsamtak- anna ljái til þess stuðning sinn og full tingi að félögin fái fratugengt réttmæt- um kröfum sínum, en hvergi* verði flokksleg sjónarmið látin ráða, því að fyrsta og veigamesta skilyrðið til þess að við fáum réttlætiskröfum okkar framgengt er, að komið verði í veg fyrir að eining samtakanna rofni. Ekki mttn af því veita að launastétlirnar standi sem órjúfandi veggur um liags- muni sína, því að við ramman rcip er að draga, þar sem er sameinað aft- uihald borgarafiokkanna jrriggja, sem að ríkisstjórninni standa. En ef við eigum |)ví láni að fagna að stéttarleg eining sé metin meira en þjónkun við flokkshagsmuni. inun sérhver kaup- deila. scm byggð er á réttmætum kröfum, verða farsaillega til lvkta leidd. 19/2 Þrír Kínverjar, sem eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt sporvagnaverkfallið í Shanghai, myrtir af stjóm Siangs Kai-Sheks. 23/2 Aðalritari Kommúnista- flokksins í Irak, Joussuf Seiman Fehede, hengdur ásamt Mohamed Chibibi forystumanni hinnar þjóð- legu frelsishreyfingar í landinu og tveim öðrum fyrir baráttu gegn enskum yfirráðum í landi sínu. 600 kommúnistar handteknir í Indlandi fyrir pólitíska starfsemi. 25/2 Herréttur í Ocana á Spáni dæmir sjö manns í níu ára þrælkunarvinnu fyrir að halda við sósíalistiskri verkalýðshreyfingu í landinu. Fyrirliði þeirra dæmdu, José Satue, var dæmdur til dauða fyrir þetta afbrot. 28/2 Fjórir Spánverjar teknir af lífi fyrir „ríkisfjandsamlega starfsemi“. Einn þeirra myrtu var foringi sósíalistaflokks Kataloníu. Þannig litur „lýðræðið", sem borgaraflokarnir og kratarnir lofa sem mest, út. Einkenni þess eru stríð og ofbeldi. (Ny Dag). Grískar mæður ákæra Eftirfarandi bréf hafa grískar mæð- ur sent mæðnim í Ameríku: „Við viljum að þér kynnist harm- leik okkar. Dollayar yðar koma til okkar sem skriðdrekar, flugvellir og fallbyssur en ekki setn brauð og mjólk. Þeir, sein unnu með nazistunum og ættu að sitja í fangelsi, eru frjálsir. Grísku nra-ðurnar þola neyð vegna sona sinna. Rétt eins og stríðinu væri enn ekki lokið, eru fleiri og fleiri lýð- raðissinnar rifnir frá heimilum sínum á næturþeli og dæmdir til dauða. Land okkar hefir orðið nýr Spánn, og hver veit nema sá eldur, sem nú er nærður í okkar landi, eigi eftir að hleypa öllum heiminum í bál. Við, grískar mæðtir og konur, senr þjáumst og lifum í stöðugum ótta um börn okkar, scm eru kvalin í fangelsunum, biðjum yður að líta á þennan gríska harmleik, sem væri hann ykkar eiginn. Slökkvið þann eld, sem kyntur er í okkar landi, áður en hann breiðist utn allan heiminn og brennir einnig ykkar nánustu." Vestrænf lýðræði: stríð og ofbeldi í þeim löndum, sem heimsveldasinnarnir ráða, er stöðug ógnaröld ríkjandi Hér getur að líta nokkur dæmi frá janúar-febrúar:

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.