Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1949, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 13.04.1949, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN M'iðvikudaginn 13. april 1949 Æskulýðssíðan Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson Réttindi kvenna Það er alkunna að enn er rétt- indum manna verulega misskipt á landi hér, ekki bara milli hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins, heldur einnig milli kynjanna. Konur njóta ,á ýmsum sviðum mun minni rétt- inda en karlar. Einkum á þetta við á sviði atvinnumála og fjármóla. —, Konur hafa í langflestum tilfellum miklu minna fyrir vinnu sína en karlar. Þetta er staðreynd, sem öll- um er svo kunn, að um hana er óþarfi að fjölyrða. Þess má þó geta, að hér á Akureyri er dagkaup karla í almennri vinnu nú kr. 67.20, en kvenna kr. 45.60, og svipaður munur er víðast á land- inu. í ýmsum starfsgreinum er munurinn þó enn meiri. En þær starfsgreinar, þar sem konur hafa fengið viðurkennd sömu laun fyrir sína vinnu og karlar, eru mjög fá- ar. I þeim hópi eru t. d. kennarar, enda virðist það fjarstæða, að kona, sem kennir barni að lesa eða skrifa, sé greitt minna fyrir það verk en karlmanni. En er það minni fjarstæða, að piltur og stúlka, sem vinna afgreiðslustörf- í verzlun, jafnvel í sömu búðinni, hafi ekki sama kaup? Mörg fleiri dæmi mætti taka, þó að það verði ekki gert hér, t. d. ýmis verk- smiðjustorf. En flestum eru þessi mál svo kunn, að óþarft er að tína fram mörg dæmi. Nú hefur það gerzt til tíðinda í þessum málefnum kvenna, að flutt hefur verið á Alþingi frum- varp um skilyrðislaust jafnrétti kvenna og karla. Flutningsmaður þess er Hannibal Valdimarsson, og er frumvarpið á þessa leið: Frumvarp til laga um réttindi kvenna. 1. gr. — Konur hafa algert, póli tískt jafnrétti á við karla. 2. gr. — Konur skulu njóta al- gerlega sama réttar í atvinnumál- um og fjármálum, sem karlar, og er óheimilt að setja nokkrar tak- markanir á val kvenna til þátttöku í nokkrum störfum. Hvarvetna, þar sem þess telzt þörf, er skylt að gera sérstakar ráðstafanir til þess að aðstaða konunnar sem móður til þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar verði sem bezt tryggð. 3. gr. — Konur njóti algers jafn- réttis við karla innan vébanda fjölskyldulífsins. 4. gr. — Konur skulu í hvivetna njóta sama réttar og karlar til náms og menntunar. 5. gr. — Til allra embætta, sýslana og starfa hafa konur sama rétt og karlar, enda hafa þær og í öllum greinum sömu skyldur og karlar. 6. gr. — Konum skulu greidd sömu laun og körlum við hvers konar embætti, störf og sýslanir, hvort sem er í þjónustu hins opin- bera eða í þjónustu atvinnulífsins. 7. gr. — Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 37, 11. júlí 1911, um rétt kvenna til embættis- náms, námsstyrkja og embætta, svo og öll eldri ákvæði, er brjóta í bág við lög þessi. 8. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Oðrum fremri — nema Sovét. Ef við íslendingar bærum gæfu til að fá þetta frumvarp eða annað, sem sömu réttindi til kvenna fæl- ust í samþ., hygg eg að löggjöf okk- ar á þessu sviði yrði komin á hærra stig, en í nokkru öðru ríki í vest- an verðri Evrópu, og væri okkur að því mikill sómi. Engum frjáls- huga manni mun heldur blandast hugur um, að slík löggjöf, sem þessi væri réttmæt og sjálfsögð. Ennþá hafa samt engin ríki, nema Ráðstjórnarríkin og ef til vill þau ríki önnur í Austur-Evrópu, sem nú eru að koma á hjá sér sósíalis- tisku þjóðskipulagi, borið gðefu til að veita konum fullt jafnrétti við karla. En í stjórnarskrá Sovétríkj- anna segir svo (122. grein): „Konum í Sovétríkjunum eru tryggð sömu þegnréttindi sem körlum á öllum sviðum viðskipta, menningar, stjórnmóla og félags- lífs. Réttindi þessi eru tryggð með því, að konan hefur sama rétt sem karlmaðurinn til atvinnu, vinnu- launa, hvíldar, þjóðfélagstrygginga og menntunar. Ennfremur með víðtækri ríkisverndun fyrir mæður Og börn, að konur fái ákveðið frí, með fullum launum, fyrir og eftir barnsburð, fjölda fæðingarheimila, bamaheimila og barnagarða víðs vegar um landið.1' Eins og af þessu sézt, er konum Sovétríkjanna með þessari grein stjórnarskrárinnar, tryggt skýlaust jafnrétti við karla. Og þeim er tryggt meira, en lagt er til að hér Iíreppan lætur ekki bíða eftir sér Er hrunið að skella yfir Bandaríkin? verði gert með umræddu lagafrum varpi. Þeim er, eins og öllum þegn um Sovétríkjanna, tryggður réttur til vinnu utan heimilisins, ef þær emu sinni kæra sig um. Hér á landi er engum tryggður réttur til vinnu. Hinn illi gestur, atvinnu- leysið, getur hvenær sem vera skal heimsótt okkur, jafnt karla sem konur, án þess við komum nokkr- um vörnum við. En úr þessu er okkur að sjálfsögðu brýn nauðsyn að bæta. Það er ekki nóg, að tryggja konum sömu laun og körl- um, ef þær hafa vinnu. Það verður einnig að tryggja þeim, og þá einn- ig karlmönnunum, fullkomið ör- yggi gegn atvinnuleysi. Og verði frumvarp þetta um réttindi kvenna samþykkt, hljóta atvinnuleysis- tryggingar að verða næsta skrefið, eða koma samhliða. Annað væri okkur ekki sæmandi, sem fram- farasinnaðri menningarþjóð. En — því miður. En það verður að segja hverja sögu, eins og hún gengur, og eg er smeykur um, að Alþingi okkar sé nú þann veg skipað, að við þurfum ekki að gera okkur vonir um, að frumvarp þetta hljóti samþykki að sinni. Flutningsmaður þess segir í lok greinargerðar: „í fullu trausti þess, að Alþingi telja tíma til kominn, að lögfesta algert jafnrétti karla og kvenna á landi hér, legg eg þetta frumvarp fram og vænti þess, að það fái greiðan gang í gegnum þingið." En annað tveggja hefur Hinn stöðugt minnkandi kaup- máttur amerískra skattgreiðenda veldur yfirvöldunum miklum áhyggjum. Það er orðin útbreidd skoðun, að hninsins verði ekki langt að bíða, ef haldið verður áfram á sömu braut. Árið 1948 keyptu neytendur minna vörumagn en nokkru sinni flutningsmaður sagt þetta gegn betri vitund, eða hann þekkir illa þá, sem nú sitja með honurri á Al- þingi Islendinga. Að minnsta kosti hygg eg, að það yrði Hannibal full- erfitt að fá núverandi forsætisráð herra til að gjalda frumvarpi þessu jákvæði sitt, og hvað um þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsókn ar? Einu þingmennimir, sem hann getur verið viss um að fá stuðning frá eru þingmenn Sósíalistaflokks- ins. En afstöðu þingsins til þessa merka máls má einmitt bezt marka á því, að það mun enn ekki hafa verið tekið fyrir í þinginu og er þó langt síðan það var lagt fram. Meirihluta þingmanna hefur þótt meira við liggja að selja af hendi til erlendra manna landsréttindi jjóðarinnar, en áð sinna réttinda- málum íslenzkra kvenna. En, enda þó að sýnt sé, að lög- gjöf sem þessi Verður eigi sam- sykkt meðan Alþingi er svo skip- að, sem nú er, þá er það víst, að 3að kemur dagur eftir þennan dag, og þessu sjálfsagða réttindamáli verður haldið vakandi. Þ. Eg held, lesandi góður, að þú ættir að gerast á- skrifandi að Landnem- anum. Mér vitanlega hefir enginn séð eftir því, sem það hefir gert. Svik á svik ofan Xúverandi rfkisstjórn gcrði fagran málefnasamning. þegar hún settist að völdum. Þar stóð meðal annafs: „Það er höfuðblutverk rík- isstjórnarinnar, — að vernda og tryggja sjálf- stæði landsins, að koma í framkvæmd end- urskoðun á stjórnarskránni, að tryggja góð og (jfugg lífs- kjör allra landsmanna og á- framhaldandi velmegun, að halda áfram og auka ný- sköpun í íslenzku atvinnulífi.“ En hvernig hefir nú stjórn þessi rækt „höfuðhlutverk" sitt? Fyrsta atrifíi: Gerður hefir vcrið hver landráðasamningurinn eftir ann- an við Bandaríki Norður Amerlku, svo að ósóð er, hvort við getuin nokkru sinni framar talað um land okkar sem sjálfstætt ríki. Ríkisstjórnin hefir selt landið fyrir doiíara handa gæð- ingum sínum, heildsölunum. Það var hennar vernd um sjálfstæði vort. Annafí atrifíi: Ekki hefir heyrzt, að þvi rnáli hafi miðað neitt, en kannski hefir hæstvirtri (I) rlkisstjórn fundizt hún losna billega við þanti vanda með sölu sjálfstæðisins. Þriðja atrifíi: Lánn landsmann hafa verið lækkuð til muna nteð l.ip festingu visitölúnnar, en jafnfram: hcfir dýrtíðin vaxið stórkostlcga. m. a fyrir bcinar aðgerðir stjárnarinnar. þar sem hún hefir lagt tollá og skatta sem nema mörgutn tugum tnilljóna, ;i nauðsyn javörttr almennings. Og þegat launþegar fara fram á einhverjar kjarabætur, nefna ráðherrar stjórnar innar þá ghepamenn, og l'leiri álíka nöfn cru þeim gefin. Þannig tryggir ríkisstjórnin velmegun landsmanná, að laun manna hrökkva tæpast fyrir nauðþurftum, hvað þá meira. Jafn framt þessari launaskerðingu hefir svt atvinnuleysið fest rætur á ný í landinú Fjórfía atrifíi: í stað þess að halda nýsköpuninni áfram, hefir.hún verið stöðvuð alls staðar þar sem ríkisstjórn- in hefir séð sér færi á. En til að slá ryki í augun á tólki, segist stjórn þcssi gjarna vilja fá ný atvinnutæki, cn það sé bara Bandarikjamanna að ákveða það, og eins sé það ttndir því komið hvort jreir vilji gefa ptíninga til þess V þcnnan hátt hefir ríkisstjórnin efnt þessi fjögur atriði, sern hún taldi „höfuðhlutverk" sitt, hvernig skyldi það vera með sma’rri hlutverkin? Getur þjóðin unað því, að þessi stjórn sitji áfram? fyrr á friðartíma, segir í opinberri skýrslu. Af heildarútgjöldum var hlutur neytenda það ár aðeins 70%, en 1939 var hann 75% og 1929 76%. Verzlun og iðnaður notuðu um 15,4% af heildarútgjöldum til ný- byggingar, en það er því sem næst það sama og 1939 og nokkru meira en 1929. Þriðji stærsti pósturinn er önn- ur útgjöld, en þar ber mest á her- kostnaði ríkisins og gjöfum til út- landa, 14,7% af þjóðargjöldunum, sem er nokkru meira en 1939. — 1929 fóru aðeins 9% til þessara hluta. M. ö. o. þeir peningar, sem almenningur hefur notað til sinna þarfa hafa farið jafnt minnkandi síðan 1929, en á móti kemur að útgjöld ríkisins hafa næstum fjór- faldast. Þar sem nýbyggingar og ný- sköpun hafa ekki vaxið svo neinu nemi, þýðir það, að kreppan kem- ur þegar útgjöld ríkisins minnka verulega og hjálpin til erlendra ríkja hverfur. Vissulega væri til leið til þess að koma í veg fyrir að þetta skapaðist innan skamms, ef iðnaðurinn færi út á þá braut að framleiða fyrst og fremst til al- mennra nota. En til þess að þessi framleiðsla seldist, yrði að hækka launin og lækka verðið. En þess verður ekki vart, að hjá þeim, sem stjóma iðnaðinum, sé til staðar neinn áhugi fyrir því, að; gera áætlun, sem hefði það mark- mið að hefta það hrun, sem óhjá- (Framhald á 4. síðu). Orð í tíma töluð / TÍMARITIXV SYRPV. sew út k<'iii fyrir skömmu, er grein eftir rit- stjórann,. Jóhöhnu Knudsen, er heitir Háskalegur misskilningur". Er jiar á hreinskiHnn hátt fjallað um mál, sem litið hefir xierið revtt frá þeirri hlið áður. Ilöfúndur reeðir uni þann mis- skilning, sem mjög er rikjandi með islenzku þjóðintii, að skoða hina svo- kölluðu „Vestur-fslendinga“ sem ís- lendinga,■ er dvelji meðal fraihandi þjóðar, og rekur þann þátt, sem ýmsir þessara manna i þjónustu Bandarikja- stjórnar áltu i þvi á hernámsárunum. að seetta þjóðina x>ið dx>öl hersins lier' og greiða götu hinum amerisku áhrif- um. Biður h.ún þá þess jengstra orða að kotna ekki aftur i sömu erinda- gjörðum. ÞETTA ERV ÁREJÐAXVEGA ort i tima töluð. Að sjálfsögðu er okkm fslendingmn skylt að virða \ msa m jöc mcrta menn af islenzkum a-ttum i Am eriku,- sx’o ög alla þá xnhsemd oq tryggð, sem rnargir þeirra hafa sýni fslandi og öllu sem islenzkt er. Sömu- leiðis er okkur Ijúft og skylt aó x>eiia eftirtekt þvi, sem þar er ort og ritað r islenzka tungu og rétta þeim hjá]par hönd, sem þar xnlja viðhalda islenzk um menningararfi. En xnð meg'im ekki láta okkur sjást yfir. þá staðréynd. að þessir menn eru útlendingar. Menn sem ferddir eru i öðru landi, þótt af is- lenzkum foreldrum sé, og hafa hlotið þar allt sitt uppeldi og menntun, háð þar sina lifsbáráttu, unnið þar sina sigra og beðið sina ósigra, eru ekki ís lendingar, hxiersu hlýtt seni þeim knnn að xiera til fslands. Þeir hafa engin skilyrði til að hugsa sem íslendingar né skilja islenzk mál til hlitar. ÞETTA ER EKKI SAGT hinum svokölluðu „Vestur-íslendingum" til lasts. Það er engum til lasts, þótt sagt se um þá. að þeir séu sxnir þeirrar þjóðar, sem hefur fýstrað þá, veitt þehn uppeldi, menntun og tcckifceri tif lifsbjargar. Það er heilbrigt og heiðar legl, að þeir telji sig þegna sinnar fósturjarðar. En það er aftur á móti óheilbrígt og fyrir utan takmörk heið- arleika og velseemis,. þegar liandarikja- þegnar af islenzkum a-ttum xánna fyrir Bandarikin hér á landi og nota sé.r si/t fslenzka œtterni sem nokkuis konar þjófalykil að velxnld og samúð is- tenzkii þjóðarinhar. ÞAÐ MÁ GERA RÁÐ fyrir þvi, að á komandi timum muni Bandarikja- stjórn nota sér það eins og.á striðsár-. unum, að hafa hér i sinni þjpnustu- menn af islenzkum attxtfn, og x*erður það þá hlutverk þeirran að grpiða götu' ameriskum áhrifum og sœtta þjóðina við amerisk yfirráð. Mönntim, sem þánnig láta nota sig, beé vissulega ekki að sýna meiri vinsemd en öðrum Bahdarikjamönnum, heldur jaftwel fyrirlitningu og andúð. Þvi skal ekki. neitað, að meðal „Vestur-fslendinga" sev menn, sem fyllilega gera sér grein fyrir aðstöðu íslands og þeirri' heettu. sem þjóð okkar er búin af ameriskum áhrifum og yfirráðum. Jrið vitum að þeir eru til. En hvorttveggja er, að ekki rnun eftir þeim sótzt i þjónustu Bandarikjast jórnar hé.r, né heldur munu þeir óðfúsir i þá þjónustu undir þessum kringumstcrðum. fslendingum ber þxn að gjalda var- hug xrið þessutn blessuðuin „Vestur-ís-’ lendingum". og það vœri skaðlaust, þótt mitina x'ceri dekrað xnð þá hér eftir en hingað til. Þeir á meðal þeirra, sem i raun og veru vilja fslandi vel og skilja aðstöðu þess, mutiu einnig skilja og meta þá framkomu, en þeir, sem ekki skilja hana, eiga engar kröfur ti! vinsemdar né xnrðingar íslendinga.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.