Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.04.1951, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 19.04.1951, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN Fimmtudaginn 19. april 1951 3 VERKAMAÐURINN VIKUBLAÐ Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB ARNASON Ritstjórn: Ásgrímur Albertsson Jóhannes Jósefsson Þórir Daníelsson Afgreiðsla: Brekkugötu 1 — Sími 1516 Afgreiðslan er opin kl. 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. Áskriftarverð: kr. 25.00 árgangurinn. í lausasölu 50 aura eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sósíalistafélag Akureyrar Opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. leikið Rgl—f3 eða Rbl-c3. Nauðsynlegt, til að hindra ridd- arann til b4. 9....... Bc8-g4 10. R£3-g5 e7—e5! Upp styttir um síðir Náttúruöflin hafa farið ham- förum svo mánuðum skiptir. Um allt land að heita má er nú meira fannkyngi en dæmi eru til um margra áratuga skeið. Linni ekki brátt þessum hamförum náttúr- unnar munu afleiðingarnar verða hinar ískyggilegustu í mörgum •sveitum landsins. Það er því eðli lega óhugur í mörgum um þessar mundir. En fleiri stoðir renna þar undir, ríkisstjórnin hefur einnig farið hamförum. Hún hefur lagt sig í framkróka með að leggja sem þyngstar byrgðar á hendur al- þýðu þessa lands og hefur færst í aukana á því sviði, því harðar sem frost og fannkyngi hefur sótt að henni. Ríkisstjórnin hefur með ráðstöfunum sínum aukið dýrtíð' ina stórlega og má í því sam bandi minna á bátalistann. Með aðgerðum sínum í innflutnings- málunum hefur ríkisstjórnin ekki aðeins hækkað vöruverð stórlega, heldur beinast þessar aðgerðir hennar einnig gegn inn- lenda iðnaðinum. Vörur munu nú streyma inn í landið næstu mán- uði. Meðal annars iðnaðarvörur sem munu keppa hatramlega við íslenzka iðnaðinn. Þetta stríð er þegar byrjað. Afleiðingarnar eru þegar farnar að koma í ljós. Mörg iðnfyrirtæki eru farin að segja upp starfsfólki sínu og sum hafa jafnvel stöðvað alveg rekstur sinn. Atvinnuleysið blasir við á sama tíma og dýrtíðarflóðið, sem ríkisstjórnin á vísvitandi sök á, rís æ hærra. Til þess að þjarma ennþá meir að alþýðu þessa lands, hefur rík isstjórnin stöðvað stórlega allar opinberar framkvæmdir og með bæði beinum og óbeinum ráðstöf unum hefur stöðvað nær allar byggingaframkvæmdir í landinu, Afleiðingarnar eru að sjálfsögðu enn meira atvinnuleysi. í afurðasölumálunum hefur ríkisstjómin gert það, sem hún hefur getað og þorað til þess að hindra hagstæða sölu á afurðum þjóðarinnar. Afleiðingarnar af afskiptum hennar á því sviði er meðal annars aukið atvinnuleysi Jafnframt því, sem ríkisstjórn in og flokkar þeir, sem hana styðja, leggja kapp á að auka at vinnuleysið samkvæmt fyrirskip unum að westan, leggja þessir að ilar áherzlu á að hindra allar Símskák við Hólmavík j Endurminningar Nexö, síðasta bindi. 22. marz 1951 | . ‘11*1 og nýtt heiti límarits Máls og menn- Hvitt: Hans Sigurðsson. Svart: Jón Ingimarsson. 1. d2—d4 d7—d5 2. c2-c4 Rg8—£6 3. e2—e3 ..... Óvenjulegur leikur; hér er oftast I bækur frá Máli og menningu: ingar nýkomið út Nýkomnar eru út tvær 3. c7—c6 4. Rbl—c3 g7—g6 5. Rgl—f3 Bf8-g7 6. Ddl—c2 0-0 7. c4fd5 c6fd5 8. Bf 1—d3 Rb8—c6 9. a2—a3 Að leiðarlokum, síðasta bind- ið af endurminningum Mar- tins Andersen Nexö, og nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar; er þetta hefti stórt og fjölbreytt eins og venjulega. Fylgir því Annáll erlendra tíðinda, eftir Sverri Kristjánsson, sagnfræðing, og munu félagsmenn vafalaust Skapar svörtum sóknarmöguleika. | taka þessari nýbreytni fegins hendi. Að öðru leyti er efni ritsins eins og hér segir: Hvar stend- ur ísland, grein um sjálf Hvitur mátti ekki taka biskup-1 stæðisbaráttu islendinga eftir inn á g4. 11. 12—f3 Ekki góður leikur. Betra var h2 h3. 11........ 12. Rc3-e2! e5fd4 12....... 13.. e3fd4? 14. Rg5ff7? Bg4-d7 h7—hö Kristinn E. Andrésson. Með friði við lifum. í stríði deyj- um við, ræða, sem Þórbergur son, Sigfús Daðason og Sverri Thoroddsen. Þá eru fjölmarg- ir ritdómar í heftinu, greinar um umboðsmenn félagsins, ritstjórnargreinar o. fl. UTAN UR HEIMI Lengsta talsímalína heimsins tengir nú saman Peking og Moskva. Ibúar þessara tveggja höfuðborga byrjuðu að nota lín- una 12. des. sl., en hún er 12.000 km. löng. leikur. Vanhugsuð fóm. Rg5—h3 betri Þórðarson flutti í Rvík eftir heimkomuna af Friðarþing- inu í Varsjá, og fylgja álykt- anir þingsins. Ásgeir Hjartar- son skrifar yfirlitsgrein um leiklist í Reykjavík, Heimir Áskelsson skrifar um George Bernard Shaw og birtur er ritdómur eftir sænska gagn- 14 H£8ff7 13. Bd3fg6 Hf7-e7 16. 0-0 Dd8-b6 17. Dc2—dl Ha8—c8 18. Kgl— hl Bd7—e8 19. Bg6—f5 Bc8-d7 20. BÍ5—gö Bd7-e6 21. b2—b4 Be6-f7 22. Bg6-d3 Hér virtíst hvítur vera að leiða rýnandann James Rössel um svartan í gildru með því að gefa Ljósvíking Kiljans. Þá eru peðið á d4, en óhætt reyndist að smásögur eftir Thor Vil- drepa peðið á d4. 22......... 23. Re2fd4 24. BclfhO 25. Bh6fg7 26. Ddl—d2 Rc6fd4 Dfd4 Rf6—h5 Kg8fg7 Rh5— g3! Gefið. leik. Óverjandi mát í næsta hjálmsson, Geir Kristjánsson og John J. Espey, sú síðast- talda í þýðingu Halldórs Stef- ánssonar. Ljóð eru eftir Anonymus, Hannes Sigfús- Norðmenn hafa eins og kunn- ugt er minnsta kosti tvö tungu- mál, ríkismálið og nýnorskuna En þegar um er að ræða orðið bílstjóri — skrifa þeir það á að minnsta kosti 41 mismunandi hátt. Hér eru nokkur dæmi: Caför, cauför, chaför, chauför, chaufför, cjauför, cjaför, schauf- för, chufför, chöfför, cæauför sjaför, schufaar, sjaaför, sjaffört, sjeusjaffeur, skauför, skeför, sko- för. Veiztu að hinn heimsfrægi spænski málari og friðarsjálf boðaliði Picasso heitir fullu nafni: Pablo Diego Jose Francisco de Paula Juan Neopmuceno Christi- piano de la Santissima Trinidad Ruiz Picasso? kauphækkanir, hvað mikið, sem dýrtíðin vex. Atvinnurekendur, sem ætíð hafa verið og eru yfir leitt á móti öllum kauphækkun- um, hafa nú að baki sér harð- snúna ríkisstjórn og bankavald hennar í baráttunni gegn hinum sanngjörnu kauphækkunarkröf um launþegasamtakanna. Dugi þetta ekki hefur ríkisstjórnin þegar gert ráðstafanir til þess að styrkja hernaðaraðstöðu sína gegn verklýðssamtökunum. Hún hefur samið um nýtt hernám. Bandarískt herlið á að koma til landsins m. a. til stuðnings ríkis- valdinu. 1 skjóli hins erlenda hervalds hyggst ríkisstjórnin að brjóta á bak aftur ekki aðeins hinar sanngjörnu kröfur um kaup samkvæmt vísitölu, heldur ætlar ríkisvaldið einnig að brjóta verkalýðssamtökin á bak aftur og gera þau sér algjörlega undir- gefin. Koma hins erlenda hers hefur svo þar að auki í för með sér þá geigvænlegu hættu að landið verði gert að orustuvelli eins og Kórea. Horfurnar nú í sumarbyrjun eru þess vegna hinar ísyggileg- ustu. En á því er enginn vafi, að upp styttir um síðir. Brennandi geislar sólar munu bræða klaka hjúpinn er nú hylur landið. Nýtt líf mun koma. Eins mun eldur sá, sem nú brennur í brjóst um alþýðunnar verða að báli, sem mun tortíma núverandi rík- isstjórn og þjóðskipulagi hennar. Umskiptin eru í nánd. Nr. 12/1951. TILKYNNING Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffi- brennslum: Heildsöluverð án söluskatts Heildsöluverð með söluskatti Smásöluverð án söluskatts . . Smásöluverð með söluskatti . Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0.40 ódýrara hvret kíló. Reykjavík, 9. apríl 1951. kr. 34.05 pr. kg. kr. 35.10 pr. kg. kr. 37.63 pr. kg. kr. 38.40 pr. kg. V erðlagsskrif stof an. Frá ársþingi r Iþróttabandalags Akureyrar Ársþing íþróttabandalags Ak- ureyrar hófst í íþróttahúsinu 28. febr. sl. — Formaður ÍBA, Ár- mann Dalmannsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og fluttar voru skýrslur sérráða ÍBA. Þá voru lagðar fram nokkrar tillögur og ýmis mál reifuð, sem síðan var vísað til nefnda, er starfa áttu milli þingdaga. Miðvikuadginn 14. marz sl. var svo framhaldsfundur haldinn á sama stað, og lauk þinginu um miðnætti með sameiginlegri kaffidrykkju fulltrúanna að Hótel KEA. Meðal annars var samþykkt á þinginu fjárhagsáætlun og móta- skrá fyrir næsta starfsár, svo og eftirfarandi tillögur: „Ársþing ÍBA 1951 skorar á bæjarstjórn Akureyrar að hraða sem mest byggingu innisundlaug- arinnar, svo að hægt verði að taka hana í notkun, er skólarnir byrja næsta haust. Jafnframt skorar þingið á bæj- arstjórnina að hlutast til um, að sundlaug bæjarins verði opin al- menningi til afnota eftir hádegi á sunnudögum yfir sumarmánuð- ina.“ „Ársþing ÍBA 1951 lýsir yfir stuðningi sínum við ályktun framkvæmdastjómar ÍSÍ frá 15. janúar sl. í áfengismálunum.“ „Ársþing IBA 1951 beinir þeirri ósk til framkvæmdastjórnar ÍSÍ, að næsta íþróttaþing ÍSÍ verði háð á Akureyri, sbr. tilmæli fram borin á síðasta þingi ÍSf.“ „Fundurinn beinir þeirri ósk til væntanlegrar stjórnar ÍBA, að hún athugi möguleika á því að koma á gagnkvæmum heimsókn- um íþróttafólks frá Akureyri og vinabæjum Akureyrar á Norður- | löndum, t. d. Álasundi í Noregi.“ „Ársþing ÍBA 1951 skorar á I stjórn sjúkrahússins á Akureyri og bæjarstjórn' Akureyrar, að gera það sem í þeirra valdi stend- ur til þess að Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, hverfi ekki frá starfi sínu hér á Akur- [ eyri.“ í Bandalaginu eru nú 5 félög I með rúmlega 1600 meðlimum. Nr. 13/1951.111 Stjórn ÍBA skipa: TILIÍYNNING . b: @ Með sölusk.% kr. 2.60 * - 2.60 - 0.70 - 7.60 - 11.55 Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð^ á brauðum í smásölu: Án sölusk. Franskbrauð 500 gr........... kr. 2.52 Heilhveitibrauð 500 gr....... — 2.52 Vínarbrauð pr. stk........... — 0.68 Kringlur pr. kg.............. — 7.37 Tvíbökur pr. kg.............. —11.20 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að| ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan-rJ greint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi,b má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks-g verðið. Reykjavík, 11. apríl 1951. ** V erðlagsskrifstof an. Ármann Dalmannsson, form. Jóhann Þorkelsson, varaform. Kári Sigurjónsson, ritari. Halldór Helgason, gjaldkeri. Axel Kvaran, spjaldskrárritari. Þorvaldur Snæbjörnss., meðstj. Hinn árlegi fjáröflunardagur I Kvenfélagsins Hlíf er sem að undanförnu á sumardaginn fyrsta. Bazar og kaffisala verður síðdegis að Hótel Norðurland. Barnaskemmtun verður kl. 2 e. h. í Samkomuhúsinu, og um kvöld- ið verður þar „kabarett", sem | Karlakórinn Geysir annast. — Kvikmyndasýningar verða í báð- um kvikmyndahúsunum kl. 5 e. h. á vegum dagsins, og um kvöld- ið verður svo dansleikur að Hótel I Norðurland. Merki verða seld all- an daginn. Allur ágóði rennur í barnaheimilssjóð félagsins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.