Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.04.1951, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 19.04.1951, Blaðsíða 4
Árið 1936 var „Daguí“ andstæður Franco (Fr^amhald aí 1 .síðu). lag á kolum, gasi og rafmagni hefur hce-hkað. í Madrid er kolaskortur svo mikill, að fjölda mörg heimili hafa aðeins brenni eða jafnvel spýtnabrak til að elda mat sinn, og ekkert til upphitunar'og fara menn þvi úl í sólskinið til að hlýja sér. Skortur er á fjöldamörgum mat- rnælalegundum. Jafnpel ávextir eru af skornum skarnmti, vegna þess, hve mikið verður að flytja út af þeim.“ Til viðbótar þessari lýsingu „Vísis“ skal hér drepið á nokkrar mjög mikilvægar staðreyndir. Á árunum 1931—1935 var hveitiuppskeran á Spáni að með- altali árlega 4.350.000 tonn, en 1949 var hún aðeins 2.400.000 tonn. Árið 1900 framleiddi Spánn 57% af öllu leðri til iðnaðar í heiminum, en aðeins 2% árið 1949. Árið 1900 var Spánn fjórða mesta járnframleiðslulandið, en var hið tuttugasta i röðinni 1949. Spánn er nú í hinum alvarleg- ustu, fjárhagslegu erfiðleikum, sem dæmi um ástandið má nefna að í maí 1950 voru pappírsseðlar í umferð 27.311 miljónir pesetas, í október voru þeir orðnir 30.517 miljónir pesetas og í árslok yfir 35.000 miljónir pesetas. En skýrustu máli talar þó alls- herjarverkfallið í Barcelona, höf- uðborg Kataloníuhéraðs 12. marz sl., þegar um 500.000 verkamenn lögðu niður vinnu (ekki 300.000 eins og íslenzka-bandaríska út- varpið í Rvík sagði) og samúðar- verkföll voru háð í minni borg- um umhverfis Barcelona (Saba- dell, Gava, Hospilatet, Comella, Tarrasa, Prat de Llobregat og fleiri smáborgum). Auðvald Bandaríkjanna veit að það á hauk í horni og dyggan bandamann í baráttunni gegn kommúnismanum. Truman flýtti sér að láta Franco hafa 5.000.000 dollara viðbótarlán við 12.000.000 dollara lánið, sem Franco fékk frá Export-Import-bankanum. Og nú er næsta skref Banda- ríkjanna að fá því framgengt að Franeo-Spánn gerist aðili að Atl- antshafsbandalaginu. Það er ömurlegt verk fyrir nú- verandi ritstj. „Dags“, blaðsins, sem telur sig málgagn lýðræðis og samvinnu, að vera orðinn í orðum og athöfnum og bráðum að líkindum skipulagslega sam- herji fasista, sem „Dagur“ sagði réttilega 1936 að hefði „gert blóð- uga styrjöld gegn löglegri stjórn“, „stjórn vinstri flokkanna“. En var annars að vænta? Nú verandi ritstj. „Dags“ var nokk- urs konar útbreiðslumálaráð- herra í KEA þegar þýzku naz- istatímaritin voru látin liggja frammi til lesturs í apóteki kaup- félagsins. Snemma beygist krók- urinn að því sem verða vill. En hvernig lauk annars styrj öld Hitlers og kumpána hans gegn kommúnismanum? Og hvað um Sjang Kaj Sjek og MacArthur? Og Franco? Sýna ekki fregnirnar frá Barcelona að hann er á graf- arbarminum? Og verður ekki fégræðgi amerísku auðkonganna banabiti þeirra fyrr en varir? Og þegar svo er komið, hvernig verð- ur þá orðið umhorfs hér á ís- landi og ástandið i heimahúsum Dags“? Um þetta ætti ritstj. „Dags“ að þenkja. Leikkvöld M. A. (Framhald af 1. síðu). Magalín, er leikið a£ Flosa Ólafs- syni. Fjörlega og skemmtilega og með köflum ágætlega, er hér áreiðanlega góður leikkraftur á ferðinni, sem á eftir að leggja leiklistinni mikið lið, ef hann gefur sig a,ð þeim málum. Kata, dóttir Magalíns, er leikin af Hólmfríði Sigurðardóttur, og fer hún vel með þetta litla hlut- verk. Hólmfríður hefur áður leik- ið í leikflokki Menntaskólans. Dr. phil. Valdimar Már er leik- inn af Gylfa Pálssyni, er leikur hans mjög skemmtilegur og tekst honum vel að sýna hinn einstæð- ingslega dr. phil., sem er mjög umhugað um hundinn sinn og hugsar fyrst og fremst um hann. Hressilega er Fimmsuntrínus leik inn af Indriða Einarssyni. Engil- bert byggingameistari og Vern- harður prófessor eru vel sýndir af Guttormi Sigurbjörnssyni og Hermanni Pálssyni. Er gerfi Hermanns gott og hreyfingar og tilburðir sömuleiðis. Þjónninn hjá Magalín er ágætlega leikinn af Haraldi Bessasyni, þetta er lítið hlutvérk og ekki mikið fyrir það hægt að gera, en Haraldi tekst vel að gefa þjóninum það lát- bragð, sem er í góðu samræmi við tilgang leiksins. Theresa ráðskona hjá Magalín er leikin af Jóhönnu Þorgeirsdóttur. Fellur hún einkar vel í þetta hlutverk 1. maí nefndin heldur FUND í Verkalýðshúsinu á Sumardaginn fyrsta, kl. 4 síðdegis, stundvíslega. STJÓRNIN. „Verkamaðurinn' kemur næst út 1, maí n. k. Rúmfataskápar Stofuborð Stofustólar Eldhúsborð Eldhússtólar. SKJÖLDUR h.f. Strandgötu 35. Sími 1551. og tekst vel að sýna þá skapfestu, sem góðri ráðskonu er nauðsyn- leg. Jóhanna hefur áður leikið með Leikfélagi Menntaskólans og tekizt ágæta vel. Önnur hlutverk eru lítil og yfirleitt vel með fárin Að leikslokum var leikfólkið klappað fram, og bárust leikstjór- anum, Jóni Norðfjörð, blómvend- ir. Hefur leikstjórnin tekizt vel og á Jón og leikfólkið þakkir skilið fyrir frammistöðuna. Er vissu- legu óhætt að hvetja bæjarbúa til að sjá þennan leik, því að gamalt máltæki segir, að hollur hlátur lengir lífið. Þökk fyrir skemmt- unina. J. I. Á sumardaginn fyrsta, i kl. 3, 5 og 9: \ Eg man þá tíð (Summer Holiday) i Metro Goldwyn Mayer- \ söngvamynd í eðlilegum i litum. i Aðalhlutverk: MICKY ROONEY GLORIA DETTAVEN \ iiiiiiiiiiiiiii 111ni■11iiiiiiii 111111 Jörðin Hlíðarendi við Akureyri er til sölu og laus til ábúðar í vor. Öll áhöfn getur fylgt. A jörðinni er gott steinhús með rafmagni og öðrum þæg- indum. 4—500 hestb. véltækt tún og gott beitiland. — Semja ber við ábúanda og eiganda jarðarinnar fyrir apríllok. Björn Eiriksson. Gl e ð il e gt sumar ! Þ ö kk f yrir veturinn! PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR h.f. Óskurn öllum vinum vorum gl e ðil egs sum ar s. Þökk fyrir veturinn. • M. í. R. Óskum öllum viðskiptavinum vorum gleðilegs sumars. FISKBÚÐ STEINÞÓRS HELGASONAR, ' „VERKAMADURINN“ óskar öllum. lesendum sínum gl e ð il e gs sumar s. Gleðilegt sumar! Þ ö kk f y rir veturinn! JÓN & VIGFÚS - POLYFOTO. Gl e ð il e g t sumar! Þ ökk fyrir veturinn! IDJA, Akureyri — Lárus Björnsson. Óskum öllum viðskiptavinum vorum gl e ð i l e g s sum ar s. Þökk fyrir veturinn. Verzlunin BRYNJA. Gl e ðile gt sumar ! Þ ö kk f yr ir veturinn! KJÖT & FISKUR — Kristján Jónsson. Gleðilegt sumar! ALMENNAR TRYGGINGAR h.f. Óskum öllum viðskiptavinum vorum gl e ð il e g s sumars. VERZLUN BJÖRNS GRÍMSSONAR. G l e ð il e g t sumar ! Þ ö kk fyrir veturinn! LEIFSLEIKFÖNG, Hólabraut 18. Gl e ð il e gt sumar ! Þ ö kk f y r ir veturinn! VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR. Gl e ð ile gt sumar ! Þ ö kk f y r ir veturi'nn! HAFNARBÚÐIN. Gleðilegt sumar! Þ ö kk f y r ir veturinn! Trésmíðaverksmiðjan SKJÖLDUR h.f. Strandgötu 35. Gl e ð il e g t sumar ! Þ ökk fyrir v e tur inn! Bifreiðastöðin BIFRÖST. Óskum öllum viðskiptavinum vorum gl c ð il e gs sum ar s. Þökk fyrir veturinn. Verzlunin DRÍFA. Gl e ð il e gt sumar ! Þ ökk f yrir veturinn! GÚMMÍGERÐIN, Strandgötu 1. Gleðilegt sumar! Þökk f yrir veturinn! VÉLSMIÐJAN ODDI h.f.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.