Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.09.1951, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 28.09.1951, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN i XXXIV. árg. Akureyri, föstudaginn 28. september 1951_27. tbl. íranskur her hefir tekið olíuhreinsunarstöðina í Abadan í sína vörzlu Bretum skipað að hypja sig á brott fyrir næstkomandi fimmtudag Olíudeilan í Iran fer æ harðn- andi. Fyrir nokkrum dögum síð- an tilkynnti iranska stjórnin Bretum, að allir brezkir olíu- starfsmenn, sem eftir eru í Abadan, verði að hverfa þaðan á brott fyrir næstk. fimmtudag, nema því aðeins að þeir gangi í þjónustu Irans fyrir þann tíma. Stjóin Irans hefur skipað ir- Mæðuveikin enn í fyrradag spurðust þau alvar- legu tíðindi, að mæðiveiki hefði orðið vart á svæði, þar sem fjár- skipti höfðu farið fram, og er þetta í fyrsta skipti, er það hefur komið fyrir. Fannst mæðiveiki í lungúm tveggja kinda,sem hafði verið slátrað á Hólmavík sl. þriðjudagskvöld .Voru kindurn- ar frá kauptúninu Hólmavík og hefur rannsókn leitt í ljós að kindurnar höfðu smitast af þurrmæðiveiki fyrir alllöngu. SVALBAKUR seldi í fyrradag 4000 kit fyrir 12.368 sterlings- pund og er nú á heimleið. anska hernum að vera viðbúnum öllu því versta. Hefur iranskur her tekið olíuhreinsunarstöðina í Abadan á vald sitt. Fengu aðeins 5 brezkir sérfræðingar að koma þangað í gær, en í dag fær eng- inn brezkur maður að stíga þar inn fæti sínum. Unnið er að því að koma sprengjum fyrir í olíu- hreinsunarstöðinni og víðar. Stjórn Bandaríkjanna hefur skorað á irönsku stjórnina að aft- urkalla brottvikningartilkynn- inguna. Talið er ólíklegt að það verði gert. Foringjar brezka íhaldsflokks- ins. Churchill og Eden, gengu í gær á fund Attlee. Brezka stjórnin hélt í gær- morgun 3 stunda fund og til- kynnti að honum loknum, að engin ákvörðun hefði verið tekin. Útgerðarmannafélag Akureyrar andvígt því, að Bretar njóti landhelgisfríðinda Á fundi í Utgerðarmannafélagi Akureyrar 20. þ. m. var rætt um hið nýja viðhorf í landhelgismálunum sem skapazt hefur með tilkynningu ríkisstjórnarinnar frá 11. septemher sl. Samþykkt var eftirfarandi ályktun: „Ef sá skilningur fundarins á téðri fréttatilkynningu (frá 11. sept.), er réttur, að frestað skuli framkvæind á útfærzlu landhelgslínunnar fyrir Norðurlandi gagnvart brezkum veiði- skipum eftir að landhelgissamningurinn við Breta gengur úr gildi 3. okt. næstk., þar til dómur er fallinn í landhelgisdeilu Norðmanna og Breta, lýsir fxmdurinn sig mótfaliinn slíkri ákvörðun og krefst þess, að Bretar hlíti sömu landhelgislög- um og aðrar þjóðir. Að minnsta kosti sé það tryggt, að út- lendingum sé ekki veittur ineiri réttur til fiskveiða en lands- mönnuin sjálfum." PÍANÓTÓNLEIKAR Árna Kristjánssonar t m Leikfélag Akureyrar færisf í aukana Viðtal við Gunnar Hansen, leikstjóra Tónlistarfélag Akureyrar hafði III. tónleika ársins 1951 miðviku- daginn 26. sept. í þetta sinn hafði félagið fengið hinn ágæta lista- mann Árna Kristjánsson píanó- leikara til að flytja nokkur af píanó-tónverkum Beethovens. Á efnisskránni voru þessi lög: Sónata í f-moll, op. 2 nr. 1 (fyrsta sónatan). Sónata í c-moll, op. 111 (síðasta (sónatan). 32 tilbrigði í c-moll. Sónata í f-moll, op. 57 (Appassionata). Eins og vænta mátti af slíkum listamanni, var flutningur Árna á þessum verkum hins mikla meistara með miklum ágætum. Eiginleikar Beethovens nutu sín dásamlega vel, viðkvæmni hans og skapofsi, viljastyrkur og hetjuskapur til hins síðasta. Sér- staklega var meistaralegur flutn- ingurinn á sónötunum op. 57 og 111, ekki sízt hinni síðar töldu (síðustu sónötunni), en hún er eitt hið mikilfenglegasta píanó- tónverk, sem samið hefur verið. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að bera saman fyrstu og síðustu sónötu Beet- hovens. Fyrsta sónatan er æsku- verk, samið meðan tónskáldið var enn undir áhrifum fyrirrennara sinna, einkum Ph. Em. Bachs og J. Haydns. Síðasta sónatan er samin, þegar Beethoven er fyrir löngu vaxinn upp yfir þau áhrif og hefir um áratugi verið sinn eiginn lærimeistari. Þessi sónata, sem í byggingu og meðferð hljóma bendir fram til tónlistar síðari tíma, er laus við tilfinn- ingasemi, en rís í hreinleika, feg- urð og tign svo hátt, að jafna má við fegurstu tónverk Joh. Seb. Bachs, hins mesta snillings allra tíma, enda eru áhrifin af henni eigi ósvipuð. Þó að Árni flytti öll lögin meistaralega, fannst mér hann þó komast hæst í flutningi þessarar sónötu. Hún var eitt af þeim ógleymanlegustu tónverk- um, sem ég hefi heyrt. Áheyrendur, sem voru margir, fögnuðu listamanninum af mikl- um innileik. Hann hlaut fagra blómvendi og lék að lokum auka- lag. Þökk sé honum og Tónlistar- félaginu. A. S. Ymsir músikhneigðir menn hafa tjáð „Verkam.“ að píanótón- leikar Árna Kristjánssonar hafi verið með svo miklum glæsibrag, að þeir séu einstæður atburður í músiklífi Akureyrar. ÞJOÐVILJINN 15 ára 31. október n. k. 31. okt. n.k. eru 15 ár liðin síð- an Þjóðviljinn, hið skelegga blað íslenzkrar alþýðu — eina dag- blaðið sem hún á — hóf göngu sína. Sósíalistar og aðrir velunn- arar blaðsins um allt land munu minnast afmælisins með því að útvega Þjóðviljanum nýja áskrif- endur. Söfnunarnefndin hefur ákveð- ið þrenn verðlaun handa þeim, sem útvega Þjóðviljanum flesta áskrifendur fram að 15 ára af- mælinu: 1. Ferð til Austur-Þýzkalands. 2. Heildarútgáfa á ritum H. K. Laxness. 3. Málverk. Verðlaunin eru miðuð við skrifendasöfnunina hvar sem er á landinu og er öllum heimilt að keppa um verðlaunin. Glæsilegur sigur kommúnista í Ástralíu 19. okt. í fyrra samþykkti þing Ástralíu lög, sem bönnuðu Komm únistaflokkinn. Lögin voru sam- þykkt með stuðningi ssóíaldemo- krata. Kommúnistaflokkurinn og 10 verkalýðssambönd landsins skutu því til hæstaréttar Ástral- íu, hvort þessi þrælalög væru ekki brot á stjórnarskrá ríkis- ins, og 9. marz sl. kvað hæsti- réttur upp þann úrskurð að lögin Leikfélag Akureyrar hefur ný- verið hafið vetrarstarfsemi sína af fullum krafti. Er það ætlun félagsins að sýna fjögur leikrit á dví leikári, sem nú er að hefjast. Hefur stjórn L. A. ráðið Gunnar Hansen, leikstjóra, til þess að hafa á hendi leikstjórn í fyrsta viðfangsefni félagsins. Er hann nýkominn til bæjarins, og æfing- ar hafnar. Gunnar Hansen er danskur, en hefur þó komrð öðru hvoru við sögu íslenzkrar leiklistar um all- langt skeið, og getið sér góðan orðstýr. Undirritaður hitti hann að máli fyrir fáum dögum, og gat ekki stillt sig um að leggja fyrir hann fáeinar spurningar. Hvernig segir þér hugur um starf þitt hér? — Um það er of snemmt að ræða að þessu sinni. Eg er alveg nýkominn og öllum ókunnugur ennþá. Hvaða leikrit færðu til með- ferðar? — Fyrir valinu hefur orðið gamanleikurinn Gift eða ógift eftir enska rithöfundinn J. B. Priestley. Hvað ertu búinn að dvelja lengi hér á landi, að þessu sinni? — Nokkuð á annað ár. Síðast- liðinn vetur starfaði eg hjá Leik- félagi Reykjavíkur, og annaðist leikstjórn á fjórum leikritum fyr- ir félagið. Þetta mun ekki vera fyrsta dvöl þín á íslandi? — Eg hef dvalið þrisvar áður hér á landi. í fyrsta skipti kom eg hingað til lands 1923 í þeim erindum að kvikmynda leikritið Hadda padda, eftir Guðmund Kamban. Næst kom eg 1927, og kom þá fyrst fram á íslenzku leiksviði, en þá lék eg hlutverk í „Sendiherranum frá Júpíter“ undir stjórn höfundarins, Guð- mundar Kambans. f þriðja skipt- ið kom eg 1934 og stjórnaði þá fimm leikritum fyrir L. R. og lék auk þess hlutverk Möllers kaup- manns í „Pilti og stúlku“. Þú hefur einnig lagt stund á kvikmyndagerð? — Já, og við það vann eg síð- ast í 12 ár samfleytt. Og hingað til lands, í fyrravor, kom eg í þeim tilgangi að taka kvikmynd, þótt það færi á annan veg. Er það rétt, að þú sért ráðinn til þess að setja á svið annað leikrit hér á Akureyri seinna í vetur? — Já, en áður en það verður væru brot á stjórnarskránni og því ógild. — Þjóðaratkvæða- greiðsla fór svo fram 22. þ. m. um breytingu á stjórnarskránni í fasismaátt og sigraði Kommún- istaflokkurinn. fer eg til Reykjavíkur og stjórna þar leikriti á vegum L. íl. Kem svo norður aftur eftir áramótin, en það mim óráðið ennþá, hvaða leikrit verður þá tekið til sýn- ingar. Gunnar Hansen, lcikstjóri. Það hlýtur að verða öllum þeim, sem leiklist unna, mikið fagnaðarefni að L. A. réðist í það, að fá svo þrautreyndan og mikil- hæfan leikstjóra til starfa, og er þess að vænta, að það megi verða starfsemi félagsins, og leiklistar- lífi Akureyrar, til sóma og efl- ingar. S. R. Fyrirspurn til Braga Sigur jónssonar og bæjarfógeta í grein, sem dr. Kristinn Guð- mundsson, skattstjóri, skrifaði í „Dag“ í fyrradag, með fyrir- sögninni „Oþekkti hermaðurinn", eru m. a. þessi athyglisverðu um- mæli: „Stutt er þó leiðin til bæjar- fógetans, þar sem Bragi er talinn starfsmaður hans, launaður af ríkinu hærra en launalögin gefa tilefni til, (Leturbr. Verkam.) starf, sem áreiðanlega er ekki meira en mánaðarstarf, jafnvel fyrir „kjarabótakrata“.“ Er hér með skorað á Braga og bæjarfógeta að gefa skýringu á því, hvers vegna Bragi hefur hærra kaup en honum ber sam- kvæmt lögum. Og hvað eru laun- in mikið hærri en vera ber? 90 þíis. kr. sekt Skipstjórinn á rússneska móð- urskipinu Tungus var dæmdur í 90 þús. kr. sekt og gert að greiða allan sakarkostnað. Skipstjórinn hafði verið sakaður um ólöglegar athafnir í landhelgi. Fyrir nokkrum dögum tók varðskipið Blátindur rússneskan fiskibát í Garðssjó. Rannsókn málsins er lokið og þótti ekki taka því að höfða mál.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.