Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.09.1951, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 28.09.1951, Blaðsíða 4
Bretar selja Rússum síld, en kaupa timbur og korn af þeim í staðinn Bretar og Rússar eru nýlega búnir að gera með sér nýjan við- skiptasamning. Hafa Bretar selt Rússum 44 þús. tunnur af skozkri sumarsíld og austurstrandar-haustsíld, og á afhendingu að vera lokið fyrir 31. jan. n.k. Ennfremur selja Bretar 10 þús. tunnur til Austur-Þýzka- lands og fá í staðinn tilbúinn áburð. — Gera Bretar sér vonir um að geta selt Rússum meira af síld. Bretar fá timbur og korn frá Sovétríkjunum, þar af 200.000 tonn af hveiti. Gaitskell, fjármálaráðherra Bretlands, vék nýlega að því í ræðu, að í bandarískum blöðum væri ráðist mjög óvægilega á Breta vegna hinna miklu viðskipta þeirra við Rússa. Sannleikurinn væri sá, að Bretar keyptu timbur og korn af Rússum og væri þeim nauðsynlegt að eiga viðskipti við Rússa sem aðrar þjóðir, þar sem skilyrði væri til hagstæðra samn- inga. Bandaríkin keyptu hins veg- ar aðallega loðfeldi og styrju- hrogn af Rússum, og væri auðvelt að hætta slíkum viðskiptum. Þetta er í fyrsta skipti, sem Bretar selja síld til Sovétríkjanna síðan fyrir seinni heimsstyrjöldina. í skýrslu síldariðnaðarnefndar- innar segir m. a.: „Þó að síldin væri seld fyrir neðan framleiðslu- verð, lítur nefndin svo á, að tapið sé réttlætanlegt, þar eð um er að ræða að vinna þarna aftur þennan markað.“ NÆR OG FJÆR (Framhald af 2. síðu). Hvers vegna ræða þeir ekki landhelgismálin frá öðrum sjón- armiðum? Hve segja blöðin ekki lesendum sínum, hvað ríkis- stjórnin raunverulega aðhefst, og hvort hún ætli að láta bótalaust í minni pokann fyrir ásælni Breta?“ Skemmdarstarfsemi. — Hafn- arnefndin er skilgetið afkvæmi Framsóknar og Sjálfstæðisfl. „Hækja íhaldsins", eins og Hannibal Valdimarsson, þing- maður Alþýðufl. kallaði Alþýðu- flokkinn, tók á móti barninu, og hjálpaði þannig til að það kæmist í þennan heim. Bryggjurnar í innbænum bera þess vott að hafnamefndin er ómótmælanlega skilgétið afkvæmi bæjarstjórn- arafturhaldsins. Hirðuleysið þar tekur af allan vafa. Þessi dýru og dýrmætu mannvirki eru að grotna niður rétt við nefið á bæjarstjóranum. Nóg efni er til, svo að hægt sé að gera við bryggjurnar, nógir peningar eru til og nóg vinnuafl. Það er því ekki hægt að álykta annað en að hafnarnefndin og bæjarstjórnar- afturhaldið vinni vísvitandi að því að þessi mannvirki grotni niður. Hverjir eru í hafnarnefnd- inni? Eiginnöfn þeirra skipta raunar ekki miklu máli. En þeir eiga eitt samheiti: Skemmdar- vargar. UTAN UR HEIMI (Framhald af 2. síðu). gerðu aðrir aðalstarfsmenn blaðsins. Við starfi Mr. Hopkin- s,on tók aðstoðarritstjórinn, Mr. Ted Castle, en hann fór frá blað- inu skömmu seinna. Picture Post hefur um nokkurt skeið farið æ lengra til hægri. Á ráðstefnu, sem 50 fulltrúar —o— og meðlimir allra deilda sósíal- demokrataflokksins í Hamborg, héldu nýlega, var sett á laggirnar sérstök nefnd til að skipuleggja baráttuna á móti endurvígbúnaði Vestur-Þýzkalands. Ráðstefnan samþykkti einróma ályktun, þar sem m. a. segir: „Það er skylda allra sósíaldemokrata að hindra að nýtt stríð brjótist út.“Ennfrem ur segir í ályktuninni: „Við vit- um að einungis er hægt að koma í vcg fyrir þriðju heimsstyrjöld- ina með því að allir menn, sósíal- demokratar, kristnir eða óflokks- bundnir, standi saman og rétti hver öðrum höndina á þessari úrslitastundu.“ —o— Stjórnendur sænska útvarpsins hafa nú látið undan krofum um það, að flutt verði erindi um Sovétríkin í útvarpið. Verða flutt 5—6 erindi í haust um Sov- étríkin, frá mismunandb sjónar- miðum. Einn af hjálparmönnum Hitl- ers, Frakkinn Joseph Joanovici, var nýlega látinn laus, eftir að hafa setið í fangelsi í tvö ár af fimm, sem hann var dæmdur í 1949 fyrir samstarf við Þjóð- verja á stríðsárunum. Er talið að hann hafi grætt 4 milljarða franca á því að selja Þjóðverjum blý og kopar. Iran eða Persía var fyrir æfalöngu afar voldugt ríki. Það þarf því engan að undra þó að Persar uni illa kúgun og ofríki Breta og þeirri niðurlægingu er því fylgir, að hafa verið um all- langt skeið nokkurs konar ný- lenda Breta. Hitt er undravert að hér á íslandi, sem hefur ný- lega að kalla má endurheimt frelsi sitt úr höndum Dana eftir aldalanga kúgun, skuli fyrirfinn- ast menn, sem veita kúgurum Búa stuðning í ræðum og ritum gegn sjálfstæðisbaráttu Persa. Persaveldi náði um eitt skeið alla leið frá fljótinu Indus í Ind- landi til vesturstrandar Litlu- Asíu. Árið 553 f. Kr. lögðu Pers- ar undir sig Medíu (norðurhluta núverandi Persíu), Lydíu 546, Nýju-Babyloníu 538, Egypta- land 525. Þeir lögðu einnig undir dg Armeníu, Sýrland og Libyu Dg allt landflæmið frá Arabiska aafi austur að Indus norður að Kaspiska hafi og norður fyrir 40. Dreiddarbauginn norðaustast á aessu svæði (Belutshistan, \fganistan og Turkestan). VERKAMAÐURINN í kvöld kl. 9: Dætur götunnar Þýzk mynd með sænskum skýringum, er lýsir vanda- málum stórborganna. Aðalhlutverkin leika: .Gisela Trowe Sigemar Schneider. SKJALDBORGAR B í Ó sýnir í kvöld kl. 9: Hættulegur leikur Spennandi, ný, amerísk sakamálamynd. Howard Duff, Shelley Winters og Dan Duryen. Börnum innan 12 ára bannaður aðgangur. Færri kindum slátrað hér í haust en í fyrra Erfiöleikar á að fá slátur keypt Haustslátrun hófst í Sláturhúsi KEA hér í bænum 21. þ. m. og verður lokið 2. okt. næstk. Að þessu sinni er slátrað aðeins rúmlega 4000 kindum, og er það minna en í fyrra og margfalt minna en venjulega. Eru miklir erfiðleikar á því að fá keypt slát- ur. Dilkar eru sagðir vænir í haust. í dag er slátrað 110 kindum úr Saurbæjardeild, 220 úr Bárðar- dal, 110 úr Eyjadeild, 15 úr Fnjóskadal og 45 úr Kinnadeild. Á morgun verður slátrað 185 kindum úr Fnjóskadal og 45 úr Bárðardal. Á mánudaginn verður slátrað 175 kindum úr Hrafnagilshreppi og 325 úr Bárðardal. Þriðjud. 2. okt. verður slátrað 100 kindum úr Saurbæjardeild, 110 úr Bárðardal, 15 úr Arnar- nesdeild, 22 úr Glæsibæjardeild og 100 úr Akureyrardeild. Sjötugur verður Skafti Eiríks- son, starfsmaður á Gefjun, 1. okt. næstk. og átti 40 ára starfsafmæli síðastliðið vor. Skógræktarfélag Tjarnargerðis hefur félagsvist og dans að Hótel Norðurland næstk. sunnudags- kvöld kl. 8.30, — Fjölmennið! — Munið að taka með ykkur spil og blýant. — Spilanefndin. 1 Nokkrar sfúlkur geta enn komizt að í heimavist Húsmæðraskóla Ákureyrar. Skólinn verður settur mánudaginn 1. október, kl. 17 e. hád. Forstööukonan. HLUTAVELTA Fulltrúaráð verklýðsfélaganna lieldur hlutaveltu í Verklýðshúsinu sunnudaginn 30. september, kl. 2 e. h. Margt ágætra muna, svo sem: Ljósmynd (lituð), vegghilla, fatahreins- un, kartöflur, rakstrar, veggfóður í 1 stofu, fatnaður, búsáhöld, afmæliskringlur, bílferðir. I HAPPDRÆTTl Forði til vetrarins, ca. 1000 kr. virði 50 kg. hveiti 25 kg. hafragrjón 25 kg. rúgmjöl 50 kg. strásykur 5 kg. smjörlíki 1 kg. kaffi 50 kg. kartöflur 1 kassi kex - Drátturinn kostar 2 krónur. - Fulltrúaráö verklýðsfélaganna. ......... 11111111 IIIlllillII■IIIIIIIlllll|||,,,| ORÐSENDING til með'ima verklýðsfélaganna Munir á hlutaveltu Fulltrúaráðsins þurfa að vera komnir í tæka tíð. Mununum og peningagjöf- um veitt móttaka í Verklýðshúsinu í dag og á morgun. Áríðandi að hert sé nú á söfnuninni. Fmginn meðlimur verklýðsfélaganna má skerast úr leik. Formaður Fulltrúardðs verklýðsfélaganna. TILKYNNING Fjárhgasráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Án Með söluskatts: söluskatti: Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. . . kr. 4.07 kr. 4.20 Normalbrauð, 1250 gr.........kr. 4.07 kr. 4.20 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan- greint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Reykjavík, 19. sept. 1951. Verðlagsskrifstofan.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.