Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.09.1951, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 28.09.1951, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 28. sept. 1951 3 VERKAMAÐURINN 1 VIKUBLAÐ Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB ARNASON Ritstjórn: Asgrímur Albertsson Jóhannes Jósefsson Þórir Daníelsson Afgreiðsla: Brekkugötu 1 — Sími 1516 Afgreiðslan er opin kl. 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. Askriftarverð: kr. 25.00 árgangurinn. í lausasölu 50 aura eintakið. Sósíalistafélag Akureyrar Skrifstofa í Brekkugötu 1. Opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tryggur hundur bítur ekki hásbónda siiin Okyrröin í stjórnarliðinu fer mjög vaxandi um þessar mundir. Svik „íslenzku“ ríkisstjórnarinn- ar í landhelgismálunum veldur þar miklu um. Þessi stórhættu- legu svik hafa m. a. haft þær af- leiðingar, að hundtryggir fylgis- menn stjórnarinnar hafa hleypt í sig kjarki og hreift andmælum opinberlega. Meira að segja fékkst birt grein í Alþýðubl., þar sem haldið var á málum íslend- inga gegn yfirgangi og takmarka- lausri ósvífni Breta. Þá vakti það ekki minni undr- un, að stjórnarblaðið „Dagur“ skyldi voga sér að gagnrýna gerðir ríkisstjórnarinnar í land- helgismálunum. En ,,Dagur“ lét m. a. svo orð falla 10. þ. m.: „Brezkir togaraeigendur hafa fengið mál sitt fram í bráðina. En með þessum undanslætti er sköpuð algerlega óviðunandi að- staða að fiskimiðunum fyrir Norðurlandi, með því að íslenzk yfirvöld samþykkja að fram- lengja um óákveðinn tíma for- réttindi útlendinga umfram ís- lendinga." Það er nú komið í ljós, eins og við var að búast, að engin alvara var á bak við þessi skrif „Dags“. Þau áttu einungis að vera sem nokkurs konar róandi meðal fyr- ir þá lesendur „Dags“, sem af heilum huga eru andvígir svik- um ríkisstjórnarinnar í land- helgismálunum. Ritstjórnar- greinin í síðasta ,,Degi“ er óræk- ur vottur um óheilindi ,,Dags“ í þessum málum. Með skætingi, skammaryrðum og lygum á Rússa og íslenzka sósíalistá, er reynt að breiða yfir hin þjóð- hættulegu svik ríkisstjórnarinn- ar. Fjöllin tóku jóðsótt, en það fæddist bara mús. Andstaða „Dags“ gegn ríkisstjóminni var aldrei nema nafnið tómt. f hjarta sínu er „Dagur“ eftir sem áður trúr og tryggur fylgjandi ríkis- stjórnarinnar. Hvæs hans á dög- unum að ríkisstjórninni, út af landhelgismálunum, var bara tóm uppgerð. Tryggur hundur bítur ekki þó að hann gelti að húsbónda sínum. Og auðvitað er þess ekki að vænta, að „Dagur“ hafi skilning á því að yfirlýsing Ráðstjórnar- ríkjanna um 12 mílna landhelgi Svört verÖa sólskin Ljóð eftir Guðmund Frímann, myndskreytt af höfundi. Þorsteinn M. Jónsson gaf út Það skal strax játað, að þegar mér barst í hendur nú fyrir skömmu, ný ljóðabók eftir Guð- mund Frímann, var gleði mín kannski ekki með öllu laus við kvíða. Fjórtán ár eru liðin frá pví er síðasta Ijóðabók hans, Störin syngur, kom út, og eftir svo langan tíma, mun sá uggur hafa heimsótt fleiri en mig, að við svo búið mundi lenda. Eftir svo ótvíræð fyrirheit sem sú bók gaf, var sú tilhugsun ekki sársauka- laus — en launuð er löng bið svari framhaldið til fyrirheit- anna. Fjórtán ár er langur tími, þó er hitt þyngra á metunum, að þessi síðustu fjórtán ár verða ekki fyrst og fremst metin eftir lengd sinni, heldur eftir öðrum mælikvarða, sem mörgum hefur reynzt öllu ísjárverðari, þegar öllu er á botninn hvolft. Heims- styrjöld hefur geysað með geig- vænlegri eyðingu mannslífa og annarra verðmæta, en dæmi þekkjast. Ennþá búa margar þjóðir við raunverulegt hernað- arástand, og margar uggvænleg- ar blikur á lofti, sem byrgja vilja sólarsýn. Hin kvíðvænlega óvissa um það, hvað framundan sé, reynist mörgum ofjarl, og er skáldunum þar hættara en öðr- um, því að engir standa jafn ber- skjaldaðir í stormum samtíðar- innar en einmitt þau. Þau eru skuggsjá mannlífsins á hverjum tíma, og auk þess er þeirra vandi meiri en annarra, að þau hafa ábyrgðar að gæta gagn- vart samtíð sinni og framtíð. Á tímum eins og þessum, er það engu skáldi haldbær afsök- un, að vant sé yrkisefna, því að tíðindalaust hefur ekki verið í heimi, þótt ekki verði kannske allir á einu máli um það, hvort vér höfum gengið til góðs, götuna fram eftir veg, eða öfugt. Á hinn bóginn leggjast vandamál mann- lífsins misjafnlega þungt á skáld- in eins og viðhorf þeirra til köll- unar sinnar er með ólíkum hætti, en of oft verður það svo, að þau snúa baki við mannlífinu, sem er utan þess, er snertir þau persónu lega, og taka að horfa inn í sjálf sig, á eitthvað, sem þeim kemur einum við. Þegar svo er komið, á skáldið aðeins um það tvennt að velja, að snúa baki við sjálíu sér, eða hætta að vera skáld. Þessi orð hér að framan eru ekki ritdómur um fyrrnefnda bók, þau eru aðeins í stuttu máli staðreyndir, sem gerast áleitnar, þegar svo vill til, að maður fær nýja bók í hendur. Nafn bókar- innar, Svört verða sólskin, á ef til vill nokkurn hlut að þeirri hlið málsins, en sem betur fer á það ekki við nema að takmörkuðu leyti, því að í bókinni leynast margir sólskinsblettir, ef vel er að gáð. Bölsýni og tregi sækir þó og að hver þjóð hafi rétt til að ákveða sína landhelgi, sé veiga- mikill stuðningur við landhelgis- mál íslenzku þjóðarinnar. oft fast að skáldinu, en sem betur fer á það sjaldan skylt við sjálfs- aumkvun, og aldrei fatast því hið tárhreina, kliðmjúka ljóðform, þótt syrti í álinn. Eg get ekki stillt mig um, að taka hér upp tvö erindi úr kvæðinu: Svört verða sólskin: Það kom sem óljós kvíði fyrst í stað, sem kaldur grunur veitti enga ró, unz dökkum skugga á himinheiðið sló, og hylji draums þíns. Gazt þú skilið það? Þinn leyndardraum og hjartans rósemd rauf ein reginmyrk og þungbrýn voðanótt. Að fótum þínum drupu dauðahljótt sem dropar rauðir haustsins fyrstu lauf. í kvæðinu: Vísur um vetrar- kvíða, gætir þessa dimma geigs ekki síður, en sú ljóðræna fegurð, sem hann er búinn, er ekki öllum tiltæk: Á mörk og víðivöllum standa bjarkir allar bleikar, og bráðum heyrist hvinurinn í dauðans veltiplóg. — Sjá skuggalega flakkarann — ræningjann, sem reikar um riðusjúkan skóg. í kvæðinu: Við gröf Péturs, er tónninn slunginn nokkurri kald- hæðni: Hví dró þig löngun logasár til leikja þeirra, er aldrei vannstu? Hví seyddi fram á efstu ár það óskaland, sem hvergi fannstu? Hví vekja oss ávallt angur mest þau æskuglöp, sé horft til baka, sem mundum vér, ef vér fengjum frest, þó fram í dauðann endurtaka. En eins og áður er getið lumar bókin á mörgum sólskinsblettum. Þessar línur eru teknar úr kvæð- inu: Vísa um gleðina, vorið og þig: Þá skelfur hjartað af fögnuði og fyrirheitum, þá fellur í stundargleymsku minn draumur um dauða og gröf. Og hvílík tindrandi birta í þessum hendingum úr: Lítið heiðaljóð: En lengra inni á heiðunum blávötn blika og loga, og bjóða leynivoga — og griðland hverjum gesti, sem fram um heiðar fer. Á hæli hvítra jökla og blárra veiðivatna á veikum manni að batna, því kyngimáttur fjallanna er saga fyrir sig. Af öðrum kvæðum vil eg sér- staklega nefna: Til einnar skóg- arlilju, Draumur um Skógar- Rósu, Intermezzo, og Mainnia, öll ágæt kvæði og skilgetin af- kvæmi góðs skálds. Af nokkuð öðrum toga eru kvæðin: Síðustu dagar Smyrla- bergs Kobba, Húsgangur um Blálands-Dísu, og síðast en ekki sízt: Fiðlarinn í Vagnbrekku, öll sannar og rammíslenzkar þjóð- lífsmyndir, þó sín með hvorum hætti, gæddar lífi og ljóðrænum töfrum, og trúað gæti eg því, að Dau ættu eftir að verða langlíf á vörum íslenzkrar alþýðu. Kvæðin láta flest ekki mikið yfir sér við fyrstu kynni, en í lát- leysi sínu og ljóðrænni fegurð eru þau gædd þeim galdri, sem sleppir ekki af manni tökum eft- ir að hafa komizt í snertingu við Dau. Við lesturinn gat eg þó stundum ekki varizt því að óska, að skáldið hristi af sér tregann, gerðist dálítið vígreifara og sækti af meiri djörfung til stærri við- fangsefna á víðari vettvangi. Eg ætla engum getum að leiða að dví, hvað Guðmundur Frímann ætlast fyrir í þeim efnum, en eg er illa svikinn, ef honum reynist vandrötuð leiðin til stærri sigra í ríki listarinnar, því að sólarsýn hefur hann betri en nafngift bók- arinnar bendir til. Allar spásagn- ir í þeim efnum eru raunar óþarfar, því að það vill svo vel til, að í síðasta kvæði bókarinn- ar er nokkur vísbending um það, sem koma skal: Við vetrarkvíðann átti eg óvæg kynni, hann að mér stöðugt sótti og lék mig grátt, og þó fór ekki þrá mín öðru sinni jafn þreyjulausum flótta í sólarátt. Ó, vík úr mínum draumi, vetrarkvíði, og verði spásögn þín að engu gjörð. Kom vorsins dís með flúr og furðusmíði og fagurblóm og klið um alla jörð. „Kom heitur til míns hjarta, blærinn blíði.“ Guðmundur Frímann er gott skáld og vaxandi, og vonandi þarf ekki að bíða önnur fjórtán ár eftir næstu bók frá hans hendi. Ekki er bókarinnar að fullu getið, nema þess sé minnst, að höfundurinn hefur myndskreytt hana af frábærum hagleik og smekkvísi, og eykur það gildi hennar stórum. Sumar myndirn- ar eru einar út af fyrir sig ágæt skáldverk. Skyldu önnur íslenzk ljóðskáld gera betur á þessu ári? Sigurður Róbertsson. SÓSÍALISTAR! Verzlið við þá, sem auglýsa í ,,Verkam.“. Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi næstk. laugardag kl. 4, ef veður leyfir. Vetrarstarfsemin í íþrótta- húsinu er nú að hefjast. Félög óg aðrir, sem vilja tryggja sér æf- ingartíma í vetur, vinsamlegast áminnast um að leggja fram um- sóknir sínar fyrir 30. þ. m. Nán- ari upplýsingar hjá húsverði í síma 1617. Brúðkaup. 19. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Kaup- mannahöfn, ungfrú Ingibjörg Ól- afsdóttir Bjarnasonar í Brautar- holti — hjúkrunarnemi, og stud. polit. Gunnar Sigurðsson Sölva- sonar, byggingameistara, Akur- eyri. Hjónaband. Ungfrú Þórunn H. Björnsdóttir, ljósmóðir, og Þor- valdur Gunnlaugsson, sjómaður. Fimmtugur er í dag Þórður Að- alsteinsson, múrarameistari, Munkaþverárstræti 1. Þóroddi Jónassyni, lækni, sem hefur um nokkurt skeið stundað lækningar hér í bænum, hefur verið veitt Breiðamýrarlæknis- hérað frá 1. okt. næstk. Bifreiðaslys. Aðfaranótt síðastl. laugardags rakst bifreiðin A—641 á vatnsrör er stóðu aftur af vöru- bifreiðinni A—344, sem stóð á hægri kanti götunnar norðan við gatnamót Fjólugötu og Norður- götu. Rákust rörin gegnum fram- rúðuna á A—641 og skrámaðist bifreiðastjórinn, Hjalti Eymann, nokkuð á höfði. Árekstrar og hraður akstur. — Samkv. upplýsingum frá lög- reglunni hafa nokkrir ökumenn hlotið sektir að undanförnu fyrir of hraðan og ógætilegan akstur. Einnig hefur nokkuð kveðið að minni háttar árekstrum. Lítur út fyrir að ýmsir hinna yngri í starfinu gæti minni varúðar í aktsri en þeir eldri og reyndari. Ef til vill væri rétt af lögreglunni að birta opinberlega nöfn þeirra bílstjóra, sem gerast sekir um óleyfilega hraðan akstur. Frá Tónlistarskóla Akureyrar Þeir nemendur, sem ætla að stunda nám við skólann á kom- andi vetri, eru beðnir að tilkynna það sem allra fyrst til skólastjór- ans, Jakobs Tryggvasonar. At- hygli skal vakin á því, að á þessu hausti verður hafin söngkennsla við skólann. Kennari verður ung- frú Ingibjörg Steingrímsdóttir, sem undanfarin ár hefur stundað söngnám í Kaupmannahöfn. Er þess að vænta, að þeir, sem áhuga hafa á söng, noti þetta tækifæri. — Þá er ástæða til að hvetja til meiri þátttöku í námi í fiðluleik en hingað til hefur ver- ið. — Skólinn verður settur að Lóni, miðvikudaginn 3. okt. n.k., kl. 6 e. h. Happdrætti Háskóla íslands !| Endurnýjun til 10. flokks er liafin. — Verður ji að vera lokið 9. október. ENDURNÝIÐ í TÍMA! j: Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.