Verkamaðurinn - 22.08.1952, Side 3
Blekkingar Francós duga honum lítt
Eftir RAMON OTERO
Mönnum eru enn í fersku minni
fjöldaverkföllin og kröfugöngum
ar á Spáni vorið 1951. Verka-
menn og stúdentar í Barcelona .
hófu baráttuna og hún breiddist
sem sléttueldur um allt landið.
Til að kæfa þessa baráttu varð
Franco-klíkan að grípa til sinna
venjulegu aðferða, samblands
lýðskrums og ógnarstjórnar. —
Mörg fögur loforð voru gefin um
að dýrtíðin yrði minnkuð og lífs-
kjör fólksins bætt. Franco lýsti
yfir því, að Spánn ætti nú í
vændum „nýtt velmegunartíma-
bil“, að Bandaríkjamenn myndu
veita höfðinglega ,,hjálp“ og að
stjórnarfarinu yrði breytt í frjáls
lyndara horf. Þetta voru hin þrjú
loforð, sem Franco gaf.
—o—
Gluggi lúxusverzlunar í Mad-
rid. í glugganum hangir áróðurs-
spjald ríkisstjórnarinnar um
„baráttu gegn dýrtíðinni“. Á
gangstéttinni situr úttauguð kona
klædd í druslur. Stígvélin henn-
ar eru bundin saman með snæri.
Þetta er mynd, sem birtist í
blaðinu Espana y la Paz, mál-
gagni spánskra friðarsinna, og
hún segir okkur sannleikann um
líf spönsku þjóðarinnar nú.
Það er nú meira en ár síðan
borgarstjórinn í Madrid lýsti yf-
ir, að hafin væri „barátta gegn
dýrtíðinni", en í stað þess að
lækka hefur verðlagið á fatnaði,
skóm, kjöti og öðrum nauðsynj-
um haldið áfram að stíga jafn
hratt og áður. Sama gildir um
húsaleigu og fargjöld. Samkvæmt
nýjustu opinberum skýrslum
kosta matvæli nú sex og hálfum
sinnum meira en 1935. Samt lýsti
viðskiptamálaráðherra Francos
yfir því 28. júní sl., að „barátt-
unni gegn dýrtíðinni væri lokið“
og á þeim grundvelli voru launin
fastbundin.
Kaupmáttur launa er nú um
það bil helmingur þess, sem var
1935, þegar launakjör á Spáni
voru meðal þess lægsta í Evrópu.
Jafnvel verkamálaráðherrann,
Giron, einn óskammfeilnasti lýð-
skrumar i F rancost j órnarinnar,
viðurkenndi í ræðu, sem hann
hélt í Valencia fyrir skömmu, að
spánska þjóðin væri nú dæmt til
„mesta harðréttis, sem hún hefði
átt við að búa um aldir.“
Falangistablaðið Solidaridad
Nacional viðurkennir að spönsku
verkamennirnir geti aðeins dreg-
ið fram lífið með„aukavinnu,sem
ekki aðeins er skaðleg fyrir
heilsu þeirra, heldur hefur slæm
áhrif á efnahagskerfi ríkisins.“
Hver þessi aukavinna er, kemur
fram í blaðinu Afan, sem segir:
„Þegar vinnutímanum lýkur á
vinnustaðnum, leitar múrarinn
sér að aukasnöpum til að drýgja
í tekjunum, bankabókarinn tek-
ur að sér í aukavinnu að annast
bókhald fyrir fyrirtæki, sem ekki
hafa efni á að ráða fasta menn,
trésmiðurinn hefur hefilbekk
heima hjá sér til að búa til ýmsa
búshluti, sem hann reynir að
selja. — Áður voru þetta undan-
tekningar, nú er það regla.“
Opinberlega er átta stunda
vinnudagur á Spáni, en það er
ekki svo í reyndinni. Nærri lagi
væri að segja að verkamenn og
annað vinnandi fólk þyrfti að
þræla 14—16 stundir til að geta
dregið fram lífið. Eftirvinnan
samfara viðvarandi næringar-
skorti hefur mikil áhrif á dánar-
töluna. Eftirlaunaskrifstofa vefn-
aðariðnaðarmanna í Kataloníu
gaf þær upplýsingar í nóv. síðastl.
að 30 af hverjum 100 verka-
mönnum í þeim iðnaði dæju úr
berklum eða öðrum sjúkdómum
í öndunarfærunum og samkvæmt
opinberum skýrslum er meðal-
aldur þessara verkamanna undir
30 árum. Þannig lítur ein hlið
hinnar mjög lofuðu „nýju vel-
megunar“ Francos út. Á meðan
auðmennirnir og Falangistafor-
ingjarnir velta sér í munaði
sveltur verkalýðurinn.
Ennþá verra er ástatt í sveit-
unum. Blaðið E1 Siervo í Barce-
lona segir, að það sem veki eftir-
tekt manna í spönsku sveitaþorp-
unum sé hið mikla land sem sé í
órækt og ójöfn eignadreifing. —
Francisco de Cabarrus, spánskur
stjórnmálamaður á átjándu og
nítjándu öldinni sagði, að „með
3ví að stíga tvö skref út fyrir
Madrid, færist maður tvær aldir
aftur í tímann.“ E1 Siervo minnir
á þessi ummæli, „alveg eins og á
tíma Cabarrusar eru þarna
vandamál, sem þarfnast bráðrar
úrlausnar.“
Franco hefur rsent bændur og
landbúnaðarverkamenn þeim
fimm milljónum hektara lands,
sem lýðveldisstjómin úthlutaði
peim. Þessi „endurbót11 hratl
landbúnaði Spánar heila öld aft-
ur í tímann. Þeir, sem harðast
urðu úti af þessu voru hinar fjór-
ar milljónir landbúnaðarverka-
manna, sem urðu nú alveg jarð-
næðislausar. Til þess að skilja
kjör þeirra verða menn að hafa í
huga, að í þeim héruðum, þar
sem hinir auðugu landeigendur
ráða öllu (Kastilíu, Estremadúru
og Andalúsíu), er algert atvinnu-
leysi yfir veturinn og 85% af
landbúnaðarverkamönnum Spán
ar hafa aðeins vinnu í fjóra mán-
uði á árinu. Hinn tíma ársins hafa
þeir ekkert að gera og verða að
draga fram lífið á villtum jurtum
og grösum. Og þetta á sér stað á
sama tíma og helmingur ræktar-
lands er í órækt.
Hveiti- og kartöfluuppskeran
sl. ár var að vísu meiri en árin á
undan og þessu var hampað mjög
af Franco og hans mönnum. En
eins og E1 Economista, málgagn
stórauðvaldsins skrifaði:
„Ef við segjum að hveitiupp-
skera þessa árs hafi verið 4,2
milljónir smálesta, er það samt
minna en 1932 með sínar 5 mill-
jónir smálesta. Það er einnig
staðreynd, sem vert er að nefna,
að nú er íbúatala Spánar 29
milljónir, en var þá 24 milljónir.
Francostjórninni hefur með
öðrum orðum mistekist að ná
sömu hveitiuppskeru og var fyrir
20 árum síðan. Afleiðingin er sú,
að brauðskammturinn hefur ver-
ið minnkaður um þriðjung, en
verðið hefur tífaldast.
Sidney C. Sufrin, amerískur
hagfræðingur, sem nýlega ferð-
aðist til Spánar, telur að tekjur
smábænda í suður- og miðhéruð-
unum séu ekki meiri en 60—70
dollarar á ári. Það er sama sem 7
pesetar á dag, en 1 kg. af brauði
kostar 6 peseta. Daglaun bænd-
anna samsvara því rétt rúmlega
einu kg. af brauði.
Eftirfarandi upplýsingar gefa
hugmynd um söluerfiðleikana,
sem orsakast af hinni litlu kaup-
getu fólksins. Kartöfluuppskera
sl. árs var 4 milljónir smál., en
það er 1 millj. smál. minna en
1932. Eftir upplýsingum land-
búnaðartímaritsins Ceres lágu
samt þúsundir smálesta og rotn-
uðu á búgörðunum vegna þess,
að ekki var hægt að selja þær.
Kartöflur, sem taldar eruódýrasti
matur, sem fáanlegur er á Spáni,
eru þó of mikill munaður til að
hungraðir verkamenn geti veitt
sér hann.
Vígbúnaður Francos gerir
ástandið enn verra. Hann leggur
drápskyfjar skatta á hið snauða
fólk. Upphæð sem nomur 18
billjónum peseta — 90% af öllum
tekjum fjárlaganna — er pínd út
úr þjóðinni með beinum og
óbeinum sköttum.
Gífurleg útgjöld til hernaðar
og óhemjulegir skattar eru að
setja efnahagskerfi landsins úr
skorðum. Franco gortar af því, að
hergagnaiðnaður landsins sé í
fullum gangi. En vefnaðarvörú-
verksmiðjurnar framleiða nú
30% minna en þær gerðu 1935,
eftir því sem New York Herald
Tribune skýrir frá. Opinberar
tölur, sem birtar eru í blaðinu La
Vanguardia í Barcelona, sýna að
á Spáni vantar 700.000 íbúðir.
Samt eyðir Franco mörgum bill-
jónum peseta á ári í að byggja og
útbúa flugvelli og hafnir til af-
nota fyrir amerísku imperíalist-
ana. í grein þeirri, sem minnst
var á eftir Sidney C. Sufrin segir,
að mest af vélakosti spánska iðn-
aðarins sé „gamalt og seinvirkt"
og rætt um mikinn skort á hrá-
efnum og orku. Hann ræðir um
ástand járnbrautanna, þar sem
„eimreiðar, sem keyptar voru
fyrir hundrað árum síðan eru
enn í notkun."
Það eru ekki nema landeigenda
og auðmannakíkumar sem njóta
hinnar „nýju velmegunar"
Francos. Franska blaðið Tribune
des Nations áætlar að meira en
fjórðungur þjóðarteknanna renni
til hinna stóru landeigenda.
Falangistablaðið E1 Correo Cata-
lán lýsir yfir með fögnuði: „Þetta
er gúllöld hins auðuga manns!“
Og það er orð að sönnu, því að
sex stærstu bankarnir, sem gæð-
ingar Francos ráða yfir, höfðu í
nettógróða sl. ár 600 milljónir
peseta — tíu sinum meira en
1935.
Franco, ráðherrar hans og
meðlimir Þjóðráðs Falangista, fá
vitanlega í sinn hlut nokkuð af
þessari „velmegun", því að þeir
eru í nánum tengsum við hinn
fámenna hóp fjármálamanna,
stóriðjuhölda og landeigenda,sem
kreista þannan ofsagróða út úr
vinnu fólksins.
Þetta nægir til að sýna, hvern-
ig veruleikinn gerir út af við
þjóðsöguna, sem Franco er a<5
reyna að skapa um „velmegun“
á Spáni.
—o—
„5. apríl sl. kom amerísk hern-
aðarsendinefnd til Spánar til að
semja um hernaðarbandalag við
Franco. Manchester Guardian
birti fréttaskeyti frá Madrid, þar
sem segir að Ameríkanarnir vilji
fá herskipalægi í Cadiz, Carta-
gena, E1 Ferrol og Canta Cruz og
not af flugvöllum í Madrid,
Barcelona, Sevila, Valencia og
Lugo.
Það vantar ekkert á að falang-
istarnir séu reiðubúnir til að fá
Spán hinum amerísku hernaðar-
sinnum og breyta landinu í am-
eríska herstöð. Samningarnir
standa aðeins um verðið. f marz
setti blaðið Arriba fram kröfur
hinna spönsku landsölumanna á
þessa leið:
„Varanlegt bandalag við Banda
ríkin krefst augljóslega einhvers
verulegra en smávægilegra lána
endrum og eins. Hin aukna
ábyrgð og jafnvel blóðfórnir, sem
það felur í sér, krefst stærri og
reglubundnari lána heldur en
hluta af þessum hundrað milljón-
um dollara, sem Truman forseti
hefur verið' að tæpa á.“
Þetta samningaþóf milli
Francos, sem er reiðubúinn að
selja Spán, og amerísku stríðs-
jöfranna, er nú búið að standa
nokkurn tíma. Fox'inginn hefur
gx-ipið til ýmissa ráða, til að
styrkja samningsaðstöðu sína.
Eitt af því var ferð utanríkisráð-
herra hans Artajo til Arabaland-
anna. En þessi athafnasemi er
aðeins ætluð til að dylja vanmátt
Francos. Einræðishex-rann í
Madrid er með lífið í lúkunum
að halda sig réttu megin. Hann
verður að fá dollara. Spánn er í
mikilli, efnahagslegri þröng og
engar horfur á að úr henni ræt-
ist. Óánægjan fer hraðvaxandi,
jafnvel meðal huta borgarastétt-
arinnar. Til þess að lægja þessar
óánægjuöldur meðal borgaranna
hefur Franco tvö sl. ár stöðugt
verið að tala um væntanlega
ameríska „aðstoð“, sem myndi
leysa öll vandkvæði í einni svip-
an. En það, sem raunverulega er
að gerast er það, að á meðan
þetta blygðunarlausa prútt um
dollara stendur yfir, er Wall
Street að leggja undir sig hverja
greinina á fætur annarri af
spönsku atvinnulífi. Amerískt
auðmagn ræður nú yfir útflutn-
ingi á málmgrýti, korki, möndl-
um og ólfíuolíu og hinn mikli
gróði, sem kreistur er út úr
spönskum verkamönnum, rennur
nú jöfnum höndum til amerískra
og spánskra auðmanna. Og þeir
dollarar, sem Spánn fær, renna
eingöngu til iðngreina, sem am-
erískir einokunarhringar ráða
yfir. t
Jafnvel falangistarnir geta ekki
dulið vonbrigði sín yfir þessu.
Málgagn þeirra Pueblo lýsir yfir
eftirfarandi:
„Loforðin um lán í Ameríku
hafa reynst eins og í orðtakinu
segir um fjöllin, að þau fæddu af
sér litla mús. Þegar við heyrum,
að Bandaríkjaþing hafi hátíðlega
samþykkt fjárveitingu, glápum
við upp í loftið í eftirvæntingu
eftir að peningar Sáms frænda
komi sem haglél yfir okkur. En
alt sem við sjáum eru flugvélar,
sem koma með ameríska rann-
sóknara. — Þeir fylla möppur
sínar og hverfa heim til Was-
hington. — Nú koma dollararnir,
— segjum við með sjálfum okk-
ur. En í stað dollaramia koma
nýjar rannsóknar- og könnunar-
nefndir. — Þessi feluleikur er nú
búinn að standa í tvö ár.^.
Falangistablöðin gera auðvitað
sitt bezta til að dylja þá stað-
reynd, að hin svokallaða „aðstoð“
Bandaríkjanna átti aldrei að
verða til að bæta úr því hræði-
lega efnahagsástandi, sem
Franco hefur komið á í landi
sínu. En það þarf enginn að vera
skyggn til að sjá, að hinn raun-
verulegi tilgangur þessarar „að-
stoðar“ er sá, að ná undir yfirráð
Wall Street öllu því, sem máli
skiptir, ræna Spán öllu sjálf-
stæði og gera landið að sauð-
tryggu leppríki Bandaríkjanna
og breyta því í forréttindasvæði
hinna amerísku imperíalista.
—o—
Franco hefur afnumið öll lýð-
ræðisleg réttindi, sem spánska
þjóðin hafði áunnið sér í margra
ára harðvítugri baráttu. Hann
hefur sett hundruð þúsunda föð-
urlandsvina bak við lás og slá,
traðkað á öllum mannréttindum
og komið á stjórn trúarlegs of-
stækis. Snemma í júlímánuði var
kveðinn upp dómur yfir Gregorio
López Raimundo og 21 manni
öðrum, sem dregnir höfðu verið
fyrir herrétt vegna þátttöku og
forystu í verkfalli verkamanna í
Barcelona í marz 1951, þar sem
þeir kröfðust bættra kjara og
friðar. Það var einungis vegna
ötullar baráttu spönsku þjóðar-
innar og almenningsálitsins, að
þessum sakborningum var forðað
frá dómsmorði.
Á Spáni, eins og öðrum lönd-
um, sem standa undir áhrifum
Bandaríkjanna, er baráttan gegn
kommúnismanum notuð sem
átylla til grimmilegra ofsókna
gegn öllum, sem neita að játast
undir harðstjórnina. Það er ekki
langt síðan falangistaskríll réð-
ist á kirkju mótmælenda í Sevilla
og jafnvel opinbert málgagn ka-
þólska erkibiskupsstólsins í Indi-
anapolis í Bandaríkjunum, fann
ástæðu til að segja, að það virtist
svo að Spánn, sem á sviði iðnaðar
og landbúnaðar er heilli öld á
eftir tímanum, væri fjórar aldir á
eftir tímanum hvað snerti trúar-
legt umburðarlyndi.
Rannsóknarréttur Francos bein
ist ekki einvörðungu gegn mót-
mælendum, heldur einnig gegn
kaþólskum. í blaði, sem gefið er
út af baskískum prestum getur
að lesa, að falangistarnir „drepi
þúsundum saman heiðarlegt fólk,
sem er svipt öllum möguleikúm
til sjálfsvarnar. Mikill fjöldi ann-
arra, þar á meðal prestar kirkj-
unnar, eru rændir, eigur þeirra
gerðar upptækar og þeir fluttir
burt eða kastað í fangelsi, þar
sem þeir verða að þola ómann-
lega meðferð og pyndingar."
Á 18 árum lét Torquemada
brenna 8 þúsundir manna á báli.
Á 16 árum hefur Franco valdið
dauða milljónar Spánverja, fang-
elsað hundruð þúsunda og beitt
tvær milljónir refsingum af
ýmsum tegundum.
En spánska þjóðin hefur ekki
lagt niður baráttuna gegn þessari
illræmdu stjórn, þessu sam-
blandi nazisma og Rannsóknar-
réttar. Eftir hina miklu baráttu
vorið 1951 er hún að fylkja nýju
liði til baráttunnar. Á síðustu
vikum hefur komið til harðra
átaka í Madrid, Getafe, Tarrasa,
Bilbao og Valencia. Allir íbúar
þorpsins Villanueva del Duque í
Cordova-héraði gengu fylktu
liði til dómarans og kröfðust þess,
að land það, sem á ólöglegan hátt
var tekið af 120 fjölskyldum, yrði
skilað þeim aftur. Hin harðvítuga
barátta bændanna knúði land-
búnaðarráðherra Francos til að
afnema tilskipunina um að
bændur afhentu uppskeruna.
Ráðherrann komst svo að orði,
að það væri vegna „mikillar
óánægju, sem gripi fólk með
vissu millibili.“
Þessi óánægja kemur ekki
ósjaldan fram í átökum fyrir
opnum tjöldum. 22. marz börðust
5 andfasistar í Sevilla gegn lög-
reglusveit í 3 klukkutíma. í maí
fóru 4.000 íbúar í Carabanchel-
hverfi Madridar í kröfugöngu til
að krefjast refsingar yfir borgar-
stjóra, sem bar ábyrgð á spor-
vagnsslysi, sem kostaði 127
manns lífið .
Francostjórninni er um megn,
að halda í skefjum baráttu fólks-
ins gegn amerískri yfirdrottnun
og stríðsundirbúningi. Þrátt fyr-
ir blóðuga harðstjórn berjast
spánskir föðurlandsvinir óskelfd-
ir fyrir málstað friðarins. Þeir
sameinast undir merkjum Þjóð-
fylkingar, sem berst fyrir sjálf-
stæði landsins og afnámi hinnar
hötuðu stjórnar hungurs, of-
sókna og styrjaldar.
Minnisvarði
Sfephans G. Sfephanssonar
Skagfirðingar eru að undirbúa
minnisvarða í Skagafirði yfir
Stephan G. Stephansson skáld,
á 100 ára afmæli skáldsins að ári.
Hafa forgöngumenn þessa máls
látið gera lítið, fallegt merki til
ágóða fyrir minnisvarðann. —
Gengur allur ágóðinn af sölu
merkjanna til minnisvarðamáls-
ins. Sala þessara merkja er nú
hafin hér í bæ og fást þau á eft-
irtöldum stöðum: Bókaverzlun
Axels Kristjánssonar, Bókabúð
Akureyrar, Verzl. London, Verzl.
Skemman og gullsmíðaverkstæði
Sigtryggs og Eyjólfs.
MINNINGARSPJÖLD.
dvalarheimilis aldraðra sjó-
anna fást á Akureyri í Bókabúð
Rikku og hjá Sigurði Sumarliða-
syni skipstjóra.