Verkamaðurinn - 31.03.1953, Page 2
Bókaverzlun |TD
Höfum opnað nýja bóka- og rit-
fangaverzlun í Hafnarstrœti 100.
Þar verða seldar allar fáanlegar
íslenzkar bækur og tímarit. —
Aherzla lögð á útvegun erlendra
bóka og tímarita. — Gjörið svo
vej og lítið inn.
PRENTVERK ODÐS BJÖRNSSONAR h.f.
Orðið er laust
TILKYNNING
FRÁ RAFVF.ITU AKURF.YRAR
Skömmtun á rafmagni verður lialdið áfram frá kl.
10.30—kl. 12, meðan þörf krefur.
Röð hverfanna verður:
^ | Má bjóða yður
nýtt
Mánudag 30. marz:
Þriðjudag 31. marz:
Miðvikudag 1. apríl:
Þnðjndag 7: april:
Miðvikudag 8. april:
Fimmtudag 9. apríl:
Föstudag 1.0. apríl:
Laugardag 11. april:
Miðbærinn.
Syðri brekkan og innbærinn.
Neðri hluti Oddeyrar.
Efri hluti Oddeyrar.
Ytri brekkan og Glerárþorp.
Miðbærinn.
Syðri brekkan og innbærinn.
Neðri hluti Oddeyrar.
Geymið au g I ý s in gu n a!
RAFVFITA AKURFYRAR
Fegrunarfélag Akureyrar
lieldur aðalfund sinn í Túngötu 2 fimmtudaginn 2.april
(skírdag) kl. 2 eftir hádegi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fjölmennið og mætið stundvíslega.
STjÖRNIN.
L
Á sl. vori skrifaði Ólafur Jóns-
son, ráðunautur, grein í „íslend-
ing“ er hét „Gullnáman við bæj -
ardymar". Hann ræddi þar um
ýmsa kosti Glerárdals og taldi að
þaðan mætti draga verðmæti sem
hlypu á mörgum milljónum. — í
tilefni af þessu var eftirfarandi
vísa kveðin, en tún voru mjcg
skemmd þá, af kali, hér á Akur-
eyri og nærsveitum:
Þó í túnin komi kal
og kannske maðkur líka;
„gullnáman í Glerárdal"
gerir okkur ríka.
Sagt er að þessir þrír menn
beri nú hæst í skemmtana- og
samkvæmislífi íslendinga: Tóm-
as (ekki þó Árnason), Tópas og
Snoddas!
Tveir Framsóknarmenn hittust
á götu og tóku að ræða um stofn-
un Þjóðvarnarflokksins nýja:
— Eg hélt að hann hefði verið
okkar maður, hann Valdemar,
sem gaf út „Öldina okkar“.
-— Já, það er víst, — en nú er
öldin önnur.
Enn er hér vísa, sem á við
bændafundinn á Hó.tel KEA,
„tólf aura fundinn“ sem sumir
hafa kallað. Ekki þorum vér að
ábyrgjast hver ræðumaðurinn
var, sem lýst er í vísunni:
Auratylftum eftir gróf
— ýfði villta strengi.
Viti stillti vel í hóf
var því hylltur lengi.
Rauðkál
með páskasteikinni?
KJÖTBÚÐIR KEA
Hafnarstræti 89. Síini 1714.
Ránargötu 10. Sími 1622,
Mr 0awusm
★ Systrabrúðkaup. Þann 21. marz
sl. voru gefin, saman í Akur-
eyrarkirkju brúðhjónin Gyða
Heiða Þorsteinsdóttir og Frið-
geir Valdimarsson verkamaður.
Heimili þeirra er í Felli í Gler-
'árþorpi. — Sigríður Þoi’steins-
dóttir og Kristbjöm Björnsson
bifreiðastjóri. Heimili þeirra er
að Ránargötu 24, Akureyri.
★ Amtsbókasafninu verður lokað
frá miðvikudeginum 1. apríl til
mánudags 6 apríl.
★ Fegrunarfél. Akureyrar heldur
aðalfund sinn næstk. fimmtud.,
2 .apríl. Nánar í auglýsingu í
blaðinu í dag.
★ Bráðabirgðaleigur á lóðum og
stöðuleyfi fyrir skúra og bragga
og vöruskemmur hækka eftir
sömu reglum og gilda um lóða-
leigur, sem miðast við fast-
eignamat — samkv. samþ.
bæjarstjórnar.
★ Þann 21. marz voru gefin sam-
an í hjónaband, ungfrú Þórunn
Sigurbjörnsdóttir og Magnús
Björnsson, verzlunarm., Akur-
eyri.
★ Hjónaefni. Ungfrú Jóna Ingi-
björg Guðmundsdóttir, skrif-
stofumær, og Ragnar Júlíusson,
stúdent.
★ Hjúskapur. Ungfrú Þórunn
Kristjánsdóttir (Jónssonar bak
arameistara) og Erik Eylands,
vélfræðingur, Reykjavík.
★ Sala áfengissölunnar hér í
bænum varð 27% meiri, tvo
fyrstu mánuði ársins, en hún
var á sama tíma í fyrra.
Bílaþvagan við Ráðhústorg.
Kona á Oddeyri hefur komið að
máli við blaðið og látið í ljósi það
álit sitt, að bílaþvagan við Ráð-
hústorgið geti verð stórhættuleg
vegfarendum og þá sérstaklega
börnum, sem þarua eiga ieið um
svo hundruðum skiptir daglega.
Benti hún á, að jafnvel kæmi
fyrir að stórum vörubílum va-iii
lagt við hlið hinnar venjulegu
bílaraðar í Skipagötu fyrir fiam-
an BSO og suður eftir götunni.
Og geti þá hver sem er séð hvaða
öryggi þarna er fyrir börn og
fullorðna, sem ekki eigo annars
úrkosta en að smeygja sér þarna
á milli bílanna og hafa enga að -
stöðu til að líta í kringum sig til
að varast aðsteðjandi hættur.
Vissulega hefur konan lög að
mæla. Hér er brýn þörf breyting-
ar. Svo fljótt, sem auðið er, verð-
ur að flytja bflastöðvarnar burt
af torginu, en framkvæmdasemi
bæjarstjórnar og skipulagsnefnd-
ar er ekki meiri en það, að þeim
hefur enn ekki verið ákveðinn
staður.
En meðan bílstöðvarnar eru
leyfðar við Ráhústoi’g verður að
setja ákveðnar reglur um bíla-
stæðin, sem tryggja vegfarendum
nokkurt öryggi um líf sitt og
limi. Séu slíkar reglur til, en ekki
haldnar, mættu lögregluvaktirnar
gjarnan rumska og sýna sig endr-
um og eins. Það væri líka til-
breyting fyrir bæjarbúa að sjá
lögregluþjón á götum bæjarins,
þótt ekki væri nema stutta stund
daglega.
KRAKKAR!
Það borgar sig að selja
ÞJÓÐ\7ILJANN,
\rERKAMANNINN,
LANDNEMANN
í lausasölu.
Komið á afgreiðsluna,
Hafnarstræti 88.
Tilkynning um bótagreiðslur
aímannalrygginganna
árið 1953
Yfirstandandi bótatímabil almannatrygginganna hófst 1. janú-
ar sl. og stendur yfir til ársloka.
Lífeyrisupphæðir þær, sem greiddar eru á fyrra helmingi
ársins 1953 eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum
síðasta ars og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða,
sem áhrif geta haft til skerðingar á lífeyri, verður skerðingin
miðuð við tekjur ársins 1952 og endanlegur úrskurður um upp-
hæð lífeyrisins 1953 felldur, þegar framtöl til skatts liggja
fyrir.
Þeir, sem nú njóta lögboðins ellilífeyris, örorkulífeyris, barna-
lífeyris eða fjölskyldubóta, þurfa ekki, að þessu sinni, að sækja
um framlengingu þessara bóta. Hins vegar ber öllum þeim, sem
nú njóta bóta samkvæmt heilmildarákvæðum almannatrygging-
arlaganna, að sækja á ný um bætur þessar, vilji þeir áfram njóta
þeirra.
Hér er um að ræða örorkustyrki, ekkjulífeyri, makabætur,
bætur til ekkla vegna barna, svo og lífeyrishækkanir.
Umsóknir um endurnýjun bóta þessara, skulu ritaðar á við-
eigandi eyðublöð Tryggingarstofnunarinnar, útfyllt rétt og greini-
lega eftir því, sem eyðublöðin segja fyrir um, og afhent umboðs-
manni ekki síðar en fyrir 15. maí næstkomandi.
Áríðandi er að örorkustyrkþegar, sem misst hafa 50—75%
starfsorku, sæki á tilsettum tíma, þar sem) ella er með öllu óvíst
að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjár-
hæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð.
Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja um-
sóknum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur,
sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með trygg-
ingaskírteini eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín
skilvíslega. Vanskil varða skerðingu eða missi bótaréttar.
Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingarstyrki,
sjúkradagpeninga og ekknabætur, svo og allar nýjar umsóknir
um lífeyri, fjölskyldubætur eða mæðralaun verða afgreiddar af
umboðsmönnum á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skil-
víslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs.
Norðurlandaþegnar, sem hér hafa búsetu, eru minntir á, að
skv. milliríkjasamningum hafa danskir, finnskir, sænskir og
norskir ríkisborgarar ellilífeyrisrétt með tilheyrandi barnalíf-
eyrisrétti, hafi þeir haft hér samfellda 5 ára búsetu þegar bót-
anna er leitað. Þá hafa finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar
fjölskyldubótarétt fyrir börn sín, séu þeir ásamt börnunum skráð-
ir á manntal hér, enda hafi þeir ásamt börnunum haft hér 6
mánaða samfellda búsetu áður en bótarétturinn kemur til greina.
Fjölskyldubótaréttur þessi tekur ekki til danskra ríkisborgara.
Islenzkir ríkisborgarar eiga gagnkvæman rétt til ellilífeyris og
fjölskyldubóta í hinum Norðurlöndunum.
Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá 1. degi þess mán-
aðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bót-
anna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi
ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnst
að öðrum kosti.
Reykjavík, 25. marz 1953.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.
I