Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.01.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 15.01.1954, Blaðsíða 2
o VERKAMAÐURINN Föstudaginn 15. janúar 1954 VERfamuiÐURinn - VIKUBLAÐ. - Útfriandi: SÓSÍALISTAFÉLAG AKUREYRAR. Ritnefnd: Björn Jónss., ábyrgðarm., Jakob Árnas., Þórir Daníelss. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentverk Odds Bjömsaonar h.f. Stefnuskrá C-listans Hin ýtarlega stefnuskrá Sósíal- istaflokksins uxn bæjarmálefni Akureyrarbæjar, sem birt var ásamt framboðslista flokksins hér í blaðinu 30. des. sl., hefur að von- um mætt mikilli velvild meðal bæjarbúa, enda er hverjum heil- skyggnum manni sýnilegt að þar eru settar fram á skilmerkilegan hátt úrlausnir á þeim helztu við- fangsefnum bæjarfélagsins, sem ný bæjarstjóm hlýtur að fást við á næsta kjörtímabili. í rökréttu áframhaldi af bæj- armálastefnu sósíalista á undan- fömum árum og í samræmi við almennings hag er höfuðáherzlan lögð á það, að svo sé búið að at- vinnuvegum bæjarbúa og að bæj- arstjóm hafi þá forustu í þeim efnum, að hver vinnufær bæjar- búi hafi fullkomna atvinnu árið inn kring og hinu landlæga at- vinnuleysi bægt frá dyrum verka manna bæjarins. Til þess að ná þessu marki vill flokkurinn að hraðfrystistöð verði byggð, að fiskþurrkunarstöð Útgerðarfélags ins verði aukin og bætt tækjum af beztu gerð, að tunnuverksmiðj- an framleiði árlega 60—70 þúsund tunnur, að dráttarbraut verði hyggð fyrir nýsköpimartogarana og hliðstæð skip, að togara- bryggjan verði byggð af þeim efnivið, sem þegar hefur legið tilbúinn árum saman, að lokið verði við byggingu smábátahafn- arinnar, komið upp fiskmarkaði fyrir fskimeim bæjarins og stefnt að því að landeignir bæjarins komi bæjarbúum að sem mest- um notum. Sósíalistaflokkurinn telur enn- fremur að þessar framkvæmdir leggi efnahagslegan grundvöll að því að unnt sé að vinna að ýms- um þeim verkefnum í menning- arlegum efnum, sem nú eru orðin knýjandi, svo sem byggður verði nýr barnaskóli, vinnuskólinn verði efldur og aukinn, stutt verði að því að elliheimili verði komið hér upp, að bærinn verði prýdd- ur, vegakerfið bætt og hlynnt að íþróttalífi æskufólksins með því að fullgera íþróttasvæðið og sundhöllina. Að þessum verkefn- um verður ekki unnið ef undir- staðan, sem allt hvílir á, atvinnu- lífið, er í rústum og þeirri öfug- þróun haldið í horfi, sem núver- andi bæjarstjómarmeirihluti hef- ur dyggilega stutt að, að verka- fólki bæjarins sé gert hér ólíft og það verði unnvörpum að flýja bæinn í lífsbjargarleit til fjar- lægra byggðarlaga. Sósíalistaflokkurinn getur vel unað við þær undirtektir, sem stefnuskrá hans hefur hlotið með- al bæjarbúa. Alþýðuflokkurinn hefur tekið það ráð að birta út- drátt úr henni sem sína stefnu og lýsir það meiri hyggindum en venjulegt er um þann flokk. En ekki sízt er það ánægjulegt hve stefnuskráin hefur komið við hin- ar yfirspenntu taugaríhaldsins,er gleggst má sjá í blaði þess 6. þ. m., þar sem því er slegið föstu að stefnuskráin sé yfirboð eitt til at- kvæðaveiða og farið er hinum háðulegustu orðum um slíkar framkvæmdir sem hraðfx*ystihús, fiskþurrkunarstöð og dráttar- braut. Kannske hefur Jakob ver- ið lítið eitt hreinskilnari en hús- bændur hans ætlast til, en svo af- dráttarlaust ofstæki gegn helztu framfaramálum bæjarins á þó vissulega skilið að verða munað, enda í fullu samræmi við íhaldið, bæði í fortíð og nútíð. Engum, hvorki andstæðingum né samherjum, getur blandast hugur um, að Sósialistaflokkur- inn stendur málefnalega í traust- ustu vígi í komandi bæjarstjóm- arkosningum. Það er kosið um at- vinnumálin, framkvæmdir og at- viimu eða kyrrstöðu og atvinnu- leysi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað framfarastefnuna á raun- hæfan hátt. Hann á að baki langa sögu í bæjarmálunum, mai'kaða ótrauðri og þrautseigri forustu og brautryðjendastarfi um þær at- vinnuframkvæmdir, sem bæjar- búar byggja nú á, fremur en nokkru sinni áður, vonir sínar um lífvænlega framtíð. Hann átti frumkvæðið að því að togaraút- gerð var komið hér á fót og hann hefur frá upphafi staðið fremstur í baráttunni fyrir frystihúsmál- inu, fyrir fullum rekstri tunnu- verksmiðjunnar og öðrum mál- um sem sérstaklega varða afkomu alþýðustéttanna. Til þess að vinna að þessum málefnum verkalýðsins og stefnu skrá hans teflir Sósíalistaflokk- urinn fram til fulltrúakjörsins mönnum og konum úr röðum verkalýðsstéttarinnar, fólki sem um fjölda ára hafa gegnt hinum vandasömustu trúnaðarstörfum í verkalýðshreyfingunni og njóta trausts hennar. Kosningabarátt- an snýzt fyrst og fremst um það, hvort alþýðustétt bæjarins skilur að um hagsmuni hennar er að tefla og að fulltrúakjör hennar til bæjarstjómar er sama eðlis og kosningar til trúnaðarstarfa í verkalýðssamtökunum. Engum hugsandi verkamanni, sjómanni, verkakonu eða iðn- verkamanni mundi koma til hug- ar að kjósa stéttarandstæðinga, stóratvinnurekendur, embættis- menn, forstjóra eða kaupmenn til forustu í samtökum sínum. Til þess treystia þeir engum nema reyndum stéttarbræðrum sínum. En það er engu nær lagi að fela slíkum mönnum forsjá sína í bæjarmálunum. Það hefur reynzl an sannað og sýnt. Þess vegna mun alþýða Akureyrar sameinast um sína eigin fulltrúa, um al- þýðulistann, um C-istann, við kosningamar 31. janúar, hvort sem afturhaldinu líkar betur eða verr, og hversu mörgum örvum rógburðar og illmælgi verður beint að fulltrúum hans og stefnu úr vígjum og launsátrum aftur- haldsins. — b. Takið eftir því, sem gamla fólkið segir! Fyrir nokkru hitti mig að máli einn af eldri borgurum þessa bæjar, hann sagði við mig eitt- hvað á þessa leið: „Hvernig lízt þér á þessa menn, sem borgaraflokkamir bjóða okkur upp á að kjósa um í bæjarstjómina?" „Ójá,“ sagði hann, „því er verr, þetta er allt orðið vitlaust." Hann sagðist bara geta sagt mér það að ef verka- fólki á Akureyri hefði verið boð- ið upp á þessa menn fyrir 25—30 árum síðan hefði enginn alþýðu- maður eða alþýðukona kosið þá, ekki einn þeirra einu sinni, en nú — það er merkilegt hvað hægt er að villa um fyrir og blekkja verkafólkið, áður fyrr stóð verka- fólkið saman, þegar kosið var til bæjarstjómar, og kom leikandi að 4 fulltníum og munaði minnstu að sá 5. færi inn, en nú höfum við aðeins 2 sem hægt er að telja fulltrúa verkafólksins, hvenær opnast augun á fólkinu? Er það ekki biiið að fá nógu sára og bitra reynslu atvinnuleysis og skattpíningar?" Með það var gamli maðurinn farinn sína leið. Borgari. LAUSSTAÐA Stúlka getur fengið atvinnu á skrifstofum bæjar- ins. — Aðalstarf: Vélritun. Umsækjendur sendi umsóknir á skrifstofu mína fyrir 25. janúar næstkomandi. Þær, sern sækja um stöðuna, geta búizt við að þurfa að þreyta sérstakt próf í vélritun og réttritun. Akureyri, 7. janúar 1954. Bæjarstjórinn. ■»#############################################################. Drekkið meiri mjólk Vaxandi neyzla mjólkur og mjólkurafurða er tal- andi vottur þess, að skilningur almennings er vak- inn á gildi þeirrar fæðu, er reyndist bezta björgin, er harðast kreppti að þjóðinni. Neytið meiri osts Þó að vaxandi skilningur sé á gildi mjólkurafurða í þjóðarfæðinu, skortir enn á að neyzla mjólkur- afurða sé nóg. Borðið meira smjör Víða um heim er hafin sókn til að útrýma fæðu- skortinum. Alls staðar er ráðið hið sama: aukin neyzla landbúnaðarvara, einkum mjólkurvara. íslendingar! Eflið eigin framleiðslu! Neytið meiri mjólkur! Neyzla mjólkurvara í mjög ríkum mæli er grund- völlur næringarríks fæðis. Þar eð nokkuð stór hópur manna hafa ekki athugað þetta, er þeim brýn nauðsyn að auka neyzlu mjólkur og mjólkur- vara. Hraust æska neytir meiri mjólkur Það er kappsmál allra þjóðhollra manna að þjóðin búi við hollasta fæðuval, sem kostur er á. Hér á landi eru öll skilyrði til að framleiða gnógt þeirrar fæðu, sem þýðingarmest er í þjóðarfæðinu. Meiri mjólk, smjör og osta. ■########^ |#^^^#############################################^J Ufankjörstaðaratkvæðagreiðsla vegna bæjarstjórnarkosninganna er hafin í skrifstofu minni, Hafnarstræti 102. Skrifstofan verður opin fyrir utankjörstaðaratkvæðagreiðslu, auk venjulegs skrifstofu- tima, a kvöldin kl. 8—9 á mánudögum—föstudaga og kl. 4—5 e. h. á laugardögum og sunnudögum. Skrifstofu Eyjafjs. og Akureyrarkaupstaðar, 11. jan. 1954. / tm /7>J >##################################################^########i###< i UTANKJÖRSTAÐARKOSNING ER HAFIN! Stuðningsmenn C-listans eru áminntir um að kjósa sem fyrst, verði þeir utan bæjar á kjördegi. Skrifstofa Sósíalistafl. veitir upplýsingar og aðstoð. - Sími skrifstofunnar er 1516.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.