Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.01.1954, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 15.01.1954, Blaðsíða 6
f) VERKAMAÐURINN Föstudaginn 15. janúar 1954 Er fullur sigur í hraðfrystihúsmálinu á næsta leiti Bæjarstjórnarfundur s.l. þriðjudag samþykkti að hefja viðræður við stjórn Útgerðarfélagsins og heita því og öðrum þeim, sem vildu eiga hlut að stofnun og starfrækslu frystihúss stuðningi sínum Á bæjarstiómarfundi sl. þriðju- dag urðu allmiklar umræður um frystihúsmálið og hinar nýju áætlanir, sem gerðar hafa verið að tilhlutun frystihússnefndar. í umræðunum kom greinilega í Ijós að meirihluti bæjarstjómar, sem allt til þessa hefur streytzt gegn frystihússbyggingunni, er nú kominn í alger þrot með ,,rök- semdir“ sínar og getur nú í hvor- ugan fótinn stigið af hræðslu við kosningarnar, sem framundan eru. Fyrir fundinum lá tillaga bæj- arráðs um það, að stjóm Útgerð- arfélagsins tæki málið til athug- unar og ræddi um það við bæjar- ráð að athugun sinni lokinni. Móðgaður. Guðmundur Jörundsson kvað það stórmóðgandi fyrir sig sem togaraeiganda að bæjarráð (sem hann á sæti í) skyldi ekki bjóða sér að vera meðeiganda að frysti- húsinu. Mun víst fáum hafa dott- ið í hug að Guðmundur hefði hug á slíku, eftir að hann hefir í tvö ár flaggað með þekkingu sína á útgerðarmálum fyrir fylkingu andófsmannanna. En sem sagt, nú var ekki annað að heyra en að Guðmundur vildi fyrir hvern mun fá að vera með! Virtust bæjarfulltrúar sammála um að sjálfsagt væri að Guðmundi yrði gefinn kostur á hlutdeild í frysti- húsinu, ef hugur fylgdi máli, þótt margir gætu ekki að sér gert að brosa að hinum óvæntu sinna- skiptum mannsins og ákafa. Jakob I klípu. Jakob Frímannsson undi þó sýnilega verst sínu hlutskipti og reyndi sér helzt til bjargar hár- toganir á ræðum sósíalista og Al- þýðuflokksmanna og framíköll. Var þó að lokum svo af honum dregið, að hann flutti tillögu þá, sem að lokum var samþykkt með 9 atkv. gegn 2 og var efnislega á þá leið að bæjarstjóm héti Ú. A. og öðrum útgerðaraðilum í bæn- um aðstoð, ef þeir vildu ráðast í frystihússbyggingu. ,,Var þetta ekki gott hjá mér?“ Bæjarfulltrúum og 4 áheyrend- um gafst kostur á því að sjá nýja hlið á Helga Pálssyni á þessum fundi. Réðst hann með fáheyrðum fúkyrðaaustri á sósíalista og kvað þá hafa gert frystihússmálinu „stórkostlega bölvun“ og fleira sagði hann álíka spaklegt. Var maðurinn sýnilega að æfa sig í listum orðsins, því að lokinni ræðunni sneri hann sér að flokks- bræðrum sínum og spurði: „Var þetta ekki gott hj ámér?“ Kvað Sólnes já við því. Mun Helgi vaxa af þessu í augum Valgarðs heild- sala, Jóns E. og annarra slíkra flokksbræðra, sem til þessa hafa haft hann í heldur litlum metum. Eftir að fulltrúar sósíalista höfðu veitt Helga verðuga hirt- ingu komst hann þó að mestu í samt lag aftur og kvaðst ekki hafa meint neitt ljótt um Tryggva Helgason, hann hefði bara átt við flokkinn en ekki meðlimi hans! Svo kannske strika þeir Helga samt út þrátt fyrir tilraun hans til að vinna sig í áliti hjá svartasta afturhaldsliðinu. Eiga þeir nokkra undankomuleið? Nú eftir þennan bæjarstjórnar- fundi velta menn að vonum fyrir - Breytingartillögur (Framhald af 1. síðu). að segja að komizt væri hjá sum- um þeirra lækknunartillaga, sem bæjarfulltrúar Sósíalistaflokksins bera fram, en það er skoðun þeirra að meta verði nauðsynina meira en óarðbær eyðsluútgjöld og að greiðsluþol almennings sé nú þegar spennt svo til hins ýtr- asta, að gæta verði fyllstu hóf- semdar um öll útgjöld bæjar- félagsins. Við það eru tillögur þeirra miðaðar. KVENFÉLAG SÓSÍALISTA heldur SKEMMTIKVÖLD í Ásgarði laugardaginn 16. þessa mánaðar, kl. 9 e. h. Til skemmtunar: FÉLAGSVIST, BÖGGLAUPBOÐ, DANS. Kaffi og aðrar veitingar á staðnum. — Allir velkomnir. Inngangur 10 krónur. ST J ÓRN I N. sér því, hvort andófsmenn eigi sér lengur nokkra undankomu- leið, svo mjög sem að þeim er nú þrengt. Ekki verður því fullsvar- að að sinni, en fullvíst má telja að meirihluti htjórnar Ú. A. sé málinu fylgjandi og því ólíklegt að þar verði fyrirstaða í málinu. Hins vegar mun Ú. A. þarfnast aðstoðai- bæjarfélagsins á marg- víslegan hátt til þess að því sé unnt að ráðast í framkvæmdir og enn hefur bæjarstjórn aðeins lát- ið líklega, en eftir er sá hlutur hennar að sýna verkin. Fyrsta raunhæfa aðstoð bæjar- ins verður að vera sú að sam- þykkja tillögu bæjarfulltrúa Sósíalistaflokksins um 500 þús. kr. stofnframlag til frystihússins. Hvemig þeirri tillögu reiðir af verður skorið úr á bæjarstjóm- arfundi næsta þriðjðudag. Þetta er að kunna vel til vígs! Þjóðvarnarmerm haía nú all- víða boðið fram til bæjarstjárna kosnin&a o& verður vart armað séð en að til&an&urinn sé sá að veikja og kljúfa andstöðuna gegn íhaldsötlunum. Mjög eru þeir þó uggandi um sinn hag í kosningunum og haía a. m. k. hér í bæ beitt áróðursaðferð- um, sem fólki firuist að vonum nýstárlegar, að ekki sé meira sagt. Þegar komið er að máli við menn, sem ætla má að hafi að- hyllst Sósíalistaflokkinn, er ræðan á þessa feið: „Okkar framboð er tU þess ætlað að sundra Framsókn og íhaldinu, því er síður en svo beitt gegn sósíalistum, við þá og Alþýðuflokkinn viljum við hafa samvinnu að kosningum loknum, en okkur vantar bara örlítið af atkvæðum frá þeim svo að allt komi að gagni og við getum fengið aðstöðu til að skapa vinstri meirihluta í bæjarstjóm. Og — Marteinn, sá hefur nú heldur breytzt frá því hann var bæjarfulltrúi fyrir Framsókn. Hann er nú orðinn svo róttækur, að það er líkast hreinasta kraftaverki.“ Sömu menn koma að máli við Framsóknar- eða íhaldsmenn og ræðan er á takteinum: „Blessaðir verið þið ekki vondir við okkur. Okkar hlut- verk er það að steindrepa helv. kommúnistana. Það mun okk- ur takast betur en ykkur, því að við höfum vit á að taka upp eftir þeim öll vinsælustu mál, sem þeir hafa flutt, en auðvit- að mun Marteinn leita halds og skjóls hjá fyrri samherjum ef hann nær kjöri. Þið þurfið áreiðanlega ekki að halda að hann sé orðinn neinn komm- únisti. Þetta verður svona álíka og þegar Framsókn plat- aði iðnaðarmennina um árið með Jóhanni Frímann og náði þannig einum aukafulltrúa." 1 • **************************»**!) Almennur kvennafundur C-listans á þriðjudaginn Kvenfélag sósíalista efnir til al- menns kvennafundar í Ásgarði á þriðjudaginn kemur kl. 8.30 e. h. Á fundinum flytja þær Guðrún Guðvarðardóttir og Elísabet Ei- ríksdóttir ræður, form. kvenfél. sósíalista, Ingibjörg Eiríksdóttir flytur ávarp og Elísabet Geir- mundsdóttir les upp, í fundarlok verður svo sýnd kvikmynd. Það þarf vart að minna allar stuðningskonur C-listans á að sækja þennan fund. Sósíalista- flokkurinn hefur nú eins og áður einn flokka í bænum sett konu í það sæti á framboðslista sínum sem líkur eru fyrir að nái kjöri og það ætti að vera metnaðarmál allra kvenna að eignast jafn glæsilegan fulltrúa í bæjarstjórn og Guðrúnu Guðvarðardóttur. Konur! Hefjið öfluga baráttu fyrir sigri C-listans. Kjörorð ykk- ar er: GUÐRÚN 1 BÆJAR- STJÓRN. Víða um land er samstarf með sósíalistum og alþýðuflokksmönn- t um um bæjarstjórnakosningarnar Á s.l. hausti höfnuðu foringjar Alþýðuflokksins með öllu ítrek- uðum samstarfstilboðum Sósía- listaflokksins um hagsmunamál alþýðunnar. Kváðust þeir gera þetta að vel athuguðu máli, sem leitt hefði í ljós ,,að bókstaflega enginn hljómgrunnur væri fyrir slíku samstarfi" enda þótt ekki væri vitað að einu einasta félagi Alþýðuflokksins hefði verið gef- inn kostur á að ræða tilboð Sósíalista og gera um það álykt- anir. Nú við undirbúning bæjar- stjórnakosninganna hefir það komið í Ijós, sem raunar var vitað áður, að þessar fullyrðingar voru blekkingar einar, bornar fram í þeim tilgangi að hindra árangurs- ríka sókn gegn afturhaldinu. í fjölmörgum kaupstöðum og kauptúnum, þar sem broddarnir hafa ekki aðstöðu til að halda öll- um þráðum í klóm sínum, hefir alþýðan sjálf tekið til sinna ráða og haft forsjá sundrungaraflanna að engu. Á Akranesi, Borgamesi, Skagaströnd, Dalvík, Stokkseyri, Hellissandi, Selfossi, Bíldudal og víðar gengur alþýðan sameinuð til kosninganna staðráðin í því að skapa samhentan, frjálslyndan meirihluta í sveitarstjórnum rín- um. Hér á Akureyri, lagði Sósíal- flokkurinn samstarfstilboð fyrir Alþýðuflokkinn og Þjóðvamar- flokkinn. Afturhaldssömustu for- ingjar Alþýðuflokksins,með Stein dór Steindórsson í broddi fylk- ingar komu í veg fyrir að liðs- menn flokksins fengju nokkuð um tilboðið að segja og svöruðu því að vild sinni einni. Þjóðvamarflokkurinn kom nafni á afgreiðslu tilboðsins, en formaður hans og varaformaður beittu félaga sína hótunum um klofningu og neyddu þá þannig til að hafna boðinu. Slíkum mönnum þarf að veita verðuga ráðningu í komahdi kosningum með því að gera sigur C-listans sem glæsilegastan. Verði þrír menn kjömir af lista þess flokks, sem hefir í orði og verki sýnt vilja sinn til samstarfs alþýðustéttanna, munu þeir menn sem um sinn hafa komið í veg fyrir slíkt samstarf, sem nú er lífsnauðsyn íslenzkri alþýðu, ann- að tveggja hverfa af sjónarsviði stjórnmálanna eða draga rétta lærdóma af reynzlunni. Hvort heldur sem yrði mundu nýjar leið ir opnast til aukins skilnings og samstarfs með vinnandi fólki til ómetanlegs hags fyrir alþýðuna. --------------------------------------------^ AUGLÝSING Fyrst um sinn verður skrifstofum bæjarins i; lokað kl. 4 e. h. þá þriðjudaga, sem bæjar- j> stjómarfundir verða haldnir. Akureyri, 14. janúar 1954. Bæjarstjórinn. •#######################f######################################,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.