Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.03.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 05.03.1954, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 5. marz 1954 Stjórn Einingar endurkjörin einróma Frá aðalfundi félagsins s.l. sunnudag Þorsteinn Þorsteinsson Aðalfundur Verkakvennafél. Einingar var haldinn sl. sunnu- dag í Verkalýðshúsinu. Formað- ur félagsins, Elísabet Eiríksdótt- ir, flutti skýrslu um starfsemi félagsins og gjaldkerinn, Vilborg Guðjónsdóttir, las upp reikninga þess. ELÍSABET EIRIKSDÓTTIR, formaður í 27 ár. Stjóm félagsins var einróma endurkjörin og er hún þannig skipuð: Elísabet Eiríksdóttir, formaður. Margrét Magnúsdóttir, varfor- maður. Guðrún Guðvaröardóttir, ritari. Vilborg Guðjónsdóttir, gjaldkeri. Lísbet Tryggvadóttir, meðstjórn. í varastjórn voru kjömar: Elín Aðalmimdardóttir, gjaldk. Gíslína Óskarsdóttir, ritari. Elín Hannesdóttir, meðstjóm. Trúnaðarmannaráð skipa þess- ar félagskonur: Kristín Jóhannesdóttir, Ósk Jóhannesdóttir, Svanborg Jónasdótitr, Rósa Jóhannsdóttir, Ólöf Albertsdóttir, Jónína Jónsdóttir. Félagið telur nú 275 meðlimi og hefur aldrei verið svo fjölmennt. Eignir félagsins eru nú um kr. 80 þús. og höfðu aukizt um rúmlega 4 þús. kr. á árinu. - • Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru rædd ýmis félagsmál. M. a. var rætt um á hvem hátt minnast skyldi 40 ára afmælis félagsins á næsta ári, en það er stofnað 1915. Af 39 ára æfi félagsins hefur Elísabet Eirfks- dóttir gegnt þar formannsstörfum í 27 ár, eða frá 1926 samfellt, að einu ári undanskyldu, en þá dvaldi hún erlendis. Hinar heimskunnu söngkonur „Tanner-systur" eru væntanlegar hingað eftir nokkra daga og munu þær koma iram á hljóm- leikum, er haldnir verða á veg- um íþróttafél. Þórs „Tanner-systurnai “ erú raun- .verulega systur og hafa þær hlot- ið mikla frægð í Englandi, en þær eru enskar. Hafa þæi komið fram á hljómleikum, kabarettum, variety-skemmtum.m, nætur- klúbbum og einnig mjög oft í út- varpi og sjónvarpi. M. a. hafa þær ennfremur komið íram í útvarpi Iðjuklúbburinn verður í kvöld, föstudaginn 5. marz kl. 8,30 e. h. Spiluð verður félagsvist Þorleifur Þorleifsson stjórnar Mjög vönduð verðlaun Veitt verða sérstök verðlaun fyrir samanlagðan hæstan slaga fjölda á þrem spilakvöldum og verður það Ritsafn Jóns Trausta 1 söngvarar syngja með hljóm- sveitinni Það sem óselt verður af að- gangskortum verður selt við innganginn. — Iðjufélagar og aðrir komið og skemmtið ykkur — hvergi meira fjör. STJÓRNIN. Aðalfundur Sósíalista- félagsins á þriðjud. Aðalfundur Sósíalistafélags Ak- ureyrar verður haldinn næstk. þriðjudag, í Ásgarði. Fara þar fram venjuleg aðalfundarstörf, svo sem að flutt verður skýrsla irm starfsemi félagsins á sl. ári, lagðir fram reikningar félagsins, kosið í stjórn og fastar nefndir og rætt um framtíðarstörf félags- ins. Enginn félagsmaður ætti að vanrækja að sækja félagsfundinn. Tekið verður við nýjum félög- um á fundinu mog liggja þegar nokkrar inntökubeiðnir fyrir. frá Hollandi og.París. Þær voru fengnar til aö koma fram á skemmtunum, sem Danny Kay hélt í Englandi síðastliðið sumar og sögðu þá sum blöðin að önnur þeirra, Stella, væri mesta gaman- söngkona Engiands, hefði hún lít- ið gefið sjálfum Danny Kay eftir. „Tanner-systur" eru sennilega allra eftirsóttustu skemmtikraft- ar, sem hingað hafa komið í lang- an tíma. Hijómplötur þeirra hafa selzt í hundruðum þúsunda ein- taka og er platan þeirra „The Creep“, sem leikin var í óskalaga þætti sjúklinga fyrir stuttu, met- söluplata í Englandi um þessar mundir. Olli því einstök tilviljvm, að þær gátu tekið sér ferð á hendur hingað, það féll niður nokkurra daga ráðmng og ákváðu þær þá að skreppa til íslands, en Ráðningarskrifstofa Skemmti- krafta hefur milligcngu um hing- aðkomu þeirra. Hljómleikar þeirra hér verða hinir vönduðustu. Hljómsveit Kr. Kristjánssonar annast undirleik hjá „Tanner-systrum“. Sendu þær allar nótur á imdan sér og hefur hljómsveitin æft af kappi. M. a. munu systurnar syngja eitt íslenzkt lag á hljómleikunum. Mim fólki ráðlagt að tryggja sér aðgöngumiða að hljómleikun- um í tíma. Sjá nánar í auglýsingu hér í blaðinu í dag. Munið spilakvöldið í Ásgarði í kvöld Sósíalistafélagið iHiiiiitimiiiiiMiiiHiiiiiMiiHiiHiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimi Skjaldborgarbíó / kvöld kl. 9. | Siglingin mikla ! Mjög spennandi mynd í eðlilegum litum. i Bönnuð innan 12 ára. íifiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiHiiiimiiHiHiii «iHiiimmimmmmmmmimminr#»-in»mm,H,>«,i =’ NÝJA-BÍÓ / kvöld kl. 9: | STÚLKA ÁRSINS | i Amerísk dans- og söngva- [ i mynd í eðlilegum litum. i Aðalhlutverk: \ ROBERT CUMMINGS | °g | JOAN CAULFIELD { ‘"iimmmmmiimimmiiiimmmmiiitiiimiiimiiiiii (Framhald af 1. síðu). um, Verkamarmatélaginu og fleiri' félögum. Ég hlaut því að hafa góða aðstöðu til að mynda mér skoðun á honum, eðli hans og mannkostum. Þorsteinn sál. var gæddur miklum hæfileikum. Hann var umfram allt félagsvera, sem leit á heill og viðgang alþýðunnar sem hið æðsta takmark og hikaði ekki við að leggja í sölurnar eigin hagsmuni, þegar því var að skipta. Minnisstætt er það efa- laust öllum eldri verkamönnum á Akureyri, er þröngsýnir forustu- menn K.E.A. viku honum frá af- greiðslumannsstarfi vegna þátt- töku í verkalýðshreyfingunni, án þess að geta bent á nokkurt dæmi þess, að hann vanrækti starfið. Hann mun einmitt hafa sýnt í því þá sömu trúmennsku, sem hann sýndi í hverju því starfi, er hann hafði á hendi. Það gat auðvitað eigi hjá því farið, að mörg ágreiningsmál yrðu á dagskrá innan verkalýðs- hreyfingarinnar á svo mörgum árum, sem Þorsteinn sál. starfaði þar, mál, sem hann tók þátt í af lífi og sál. Hann hélt þá jafnan sinni skoðun fram af drengskap og festu, prúðmennsku og fyllstu virðingu fyrir skoðunum annara og var jafnan reiðubúinn að hafa það, er sannara reyndist Ég hygg, að fáir hafi unnað ættjörðu sinni og þjóð meir en hann, þótt hann fjölyrti eigi um það né hefði um það nein skrúð- mæli. En hann sýndi það með öllu lífi sínu og breytni. Starf hans allt í þágu íslenzkrar alþýðu var af þeim rótum runnið. Áhugi hans og hlífðarlaust starf við að opna augu alþýðufólksins fyrir dásemdum íslenzku náttúrunnar, fjalla, jökla, fossa og heiða og öll- um töfrum ö,ræfanna, voru sprottin af hinni heitu og lifandi ættjarðarást hans, ást á landinu sjálfu, ást á fólkinu, sem byggir landið, og óbilandi trú á hæfileik- um þess og þroskamöguleikum. Þorsteinn sál. var fæddur og upp alinrx í einni af svipmestu og fegurstu sveitum Islands: „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla, þar sem hamra-hilla hlær við skmi sólar árla, fyrir óttu, enn á meðan nóttu grundin góða ber, græn, í faðmi sér,“ eins og hstaskáldið góða komst að orði. Líklegt er, að áhrif þeirr- ar náttúrufegurðar er hann varð fyrir í bernsku og æsku, hafi orð- ið honum drjúgt veganesti í líf- inu, engu síður en Jóansi Hall- grímssyni. Og það er trú mín, að þeirra áhrifa mtmi gæta lengi meðal alþýðufólks á Akureyri og víðar, því að áhrif Þorsteins eru orðin mjög mikil. Félagar hans og samstarfs- menn og allt alþýðufólk á honum margt og mikið að þakka, og hans er og verður minnzt með virð- ingu, þakklæti og söknuði af öll- um, sem höfðu kynni af mann- kostum hans, fómfýsi, prúð- mennsku og tryggð við hugsjónir og málstað íslenzkrar alþýðu. A.S. Jónas Thordarson ráð- inn sjúkrasamlags- gjaldkeri Meirihluti stjórnar Sjúkrasam- lags Akureyrar samþykkti, á fundi sínum í fyrradag, að ráða Jónas Thordarse.i skrifstofu- mann hjá KEA, sem gjaldkera sjúkrasamlagsins. — Tekur hann við því starfi um næstu mánaða- mót. Starfið hafði ekki verið auglýst laust til umsóknar. Ríkisstjórnin rýfur desember- samningana við verkalýðinn Kaffi hækkar um kr. 3,40 kilóið Eins og kunnugt er lækkaði ríkisstjórnin verð á kaffi eftir desem- berverkföllin miklu 1952 og hét því að það verð skyldi ekki hækka. Nú mun verðið engu að síður verða hækkað talsvert, 85 aura pakk- inn, eða kr. 3,40 kílóið. Með þessu hefur ríkisstjómin rofið sam- komulagið við verkalýðsfélögin. Fulltrúar Dagsbrúnar og Iðju hafa þegar óskað eftir að samninga- ncfnd verkalýðsfélaganna verði kölluð saman til fundar um samn- ingsrof þetta. — Verðlækkanir þær, sem ríkisstjómin hét að fram- kvæma í desember 1952 voru forsenda samninganna sem verkalýðs- félögin gerðu við atvinnurekendur, og er það sérstaklega tekið fram í samningunum sjálfum. Verðlækkunin nam kr. 4,40 á kílóið, eða kr. 1,10 á pakka, þannig að verðhækkun sú, sem kom til framkvæmda í gær fer langt í að éta þá lækkun upp. AÐALFUNDUR Sósíalistafélags Akureyrar verður haldinn í Ásgarði, þriðjudaginn 9. marz n. k. kl. 8.30 síðdegis. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennið stundvíslega. Stjómin. ^-7.T7"r-T7-—. ~-----... .................==S r, ■' ----------.......... ■ ■ % HLJÓMLEIKAR „T anner-systra“ \ íþróttafélagið Þór efnir til hljómleika í Nýja-Bíó n. k. þriðjudagskvöld kl. 7 og kl. 9, og á miðvikudag kl. 7 s. d. Hinar heimskunnu söngkonur „Tanner-systur,u ásamt hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar, skemmta Aðgöngumiðar verðar seldir í Sportvöru- og hljóðfæra- verzlun Akureyrar n. k. mánudag og þriðjudag. íþróttafélagið Þór 11 1 - ■ ------------------- — Vinsælar dægurlagasöngkonur koma hingað í næstu viku

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.