Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.03.1954, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 19.03.1954, Blaðsíða 1
vERKflmnÐURinn XXXVII. árg. _____________ Áburðarverksmiðjan tekin til starfa Þann 7. þ. m. tók áburðarverk- smiðjan í Gufunesi til starfa. Er gert ráð fyrir að verksmiðjan framleiði 4—5 þús. tonn af áburði til notkunar í vor, en árs- framleiðslan mun verða 18 þús. tonn af köfnunarefnisáburði, en það er 7 þús. og 500 tonnum meira en ársnotkunin hefur ver- ið til þessa. Efnið, sem áburðurinn er framleiddur úr er vatn og loft og leir til að verja áburðinn áhrif- um frá loftraka. Leirinn er 3— 4% af hráefninu og er hann fenginn erlendis frá, enn sem komið er, en til er hann hérlend- is og fara nú fram rannsóknir á vinnslu hans hér. Starfslið verksmiðjunnar er um 100 manns, en framkvæmdastjóri er Hjálmar Finnsson. * HEILBRIGDISNEFND hefur fjallað um vatnsskort býlanna hér í bæjarlandinu og telur knýjandi nauðsyn á að vatns- veita verði lögð að býlunum „enda getur óhreint og ónógt vatn valdið ófyrirsjáanlegu tjóni fólks þess, er býli þessi byggja," segir í áliti nefndar- innar. Akureyri, föstudaginn 19. marz 1954 10. tbl. Togaraflotimi að stöðvast vegna nianneklu Einn bæjartogara Reykjavíkur þegar bundinn í höfn og útlit fyrir að fleiri komi á eftir Utgerðarfélag Akureyringa biðst leyfis til inn- flutnings færeyskra sjómanna. - Vafasamt að Jörundur komist á saltfiskveiðar vegna mannfæðar Meðan þessu fer fram heldur ríkisstjórn og Alþingi að sér höndum og gerir ekkert til þess að leysa vandann með þeim einu úrræðum, sem duga: að bæta kjör sjómannastéttarinnar Sjómennirnir ganga í land. Unfanfarna mánuði hefur f jöldi togarasjómanna yfirge;fið skip sín og neitað að sætta si$ lengur við þau hraklegu kjör, sem þeir eiga við að búa, og furðar það engan, sem veit að fyrir strit sitt, vosbúð og fjarvistir frá heimilum sínum Verkalýðsflokkarnir í Húsavík hafa gert með sér málefnasamning um aukna atvinnu og menningarmál Blaðið hefur átt tal við Arnór Kristjánsson, varaform. Verka- mannafélags Húsavfkur, er hann var staddur hér í bænum á dög- unum og spurt hann tíðinda úr byggðarlagi sínu. Sagðist honum frá á þessa leið: Málefnasamningur verkalýðsflokkanna. Að afstöðnum bæjarstjórnar- kosningunum hófu verkalýðs- flokkarnir samstarf í bæjar- stjórninni, en þeir eiga þar 4 full- trúa af 7, og hafa þeir gert með sér málefnasamning um stjórn kaupstaðarins. Veigamestu atriði samningsins fjalla um atvinnu- málin og er áherzla lögð á leng- ingu hafnargarðsins, til aukinna athafnamöguleika við höfnina og bættra hafnarskilyrða, að hafin verði togaraútgerð, aukning á vélakosti frystihússins verði framkvæmd og síðast en ekki sízt að lokið verði rannsóknum og framkvæmdir hafnar við hita- veitu til bæjarins úr Reykja- hverfi. Er það mikið mannvirki og er kostnaður áætlaður 14—15 milljónir. Almenn ánægja er ríkjandi i bænum yfir samstarfi verkalýðsflokkanna. Almennt atvinnuleysi. Atvinnuleysi hefur verið mikið í vetur og hafa á annað hundrað manns leitað suður á land í at- vinnu, en þeir sem heima hafa verið búið við þröngan kost. Þrír bátar frá Húsavík eru gerðir út frá verstöðvum syðra. Eru það Hagbarður, Smári og Pétur Jóns- son. AflabrÖgð. Tveir bátar hafa róið lengst af vetrinum, en fleiri hafa nú bætzt í hópinn, auk tuga trillubáta. Reytingsafli hefur verið, er á sjó hefur gefið og að 'undanförnu hefur afli verið ágætur. Er vinna í frystihúsinu nú í fullum gangi og vinna þar 40—50 manns þegar fullskipað er. Afkoma frystihúss- ins er talin vera mjög góð. Loðna hefur veiðzt í landnæt- ur nú að undanförnu og kaupir frystihúsið þá veiði,, sem ekki fer jafnharðan í beitu. Gefur það 150 kr. fyrir strokkinn. Rauð- magaveiði hefur og verið góð að undanförnu. Sjómannaféiagið hcfur hafnað beiðni Ú. A. fá þeir aðeins hálft kaup eða tæplega það á við lægst launuðu landverkamenn, sé miðað við vinnustundafjölda þann er þeir leggja af mörkum. Reynt hefur verið eftir föngum að fá nýja menn á skipin, en ekki hefur það tekizt betur en svo, að útlit er nú fyrir að margir togaranna stöðv- ist og hefur a. m. k. einn, Pétur Halldórsson, þegar verið bundinn við bryggju, en aðrir halda áfram veiðum að verulegu leyti með óvönum mannskap og þar af leið- andi minnkandi afköstum, að því er útgerðarmenn telja. Akureyringar sækja togara- störfin i'astar en aðrir. Hér á Akureyri hefur til þessa ekki horft til stórvandræða, enda þótt margir hinna vanari sjó- manna hafi sagt upp og horfið til annarra starfa, einkum á báta- flotanum Hafa yngri verkamenn bæjarins, sem flestir hafa stopula atvinnu, verið mjög áhugasamir um að komast á togarana og hafa óspart notað tækifærið til þess, sem þeim hefur nú mörgum boð- izt í fyrsta skipti. Enda þótt þess- ir ungu menn hafi ekki allir ílengst á togurunum, er sá hópur nú orðinn stór sem vanizt hefur þessum verkum nú fyrst og reynzt fullgildir til flestra starfa á skipunum. Þó er nú svo komið, að Útgerð- arfélagið hefur sótt um innflutn- ing á a. m. k. 10 færeyingum, enda þótt skip þess hafi nú fullar áhafnir. Þá telur Guðmundur Jörunds- son óvíst að hann komi skipi sínu, „Jörundi", á saltfiskveiðar eins og hann hafði fyrirhugað, vegna mannfæðar. Stjórn Sjómannafélagsins hefur svarað beiðni Ú. A. um innflutn- ing Færeyinga og hafnað henni. Segir m. a. svo í svari þess: „í sambandi við þessa af- greiðslu málsins viljum vér taka fram að aðalfundur félags vors, þar sem m. a. voru mættir margir togarasjómenn, sam- þykkti eindregin mótmæli gegn innflutningi útlendinga til starfa á togurunum. Ennfremur teljum vér að mjög orki tví- mælis um þann hagnað, sem útgerð yðar gæti af því haft að ráða útelndinga meðan Akur- eyringar eru fáanlegir, þótt lít- ið vanir séu, sumir hverjir. Þá teljum vér og sterkar líkur til þess að yrði um uppsagnir að ræða á togurunum, vegna út- lendinga, mundu ýmsir sjó- mannanna koma í hóp atvinnu- lítillt eða atvinnulausra land- verkamanna og teljum vér það síður en svo æskilegt." Hvað þarf að gera? j Öllum má vera ljóst, að hér er um að ræða eitt brýnasta vanda- mál þjóðarinnar, ef svo fer sem allt útlit er nú fyrir að togaraút- gerðin, stórvirkasta framleiðslu- grein landsmanna, stöðvast eða lamast vegna lélegra kjara sjó- mannastéttarinnar ofc að hér verða að koma til aðgerðir af hálfu löggjafarvaldsins. Því að jafn augljóst er að innflutningur útlendinga er engin lausn á mál- inu nema síður sé. Eina varan- lega úrræðið hlýtur því að verða það að búa sjómannastéttinni sambærileg kjör við aðrar stéttir þjóðfélagsins og þó betri, sem svarar því hve miklu meira sú stétt leggur á borð með sér í þjóðarbúið og leggur harðar að sér en aðrar. Taprekstur útgerðarinnar. Kjarakröfum sjómannanna er svarað með því að það sé tap á útgerðinni, og hvað sumar tog- araútgerðir snertir er þetta rétt. Árið 1951 nam þetta tap að með- altali sennilega yfir 100 þús. kr. á skip að meðaltali. En á sama tíma varð hver togari að standa undir allt að 300 þús. kr. gróða olíuhringanna af hverju skipi, en olíukostnaður hvers skips nam að meðaltali rúml. 1 milljón kr. Vextir á hvern togara námu 1951 um 200 þús. kr., en Landsbankinn einn græddi það ár 30—40 millj. Eru þá ótaldir fjöldi annarra að- ila, svo sem tryggingafélógin, flutningafélög og fiskbraskar- arnir, sém velta sér í óhemjuleg- um gróða af fiskimönnunum og útgerðinni. (Framhald á 4. síðu). Akureyrarbátar búast á togveiðar Súlan hefir þegar hafið veiðar Súlan, skip Leós Sigurðssonar útgerðarm., hóf togveiðar héðan fyrir tveim vikum, en tíð hefur lengst af verið stirð og lítið aflast enn. Hafði skipið aðeins IVz tonn eftir fyrstu vikuna. Sigurður, frá Siglufirði, og Einar Þveræingui' úr Ólafsfirði, stunda einnig tog- veiðar fyrir Norðurlandi. Leggja þeir upp afla sinn í heimahöfnum, en Súlan mun leggja hér upp í herzlu og e. t. v. eitthvað í frysti- hús úti í firðinum. Ingvar Guðjónsson, Snæfell og Njörður eru nú einnig að búast á togveiðar. Mun Ingvar leggja upp í fvystihús S. R. á Siglufirði. Auður mun einnig fara á tog- veiðar, er lokið er niðurestningu nýrrar vélar í skipið. 3 Akureyrarbátar, Sæfinnur, Stjarnan og Haukur, Ólafsfirði, stunda netjaveiðar fyrir Suður- landi. Hafði Haukur 100 tpnna afla er síðast fréttist ,en Sæfinnur um 60 tonn. Loðnan komin - mánuði fyrr en í fyrra 60 tunnur hafa þegar verið frystar í fyrradag veiddi eitt af „nóta- brúkunum" hér nokkuð af loðnu, og er það óvenjulega snemmt. 1 fyrra barst Frystihúsi KEA fyrsta loðnan til frystingar 20. aprfl. Loðnan er smá og mikið af kvensfli og er það talið mun lak- ara til frystingar í beitu en ann- að sfli. Um 60 tunnur hafa þegar verið frystar hér, en markaður er enn mjög takmarkaður vegna þess að róðrar eru enn ekki hafnir af fullum krafti frá verstöðvunum við Eyjafjörð. 1286 félagar í íþrótta- félögum bæjarins Blaðinu hefur borizt ársskýrsla íþróttabandalags Akureyrar fyrir árið 1953. Er þar skýrt í höfuð- atriðum frá starfsemi bandalags- ins og íþróttafélaganna á sl. ári. A árinu fóru fram hér í bænum Skautamót íslands, Skíðamót Is- lands og meistaramót Isl. í frjáls- um íþróttum. Var frammistaða Akureyringa góð á þessum mót- um. Settu þeir t. d. 5 íslandsmet á skautamótinu og fengu fslands- meitara í nokkrum greinum á skíðamótinu og frjálsíþróttamót- inu. Allmikil kennslustarfsemi fór fram á vegum íþróttafélaganna. Um síðustu áramót voru 1286 féalgar í íþróttafélögum bæjar- ins, þar af 531 innan 16 ára ald- urs. Eignir félaganna nema nú rúml. 107 þús. kr. Stjórn ÍBA skipuðu: Ármann Dalmannsson, Jóhann Þorkels- son, Skjöldur Jónsson, Bjarni Halldórsson, Stefán Hermanns- son og Kári Sigurjónsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.