Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.03.1954, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.03.1954, Blaðsíða 4
VERXAMAÐURINN Föstudaginn 26. marz 1954 Raunsæismennirnir" hlaupa í íelur eftir skammarstrikin Svanberg Einarsson hefur beðið blaðið að birta eftirfarandi klausu, sem hann kallar yfirlýs- ingu, en réttara hefði verið að nefna sjálfslýsingu, a. m. k. að því leyti sem hún gefur grátbroslega mynd af því hvemig heiðursmað- ur þessi umgengst sannleikann. Yfirlýsing sú, sem Svanberg virðist álíta að þvoi sig hreinan af því, sem hann réttilega kallar „alvarlegar sakir", er svohljóð- andi: „YFIRLÝSING. Vegna greinar í Verkamannin- um 19. þ. m., þar sem eg er bor- inn þeim alvarlegu sökum, að hafa „ginnt óvitabörn með loforð- um um f járgreiðslur, 1—2 krón- ur á hvert nafn, sem þau safna, til þess að hlaupa með skjöl" um bœinn, lýsi eg hérmeð ritstjóra blaðsins opinberan ósannínda- mann að þeim áburði. Ennfremur að þeim ummælum, að eg sé „að- almaðurinn" i félagsskap raun- sæismanna í áfengismálum hér í bæ. Frekari svör við nefndri grein tel eg ekki ástæðu til að gefa á þessum vettvangi. Svanberg Einarsson." Til þess að auðvelda mönnum lítillega að vita hið rétta í málinu vill blaðið svo birta eftirfarandi yfirlýsingar, fengnar af handahófi af fjðlda vitnisburða, sem það hefur aðstöðu til að afla sér. En þetta ætti að nægja til þess að hver og einn geti séð hve gífur- yrði mannsins standa traustum fótum: í.i „Y F I B L Ý S I N G. Eg undirritaður votta hér með aS föstudaginn 19. marz sl. nokkru eftir hádegi kom ungur drengur inn á afgreiðsluskrifstof- ur bæjarstjórans á Akureyri með undirskriftarskjal varSandi áfeng islagafrumvarp það, sém nú ligg- ur fyrir Alþingi ASspurSur kvaSst drengur þessi sendur af Svanberg Einarssyni. Akureyri, 24. marz 1954. Björn Bjarman (sign.)." „YFIRLÝSING. ViS undirritaðir vottum hér með að á föstudagsmorguninn 19. marz kom ungur drengur inn í kaffistofu tunnuverksmiðjunnar meS undirskriftarskjal um áskor- un til Alþingis um að samþykkja áfengislagafrumvarp það sem nú liggur fyrir þinginu. KvaSst drengurinn vera sendur meS skjal þetta frá Svanberg Einarssyni og hefði hann loforð frá honum um góða borgun, 1 til 2 krónur á hverja undirskrift, eða eftir því hve hann færi víða. Kvað drengurinn alla mega skrifa undir skjal þetta sem orSnir væru 16 ára eSa eldri. Akureyri, 25. marz 1954. Lórenz Halldórsson (sign.). Jóhann Valdimarsson (sign.)" Þá hefur blaðið vissu fyrir því að skólastjóri barnaskólans hafði, áður en Verkam. kom út 19. þ. m., komizt að raun um að börn úr skólanum fengust við undir- skriftasöfnunina og sneri sér þeg- ar til Svanbergs til þess að fá hann ofan af iðju sinni og síðan til Vignis Guðmundssonar, eftir tilvísan Svanbergs, en án árang- urs. Það var ekkí fyrr en Vkm. hafði skýrt frá málinu að þeim félögum þótti hentast að leggja árar í bát — og hlaupa í felur. Hljóta fræðimanna- styrk Menntamálaráð hefur nýlega úthlutað fræðimannastyrk skv. 15. gr. fjárlaga eg er hann frá 1000 —3000 krónur. Eru tveir Akur- eyringar í þeim hópi, þeir Kon- ráð Vilhjálmsson og Ólafur Jóns- son ráðunautur. Ku Klux Kenya Fjöldamorðin í Kenya halda stöðugt áfram og íslenzka út- varpið flytur okkur daglega frétt- ir um „árangurinn": „20 voru felldir — 30 voru felldir — 100 voru felldir", en við fáum hins vegar engar fréttir af þeirri bar- áttu sem brezkir mannvinir og frjálslynd öfl heyja til þess að stöðva morðin. Blóðbaðið í Kenya er gert aS umtalsefni í ritstjóm- argrein í Reynolds News, blaði brezkra samvinnumanna nú ný- lega og m. a. komizt þar svo að orfði: „Landnemamir, sem stöðugt hafa staðið á móti öllum félags- legum ,efnahagslegum og stjóm- málalegum umbótum til handa Afríkumönnum, eru litlu betri en Ku-Klux-Klan".--------„Sjaldan hefur þjóð Bretlands verið jafn einhuga sem í gremju sinni yfir bví, sem framið er f hennar nafni í Kenya". Þá ræSir blaðið áhrifavald Mau- Mau og segir: „Hinn harði kjarni Mau-Mau er nú 4500 á svæðinu við Kenya-fjallið og 900—1000 í Abardarefjöllunum. Síðan hinir válegu atburðir hófust fyrir 17 mánuðum hafa 3536 Mau-Mau menn verið drepnir. Það gæti því virzt að um helmingur Mau-Mau hefði verið þurrkaður út-------en fjöldi liðsmanna þeirra í fjöllun- um er takmarkaður vegna mat- vælaskorts. Það eru meira en milljón Kikújúmanna í Kenya. Þrjátíu prósent þeirra styðja Mau-Mau af frjálsum vilja og 50% af ótta. Þetta þýðir 800 þús. manna varalið Mau-Mau._____ Sautján mánaða stríð hefur ekki skert áhrif Mau-Mau. Þvert á móti hafa þau aukizt og lítur út fyrir að þau breiðist til annarra kynþátta...." 1 slenzkir uppdrættir. Útgefandi Halldóra Bjarnadóttir, eru ný- komnir út. Mappan með 10 blöð- um kostar kr. 10.00. Japanir óttast að sjórinn við landið verði geislavirkur Háværar kröfur um ; að Bandaríkin hætti ! sprcngjutilraunum sínum Dr. Suzuki, fremsti kjarn- orkufræðingur Japans, hefur látið svo um mælt að vera; megi að stór hluti Kyrrahafs- ' ;; látíð svo um mælt að vera; •'• ;i ;! ins sé mengaður geislavirkum; !! efnum eftir vetnissprengju! !! Bandaríkjamanna og ómögu- ! legt sé að segja um hvert ;; hættan kann að berast Enn ;! segist dr. Suzuki óttast að !! geislavirkur sjór berizt að |! ströndum Japans, ef Banda- I ríkin haldi tilraunum sínum'•! !; áfram næstu mánuði. f Japan fer skelfing íbúanna !; og reiði í garð Bandaríkjanna !; sívaxandi vegna þessara at- ; burða og víða um heim krefj- ;ast menn þess að hinum vit- ;; firrtu tilraunum með svo geig- ;! vænleg morðtæki, að enginn ;! getur séð fyrir um afleiðing- !; arnar, verði hætt. Taka flest ; áhrif amestu blöð Bretlands '¦ j !; mjög í þonnan streng, svo sem!! ;; Manchester Guardian, News ; ;; Chronicle, Daily Herald og! ýmis fleirL ®MUW> Kirkjan. Messað verSur í Ak- ureyrarkirkju kl. 5 e. h. næstk. sunnudag. — F. J. R. Messað í skólahúsinu í Glerár- þorpi á sunnudaginn klukkan 5 e. h. — P. S. Saumanámsskeið Heimilisiðn- aðarfélags Norðurlands hefst næstk. föstudag, 26. marz. — Stjórnin. Hjónaefni. Sl. þriðjudag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Borg- hildur Einarsdóttir (Guttormssonar frá Ósi) hjúkrunarkona, og Jónas Jónsson, kennari, frá Brekknakoti. Dánardægur. Sl. þriðjudag varð Aðalsteinn J. Stefánsson, verk- stjóri, bráðkvaddur að heimili sínu, Gilsbakkaveg 1, hér í bæ. Hann var 63 ára að aldri. Kunnur borgari og vel metinn. •Illll.....rilOIIMIMI.....IIHOIItlMK.irh^JlllltlllllO^'l,, r £ NÝJA-BÍÓ Mynd vikunnar: | Sigrún á Sunnuhvoli | ! Sænsk kvikmynd gerð eftir ! I hinni frægu sögu Björn- I stjerne Björnsson. Um helgina: l i Davíð og Batseba 1 Amerísk stórmynd í eðlileg- | | um litum samkv. frásögn | [ Biblíunnar um Davíð kon- ! ung og Batsebu. Aðalhlutverk: GREGORY PECK | og SUSAN HAYWARD *".M«MMlMMMMIMMMtMlMMIHMMMlMMMIIMtMIMMIMIM» Hið nýja Shell-benzín talið taka eldri tegundum fram 1 fréttatilkynningu, sem blað- inu hefur borizt frá Shell h.f., segir m. a. svo: „Árið 1922 fannst ný aðferð til þess að auka notagildi benzíns með því að blanda í það Tetraet- hylblýi. Efni þettá eykur þjapp- þol benzínsins, en það er mjög þýðingarmikið, þegar tekið er til- lit til hinnar háu þjöppunar nú- tímahreyfla. Ný lega hafa Shell- félögin uppgötvað nýtt benzín- íblendi, er kemur til með að marka tímamót í benzín-fram- leiðslu ekki síður en uppgötvun Tetreaethylblýs. Efni þetta nafnist I. C. A. (Ignition Control Additive) og verður eingöngu notað til íblöndunar í Shell-benzín. Þróunin í benzínframleiðslu hefur, bæði fyrir og eftir síðari heimsstyrjöld, einkennzt af til- raunum í þá átt að hækka oktan- tölu þess, eftir því sem þjöppun- arhlutfall (Compression ratio) bifreiðahreyfla hefur hækkað, en það er skilyrði þess, að hægt sé að framleiða öflugri, léttari og spameytari hreyfla. Hækkun þjöppunarhlutfallsins leiddi þó af sér vandamál, er erf- itt reyndist að vinna bug á. Hinn aukni þrýstingur og hiti í bruna- holinu olli því, að kolefnisútfell- ingar settust til á skrokkveggina, bulluna og á rafkertin. Þegar útfellingar þessar hitna, kemur fram glóðarmyndun í þeim og rafmagnsleiðsluhæfni þeirra eykst Ef hreyfillinn gengur hratt, valda þessi glóðheitu úr- gangsefni svonefndri glóðar- kveikju. Hún gerir að nokkru leyti vart við sig með höggum í hreyflinum, vegna ótímabærrar íkveikju í eldsneytishleðslunni, og einnig með því, að hreyfillinn heldur áfram að ganga eftir að slökkt hefur verið á honum. Úr- gangsefni þessi geta einnig valdið skammhlaupi í kertum. Shell-benzín með I. C. A vinn- ur bug á þessum vandamálum. Hið nýja benzín-íblendi breytir efnasamsetningu úrgangsefnanna þannig, að það dregur úr leiðslu- hæfni þeirra og þau þurfa hærra hitastig til glóðarmyndunar. Ár- angurinn verður sá, að hreyfill- inn gengur mjúkt og þægilega, og bifreiðin ekur lengri vegalengd á hverjum benzinlíter, þar sem orkan nýtist að fullu___ ___ Við* íslendingar flytjum, eins og kunnugt er, allt okkar benzín inn frá Rússlandi og ger- um e. t. v. um óákveðinn tíma. Þess hefði mátt vænta, að ís- lenzkir bifreiðaeigendur gætu ekki fyrst um sinn nottð góðs af þessari miklu framför í benzín- framleiðslu. Shell-félagið í Englandi, sem hefur einkarétt á þessu efni til blöndunar í bénzín, hefur samt sem áður góðfúslega samþykkt að heimila H.f. „Shell" á Islandi af- not af einkaleyfi þessu og látiS því í té birgðir af þessu efni til blöndunar hér innanlands. Þetta hefur gert Shell-félaginu hér kleyft að gefa bifreiðaeigendum hérlendis kost á hinu endurbætta benzíni...." Atvinnuofsóknii í Eyjum Ihaldsmeirihlutinn í bæjar- stjóm Vestmannaeyja hefur nú hafið atvinnuofsóknir gegn starfs mönnum bæjarins Hefur þeim Hrólfi Ingólfssyr/ bæjargjald- kera og Sigurði Jór^ssyni hafnar- fulltrúa verið sagt upp starfi. — Ástæðan fyrir uppsögnum þess- um er engin önnur en sú að þeir Hrólfur og Sigurður eru á öðru máli en Framsókn&r- og flialds- menn þeir, sem nú sýna ást sína á lýðræð,i og mannréttindum. Aðalfundur Vélstjórafélags Akureyrar var haldinn fyrra sunnudag. Stjóm félagsins skipa nú þessir menn: Kristjén Kristjánsson, form. Stefán Þorstéinsson, gjaldk. Svavar Björnsson, ritari. Eggert Ólafsson, varaform. Félagsmenn eru um 80 talslns. Það er auðvelt að sannfæra sig um það að ameríkumenn treysta Guði, með því að athuga hvernig þeir aka bílunum sínum. Flestar konur óska sér lang- lífis, en þær vilja bara ekki láta það sjást é sér að sú ósk þeirra hafi verið uppfyllt Reiðstu því ekki þótt annar viti meira en þú. Það er ekki honum að kenna. Sósíalistafélagið og Æskulýðsfylkingin: ÁRSHÁTÍÐ í ÁSGARÐI laugardaginn 24. þ. m., hefst kl. 8.30. TILHÖGUN : 1. KAFFIDRYKKJA. 2. ÁVARP frá form. félaganna. 3. UPPLESTUR. 4. GAMANÞÁTTUR E. K. 5. ? ? ? 6. SEGULBANDS-GETRAUN. 7. DANS til kl. 2 eftir miðnætti. Félagar, fjölmennið og tilkynnið þátttöku ykkar sem allra fyrst. NEFNDIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.